Morgunblaðið - 05.10.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
Við skýin erum bara grá Á Hellisheiði stíga gufustrókar til himna, þar sem þeir sameinast skýjunum. Allt vatn í búskap háloftanna fellur þó til jarðar um síðir og heldur svo hringrásin áfram.
Eggert
Norsku geislavarn-
irnar birtu í byrjun
vikunnar nýja hættu-
matsskýrslu vegna
kjarnorku- og geisla-
ógnar gagnvart Nor-
egi. Norsk yfirvöld
reikna að nýju með
því í áætlunum sín-
um að „að ekki sé
óhugsandi“ að
kjarnorkuvopnum
verði beitt á norsku yfirráðasvæði.
Þótt dregið hafi úr allri hervæð-
ingu á norðurslóðum fyrir 30 árum
hafa Norðmenn fylgst náið með
hættu af geislavirkni vegna kjarn-
orkuknúinna skipa, kjarnorku-
úrgangs og kjarnorkuvera austan
við landamæri sín og Rússlands.
Hættumat á borð við það sem nú er
kynnt hefur þó ekki verið birt síðan
árið 2008.
Þróunin hefur orðið ískyggilegri
en áður undanfarin ár og nú segir á
vefsíðunni Barents Observer að í
um það bil 140 km fjarlægð austan
við landamæri Noregs og Rúss-
lands séu um 30 kjarnorkuknúnir
rússneskir kafbátar, borgaralegur
floti kjarnorkuknúinna ísbrjóta,
kjarnorkuknúið orrustu-beitiskip,
kjarnorkuver og nokkrir förg-
unarstaðir fyrir geislavirkan úr-
gang. Þá séu meira en 1.000 kjarna-
oddar á þessum slóðum í skotstöðu
á flaugum eða í vopnabúrum. Jafn-
framt er bent á að Barentshaf sé
tilraunasvæði vegna nýrra kjarn-
orkuknúinna stýriflauga Rússa og
kjarnorkuneðansjávardróna þeirra.
Í skýrslunni lýsa geislavarnirnar
atvikum og þróun sem hafa beri í
huga þegar lagt sé mat á hættur á
þessu sviði: hryðjuverk gegn kjarn-
orkustöðvum, fjölgun
kjarnorkuknúinna skipa
á norðurslóðum, kjarn-
orkuflutning úti fyrir
strönd Noregs, rekstur
fljótandi kjarnorkuvera
Rússa á norðurslóðum,
meðferð á kjarnorku-
úrgangi og aukna hættu
af kjarnorkuverum um
heim allan vegna aldurs
þeirra.
Í þeim þætti norsku
þjóðaröryggisstefn-
unnar sem snýst um
hættur af kjarnorku og gildir frá
2016 til 2020 felur ríkisstjórnin
norsku hættustjórninni vegna
kjarnorkuvár að gera sviðsmynd
sem sýni til hvaða ráða skuli gripið
skyldi kjarnorkuvopnum verða beitt
á eða við norskt yfirráðasvæði. Í
nýju skýrslunni segir að unnið sé
að gerð þessarar sviðsmyndar.
Kafbátar færast norðar
Hér var fyrir tveimur vikum vak-
ið máls á breyttum áherslum
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins vegna þróunar mála á Norður-
Atlantshafi. Bandaríkjamenn hafa
ýtt 2. flota sínum, Atlantshafsflot-
anum, úr vör að nýju. Honum hefur
verið mótuð sú stefna að draga ekki
framvarnarlínu sína gagnvart kaf-
bátum á N-Atlantshafi í GIUK-
hliðinu (frá Grænlandi um Ísland til
Bretlands) heldur skuli þessi lína
dregin mun norðar.
Í nýja norska hættumatinu segir
að kafbátar bandamanna Norð-
manna hagi nú ferðum sínum á
annan hátt en áður. Þá hafi þeim
fjölgað undanfarið á norsku haf-
svæði.
Fyrir fáeinum árum komu skipin
10 til 15 sinnum til norskrar hafnar
ár hvert en nú sigla kjarnorku-
knúnir kafbátar frá Frakklandi,
Bretlandi og Bandaríkjunum 30 til
40 sinnum á ári í norskar hafnir.
Áður fóru bátarnir einkum til
Haakonsvern flotastöðvarinnar
skammt frá Bergen nú sigla þeir
norðar og halda sig við Norður-
Noreg, einkum utan við Tromsø.
Í Norður-Noregi er ekki að finna
viðunandi hafnaraðstöðu fyrir kaf-
bátana. Nokkrum árum áður en
spenna jókst aftur á þessum slóðum
seldi norska ríkisstjórnin kafbáta-
lægi sitt í Olavsvern skammt frá
Tromsø. Nú er það í einkaeign og
notað í borgaralegum tilgangi,
Athygli beinist um þessar mundir
að því hvort unnt sé að nýta höfn-
ina í Tønsnes rétt fyrir norðan
Tromsø til áhafnaskipta og þjón-
ustu við kafbáta bandamanna Norð-
manna.
Í þessari lýsingu felst að athafna-
svæði kafbáta NATO-ríkjanna er
lengra fyrir norðan Ísland en áður
var og fellur lýsingin að stefnunni
sem kynnt hefur verið fyrir 2. flota
Bandaríkjanna: að skipin skuli
halda sig eins norðarlega og þeim
sé unnt.
Bresk stefna um
varnir norðurslóða
Gavin Williamson, varnarmála-
ráðherra Bretlands, kynnti nýja
stefnu um varnir norðurslóða
sunnudaginn 30. september. Þar er
gert ráð fyrir að Norður-Íshafið og
norðurslóðir séu miðlægur þáttur
við gæslu öryggis Bretlands. Í sam-
ræmi við það ætla Bretar að auka
viðveru sína þar á landi, sjó og í
lofti.
Varnarmálaráðherrann sagði af
þessu tilefni:
„Þegar ísinn bráðnar og nýjar
siglingaleiðir opnast eykst gildi
norðurslóða og Norður-Íshafsins.
Rússar gera kröfu um yfirráð og
hervæða svæðið með því að senda
fleiri kafbáta undir ísinn og með
áformum um að reisa meira en 100
stöðvar á norðurskautssvæðinu. Við
verðum að búa okkur undir að tak-
ast á við allar ógnir þegar þær
birtast.“
Boðað er að breskir landgöngu-
liðar verði árlega sendir til vetrar-
æfinga í Noregi og þeir verði um
800 á árinu 2019. Í nýju varnar-
stefnunni felst að þjálfun land-
gönguliðanna verði til langs tíma
fléttuð inn í þjálfun norskra her-
manna og felld inn í norskar
varnaráætlanir. Þessi samþætting
snertir einnig Bandaríkjamenn sem
halda að jafnaði úti 700 landgöngu-
liðum í Noregi.
Í stefnunni eru nefndar skuld-
bindingar í þágu NATO og að fjór-
ar Typhoon-orrustuþotur breska
flughersins verði í fyrsta sinn send-
ar til loftrýmisgæslu frá Íslandi ár-
ið 2019. Segir ráðuneytið að á þenn-
an hátt gefist Bretum tækifæri til
að vinna náið með bandamönnum
sínum að gæslu öryggis í lofthelgi
Evru-Atlantshafssvæðisins. Verk-
efnið gefi flughernum jafnframt
einstakt tækifæri til að láta reyna á
getu sína við nýjar aðstæður.
Árið 2020 ætla Bretar að láta enn
frekar að sér kveða við aðgerðir á
norðurslóðum og í Norður-Íshafi
þegar þeir taka í notkun nýjar P-8
Poseidon kafbátaleitarvélar.
Heimaflugvöllur þeirra verður í
Lossiemouth nyrst á Skotlandi.
Loks verður breska flotanum
beitt af auknum þunga til að takast
á við hættuna af auknum umsvifum
rússneskra kafbáta. Norður-
Íshafsæfingar bandaríska flotans
eru þekktar undir skammstöfuninni
ICEX og í ár tók breskur kafbátur
þátt í þeim í fyrsta sinn í tíu ár og
verður þetta framvegis fastur liður
hjá breska kafbátaflotanum.
Skömmu áður en nýja breska
varnarstefnan var kynnt gerðist sá
tímamótaatburður að í fyrsta skipti
í átta ár var orrustuþotu lent um
borð í bresku flugmóðurskipi. Þetta
var torséð orrustuþota af F-35B
gerð sem settist lóðrétt á þilfar
HMS Queen Elizabeth undan
austurströnd Bandaríkjanna. Alls
eiga 24 slíkar ofurþotur að geta at-
hafnað sig um borð í skipinu þegar
fram líða stundir. Bretar stefna að
því að eignast 138 F35B torséðar
orrustuþotur.
Ætlunin er að árið 2021 hafi
HMS Queen Elizabeth lokið
reynslusiglingum sínum. Slag-
kraftur skipsins verður mikill á
Norður-Atlantshafi.
Mikil breyting
Í tveimur greinum hefur verið
lýst mikilli breytingu á hernaðar-
legri stöðu á Norður-Atlantshafi.
Sé litið til stjórnmála er fyrir-
varalaus ákvörðun norskra stjórn-
valda um samþættingu eigin varna
og bandamanna meginbreyting frá
því sem var fyrir 30 árum.
Sé litið til hernaðarlegra þátta
felst meginbreytingin í því að
gæsluþjóðir öryggis á Norður-
Atlantshafi, Bandaríkjamenn og
Bretar, ætla að draga línu sína
norðar en nokkru sinni.
Eftir Björn
Bjarnason » Í tveimur greinum
hefur verið lýst
mikilli breytingu á
hernaðarlegri stöðu
á Norður-Atlantshafi.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Kjarnorkuótti Norðmanna –
Bretar stefna á norðurslóðir