Morgunblaðið - 05.10.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 05.10.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 VINNINGASKRÁ 23. útdráttur 4 október 2018 9 12213 20464 29284 40867 51192 62417 71686 152 12253 21315 29971 40953 51195 62458 72012 841 12772 21344 30829 41020 51586 62704 72683 1189 12891 21593 31117 41301 51659 62882 73094 1327 12997 21737 31170 41358 51789 63148 73109 1386 13162 21800 31488 41808 51875 63255 73401 1442 13310 22079 32156 42042 51945 63606 74065 1755 13442 22607 32776 42319 52032 63800 74105 2200 13550 22632 32777 42399 52490 63963 74128 3155 13736 22694 32834 42522 52491 64041 74226 3855 14299 22892 32911 43099 52691 64051 74469 4089 14578 23241 33159 43307 52853 64118 74581 4291 14840 23312 33710 43505 53787 64172 74687 4370 14898 23380 33754 43693 54168 64712 74752 4802 15051 23550 34072 43904 54816 65111 75245 5487 15445 23571 34354 43954 55003 65127 75343 5584 15900 23759 34976 43981 55129 65326 75585 5764 16025 23797 35012 44872 55269 65515 76210 5812 16362 23864 35885 45773 55501 65607 76241 6295 16390 24217 36490 45812 55924 65999 76421 6541 16414 24233 36526 45996 56272 66261 76876 6558 16612 24590 36766 46038 56771 66677 76891 6779 16884 24613 36838 46569 57331 66813 77390 7072 17094 25311 37509 46724 57546 67004 77642 7882 17347 25412 37513 47097 57586 67143 78399 9146 18060 26064 37808 47170 57587 67533 78512 9171 18230 26264 38410 47177 58558 67794 78737 9626 18240 26277 38840 47190 58763 68851 78987 10074 18484 26339 38873 47481 58855 68876 79060 10103 18565 26550 39015 47804 59582 69331 79208 11310 18746 26659 39400 47944 60042 69611 79444 11311 18915 27246 39470 48764 60125 70256 11504 19155 27681 39795 48865 60876 70422 11574 19220 28211 40173 49428 60945 70448 11796 19228 29059 40220 50371 61409 70895 11806 19281 29076 40315 50659 61549 70946 11961 20290 29145 40515 50796 61663 71422 105 7390 20123 32418 41095 50360 60711 72615 552 7505 21347 32706 42821 50512 62884 73926 1629 9617 21919 33178 43274 52505 64033 74786 1737 10674 22269 33565 45162 54187 64282 75956 2593 10877 23156 34359 45384 54541 64941 76970 2984 11309 24480 35655 46119 55275 66048 77611 3234 13135 24937 37247 46446 56247 66136 77983 3511 16821 25701 37826 46771 56621 66400 78304 3970 18284 25718 38293 47224 56939 66960 79892 4142 19027 26766 39045 48830 57140 68163 5416 19330 26970 40507 49686 57494 68328 5895 19511 27336 40870 49706 60395 70462 6494 19907 28969 40990 49762 60410 70637 Næstu útdrættir fara fram 11., 18., 25. okt & 1. nóv. 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 3465 10218 17298 51846 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2853 14464 29301 44835 59307 75393 9962 16732 31761 48234 63448 76213 11744 18082 35252 48844 65664 76979 12948 24793 40447 54134 67943 78206 Aðalv inningur Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 6 8 9 3 5 Allt um sjávarútveg Evrópusamtök aldr- aðra, Eurac, voru stofnuð árið 1962 og var Gísli Sigurbjörns- son, forstjóri Grundar, stofnfélagi ásamt nokkrum erlendum starfsbræðrum. Barnabarn hans, Gísli Páll Pálsson, forstjóri hefur verið félagi í samtökunum um ára- bil og var forseti þeirra í nokkur ár. Samtökin héldu stjórnarfund og síðan ráðstefnu í Reykjavík nokkra daga í septem- ber. Eurac hefur verið aðili að Age- Platform Europe síðan 2009 og hef- ur forseti þess verið ráðgefandi að- ili Evrópuráðsins og efnahags- og velferðarráðs Sameinuðu þjóðanna síðan 1984. Nú eru fulltrúar 28 Evrópulanda aðilar að Eurac. Yfirskrift ráðstefn- unnar var „Hvernig önnumst við aldraða“. Fulltrúi heilbrigðisráðu- neytisins hóf ráðstefnuna og gaf góða yfirsýn um velferðarþjónustu á Íslandi sem veitt er af ríki og sveitarfélögum, og síðan fjallaði fulltrúi Reykjavíkurborgar um þjónustu sem veitt er eldri borg- urum í heimahúsum. Forseti EURAC flutti erindi sem bar heitið „Hvers vegna og hvernig önnumst við náungann“, og lagði áherslu á siðfræði, mannréttindi og grundvallarréttindi sem hann skipti í átta meginþætti í umönnum aldraðra, aðstoð og meðferð. Það er 1. rétturinn til sjálfsákvörðunar og aðstoðar til sjálfs- hjálpar; 2. til líkam- legrar og andlegrar verndar; 3. til friðhelgi einkalífs; 4. til umönn- unar, lækninga og að- stoðar; 5. til upplýs- inga og ráðgjafar; 6. til þátttöku í samfélag- inu; 7. til trúariðkunar og virðingar á lífs- skoðunum; og ekki síst rétturinn 8. til líknaraðstoðar og virðingar við óskir við lífslok. Hann sagði að þegar litið væri til framtíðar stæðum við frammi fyrir miklum áskorunum er varða nýja velferðartækni og lækninga- meðferðir sem hafa það markmið að takast á við öra fjölgun aldraðra í Evrópu. Þessar tækninýjungar muni leysa af hendi fjöldamörg verkefni daglegs lífs sem nú eru á höndum umönnunaraðila en verða þá unnin með tæknivæddri umönn- un og lyfjagjöf, vélmennum stýrð- um af gervigreind og tölvustýrðri þjónustu. Við munum einnig standa frammi fyrir nýjum áskorunum er varða siðfræðilega þætti og menn- ingarlegan fjölbreytileika og ekki síst auknar öryggiskröfur. Nú þeg- ar eru framleidd vélmenni sem að- stoða við böðun í heimahúsum og raddstýrð framreiðsla matar- skammta í einkaeldhúsum. Sem eldri borgarar þurfum við að taka þátt í innleiðingu þessara sam- félagslegu breytinga og eigum að hafa áhrif á þróun þeirra og um- ræðuna um áhrif þeirrar menning- ar sem fylgir aukinni tækni- og vél- væðingu. Gísli Páll kynnti þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum og lagði áherslu á að viðskiptavinurinn hefði ávallt rétt fyrir sér, það væri mikilvægt hér á landi að hlusta á íbúa sem búa á hjúkrunarheimilum. Síðan voru flutt fimm erindi frá ýmsum löndum um þjónustu við aldraða og þær breytingar sem væru á stöðu aldraðra. Kynnt var starfsemi eldri borgara í U3A í Reykjavík og verkefni þeirra Vöru- hús Tækifæranna sem hvetur 50 ára og eldri til sjálfshjálpar við starfslok. Þann 1. október var haldinn al- þjóðlegur dagur aldraðra. Nú eru 70 ár síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var staðfest og næstu 70 daga og tíu vikur eða til 10. desember verður vakin at- hygli á baráttunni fyrir jöfnum rétti aldraðra og að mannréttindi minnka ekki við hækkandi aldur. Fjöldi fólks 80 ára og eldri mun þrefaldast á árunum til 2050, hóp- urinn mun þá telja 425 milljónir manna. Flokkun fólks miðað við aldur leiðir til mismununar rétt- inda, aukinnar fátæktar og ofbeldis gagnvart öldruðum sem mun hafa áhrif á heilsuleysi þeirra og van- líðan. Rannsóknir sýna að fólk sem býr við neikvæða ímynd lifir að meðaltali 7,5 árum skemur en fólk sem lifir við jákvæða ímynd hækk- andi aldurs. Á næsta ári mun Eurac halda fund í Moskvu í boði borgaryfir- valda. Í þeirri borg búa 1,5 millj- ónir eldri borgara og félög eldri borgara eru vel á annað hundrað. Það verður í fyrsta sinn sem Rúss- ar taka virkan þátt í starfi EURAC samtakanna og verður áhugavert að sjá hver staða eldri borgara verður í því landi eftir þær breyt- ingar á lífeyrisaldri og lífeyrisrétt- indum sem hafa verið boðaðar. Virðing og réttindi aldraðra í Evrópu Eftir Birnu Bjarnadóttur » Sameinuðu þjóðirnar og samtök aldraðra í Evrópu vekja athygli á mannréttindum allra án tillits til aldurs á tímum ört fjölgandi íbúa 80 ára og eldri. Birna Bjarnadottir Höfundur er áhugamaður um málefni aldraðra. birna.bjarnadottir@simnet.is Sá háttur er á íslensri orðræðu að fólk lætur sér ekki nægja að and- mæla skoðunum þeirra sem ekki eru sömu skoðunar og viðmæl- andi – heldur sparkar í þá í leiðinni. Þetta má líka sjá í nýlegum dæm- um. Birgir fyrrverandi landlæknir – og núver- andi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra – hefur haft í frammi sömu skoðanir um þörf á breytingum á íslenska heilbrigðiskerfinu og áður hafa verið settar fram af úttektarskýrslum – McKinsey-skýrslunni, úttektar- skýrslu Ríkisendurskoðunar og ráð- gjöf Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar WHO, hafi hún ekki breyst í 25 ár. Árni Tómas Ragnars- son sérfræðilæknir, sem hagsmuna á að gæta, gefur sína um- sögn í grein í Morgun- blaðinu fyrir skömmu. Og hver er sú um- sögn? Sparkað – sparkað fast „Ég hef engan þann lækni fundið sem traust hefur borið til þessa landlæknis,“ segir Árni Tómas. Samt hefur viðkom- andi einstaklingur unnið sér traust til þess að stýra virtasta sjúkrahúsi á öllum Norðurlöndum, Karolinska, vera valinn umfram aðra umsækj- endur til þess að taka við land- læknisembætti á Íslandi, studdur í því starfi af fyrrverandi ráðherra og verið treyst til þess af núverandi ráðherra að vera henni ráðgefandi. Sparkað fastar „Vil ekki láta einhvern ofstækis- fullan, valdasjúkan og ofstopafullan rústa því, sem gefist hefur vel,“ segir læknirinn. Var þá McKinsey- skýrslan, skýrsla Ríkisendurskoð- unar og álit WH ofstopafull, valda- sjúk og ofstækisfull? Auðvitað vænti ég þess að fá and- mæli við þessum sjónarmiðum mín- um ... og svo kemur sparkið. Eins og vænta mátti. .... og svo kemur sparkið! Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Auðvitað vænti ég þess að fá andmæli við þessum sjónarmið- um mínum ... og svo kemur sparkið. Höfundur er fyrrv. heil- brigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.