Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 ✝ Edda Ingi-björg Mar- geirsdóttir fædd- ist 15. febrúar 1933 á Sauðár- króki. Hún and- aðist á Sólvangi í Hafnarfirði 21. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Mar- geir Sigurðsson, f. 2.11. 1906, d. 7.8. 1986, og Elenora Þórð- ardóttir, f. 9.9. 1907, d. 3.6. 1987. Edda var ein níu systk- ina, þau eru Sigurður, látinn, Helga Ósk, látin, Margrét, lát- in, Friðjón, Hreiðar, Kjartan, Birna Kolbrún og Anna Sveindís. Fjölskyldan flutti til Sandgerðis þegar Edda var 11 ára gömul. Á jóladag árið 1962, og Páll Margeir, f. 10.7. 1970, maki Sigurdís Gísladótt- ir. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörnin 14. Edda og Sveinn bjuggu fyrstu tæplega 20 árin að Lágafelli í Sandgerði en fluttu til Reykjavíkur árið 1968. Edda vann alla sína starfsævi við ýmiskonar versl- unar- og þjónustustörf og síð- ustu 10 starfsárin vann hún sem aðstoðarmanneskja á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Ís- lands. Edda söng í kórum og var um tíma formaður Söngfugla, kórs aldraðra á Vesturgötu. Samkvæmisdansar voru eitt af áhugamálum þeirra hjóna. Edda og Svenni ferðuðust mikið, bæði innanlands og ut- an. Síðustu sex ár ævi sinnar dvaldi Edda á alzheimer-deild Sólvangs í Hafnarfirði. Útför Eddu fer fram frá Háteigskirkju í dag, 5. októ- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. 1950 giftist hún Sveini Pálssyni, f. 10.1. 1924, frá Lágafelli í Sand- gerði, athöfnin fór fram í Hvalsneskirkju. Foreldrar Sveins voru Helga Páls- dóttir, f. 28.10. 1888, d. 22.7. 1977, og Páll Páls- son, f. 25.4. 1881, d.16.8. 1969. Edda og Sveinn eiga fimm börn, sem eru: Helga Hjördís, f. 4.9. 1951, maki Valdimar L. Lúðvíksson, látinn, Elenora Björk, f. 7.11. 1953, maki Erlendur Frið- riksson, Hallveig Elfa, f. 23.9. 1957, maki Hafsteinn H. Hauksson, látinn, maki Martin Hahl, Höskuldur Freyr, f. 9.2. Elsku mamma hefur kvatt þennan heim eftir löng og ströng veikindi. Fyrir u.þ.b. 10 árum byrjuð- um við að taka eftir breytingum hjá mömmu sem ekkert okkar gat skilið. Hvað var að elsku mömmu sem alltaf var búin að vera svo fullkomin? Því miður átti hún eftir að greinast með þennan hræðilega „vágest“ alz- heimer. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hún fékk pláss á Sól- vangi í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu æviárin og fékk þar ástúðlega og fagmannlega umönnun. Hjartans þakkir. Pabbi, sem orðinn er háaldr- aður, hugsaði svo vel um mömmu eftir að hún veiktist eins og alltaf í þeirra langa hjóna- bandi. Sönn og elskuleg ást var á milli þeirra. Það er ekki erfitt að láta hug- ann reika og upplifa góða tímann með mömmu því af mörgu er að taka sem ég vil aðeins láta koma hér fram. Ég á góðar æskuminningar frá Sandgerði þar sem öll fjöl- skylda pabba bjó í sama húsinu. Mamma saumaði auðveldlega öll föt á okkur systurnar. Hún var listakokkur og öll heimilisverk léku í höndum hennar. Skipulögð og dugleg. Eftir að ég flutti til Þýskalands reyndu mamma og pabbi alltaf að skipuleggja ferðir sínar til okkar þegar einhverjir „helgidagar“ voru í fjölskyld- unni. Áður fyrr reyndu þau gjarnan að taka eitt eða annað barnabarnið með, sem var líka svo skemmtilegt. Foreldrar mínir voru mjög félagslynd og skemmtileg, döns- uðu vel svo maður gat verið stoltur af þegar þau svifu yfir dansgólfið. Bæði hafa þau alla ævi mína verið í ótal mörgum kórum sem fylgdi bæði mikið félagslíf og ferðalög bæði innanlands og utan. Mamma var mikill sundgarp- ur, fór daglega snemma morg- uns í sundið og synti fleiri hundruð metra áður en dagurinn byrjaði. Svo bættist sundleikfim- in við sem henni þótt mjög gott að stunda. Auk sundsins voru það langar gönguferðir og útivera sem heill- aði hana. Hún þekkti allar nær- liggjandi sveitir hjá mér í Þýska- landi enda gönguskórnir og prjónadótið alltaf með í farangr- inum. Ein af síðustu ferðunum ykk- ar pabba saman til mín var á jól- unum þegar þið hélduð upp á 60 ára brúðkaupsafmælið ykkar á jóladag. Nú ertu farin í aðra ferð, elsku mamma, þar sem ég veit að tekið hefur verið vel á móti þér með spennu og til- hlökkun. Guð blessi minningu þína, elsku mamma. Við fjölskyldan söknum þín svo mikið og þökkum þér fyrir alla þá ást sem þú hefur gefið okkur. Þín Hallveig. Amma Edda, eða amma „niðri“ eins og hún var jafnan kölluð á okkar heimili því þau afi bjuggu á neðri hæðinni, er látin. Þau byggðu hús með foreldrum okkar í Suðurhlíðunum. Það voru forréttindi að hafa ömmu og afa svona nálægt í uppvext- inum og við nutum góðs af því. Við gátum farið niður og fengið lánað ef eitthvað vantaði í bakst- ur, við vorum yngri en vinkonur okkar þegar við fengum að vera einar heima því þau voru til stað- ar og mættum gjarnan „óboðn- ar“ í kaffi og kökur þegar aðrir úr fjölskyldunni voru í heimsókn. Amma og afi áttu líka alltaf ís í frystikistunni eða örbylgjupopp. Á þeim tíma var fátt meira spennandi en örbylgjupopp og þau eignuðust örbylgjuofn áður en þeir voru til á hverju heimili. Amma hugsaði vel um heils- una og var dugleg að hreyfa sig. Hún tók okkur með sér í sund og kynnti okkur fyrir Kvennahlaup- inu. Hún var trúuð kona og kirkjurækin og fylgdi okkur í messur í fermingarundirbúningi okkar. Þegar amma og afi fengu sér tjaldvagn fengum við að fara með í ferðalög í tjaldvagninum. Þau leyfðu okkur einnig að leika í honum með vinum okkar fyrir utan heima sem var mjög spenn- andi. Amma var mjög traust og reyndist okkur vel á erfiðum tímum, sérstaklega í veikindum annarrar okkar á unglingsárum. Hún var mjög nægjusöm og gott dæmi er þegar önnur okkar gaf þeim kertastjaka í jólagjöf og setti þá í rúsínubox áður en hún pakkaði þeim inn. Þegar við komum niður til ömmu og afa seint á aðfangadagskvöld sýndu þau okkur jólagjafirnar en kertastjakarnir voru hvergi sjáanlegir. Þegar spurt var um gjöfina rauk amma inn í eldhús, tók rúsínuboxið úr skápnum og sagði þetta frábæra gjöf þar sem þau notuðu alltaf rúsínur út á grautinn á morgnanna. Elsku amma okkar við mun- um sakna þín, þó Alzheimer- sjúkdómurinn hafi þjakað þig síðustu ár og samskiptin því breyst þá er mjög erfitt að kveðja. Við erum þó þakklátar hvíldinni sem þú hefur loks fengið. Þú varst alltaf svo dugleg og flott kona sem við systurnar litum upp til. Við munum passa vel upp á afa og hjálpa honum í sorginni. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku amma. Edda Guðrún og Margrét Pála. Heimurinn getur verið flókinn ungum dreng, skilnaðarbarni ungra foreldra. Við þær aðstæð- ur getur verið gott að leita í öruggt skjól hjá ömmu og afa. Þannig eru mínar fyrstu minn- ingar af ömmu minni. Amma hafði gaman af því að ræða málin og þreyttist seint á því að leið- beina og stappa í mann stálinu varðandi alla mögulega hluti. Þegar sá gállinn var á ömmu gat hún talað mjög mikið, jafnvel svo mikið að stundum gat verið erfitt að komast að, þá var bara best að sitja og hlusta. Það er ekki ofsögum sagt að ég hafi verið með annan fótinn inni á heimili ömmu og afa öll mín uppvaxtarár og tengist þeim afar sterkum böndum, ekki spillti fyrir að yngsti sonur þeirra er jafnaldri minn og ól- umst við að mörgu leyti upp saman. Í sumarleyfum fékk ég að ferðast með þeim víða um sveitir landsins, hvort sem um var að ræða tjaldferðalag eða sumarbústaðarferð. Amma var húsmóðir af gamla skólanum. Glæsileg kona sem stýrði heimilinu sínu af mynd- arskap, harðdugleg, ákveðin og jafnvel stjórnsöm. Þá var hún góður kokkur og mikil handa- vinnukona. Afi fór meira syngj- andi í gegnum daginn og gerir enn. Amma kemur úr stórum systkinahópi og var alla tíð mikil fjölskyldukona, annt um sína nánustu og ól okkur upp í því að halda sterkum tengslum við stórfjölskylduna. Hún fylgdist vel með öllu því sem börnin hennar og við barnabörnin tók- um okkur fyrir hendur, var stolt af því sem vel var gert en lét okkur einnig vita af því ef henni mislíkaði framgangan. Í tímans rás snérust hlutverk- in, amma sem löngum hafði verið klettur fyrir mig, greindist með Alzheimer. Hún hætti að ráða við daglegt líf. Þessi lúmski sjúk- dómur beit þessa frísku og hraustu konu fast. Það var samt ekki fyrr en hún fór að leita til mín með einfalda hluti, sem alla jafna hefðu leikið í höndunum á henni, að maður fór að átta sig á veikindunum. Amma lagðist inn á hjúkrunarheimilið Sólvang þegar ekkert varð við ráðið. Per- sóna hennar fjaraði út og hvarf endanlega á skömmum tíma, en áfram lifði hún. Síðustu fjögur árin hef ég á einhvern hátt verið að syrgja ömmu sem þó var ekki látin, jafnvel óskað þess að hún fengi að fara yfir í draumalandið. Nú er sá dagur kominn. Þrátt fyrir allar fyrri óskir um draumaland- ið var hinsta kveðjustundin erfið og nú svo endanleg. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, takk fyrir að taka mér allt- af opnum örmum, takk fyrir allt, elsku amma, ég hefði ekki getað átt mér betri ömmu. Megi góður Guð geyma þig. Þinn dóttursonur, Sveinn Ingiberg Magnússon. Á fámennum vinnustað getur ein manneskja tekist á hendur lykilhlutverk eiginlega án þess að nokkur hafi falið henni það og gegnt því af slíkri fagmennsku að aðrir taka því öllu sem sjálf- sögðum hlut og meta sennilega aldrei að verðleikum. Lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands var slíkur vinnustaður þegar Edda Margeirsdóttir kom þar til starfa. Meginstarfsemi deildarinnar snýr að kennslu verðandi lyfjafræðinga og kraft- mikilli vísindavinnu. Kennarar, meistara- og doktorsnemar stunda rannsóknir sem miða að því að auka þekkingu á lyfja- efnum, lyfjaframleiðslu og lyfja- gjöf í víðum skilningi. Starf Eddu við deildina fólst í því að gera þetta starf mögulegt með því að sinna umsjón með rann- sóknarstofum, tryggja að við- kvæmur og oft flókinn glerbún- aður sem þarf til rannsóknanna væri ávallt til staðar og uppfyllti þær ströngu hreinlætiskröfur sem gerðar eru við slíka rann- sóknavinnu. Hreinlæti gegnir lykilhlutverki og öll frávik geta leitt til þess að niðurstöður verði rangar eða misvísandi. Edda vann sín störf af mikilli vand- virkni og samviskusemi. Öll gler- vara, oft sérsmíðuð og flókin, var þvegin af mikilli nákvæmni til að tryggja að engar efnaleifar væru til staðar og skoluð að lokum með eimuðu vatni. Edda vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Hún lét því heyra í sér ef henni fannst umgengni vísindafólksins ekki eins og best varð á kosið. Þessi vandvirkni skipti sköp- um fyrir vísindamenn, og ekki síst nemendur sem voru að læra lyfjafræði þar sem stór hluti menntunar fer fram í verklegum æfingum á rannsóknastofum. Auk umsjónar með tilrauna- stofunum sá Edda um kaffistofu starfsfólks þar sem hún lagði sömu áherslu á hreinlæti og að- laðandi aðstæður. Hún hugsaði um kaffistofuna eins og um væri að ræða hennar eigið heimili. Þarna áttu bæði kennarar og nemendur skjól og kaffistofan reyndist lím sem hélt deildinni saman í daglegu amstri. Eddu var annt um líðan annarra, tók þátt í gleði og sorgum og var trúnaðarvinur margra. Á móti sagði hún okkur frá Svenna eig- inmanni sínum og fjölskyldu sem hún var svo ósegjanlega stolt af. Á þessum tíma skapaðist skemmtileg hefð þar sem starfs- fólk skiptist á að baka kökur fyr- ir fimmtudagskaffið. Edda hafði umsjón með þessu vikulega verki, smakkaði og hvatti bak- arana, sem sumir áttu mikið ólært. Þetta skipti máli fyrir samheldni kennara og nemenda við deildina. Edda var sjálf áhugasöm um heilbrigðismál, ekki síst forvarn- ir. Hún gerði allt sem hún gat til að bæta eigin heilsu, hugsaði vel um mataræði og var mikill göngugarpur. Ég kveð Eddu fyrir hönd Lyfjafræðideildar og þakka henni fyrir ógleymanlegar stundir og fyrir það sem hún lagði af mörkum til deildarinnar, til okkar kennaranna og til nem- endanna. Ég votta Sveini, eig- inmanni hennar, og aðstandend- um öllum innilega samúð. Kristín Ingólfsdóttir. Edda Ingibjörg Margeirsdóttir Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BRYNJÓLFSSON framkvæmdastjóri Verkfæralagersins, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. september á Tenerife. Útför verður auglýst síðar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir Brynjólfur Gunnarsson Ásta Bjarnadóttir Tómas Haraldsson Selma Smáradóttir Móeiður Tómasdóttir Sara Brynjólfsdóttir Alma Brynjólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EINARSSON, Hellubæ, lést á krabbameinsdeild LSH laugardaginn 29. september umkringdur ástvinum sínum. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju mánudaginn 8. október klukkan 14. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki LSH sem annaðist hann af alúð. Gíslína Jensdóttir Davíð Sigurðsson Sigríður Arnardóttir Jens Sigurðsson Ása Lind Birgisdóttir María Sigurðardóttir Sveinbjörn Sigurðsson og barnabörn Elsku dóttir mín, systir okkar og heittelskaður lífsförunautur, JÓHANNA BJÖRG PÁLSDÓTTIR, Mánatúni 1, varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn 30. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Páll Brekkmann Ásgeirsson Svala Pálsdóttir Páll Pálsson Lana Kolbrún Eddudóttir Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÁGÚST ERLINGSSON, lést þriðjudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Seljakirkju laugardaginn 13. október klukkan 11.30. Ingibjörg Kristín Gísladóttir Erling Adolf Ágústsson Hlín Elfa Birgisdóttir Halldóra Kristín Ágústsdóttir Sverrir Örn Sveinsson Gísli Erlingsson Þuríður Bernódusdóttir Sigurborg Violette Robert Violette og barnabörn Yndislegur eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og frændi, GUÐMUNDUR ARNAR HERMANNSSON, skipstjóri og útgerðarmaður frá Árskógssandi, kvaddi í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 28. september. Útförin fer fram í Stærra-Árskógskirkju fimmtudaginn 11. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafasjóð SAk v/ Barna- & unglingageðdeildar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk SAk og Heimahlynning Akureyrar fyrir ómetanlegan hlýhug og umhyggju. Anna Guðrún Snorradóttir Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir Hermann Guðmundsson Hjörvar Blær Guðmundsson Hafrún Mist Guðmundsdóttir Hermann Guðmundsson Margrét Ágústa Arnþórsdóttir Agnes Eyfjörð Arnþór Elvar Hermannsson Heimir Hermannsson Jónina Hafdís Hermannsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.