Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 ✝ Ardís Ólöf Are-líusdóttir fæddist í Grindavík 19. október 1936. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sæ- borg á Skaga- strönd 12. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Arelíus Sveinsson, f. 1911, d. 1972, og Fanney Bjarnadóttir, f. 1913, d. 2008. Systur Ardísar eru: Gréta Björg, f. 1935, d. 2013, og Ruth Jó- hanna, f. 1946. Auk þess átti hún hálfbróður, Eirík Rósberg Arelíusson, f. 1945. Ardís Ólöf og Viggó Brynj- ólfsson, f. 1926, giftu sig 22. febrúar 1956 en þau slitum sam- vistum 1997. Börn Ardísar og Viggós: 1) Guðbjörg Bryndís, f. 1954, gift Magnúsi Birni Jónssyni, f. 1952, þau eiga þrjá syni; a) Viggó, f. 1971, kvæntur Magneu I. Harð- ardóttur, þau eiga þrjár dætur, b) Baldur, f. 1974, kvæntur Þór- unni Valdísi Rúnarsdóttur, þau eiga fjögur börn, c) Jón Atli, f. 1988, kvæntur Birtu Rán Björg- 1990, í sambúð með Fannari Ólafssyni. Þau eiga eina dóttur, c) Valþór Óla, f. 1992, í sambúð með Rósu Lilju Bergland, þau eiga einn son. 5) Fannar Jósef, f. 1963, kvæntur Ernu Berglindi Hreinsdóttur, f. 1963. Þau eiga fjögur börn: a) Heiðu Berglindi, f. 1984, í sambúð með Auðuni Níelssyni, b) Almar Freyr, f. 1989, c) Sara Rut, f. 1993, í sam- búð með Hjalta Karli Hafsteins- syni, d) Aron Snær, f. 1996, í sambúð með Birgittu Karen Sveinsdóttur. 6) Kolbrún Björg, f. 1964, í sambúð með Guðmundi Hilmarssyni, f. 1952. Synir henn- ar og Egils Bjarka Gunnarsson- ar eru a) Eyþór Kári, f. 1987, b) Ásþór Óðinn, f. 1989. 7) Valdi- mar, f. 1965, kvæntur Sigur- björgu Agnesi Sævarsdóttur, f. 1966. Þau eig tvö börn: a) Eygló Amalíu, f. 1985, í sambúð með Ingvari Gýgjari Sigurðssyni. Þau eiga tvö börn, b) Viktor Örn, f. 1994, í sambúð með Hel- enu Rán Þorsteinsdóttur Krü- ger. Þau eiga eina dóttur. 8) Arnar Ólafur, f. 1978, kvæntur Guðrúnu Elsu Helgadóttur, f. 1979, þau eiga tvö börn; a) Örnu Rún f. 2003, b) Snæbjörn Elfar, f. 2007. Ardís Ólöf og Viggó bjuggu lengst af á Skagaströnd. Útför Ardísar Ólafar fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, 5. október 2018, klukkan 14. vinsdóttur. 2) Are- líus, f. 1955, d. 1978. Hann átti þrjá syni: a) Arnar, f. 1974, móðir hans er Halla Þórhallsdóttir, í sambúð með Jó- hönnu Ingvarsdótt- ur Carlsen, b) Ægir Adolf, f. 1975, móðir hans er Aðalheiður Jóhannsdóttir, kvæntur Ingu Stein- laugu Hauksdóttur þau eiga tvo syni, c) Arelíus Sveinn, f. 1975, móðir hans er Jenný Grettis- dóttir, kvæntur Benjamas Arna Boonlit, þau eiga tvær dætur. 3) Víkingur, f. 1958, kvæntur Sess- elju Hauksdóttur, f. 1961. Synir þeirra eru þrír: a) Víkingur Ari, f. 1985, kvæntur Elvu Dögg Páls- dóttur, þau eiga tvö börn, b) Há- kon Andri, f. 1989 c) Hlynur Logi, f. 1996, í sambúð með Dag- nýju Rós Elíasdóttur. Fyrir átti Víkingur dótturina Ardísi Ólöfu, f. 1982. Móðir hennar er Anna Hjálmarsdóttir. 4) Vigdís Heið- rún, f. 1960, gift Vilhelm Þ. Þór- arinssyni, f. 1957. Þau eiga þrjú börn, a) Valrúnu Evu, f. 1980, hún á eina dóttur, b) Arísi Evu, f. Elsku móðir mín, Ardís Ólöf, er látin eftir harða og lang- vinna baráttu við krabbamein. Hún greindist fyrst fyrir um þremur árum en hafði verið með ýmsum einkennum um tíma sem höfðu dregið úr lífs- gæðum hennar. Það togast gjarnan á tvær tilfinningar þegar svona er komið; ákveðinn léttir fyrir hönd þess sem losnar frá þján- ingunni og sár söknuður eftir kæran ástvin. Hún var ekki nema 17 ára þegar hún eignaðist mig, fyrsta barnið og á næstu 11 árum urð- um við sjö systkinin en sá átt- undi fæddist svo 13 árum síðar, tæpu ári eftir að Ari bróðir dó. Pabbi var mikið að heiman á þessum árum í vegavinnu eða við önnur verkefni á jarðýtunni og hún hafði því fullt í fangi með heimilisstörfin og barna- uppeldið fyrstu búskaparárin. Við krakkarnir skildum ekki alltaf hvers vegna hún var stundum þreytt og uppgefin. Við sem vorum svo hress og til í alls konar leiki, ærsl og gleði. Þannig er það stundum hjá hversdagshetjunum. Það eru misjafnir dagar. Hún hafði hins vegar þessa þrautseigju og ást til fjölskyldu sinnar sem við fundum alla tíð því fjölskyldan var henni allt. Hennar fólk var hennar fólk og engin hálfvelgja með það. Hún kom upp fjölskylduhefðum, oft- ast matarveislum af einhverju tagi þar sem var svo tekið í hljóðfæri og sungið og helst dansað á eftir. Sumar af þessum hefðum lifa enn og eru orðnar ómissandi hluti af lífi barna, tengdabarna og barnabarna. Þegar við systkinin komum upp okkar eigin fjölskyldum þá var gjarnan hist hjá einhverj- um á laugardegi eða sunnudegi og fjölskyldan safnaðist saman. Ef einhvern vantaði fór mamma strax að undrast og vildi helst að það væri látið vita hvar „allir væru“. Þegar börnin voru vaxin úr grasi komu áhugamálin. Þau voru flest tekin af miklum krafti og einkenndust öll af því hve mikill fagurkeri hún var. Á heimilinu fóru fallegu hlutirnir að njóta sín í friði fyrir stríðs- leikjum barnanna. Hún sökkti sér í lestur góðra bókmennta þar sem íslensku skáldin, með Laxness í broddi fylkingar, urðu henni kær ásamt nokkrum helstu rithöf- undum þess tíma. Afþreyingarbækur voru ekki hennar tebolli. Steinarnir sem pabbi kom með úr vegavinnu urðu til þess að hún lærði að greina íslenskar bergtegundir og kom sér upp litlu fallegu steinasafni. Handavinna og handverk virtist sömuleiðis liggja fyrir henni eins og opin bók þar sem frumleiki og sköpunarkraftur nutu sín. Þegar hún eignaðist svo garð við nýja húsið á Boga- brautinni var teningunum kast- að um áhugamálin því blóma- og trjárækt átti hug hennar all- an eftir það og allt óx og greri í umhirðu grænu fingranna hennar. Stundum kom hún himinlif- andi yfir því að hafa fengið græðlinga til að róta sig sem samkvæmt bókinni átti að vera útilokað. Garðurinn hennar varð líka fljótt þéttvaxinn fjölbreyttum trjátegundum og runnum. Þannig varð fjölskyldan hennar smám saman líka, fjöl- menn og fjölbreytileg. Henni til ómældrar gleði. Elsku mamma, það er margs að minnast við leiðarlok. Við munum sakna þín en gleðjum okkur við fallegar minningar um þig. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Guðbjörg B. Viggósdóttir. Frakkarnir vita að við það að kveðjast deyjum við lítið eitt. Þannig líður okkur systrum nú þegar við fylgjum móðursystur okkar Ardísi Ólöfu, eða Ólu eins og hún var ávallt kölluð, síðasta spölinn. Með Ólu gisnar enn frekar krónan á ættartrénu og af systrunum þremur sem studdu hver aðra í blíðu og stríðu er aðeins móðir okkar eftir. Símtöl milli landshluta, kaffidrykkja, einstaka sígó við eldhúsborðið, trúnó og góðviljað systrapex eru nú minning ein og hluti af fortíðinni. Óla var ung komin í hjóna- band með Viggó sínum og flutt- ist með honum norður á Skaga- strönd. Hún var búin að fæða sjö af átta börnum sínum áður en hún náði þrítugsaldri. Það hefur verið krefjandi verkefni fyrir unga Reykjavíkurmey. Viggó vann við að leggja vegi, sem krafðist þess oft að hann væri langdvölum að heiman. Óla fylgdi honum stundum eft- ir, lét sig hafa það að gista með barnaskarann við frumstæðar aðstæður og elda ofan í vega- vinnumennina. Þrátt fyrir barnamergðina og þungt heim- ili sagði Óla aldrei skilið við sína innri skvísu. Hún var tág- grannur, stórglæsilegur og snaggaralegur töffari allt fram á síðasta dag. Okkur fannst oft eins og Óla væri á öðrum snúningshraða en við í kringum hana. Þótt hún ætti síðustu árin erfitt um gang vildi hún ekki missa af neinu. Hún sóttist eftir því að hafa gleði, söng og fegurð í nær- umhverfi sínu. Stundum var eins og hún væri ögn eirðarlaus og óþol- inmóð yfir því hve hægt tíminn skreið áfram. Var ekki eitthvað að fara að gerast einhvers stað- ar? Það var henni þungbært þegar líkaminn gat ekki haldið í við síkvikan hugann en hún beit á jaxlinn til að halda áfram að ferðast, sjá og njóta. Við systur áttum dýrmætar stundir með Ólu og mömmu þegar þær heimsóttu heimili okkar í Lund- únum og Kaupmannahöfn. Þar áttum við fullorðinssamræður þar sem við náðum að kynnast Ólu á dýpri hátt en áður. Óla var fædd 1936 og var af kynslóð sem þótti ekki við hæfi að tala mikið um tilfinningar eða slá gullhamra. Hún gat jafnvel verið hryssingsleg en það risti alltaf grunnt. Það sem hún sagði ekki með orðum sýndi hún þó í verki. Á erfiðum tíma í fjölskyld- unni var hún móður okkar mik- ill stuðningur. Mamma þurfti að fara í erf- iða ferð sem hún kveið mikið fyrir en fékk þá símtal frá Ólu þar sem hún einfaldlega sagði: „Hvenær förum við?“ Það breytti öllu því að tvær saman gátu þær allt. Óla var stolt af börnum sín- um, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum. Á Skagaströnd var hugsað um hana af elsku og alúð sem hún kunni vel að meta. Við systur erum þakklátar fyrir minningarnar um okkar heilsteyptu, skemmtilegu og góðu frænku. Við vottum fjöl- skyldu hennar samúð okkar. Hvíl í friði, elsku Óla. Annadís Greta Rúdólfs- dóttir, Sandra Björk Rúdólfsdóttir. Ardís Ólöf Arelíusdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma okkar, við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig áður en þú sofn- aðir svefninum langa. Við syrgjum þig og söknum en vitum að þér líður betur. Góða ferð, elsku amma. Arna Rún og Snæbjörn Elfar. ✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist 1. júlí 1933 í Syðra- Vallholti í Skaga- firði. Hann lést á Borgarspítalanum 20. september 2018. Móðir hans var Ragnhildur Er- lendsdóttir, f. 8. ágúst 1888 á Beina- keldu í Austur- Húnavatnssýslu, kennari og húsfreyja í Syðra- Vallholti, d. 1. mars 1974. Faðir hans var Gunnar Gunnarsson, f. 8. nóvember 1889, bóndi í Syðra- Vallholti, d. 3. desember 1962. Sigurður átti 6 systkini: Gunn- ar, f. 28. mars 1926, d. 22. Gunnar, f. 4. október 1963, Einar Ragnar, f. 17. febrúar 1967 og Ragnhildi Hrönn, f. 8. febrúar 1972. Eiginmaður Ragnhildar er Kristján Bjarni Guðmundsson, f. 8. júní 1973. Þau eiga tvær dæt- ur: Hrefnu Völu, f. 26. nóvember 2007, og Margréti, f. 16. septem- ber 2009. Sigurður ólst upp við hefð- bundin sveitastörf í Skagafirði og sótti barnaskóla í Húsey en lauk landsprófi frá Gagnafræða- skólanum á Sauðárkróki. Hann starfaði á sínum yngri árum hjá varnarliðinu í Keflavík og var á vertíðarbáti í Vest- mannaeyjum um tíma. Lengst af eða í nær 50 ár starfaði Sigurður hjá Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, síðar Hafrannsókna- stofnun. Þar gegndi hann fyrst starfi aðstoðarmanns og síðar rannsóknarmanns. Útför Sigurðar fer fram í Breiðholtskirkju í dag, 5. október 2018, klukkan 13. september 2000. Ingibjörg, f. 8. mars 1927, d. 19. sept- ember 2016. Ástríð- ur Helga, f. 9. febr- úar 1928. Erla Guðrún, f. 28. maí 1929. Aðalheiður Þorbjörg, f. 19. desember 1930, d. 28. mars 1933. Ás- geir, f. 5. mars 1932, d. 12. apríl 2017. Með systkinunum í Vallholti ólst einnig upp Ólöf Ingunn Björns- dóttir frænka þeirra, f. 28. októ- ber 1921, d. 22. september 1993. Sigurður kvæntist Hrefnu Einarsdóttur, f. 20. janúar 1937, og eignuðust þau þrjú börn: Margs er að minnast þegar farið er yfir samveru okkar þriggja með föður okkar Sig- urði Gunnarssyni sem er nú látinn 85 ára gamall. Hann fæddist inn í annan heim en við systkinin þar sem sveitasam- félag Skagafjarðar á fyrri hluta síðustu aldar var talsvert öðru- vísi en borgarlíf Reykjavíkur á seinni hluta sömu aldar. Flugvélar og bílar voru fáséð fyrirbæri og faðir okkar mundi eftir því þegar hann sá slík furðufyrirbæri fyrsta sinn. Matarmenning var einnig öðru vísi, enda hvorki ísskápur né frystikista í sveitinni á þeim tíma og matur því gjarnan geymdur í súr. Því fengum við systkinin að kynnast því á okkar heimili í Reykjavík þótti ekkert sjálf- sagðara en að pabbi okkar geymdi sitt slátur og lifrar- pylsu í sýrukeri í kjallaranum. Fátt þótti honum betra en að fá sér súrt slátur og hafragraut. Þá fengum við að kynnast systkinahópi föður okkar sem voru öll miklir Skagfirðingar. Elstur var Gunnar sem bjó á ættaróðalinu Syðra-Vallholti í Skagafirði. Systurnar Ingi- björg, Ásta og Erla allar mjög ákveðnar konur og miklir skör- ungar. Loks Ásgeir sem var næstur honum pabba okkar í aldri. Gleði og söngur voru mjög einkennandi fyrir þennan sterka systkinahóp og oftar en ekki voru sungnar skagfirskar vísur. Nú eru þær systur Ásta og Erla farnar að eldast og dvelj- ast á elliheimilum en hin eru látin. Frænka þeirra Lóa, ólst einnig upp með þeim og var hluti af þessum sterka syst- kinahópi. Var hún t.a.m. með þegar systkinin öll ásamt fjöl- skyldum fóru í langa ferð til Bandaríkjanna til að halda upp á fimmtugsafmæli Erlu sem bjó þar. Auðvitað kynntumst við ekki föður okkar í æsku en í ljóði Gunnvarar Pálsdóttur frá Löngumýri sem var vinnukona í Vallholti, má sjá að hann hafi verið ljúft og skemmtilegt barn: Eins og dúfa er snotur út um þúfu vappar, sæll og ljúfur lagsmaður lítill stúfur Sigurður. Dugnaður og nýtni föður okkar var okkur góð fyrir- mynd. Hvort sem það var að byggja fjölskyldunni hús, að mestu leyti fyrir eigin rammleik ásamt móður okkar, eða að gera við bilaða hluti þannig að þeir entust út í hið óendanlega. Eitt af því sem hvað mest einkenndi föður okkar var áhuginn á að vita hluti, kynna sér og rannsaka. Það höfum við systkinin erft eða smitast af frá honum. Að þurfa að eiga bækur um hin ólíkustu málefni og helst líka vita hvað stendur í þeim og skilja það er eitthvað sem við ólumst upp með, sem og að kanna umhverfi okkar. Við vorum tekin með í ferðalög, aðallega innanlands þar sem náttúran var skoðuð og nýting hennar metin. Ógleymanlegar eru gönguferðir um hálendið sem við fórum öll saman í fjöl- skyldan. Oftast var samt farið í Vall- holt þar sem við vorum oft að hjálpa til við heyskap. Fengum við systkinin þar nasasjón af gamaldags sveitalífi. Samrýmdari hjón en foreldra okkar er erfitt að gera sér í hugarlund. Þrátt fyrir að bæði hafi alla tíð verið ákveðin á sinn hátt þá tókst þeim að mestu að komast í gegnum þykkt og þunnt án þess að verða sundur- orða. Takk fyrir samveruna, elsku pabbi. Einar Ragnar, Ragnhildur Hrönn og Gunnar. Genginn er góður drengur. Hann Sigurður frændi minn hefur leyst landfestar, er lagð- ur upp í sína síðustu ferð. Ég man fyrst eftir honum í Syðra-Vallholti að sumarlagi einhvern tíma í bernsku minni, er allir sem vettlingi gátu vald- ið voru mættir til að hjálpa til við heyskapinn, sem þá var enn ekki orðinn vélvæddur. En það sem vakti athyglina var ekki verklag við heyskap, en frekar að hann gat gengið á höndum. Það hafði ég aldrei séð fyrr! Siggi var yngsti bróðir henn- ar mömmu og þau systkinin frá Vallholti héldu vel hópinn og studdu hvert annað eftir því sem þau hleyptu heimdragan- um, flest á leið til Reykjavíkur. Fyrst var Siggi ungkarl, með örmjótt yfirvaraskegg og strákslegan glans. Síðan kom Hrefna inn í líf hans, þessi trausta, hægláta kona, sem varð hans kjölfesta. Fyrst á Austurbrúninni, en síðan á Urðarstekk, þar sem þau voru í nábýli við foreldra mína á Fremristekk. Margar fjöl- skylduveislur og annað gaman lifir í minningunni, og að fá þau Urðarstekkssystkin, Gunnar, Einar Ragnar og Ragnhildi í heimsókn – eða pössun – styrkti auðvitað fjölskyldu- böndin. En þó er mér efst í huga við þessi tímamót sá stuðningur og umhyggja sem þau Hrefna sýndu henni mömmu eftir að hún var orðin ein og ég búsett í Danmörku. Það var aldrei talið eftir sér að sinna henni, hjálpa ef eitthvað á bjátaði og að heimsækja hana eftir að hún var komin á Eir. Það verður seint fullþakkað. Það var líka ómetanlegt að fá að koma á Urðarstekk, fá kaffi og meðlæti og tala um daginn og veginn þegar ég átti leið um eftir að ég flutti til Kaup- mannahafnar. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég Sigurð, frænda minn. Blessuð sé minning hans. Elsku Hrefna, Gunni, Raggi, Ragnhildur, Kristján, Hrefna Vala og Margrét, innilegar samúðarkveður. Ragnheiður og fjölskylda. Sigurður Gunnarsson Laufey Dís Einarsdóttir ✝ Laufey DísEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1958. Hún lést á heimili sínu í Vogagerði 1 í Vogum á Vatnsleysuströnd 17. september 2018. Laufey var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 28. september 2018. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.