Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Skuggagil 2, Akureyri, fnr. 225-7128, þingl. eig. Aðalbjörn Sigurður Fi-
lippusson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 9. október
nk. kl. 10:30.
Brekkugata 5, Akureyri, fnr. 215-6263, þingl. eig. Arnar Gústafsson,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 11. október nk. kl.
12:00.
Hafnargata 13B, Langanesbyggð, fnr. 217-0846, þingl. eig. Toppfiskur
ehf, gerðarbeiðandi Langanesbyggð, miðvikudaginn 10. október nk.
kl. 13:30.
Hafnargata 4, Langanesbyggð, fnr. 217-0888, þingl. eig. Toppfiskur
ehf, gerðarbeiðandi Langanesbyggð, miðvikudaginn 10. október nk.
kl. 13:20.
Hafnargata 4, Langanesbyggð, fnr. 217-0887, þingl. eig. Toppfiskur ehf,
gerðarbeiðendur Langanesbyggð og Icelandic Sustainable Fishe ehf,
miðvikudaginn 10. október nk. kl. 13:10.
Hafnargata 2, Langanesbyggð, fnr. 217-0839, þingl. eig. Toppfiskur
ehf, gerðarbeiðandi Langanesbyggð, miðvikudaginn 10. október nk.
kl. 13:00.
Arnarsíða 11, Akureyri, fnr. 227-5910, þingl. eig. Björk Árnadóttir og
Sigurður Indriði Vatnsdal, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og
Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 9. október nk. kl. 10:45.
Skarðshlíð 14, Akureyri, fnr. 215-0283, þingl. eig. Drífa Sól Sveins-
dóttir, gerðarbeiðandi Skarðshlíð 14-16-18, húsfélag, þriðjudaginn 9.
október nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
4. október 2018
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Þverholt 28, Reykjavík, 50% ehl., fnr. 201-1301 , þingl. eig. Andrés
Ásmundsson, gerðarbeiðandi Sófus Berthelsen, þriðjudaginn 9.
október nk. kl. 10:00.
Lynghagi 20, Reykjavík, fnr. 202-8782 , þingl. eig. Halla Hjartardóttir,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 9. október nk. kl.
10:30.
Ánanaust 15, Reykjavík, fnr. 229-4783 , þingl. eig. Ásta Karen
Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Borgun hf., 365 miðlar hf., Háskólinn
á Bifröst ses., Íbúðalánasjóður, Húsfélagið Ánanaustum 15, Reykja-
víkurborg, Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Vátryggingafélag
Íslands hf., þriðjudaginn 9. október nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
4. október 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30-
11.30. Bingó kl. 13.30-15.30, 250 kr. spjaldið. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bóka-
bíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Safnaðarfélag Áskirkju verður með vöfflukaffi að aflokinni
messu sunnudaginn 7. október kl. 12. Vaffla með sultu og rjóma og
kaffi/djús 500 kr. Vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir, Safn-
aðarfélag Áskirkju.
Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10. Föstudagshópur-
inn kl. 10-11.30. Heilsuefling kl. 10-11.15, farið er í þjálfun / gönguferð/
botsía / æfingatæki. Handaband, skapandi vinnustofa með leiðbein-
endum kl. 13-15.30, ókeypis vinnustofa sem er öllum opin óháð aldri.
Bingó kl. 13.30-14.30, 250 kr. spjaldið og góðir vinningar í boði. Okkar
rómaða vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindar-
götu 59, sími 411-9450.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Qigong kl. 10.30-11.30 Bók-
band með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 bosía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Gleðigjafarnir kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Hraunsel Föndur í vinnustofu kl. 9-12. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16 blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, kaffihúsaferð
kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10. Botsía
kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdæg-
urs). Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30.
Zumba-dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50,eftirmiðdagskaffi kl.
14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. í Borgum, sundleikfimi kl. 9. i
Grafarvogssundlaug, BRIDS kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur kl.
12.30 í Borgum. Vöfflukaffi frá 14.30 til 15.30 og tréútskurður á Korp-
úlfsstöðum kl. 13 í dag. Skráning liggur frammi á ýmis námskeið s.s.
glerlist og keramiknámskeið.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln-
um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.
Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn
í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Íslendingasögu-námskeið, Hávarðarsaga Ísfirðings,
kennari Baldur Hafstað, uppl. og skráning netfang feb@feb.is eða í
síma 588-2111. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins
leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Árið 1961 með augum háskólanema
mánudaginn 8. október kl. 13.15 í Stangarhyl 4, bara mæta og vera
með. Tónlist, tískusýning og umfjöllun.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is eða hafðu
samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum
og á mbl.is
✝ Sigurður HelgiJóhannsson
fæddist á Tjörn á
Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu 10.
febrúar 1930. Hann
lést á Vífilsstaða-
spítala 15. septem-
ber 2018.
Sigurður Helgi
ólst upp í Vestur-
hópi og Víðidal.
Foreldrar hans
voru Margrét Anna Guðmunds-
dóttir, fædd 1905, og Jóhann
Jónasson, fæddur 1989, bóndi í
Hrísum í Víðidal.
Sigurður var elstur fjögurra
systkina, næst honum Sigríður,
fædd 1933, látin, Jónas, fæddur
1935, látinn, og yngstur er Guð-
mundur Ingvi, fæddur 1942, bú-
settur á Egilsstöðum.
Sigurður kvæntist Sigrúnu
Jóhannsdóttur frá Hjörsey á
Mýrum, fædd 1933, látin, versl-
unarstjóra hjá Hagkaup, þau
slitu samvistum. Sigurður og
Sigrún eignuðust þrjú börn:
Þórunn, fædd 1951, látin 1994,
var búsett í Keflavík. Þórunn
var gift Sigurði Gunnari Bene-
diktssyni, þau áttu fjögur börn,
Sigrúnu Helgu, Benedikt Inga,
Gunnar og Maríu, Þórunn og
Sigurður slitu samvistum. Mar-
grét Þyri, fædd 1955, gift Jónasi
Eydal Ármannssyni, búsett í
Garði, Margrét var gift Svani
Laurence Herbertsyni, látinn,
þau áttu tvö börn, Sigríði Jenný
og Patrick Herbert. Síðar giftist
Margrét Robert James Speagle,
látinn, þau átti einn son, Robert
James. Margrét og Robert slitu
samvistum. Jóhann
Haukur, fæddur
1957, sambýliskona
Guðrún Leósdóttir,
þau eiga einn son,
Leó. Barnsmóðir
Hauks er Sigrún
Edda Björnsdóttir
og eiga þau eina
dóttur, Guðrúnu
Birnu. Barnabarna-
börnin eru 14 og
barnabarnabarna-
barn eitt.
Sambýliskona Sigurðar til
margra ára er Ásta Guðmunds-
dóttir, þau slitu samvistum.
Sigurður gekk í Íþróttaskól-
ann í Haukadal, lærði járnsmíði
í Iðnskólanum í Reykjavík en
starfaði í Landsbanka Íslands
frá 1956 uns hann fór á eftir-
laun. Sigurður æfði íslenska
glímu og hnefaleika hjá Glímu-
félaginu Ármanni frá 1946.
Hann var Íslandsmeistari í
hnefaleikum í léttvigt 1953 auk
þess að vera Ármannsmeistari.
Sigurður var einn af brautryðj-
endum júdóíþróttarinnar hér á
landi, fyrst með stofnun Júdó-
deildar Ármanns 1957 og síðar
Júdófélags Reykjavíkur 1965,
jafnframt var hann fyrsti ís-
lenski júdóþjálfarinn. Sigurður
sótti ótal námskeið og skóla í
júdó erlendis og var 4. dan í
júdó. Sigurður átti sæti í stjórn
Júdósambands Ísland er það var
stofnað og var síðar gerður að
heiðursformanni JSÍ.
Útför Sigurðar Helga fer
fram frá Fossvogskirkju í dag,
5. október 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Þegar Sigurður H. Jóhannsson
kynnti júdóíþróttina hér á landi
byrjaði hann að þjálfa hjá Ár-
manni í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar, Lindargötu 7 í
Reykjavík. Ein af okkur undirrit-
uðum vann þar sem sturtukona.
Hún fór að æfa með strákunum og
sá að þarna gæti hún lært að verja
sig ef hún yrði áreitt. Fljótlega
komu tvær í viðbót. Við kynntum
íþróttina 17. júní 1960 á Laugar-
dagsvellinum, í gamla Glaumbæ
og í Breiðfirðingabúð. Þess má
geta að það bauð okkur enginn
upp á ballinu um kvöldið eftir sýn-
ingarnar. Við þökkum Sigurði
innilega fyrir samfylgdina og
kennsluna þennan tíma og fyrir að
hafa kynnt íþróttina hér á landi.
Hulda Guðmundsdóttir,
Margrét Albertsdóttir,
Edda Arnholz.
Kveðja frá Júdófélagi
Reykjavíkur
Sigurður H. Jóhannsson, fyrr-
um formaður Júdófélags Reykja-
víkur, lést laugardaginn 15. sept-
ember síðastliðinn 88 ára að aldri.
Sigurður var upphafsmaður og
brautryðjandi að júdóíþróttinni á
Íslandi en það var hann sem kom
með hugmyndina að byrja júdó-
æfingar í stað hnefaleika þegar
þeir voru bannaðir á Íslandi árið
1956. Ásamt fyrrverandi hnefa-
leikamönnum Glímufélagsins Ár-
manns stofnaði Sigurður Júdó-
deild Ármanns árið 1957 og var
þjálfari deildarinnar en 1965 gekk
hann úr Ármanni og stofnaði
Júdófélag Reykjavíkur ásamt
nokkrum fyrrverandi Ármenn-
ingum. Sigurður fór bæði til Dan-
merkur og Englands til að nema
júdó og æfði meðal annars í elsta
og þekkasta júdóklúbbi Evrópu,
Budokwai í London sem er meira
en hundrað ára gamall. Þar
kynntist hann mörgum af bestu
júdómönnum heims á þeim tíma
og heimsóttu nokkrir þeirra Ís-
land fyrir tilstuðlan Sigurðar og
leiðbeindu og aðstoðuðu við upp-
byggingu íþróttarinnar. Sigurður
var ekki bara þjálfari hjá JR,
hann var einnig formaður félags-
ins fyrstu árin og kom því einnig
mikið að félagsmálum og upp-
byggingu félagsins sem við njót-
um enn í dag. Það er ekki víst að
júdóíþróttin á Íslandi ætti yfir
sextíu ára sögu ef Sigurðar hefði
ekki notið við.
Sigurður sem var með svart-
belti, gráðuna 4. dan, var sæmdur
gullmerki Júdósambands Íslands
árið 2003 og gerður að heiðursfor-
manni sambandsins 2015. Júdóm-
enn þakka Sigurði H. Jóhanns-
syni að leiðarlokum hans
ómetanlega starf og áralanga
samveru og kveðja vin og félaga
með söknuði og virðingu og senda
ástvinum hans hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Júdófélags Reykja-
víkur,
Bjarni Friðriksson.
Sigurður H.
Jóhannsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar