Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is NannaBriemgeðlæknir á 50 ára afmæli í dag. Hún er yfir- læknir á Laugar- ásnum, í geð- hvarfateymi og á sérhæfðu endurhæfingar- geðdeildinni á Landspítala, en á öllum þessum þremur einingum er verið að sinna ungu fólki með al- varlegri geðrask- anir. „Einingarnar mínar leggja áherslu á að sinna ungu fólki með al- varlega geðrofssjúkdóma í upphafi veikindanna og koma þeim út í lífið aftur. Þar vinn ég með frábæru starfsfólki sem sinnir starfi sínu af mikilli ástríðu. Það er mikilvægt að grípa snemma inn í geð- sjúkdómana. Það eykur batahorfur verulega svo að ungt fólk geti haldið lífi sínu áfram, verið í námi og farið að vinna. Laugarásinn er dagdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Sérhæfða endurhæfingargeðdeildin er lokuð legudeild. Geðhvarfa- teymið er göngudeildarteymi, þar er lögð áhersla á að kenna fólki á sinn eigin sjúkdóm og að bregðast við einkennum þegar þau koma, og leggst fólk þá síður inn.“ Erlendar rannsóknir benda til þess að ungu fólki með geðrofs- sjúkdóma hefur fjölgað og hefur kannabisreykingum verið m.a. kennt um. „Við erum að hefja rannsókn á tíðni geðrofssjúkdóma hér á Íslandi svo við vitum ekki enn hvort þeim fer fjölgandi hér en það kæmi mér ekki á óvart.“ Þegar Nanna er ekki að sinna sjúklingum sínum þá sinnir hún fjölskyldunni, manni, börnum og hundi, en svo finnst henni gaman að ferðast, lesa bækur og fara í leikhús. „Ég fer með saumaklúbbn- um, en við erum með ársmiða, og svo dreg ég stundum manninn minn með mér.“ Sá heitir Jóhann Viggó Jónsson og er varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Börn þeirra eru Daníel Eggert 18 ára, Tómas Gísli 13 ára og Kirsten Margrét, kölluð Mía, og er tíu ára. Svo eru tvö barnabörn, synir Jóns Húna, stjúpsonar Nönnu. „Ég ætla að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í kvöld og síðan fer ég í næstu viku til Rómar með vinkonum mínum sem allar eru fimm- tugar á þessu ári líka. Ég hef komið til Rómar einu sinni áður og hún er alveg dásamleg borg og gaman að koma þangað.“ Ásamt börnunum Daníel, Mía, Nanna og Tómas. Mikilvægt að grípa snemma inn í Nanna Briem er fimmtug í dag L ára Halla Maack fædd- ist í Reykjavík 5.10. 1948 og ólst upp fyrstu 12 árin í Reykjavík, Kaupmannahöfn og í Álaborg. Í Reykjavík bjó fjöl- skyldan í Sörlaskjóli, Skúlaskála (Kveldúlfshúsunum) og Selvogs- grunni. Faðir hennar hafði umsjón með skipasmíði Eimskipafélagsins í Burmeister og Wain í Kaupmanna- höfn og í skipasmíðastöð Ála- borgar. Lára Halla settist í 12 ára bekk Laugarnesskóla tveimur dögum fyrir fullnaðarpróf og dúxaði við skólann, en foreldrar hennar sáu aldrei ástæðu til að setja hana í skóla í Danmörku. Hún lauk lands- prófi frá Kvennaskólanum: „Þar var útsaumur átta tíma í viku og fatasaumur aðra átta tíma, enda besta menntun sem ég hef notið.“ Lára Halla stundaði nám í stærðfræðideild MR, lærði þar frönsku, þýsku, ensku, dönsku og latínu og bætti við sig spænsku í Málaskólanum Mími: „Tungumála- kunnáttan hefur ætíð verið mér hvorutveggja, gagn og gaman.“ Lára Halla fékk 10 milljóna króna námsstyrk eftir stúdents- próf, við Mills College í Kaliforníu 1968, lærði þar sálfræði, listasögu, tónlistarsögu og Fortran 4 forritun á Stanford-tölvuna, tók þátt í mót- mælagöngum gegn Víetnamstríðinu og hnýtti blóm á gaddavírinn kringum bandarísku hermennina sem gættu útgöngubannsins í Berkeley. Lára Halla ætlaði að verða sál- fræðingur en skipti um skoðun í Bandaríkjunum, lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1976, bresku læknaprófi (PLAB) 1981, stundaði nám og þjálfun í geðlæknis- og réttargeðlæknisfræði í London, Institute of Psychiatry, Maudsley Hospital og lauk prófi í almennum geðlækningum 1984. Hún hóf síðan störf á geðdeild Landspítala, en hefur síðustu árin rekið læknis- stofu í Mosfellsbæ: „Mín mest gef- andi störf hafa þó verið kennslu- störf við LSH.“ Lára Halla var í sveit á Ferju- bakka í Borgarfirði og í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Hún bar út blöð sem barn og læknanemi, var skips- þerna um borð í MS Gullfossi á menntaskólaárum, skúraði gólf og þvoði bekken á Landspítala og var starfsstúlka á Kleppi. Lára Halla starfaði í Rauðsokka- hreyfingunni, Garðyrkjufélaginu, Ferðafélagi Íslands, Íbúasamtökum Lára Halla Maack læknir – 70 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Maack-systur Afmælisbarnið með systrum sínum á frumsýningu, þeim Ástu Hrönn og Maríu Hildi. Hætt að fóðra andans spekt og vísdóminn Árnað heilla Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga í dag Gylfi Guðmundsson raf- vélavirki og Indíana Sigfús- dóttir húsfreyja. Séra Árelíus Níelsson gaf þau saman í Langholts- kirkju 5. október 1968. Börn þeirra eru Þóra Björg og Gylfi Jens. Gylfi og Indíana halda upp á daginn með fjölskyldunni. Sigtryggur Þor- láksson, fyrrver- andi bóndi á Sval- barði í Þistilfirði, er níræður í dag. Hann er nú stadd- ur í Reykjavík og tekur á móti gest- um í Skagaseli 6, laugardaginn 6. október á milli kl. 15.00 og 18.00. 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Björn Jónsson, Akranesi, er 80 ára í dag, hann mun eyða deg- inum með fjölskyldunni. 80 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.