Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 A Star Is Born Ferill tónlistarmannsins Jackson Maine er á niðurleið og m.a. vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Hann kynnist efnilegri leik- og söngkonu, Ally, sem breytir lífi hans. Maine einsetur sér að koma Ally á fram- færi þannig að hún öðlist frægð og frama. Leikstjóri er Bradley Coo- per sem fer jafnframt með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar auk Lady Gaga. Metacritic: 87/100 Johnny English Strikes Again Þriðja grínmyndin um njósnarann Johnny English sem Rowan Atkin- son leikur. Þegar glæpasamtök komast yfir raunveruleg nöfn allra njósnara bresku leyniþjónustunnar er English fenginn til að bjarga málum. Hann er sestur í helgan stein en þar sem allir aðrir njósn- arar leyniþjónustunnar eru úr leik er ekki um annan að ræða. Leik- stjóri er David Kerr og með önnur helstu hlutverk fara Emma Thomp- son, Olga Kurylenko og Ben Miller. Metacritic: 35/100 Bíófrumsýningar Stjörnuskin og njósnagrín Lofsungin Kvikmyndin A Star Is Born hefur hlotið lof gagnrýnenda. Meira til skiptanna ICQC 2018-20 Önnur af tveimur einkasýn-ingum sem voru opnaðar íListasafninu á Akureyri íuppgerðum húsakynnum í lok ágúst, er sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar, Hreyfðir fletir. Í heimildarmynd Þorsteins J. um listamanninn, sem er hluti af sýn- ingunni, lýsir Sigurður Árni þeirri skoðun sinni að listamenn þurfi ekki að fá nema eina hugmynd um æv- ina. Yfirlýsingin gefur til kynna að hann sjálfur sé einnar hugmyndar maður, og þar með að verk hans séu einsleit og list hans tilbreytingar- snauð. En Sigurður Árni á það sam- eiginlegt með fleiri listamönnum sem eru stöðugt að glíma við sömu vandamálin, hann leysir þau aftur og aftur, með mismunandi hætti og í ólíka miðla. Sigurður Árni heldur sig vissu- lega á kunnuglegum slóðum á þess- ari sýningu, en hann sýnir einnig á sér nýjar hliðar og birtir ferskar lausnir á gömlum vandamálum sem snúa að spurningum um tilvistar- möguleika málverksins í samtím- anum. Að þessu leyti sver hann sig í ætt við listamenn á borð við Daniel Buren, sem hefur haldið sig við sömu rendurnar í áratugi, án þess þó að endurtaka sig. Þótt Sigurður Árni fylgi ekki jafn ströngum reglum og Buren við gerð sinna verka, fylgir hann í fótspor hans, og fleiri listamanna, í þeim skilningi að hann fæst síendurtekið við viðfangs- efni er snúa að grundvallarþáttum málverksins. Í tilfelli Sigurðar Árna eru það ljós og skuggar sem leikið hafa stórt hlutverk í sköpun sjón- rænnar blekkingar í málverki allt frá tímum endurreisnarinnar. Blekkingin byggist á því að skapa form og dýpt á tvívíðum fleti, en Sigurður Árni tekst ekki síst á við þær skynrænu villur sem slíkur blekkingarleikur býður upp á. Það er ekki að ástæðulausu sem frönsk málaralist kemur upp í hug- ann þegar verk Sigurðar Árna eru skoðuð. Hann er menntaður í Frakklandi, hefur haldið tengslum við franskt listalíf og menningu, og því virðist ekki fráleitt að ætla að hann hafi einnig sótt áhrif til þar- lendra listamanna. Fínleg áferð lit- ar og teikningar í verkum hans og meðferð hans á notkun ljóss og skugga tengir málverk hans við verk fyrri tíma, ekki síst franska 17. aldar málarann Georges de la Tour, sem var meistari í meðferð ljóss og skugga. Myndefni Sigurðar er þó af öðrum toga en myndefni barkokk- meistarans, þar sem hann heldur sig að mestu við grunnform málara- listarinnar og einlita fleti, hvort sem það er í verkum sem byggjast á hringformum eða ímynduðum hlut- um sem varpa skugga á flötinn. Form á fleti Í verkinu „Hreyfðir fletir“, sem titill sýningarinnar vísar til, sjáum við kunnuglega útfærslu á hringform- um, sem birtast eins og göt á einlit- um flötum. Í þessu tiltekna verki eru einlitu fletirnir þrír, en þeir skiptast á milli fjögurra striga. Í stað þess að mála yfir einn heilan flöt, er engu líkara en hver litaflötur lyftist upp frá sjálfu undarlaginu og sé á leið út af striganum, um leið og hann „færist“ yfir á næsta flöt. Neðri hluti hvers striga er ómál- aður en litafletirnir virðast hálf gagnsæir þar sem þeir varpa eigin skugga á flötinn og hleypa inn birtu í gegnum götin. Þannig er eins og holrúm myndist á milli skuggans og litaða flatarins. Verkið lætur lítið yfir sér en er áhrifamikið í einfald- leik sínum. Það skírskotar jafn- framt til stórrar innsetningar eftir Sigurð Árna úr lituðum glerplötum með útskornum hringformum, sem er að finna á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. „Hreyfð- ir fletir“ býr yfir léttleika sem einn- ig er að finna í málverkinu „Birtingur“, sem er staðsett and- spænis því. „Birtingur“ sýnir föl- gula birtu á vegg og útlínur glugga sem eru staðsettir hinum megin við raunverulegan millivegginn í saln- um, en gætu varpað samskonar birtu og lit á vegginn og eru í mál- verkinu, ef ekki væri fyrir fastan millivegginn. Hvort verkið er sneið til arkitekta hússins fyrir að láta fastan millivegginn skyggja á nátt- úrlega birtuna í rýminu og gera það óbreytanlegt, skal ósagt látið. Þá eru ónefndar vatnslitamyndirnar „Hvarf I“ og „Hvarf II“ sem báðar sýna tvo samofna skugga af mann- verum. Líkt og formin í tveimur fyrri verkunum, vísa skuggarnir út í rýmið á eitthvað sem ekki er þar, og sést ekki nema í málverkinu. Form án flatar Áðurnefndu verkin búa öll yfir formum og eiginleikum sem sést hafa áður í verkum Sigurðar Árna, en í öðrum sal sýnir hann á sér nýj- ar hliðar í verkum, þar sem endur- tekin form og línur hafa verið skorin út í ál. Formin eru fest á veggina sem þau varpa skugga sín- um á. Í tveimur þessara verka, „Óregluleg regla“ og „Rautt sam- hengi“, notar Sigurður Árni hring- formið. Í fyrra verkinu mynda margir minni samtengdir hringir eitt stórt hringform. Þetta hring- form virðist kúpt og koma á móta áhorfandanum. Í síðara verkinu, „Rautt samhengi“, er formið ílangt og virðist bjúgt. Í báðum tilfellum er um sjónblekkingu að ræða, í anda bliklistar sjöunda áratugarins, þótt megintilgangur verksins sé að gefa hringforminu fyllingu, færa það af fletinum, og varpa skugga þess á sjálfan vegginn. Blekkingin er annars konar í verkinu „Gólf“, þar sem sex- strendum formum er þjappað sífellt meira saman, því ofar sem horft er, þannig að engu líkara er en gólfið haldi áfram inn í vegginn. Hér styðst Sigurður Árni við aðferðir fjarvíddarinnar, til að skapa dýpt í verk sem vísar í grunnflöt bygg- ingar og þá um leið undirstöðu hennar. Fjórða verkið, „Ferill“, hef- ur annarskonar skírskotun til mál- verksins og grundvallarþátta þess en fyrri verkin. Það byggist á frjálsri teikningu á gormlaga vafn- ingum, sem fléttast hver inn í ann- an, ekki ósvipað skuggunum í verk- inu „Hvarf“. Þegar búið er að skera frjálsa handteikningu út í fast mót, er einfaldleiki að því er virðist til- viljanakenndrar línuteikningar dreginn fram. Þessi fjögur verk búa yfir sterku aðdráttarafli í einfald- leika sínum og mynda afar sterka heild í salnum. Verkin á sýningunni í heild draga fram látleikann í verk- um Sigurðar Árna, verkum sem búa jafnframt yfir dýpt sem virðist endalaus þegar byrjað er að kafa og vekja heimspekilegar vangaveltur um grundvallarþætti málverksins og sjónrænnar blekkingar. Endurnýjun sjónrænna blekkinga Ljósmynd/Listasafnið á Akureyri Ferskar lausnir Sigurður heldur sig á kunnuglegum slóðum en sýnir einnig á sér nýjar hliðar og birtir ferskar lausnir á gömlum vandamálum sem snúa að spurningum um tilvistarmöguleika málverksins, skrifar rýnir. Listasafnið á Akureyri Hreyfðir fletir bbbbn Sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar. Lýkur 21. október. MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR MYNDLIST Gréta Mjöll Bjarnadóttir opnar sýn- ingu á innsetningum sem byggjast á leik með klisjur og þrykk í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16, í dag kl. 17. „Verkin spanna ólíkar leiðir í vinnu við klisjur og þrykk. Annars vegar flókna þróunarvinnu út frá lífrænum skissum, stafrænni vinnslu þessara skissa í lög sem skorin eru út í birkikrossvið í tölvu- stýrðum risafræsara CNC í Fab- Lab. Það ferli byggist á að nútíma- tækni er beitt á gamlar hefðir klisjugerðar og prents,“ segir m.a. í tilkynningu. Klisjur og þrykk Grétu í sal SÍM Á grafíkverkstæði Gréta að störfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.