Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Norræna húsið Sæmundargötu 11 Aðgangur ókeypis Sýnd til 30. apríl 2019 Ferðalag um furðuheim barnabókmenntanna Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka Barnabókaflóðið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Hækkun um 20 krónur á lítrann getur þýtt 30-40 þúsund krónur á hvern bíl á ári,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensínverð hefur hækkað tals- vert að undanförnu. Er nú svo kom- ið að algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá N1 og Olís var 235,3 krónur í gær. Á vefnum gasvaktin.is, þar sem fylgst er með verðbreytingum á bensíni dag hvern, mátti sjá í gær að algengt verð hjá Atlantsolíu, Orkunni og ÓB var tæpar 232 krón- ur á lítrann. Hjá OrkunniX og Dæl- unni má fá bensínlítrann allt niður í tæpar 222 krónur. Sem fyrr skera bensínstöðvar Costco og Atlantsolíu við Kaplakrika sig úr. Hjá Costco kostaði bensínlítrinn í gær 197,9 krónur og hjá Atlantsolíu í Kapla- krika 200,9 krónur. Dísellítrinn kostaði í gær 196,9 krónur hjá Costco. Algengt verð hjá N1 og Olís, án afsláttar, er hins veg- ar rúmar 233 krónur. Bensínverð hefur ekki verið svo hátt hér síðan síðla árs 2014. Hæsta meðalverð í mánuði sem skráð er nam 272,90 krónum í apríl 2012, samkvæmt upplýsingum frá FÍB. Þótt verðið í dag sé enn langt frá þeim hæðum hefur það hækkað stíft undanfarið. Hækkunin nemur 15,5 krónum á hvern bensínlítra í sjálfs- afgreiðslu frá því í maí síðastliðnum. Ef horft er lengra aftur nemur hækkunin tæpum 45 krónum á lítra frá sumri 2017. Sumarið 2017 fór verðið á bensínlítranum niður í 190,7 krónur í sjálfsafgreiðslu og díselverð í 177,2 krónur. Þá bauð Costco bensínið á 164,9 krónur lítr- ann og dísilolía fór þar lægst í 155,9 krónur. Runólfur Ólafsson segir að ekki séu horfur á því að verð lækki á næstunni. Heimsmarkaðsverð hefur hækkað. „Nei, markaðurinn er okk- ur ekki beint í vil. Það er órói á elds- neytismarkaði og margt sem hefur orðið til að ýfa verðið upp. Svo stendur einnig til að hækka álögur hér heima. Ríkið seilist sem fyrr djúpt í vasa bíleigenda.“ Bensínlítrinn yfir 235 krónur  Hækkað um 15,5 krónur frá því í maí og 45 krónur frá sumri 2017  Ekki horfur á verðlækkunum á næstunni  Costco enn með lægsta verðið, 197,9 kr.  „Ríkið seilist sem fyrr djúpt í vasa bíleigenda“ Morgunblaðið/Hari Bensínstöð Verð á bensíni hefur hækkað mikið undanfarið. Verð í sjálfs- afgreiðslu án afsláttar er komið yfir 235 kr. Engar lækkanir í kortunum. „Það er léttir að þetta er búið. Þetta voru virkilega erfið mál.“ Þetta sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höf- uðborgarsvæð- inu, í gær eftir að tveir dómar féllu í Hæstarétti þar sem ríkið var dæmt til að greiða tveimur lögreglumönnum hjá embættinu bætur. Annars vegar var um að ræða Aldísi Hilm- arsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjón vegna breytinga sem gerðar voru á störfum hennar árið 2016. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna tilfærslu í starfi og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra og 366.720 krónur, sem svara kostnaði hennar vegna innlagnar á Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði, sem fallist var á að væri bein afleiðing af þeirri ákvörðun sem hún sætti. Alls greiðir ríkið henni því tæpar 1,9 milljónir króna. Hins vegar er um að ræða lög- regluþjón sem sakaður hafði verið um brot í starfi og var veitt tíma- bundin lausn frá störfum. Honum voru dæmdar 1,5 milljónir í bætur. „Mér þótti mál Aldísar sérstak- lega erfitt, það hefur tekið á, ekki síst vegna mikillar opinberrar um- ræðu. En ég verð að segja að dómur Hæstaréttar í því máli kom á óvart vegna þess að Héraðsdómur var svo afdráttarlaus,“ sagði Sigríður Björk. „En staðfest hefur verið að Aldísi hefði aldrei verið sagt upp, eins og haldið hefur verið fram, enda hefur ekki verið ráðið í starfið hennar, heldur hefur verið leyst af í því með tímabundnum ráðningum.“ Sigríður sagði að eitt af því sem skoða yrði í framhaldinu væri skrán- ing mála innan embættisins. Ljóst væri að við meðferð þessara mála þyrfti nú að taka upp nýtt verklag. „Þetta er eitt af því sem við verðum að vega og meta.“ Lögreglufulltrúinn sem um ræðir kom strax aftur til starfa hjá emb- ættinu eftir að ljóst var að hann hafði ekki brotið af sér í starfi. Aldís hefur ekki starfað þar frá árinu 2016. Sig- ríður segir að á þeim tíma sem liðinn sé síðan þá hafi verið skorað á Aldísi að snúa aftur til starfa. Það muni einnig verða gert núna þegar dómur liggur fyrir. Hefur þú, eða einhver annar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, haft samband við Aldísi eftir að dóm- urinn féll? „Nei, það hefur ekki verið gert. En ég býst við að hafa samband við Aldísi á morgun [í dag] og hvetja hana til að snúa aftur til starfa.“ Hafa þessir dómar og/eða umfjöll- un um þá áhrif á þína stöðu? „Ég á ekki von á því.“ annalilja@mbl.is Þörf á nýju verklagi  Sigríður Björk segist ekki eiga von á að dómar Hæsta- réttar hafi áhrif á sína stöðu  „Voru virkilega erfið mál“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í gær var lokahönd lögð á undirbúning fyrir opnun tveggja verslana sænsku verslunarkeðjunnar H&M sem verða opnaðar á hinu nýja Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur í dag. Um er að ræða fataverslun og hús- búnaðarverslun og verður þetta þriðja fataverslun H&M hér á landi. Þetta er fyrsta verslunin sem opnuð er á Hafnartorgi, en innan tíðar fylgja fleiri í kjölfar- ið. Í dag verða Hafnartorg og göngugatan Reykj- arstræti, sem verður helsta gönguleiðin á svæðinu, opnuð. Hið nýja Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur verður opnað í dag Morgunblaðið/Eggert Skúrað og skrúbbað fyrir opnun H&M Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfs- son, er bjartsýnn á að VR og Lands- samband íslenskra verslunarmanna geti átt sam- starf við Starfs- greinasamband Íslands í kom- andi kjaravið- ræðum við at- vinnurekendur. Hann segist ekki sjá neinar óyfirstíganlegar hindranir á þeirri leið og lít- ur þá til þess samhljóms sem er í kröfugerð félag- anna. Stjórn VR samþykkti kröfugerð félagsins í komandi viðræðum á fundi í fyrradag og var hún kynnt í gærkvöldi á fundi fulltrúa félagsins sem fara á þing ASÍ síðar í mánuðin- um. Kröfugerðin verður kynnt eftir helgi, eftir að trúnaðarmannaráð fé- lagsins hefur gengið frá henni á fundi á mánudag. Ragnar Þór segist ekki geta greint frá einstökum atriðum úr kröfugerðinni fyrr en hún hafi verið samþykkt innan félagsins. „Ég get staðfest að ekki eru sjáan- legar neinar meiriháttar hindranir fyrir samvinnu við Starfsgreinasam- bandið miðað við kröfugerð okkar og þeirra. Ég er mun bjartsýnni en áð- ur um að við getum farið sameinuð fram,“ segir Ragnar Þór. Meiri slagkraftur Hann segir samvinnuna mikil- væga. „Við erum stærsta félagið með um 35 þúsund félagsmenn en með samvinnu við Starfsgreinasamband- ið erum við með rúmlega 100 þúsund félaga á bak við okkur. Slagkraftur- inn eykst sem þessu nemur sem og þær aðgerðir sem við getum farið í ef á þarf að halda. Þetta er einnig lík- legra til að skila árangri gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Ragnar Þór. Það sem hefur frést út úr stjórn- inni um kröfugerðina er að hún sé að mörgu leyti samhljóma kröfugerð SGS. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að forystumenn nokkurra félaga, þar á meðal þeirra fjölmenn- ustu, hafa rætt mikið saman frá því þeir komust til valda í sínum fé- lögum. Í drögum að kröfugerð VR er þess krafist að lágmarkslaun hækki um rúmlega 40 þúsund á ári og verði 425 þúsund í lok þriggja ára samn- ingstíma. Það er sama fjárhæð og fram kemur í kröfugerð SGS. Bjartsýnn á sam- flot í viðræðum  VR kynnir kröfugerð eftir helgi VR Félagar og fjöl- skyldur skemmta sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.