Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Það skortir ekki áhugaverðarkosningar í Evrópu þetta
haustið. Í Svíþjóð varð pólitískur
jarðskjálfti með sigri Svíþjóð-
ardemókrata.
Skjálftinn varð þó
nokkru minni en leit
út fyrir um hríð, en
dugði þó til að ýta
forsætisráð-
herranum úr sínum
sessi. (Leiðir nú
starfsstjórn).
Í Bæjaralandi hef-ur CSU, systurflokkur CDU,
flokks Merkel kanslara, borið æg-
ishjálm yfir aðra flokka. Fékk í
seinustu kosningum 47,7 % fylgi. Þá
fengu Sósíaldemókratar 20,6% og
urðu næststærsti flokkurinn.
Spár segja að CSU tapi miklufylgi nú, fari úr 47% niður í
32%. Flokkurinn verði áfram
stærstur flokka en ófær um að
mynda stjórn einn.
Flokkur Krata gæti fallið úröðru sæti í það fjórða með 11-
12% fylgi. AfD, sem komst ekki á
þing seinast, mælist nú örlítið
stærri en SPD en þó innan skekkju-
marka.
Hinn hástökkvarinn samkvæmtspám er flokkur Græningja
sem mælist næststærsti flokkur
fylkisins með rúm 18% en hafði
tæplega 9% fylgi síðast.
Kosningaspárnar hafa valdiðsundurþykkju í bandalagi
CSU og CDU, en Seehofer, innan-
ríkisráðherra Þýskalands, helsti
leiðtogi CSU, kennir fljótfærnis-
stefnu kanslarans í innflytjenda-
málum um hvort tveggja, hrun
fylgis CSU og uppgang AfD í Bæj-
aralandi. Veikir það mjög stöðu frú
Merkel.
Angela Merkel
Enn einar kosn-
ingar valda ólgu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Framkvæmdir voru stöðvaðar tíma-
bundið við níu hæða fjölbýlishús í
Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ. Jón-
as Már Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Mannverks sem reisir húsið,
vonast til að framkvæmdir geti haldið
áfram fljótlega. „Við erum búnir að
uppfylla allt sem skipulagsráð sveit-
arfélagsins bað um,“ sagði Jónas.
Víkurfréttir greindu frá því í fyrra-
dag að íbúar í Pósthússtræti 3 hefðu
mótmælt nálægð á milli húsa og
fjölda íbúða og bílastæða í niður-
stöðum grenndarkynningar vegna
lóðanna númer 5, 7 og 9. Grenndar-
kynningin var í tengslum við breyt-
ingar á skipulagi.
„Við unnum samkvæmt eldra deili-
skipulagi við þetta hús. Það eru þarna
þrjár lóðir sem þurftu að fara í nýtt
deiliskipulag. Mér skilst að það sé að
ganga í gegn,“ sagði Jónas. Hann
sagði að þeir hefðu fengið heimild til
að reisa undirstöður og kjallara á lóð
númer 5. Framkvæmdir við 1. hæð
voru svo stöðvaðar á meðan unnið var
í skipulagsmálunum.
„Það veldur okkur vandræðum og
tjóni að þurfa að stoppa fram-
kvæmdir og fara svo inn í veturinn
með þetta,“ sagði Jónas. Hann sagði
að búið væri að gera útreikninga
vegna vindálags og það væri innan
marka. Húsinu var snúið og hafa
íbúðirnar 34 sjávarútsýni.
gudni@mbl.is
Framkvæmdir við blokk stöðvaðar
Verktaki vonar að bygging Pósthússtrætis 5 í Keflavík haldi fljótlega áfram
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Keflavík Nágrannar mótmæltu.
Kröfugerð félaga í Rafiðnaðarsam-
bandi Íslands fyrir komandi kjaravið-
ræður er að stórum hluta frágengin.
,,Við erum þó ekki farin að nefna tölur
um launaliðinn en
hinsvegar höfum
við skýra sýn á
hvernig menn
vilja fara í þetta,“
segir Kristján
Þórður Snæ-
bjarnarson, for-
maður RSÍ.
Þó kröfurnar
hafi ekki verið op-
inberaðar segir
Kristján að áhersla verði lögð á
hækkun lægstu launa, að farið verði
betur yfir menntaþætti kjarasamn-
inganna, taxtar skilgreindir og farið
yfir launatöfluna. ,,Stytting vinnuvik-
unnar er stórt atriði hjá okkur og við-
bætur í orlofið. Þetta eru þyngstu
þættirnir,“ segir Kristján.
Í fyrradag birti Starfsgreinasam-
band Íslands kröfugerð fyrir hönd 19
aðildarfélaga þar sem þess er m.a.
krafist að lágmarkslaun hækki í 425
þúsund kr. á þremur árum, lægstu
laun verði skattfrjáls með tvöföldun
persónuafsláttar og stefnt að 32
stunda vinnuviku.
Spurður hvort kröfur RSÍ sam-
rýmist kröfugerð SGS segir Kristján
að vissulega séu atriði í kröfum raf-
iðnaðarmanna sem eigi samhljóm í
kröfugerð SGS, ,,þó það séu ekki allt-
af sömu áherslurnar.“
Rafiðnaðarmenn hafa átt samtöl
við önnur iðnaðarmannafélög fyrir
undirbúning kjaraviðræðnanna og
ætla að vera samstiga með kröfurnar,
að sögn Kristjáns.
Þing ASÍ fer fram eftir tvær vikur
og hefur verið þrýst á Kristján að
gefa kost á sér til forseta ASÍ. Hann
útilokar ekkert í því sambandi. ,,Ég
hef alla vega ákveðið að gefa kost á
mér í sæti varaforseta. Það liggur al-
veg fyrir,“ segir hann.
Áhersla á hækk-
un lægstu launa
Gefur kost á sér í æðstu forystu ASÍ
Morgunblaðið/Kristinn
RSÍ Hátt í 6.000 manns eru í aðildar-
félögum Rafiðnaðarsambandsins.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson