Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
SKECHERS ON THE GO DÖMUVETRARSKÓR.
STÆRÐIR 36-41
DÖMUSKÓR
KRINGLU OG SMÁRALIND
12.995
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Vorum að taka upp
NÝJAR
VÖRUR
Hilmar Rósmundsson,
fyrrverandi skipstjóri
og útgerðarmaður, lést
á Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum 10. októ-
ber, tæplega 93 ára að
aldri.
Hilmar fæddist á
Siglufirði 16. október
1925 og var sonur
hjónanna Rósmundar
Guðnasonar sjómanns
og Maríu Jóhanns-
dóttur húsfreyju.
Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Siglu-
firði og fiskimannaprófi hinu meira
frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1950. Hilmar var skipstjóri á
fiskiskipum frá 1955 og útgerð-
armaður frá árinu 1959.
Hilmar fór árið 1960 í útgerð með
þáverandi mági sínum Theódóri
Snorra Ólafssyni. Þeir keyptu Sig-
rúnu, 50 tonna bát, og nefndu hann
Sæbjörgu. Bátinn misstu þeir 1964
þegar óstöðvandi leki kom að honum í
róðri. Þá keyptu þeir Sigurfara frá
Akranesi og nefndu hann einnig Sæ-
björgu. Hilmar var aflakóngur Vest-
mannaeyja árin 1967 og 1968. Árið
1969 var Sæbjörg VE aflahæsti bátur
landsins með 1.655 tonn.
Hilmar var alla tíð öt-
ull félagsmálamaður.
Hann sat í stjórn Skip-
stjóra- og stýrimanna-
félagsins Verðandi í
Vestmannaeyjum, var í
Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja og
framkvæmdastjóri þess
um árabil. Einnig sat
hann í stjórn Lands-
sambands íslenskra út-
vegsmanna (LÍÚ) og
var varamaður í banka-
ráði Útvegsbanka Ís-
lands hf. Þá sat Hilmar í
stjórn Norðlendingafélagsins í Vest-
mannaeyjum. Hann var varaþing-
maður Framsóknarflokksins í Suður-
landskjördæmi og tók sæti á Alþingi
haustið 1978. Hilmar var heiðraður
ásamt fleiri öldruðum sjómönnum af
Sjómannadagsráði Vestmannaeyja á
sjómannadeginum 1998.
Hilmar kvæntist Rósu Snorradótt-
ur (f. 1927, d. 2015) árið 1950. Þau
slitu samvistir 1986. Eftirlifandi dæt-
ur þeirra eru Hafdís Björg og Sædís
María.
Útför Hilmars fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum 27. október
klukkan 13.00.
Hilmar Rósmundsson
skipstjóri
Bjarni Sighvatsson,
fyrrverandi skipstjóri
og útgerðarmaður, lést
á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 9. októ-
ber, 85 ára gamall.
Bjarni fæddist 2. des-
ember 1932 í Vest-
mannaeyjum og var
sonur Sighvatar
Bjarnasonar, skipstjóra
og framkvæmdastjóra,
og Guðmundu Torfa-
dóttur húsfreyju. Hann
ólst upp í Ási í Vest-
mannaeyjum og var
einn af ellefu systk-
inum. Bjarni byrjaði til sjós 14 ára og
var sjómaður um árabil. Hann starf-
aði sem háseti, kokkur, stýrimaður og
skipstjóri. Bjarni fór í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
skipstjórnarnámi árið 1954.
Hann stofnaði og rak fiskverk-
unina Fjölni í félagi við aðra. Auk
þess gerði hann út Hamraberg VE,
Kristbjörgu VE og Sig-
urfara VE í samvinnu
við fleiri. Bjarni var
stjórnarformaður
Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum hf.
1986-1994 að hann seldi
hlut sinn og gerðist
tómstundabóndi í Þor-
laugargerði með hesta
og kindur.
Bjarni var ötull
stuðningsmaður Heil-
brigðisstofnunarinnar í
Vestmannaeyjum og
stóð fyrir fjársöfnunum
til tækjakaupa og
keypti einnig tæki og gaf spítalanum.
Bjarni kvæntist Dóru Guðlaugs-
dóttur (f. 1934, d. 2007) hinn 23. maí
1953. Þau eignuðust fimm börn sem
lifa föður sinn, Sigurlaugu, Guð-
mundu Áslaugu, Sighvat, Ingibjörgu
Rannveigu og Hinrik Örn.
Útför Bjarna fer fram frá Landa-
kirkju 20. október klukkan 13.00.
Bjarni Sighvatsson
útgerðarmaður
Úlfar Eysteinsson mat-
reiðslumeistari lést sl.
miðvikudag á Landspít-
alanum, 71 árs að aldri.
Úlfar fæddist 23.
ágúst 1947 í Hafnar-
firði, sonur hjónanna
Eysteins Ó. Einars-
sonar bókbindara og
Þórunnar Björnsdóttur
hárgreiðslukonu. Hann
stundaði nám í mat-
reiðslu í Leikhúskjall-
aranum og á Hótel Holti
og útskrifaðist sem mat-
reiðslumeistari 1967.
Úlfar starfaði á Hótel
Loftleiðum og í flugeldhúsi Flugleiða
á Keflavíkurflugvelli til 1978, á
veitingastaðnum Laugaási 1978-81,
stofnaði þá, ásamt Sigurði Sumar-
liðasyni og Tómasi Tómassyni, veit-
ingastaðinn Pottinn og pönnuna en
þeir ráku staðinn saman til 1985. Síð-
ar stofnaði Úlfar veitingastaðina
Sprengisand, Úlfar og
ljón og Þrjá frakka,
sem Stefán sonur hans
rekur nú. Úlfar var
einn þekktasti mat-
reiðslumaður þjóðar-
innar og eftir hann
liggja margar bækur
um matreiðslu. Þá sá
hann um matreiðslu-
þætti í sjónvarpi.
Úlfar sat í stjórn Fé-
lags matreiðslumeist-
ara og var varafor-
maður þess um skeið.
Þá var hann formaður
Lionsklúbbsins Njarð-
ar 1995-96. Hann keppti um tíma í
rallakstri.
Eiginkona Úlfars var Sigríður
Jónsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra
eru Stefán matreiðslumeistari og
Guðný Hrönn snyrtifræðingur. Sam-
býliskona Úlfars er Ingibjörg Ólöf
Magnúsdóttir.
Andlát
Úlfar Eysteinsson
matreiðslumeistari Borgarráð hefur samþykkt tillögumeirihlutaflokkanna um að fela innri
endurskoðun borgarinnar að ráðast í
heildarúttekt á endurgerð herbragg-
ans við Nauthólsveg. Fulltrúar flokk-
anna felldu breytingartillögu sjálf-
stæðismanna um að fela utanað-
komandi aðila verkið. Fulltrúar
meirihlutans samþykktu tillögu sína
en sjálfstæðismenn sátu hjá.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar,
Viðreisnar, Pírata og VG létu bóka að
þeir teldu málið grafalvarlegt og vildu
allar upplýsingar upp á borðið þannig
að hægt yrði að hefjast handa við úr-
bætur á kerfinu til að koma í veg fyrir
að slíkt endurtæki sig.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins rök-
studdu tillögu um utanaðkomandi að-
ila með því að innri endurskoðun væri
störfum hlaðin, meðal annars við um-
fangsmikla úttekt á Orkuveitu
Reykjavíkur og dótturfélögum.
Braggamálið væri þess eðlis að mik-
ilvægt væri að fá niðurstöðu í það sem
fyrst. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins
minnti á að borgarfulltrúi flokksins
hefði lagt til óháða rannsókn vegna
braggans en meirihlutinn hafnað
henni. Sú niðurstaða væri fáránleg í
ljósi þess hvernig málin hefðu þróast
undanfarin misseri.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins
mótmælti því að innri endurskoðun
væri falið að ráðast í úttektina. Hún
gæti varla talist óháður aðili við þetta
verkefni vegna tengsla og upplýsinga
um endurbyggingu braggans sem hún
hefði haft allan tímann. helgi@mbl.is
Ráðist í úttekt á braggamáli
Meirihlutinn hafnaði kröfum um óháða rannsókn