Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kirkjugarðar landsins glíma við vax- andi rekstrarvanda og segja for- svarsmenn Kirkjugarðaráðs það stafa af vanefndum ríkisins á þjón- ustusamningi sem gerður var árið 2005. Fram kom í frétt Morgun- blaðsins í vikunni að draga hefur þurft úr umhirðu í kirkjugörðum og fresta viðhaldi og framkvæmdum en alls eru um 250 kirkjugarðar í land- inu. Við blasi að hætta þurfi þjónustu sem ekki er lögbundin, svo sem rekstri líkhúsa og athafnarýma. Að mati forsvarsmanna Kirkju- garðaráðs hafa framlög til kirkju- garðanna verið skorin niður um 3,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við samkomulagið frá 2005. Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæmis (KGRP) hafa brugðist við skertum tekjum garðanna með hagræðingu og niðurskurði, frestun endurnýjunar o.fl og áætlað er að frá og með árinu 2011 og til og með 2017 hafi rekstur KGRP verið skorinn niður um rúmar 700 milljónir kr. að því er fram kemur á staðreyndablaði sem Kirkjugarðasamband Íslands hefur sent fjárlaganefnd. „Verði ekkert að gert þarf að halda áfram að skera niður rekstr- arkostnað og liggur þá beint við að beina sjónum að þjónustu sem nú er veitt endurgjaldslaust en er ekki hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarðanna,“ segir í umfjöllun KGRP um næstu skref. ,,Starf- ræksla líkhúsa og athafnarýma vegna útfara er ekki hluti af lög- bundinni þjónustu kirkjugarða. Lok- un líkhúsa og athafnarýma myndi spara um 60 milljóna króna útgjöld á ári hjá KGRP en hallinn á rekstri garðanna var 63,5 [milljónir kr. ] árið 2016, þrátt fyrir mikinn niðurskurð og frestun framkvæmda.“ Forsvarsmenn fleiri kirkjugarða hafa svipaða sögu að segja „Rekstur Kirkjugarða Akureyrar er kominn í ógöngur og rekstri þeirra verður vart haldið áfram með óbreyttu sniði,“ er haft eftir Smára Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Kirkju- garða Akureyrar. Fram kemur einn- ig að rekstur Garðakirkjugarðs á Álftanesi hefur verið þungur undan- farin ár og árlegt tap á rekstrinum 5-6 milljónir króna. Samantekt Kirkjugarðasam- bandsins sýnir að af 20 stærstu kirkjugörðum landsins voru allir nema þrír reknir með tapi árið 2016. Samanlagt tap 17 stærstu kirkju- garða landsins nam rúmlega 90 millj- ónum króna 2016. Í umsögn Ragnhildar Benedikts- dóttur, formanns Kirkjugarðaráðs, til fjárlaganefndar kemur fram að sumir kirkjugarðar hafa þurft að reiða sig á aukna sjálfboðavinnu. Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs, bendir á í samtali við blaðið að sífellt erfiðara sé að reiða sig á sjálfboðaliða í görðunum. Samningur ríkisins og Kirkjugarð- aráðs frá 2005 átti að tryggja framlög til að standa straum af heildarkostn- aði við lögbundin verkefni kirkju- garðanna. Byggist hann á reiknilík- ani en eftir efnahagshrunið 2008 voru framlög til kirkjugarða skorin niður. Heildarframlag ríkisins á næsta ári er skv. fjárlagafrumvarpinu tæplega 1,2 milljarðar kr. Kirkjugarðaráð tel- ur að ef farið væri eftir gjaldalíkan- inu ætti framlagið að verða um 1.700 milljónir. Upptaka líkhúsgjalds Meðal aðgerða sem forsvarsmenn kirkjugarðaráðs benda á er að lög- festa þurfi frumvarp sem liggi tilbúið í ráðuneytinu þar sem lagt er til að kirkjugarðar fái að innheimta gjald fyrir afnot af líkhúsum og athafna- rýmum. Færa þurfi þóknana- greiðslur til presta vegna útfara frá kirkjugörðunum og sú ráðstöfun gæti, ásamt upptöku líkhúsgjalds og gjaldtöku vegna athafnarýma dregið úr fjárþörf garðanna um 145 milljónir kr. á ári. „Kirkjugarðar eru fyrir alla óháð lífsskoðunum og trúarbrögðum. Þar er verið að veita samfélagsþjónustu,“ segir Guðmundur og minnir á að þeir séu líka menningar- og sögustaðir, sem dragi til sín ferðamenn. Rekstur kirkjugarða er kominn í ógöngur  Segja framlög skorin niður um 3,4 milljarða frá 2005 Framlög til kirkjugarða 2005-2018 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 milljónir kr. 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Kirkjugarðaráð Óskert samkomulag Fjárheimildir ársins Samtök innflytjenda hvetja stjórn- völd til að aflétta nú þegar banni við innflutningi á ófrystu kjöti og fleiri búvörum. Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu héraðsdóms um að íslenska ríkið væri skaðabótakylt vegna tjóns sem fyrirtæki varð fyrir við að láta reyna á innflutning ófros- ins kjöts frá Hollandi. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms með vísan til forsendna hans og bætti því við að frá því hann féll hefði EFTA-dómstóllinn komist að þeirri nðurstöðu að Ísland hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt EES-samningnum. Samtök verslunar og þjónustu stóð að dómsmálinu með aðildarfél- agi sínu, Ferskum kjötvörum ehf. Samtökin segja að dómur Hæsta- réttar sé lokaáfangi í baráttu sem hófst með kvörtun til Eftirlitsstofn- unar EFTA á árinu 2011. Þau gagn- rýna tregðu stjórnvalda til að bregð- ast við og hvetja stjórnvöld og Alþingi til að taka á málinu. Krafa SVÞ er að innflutningur á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum verði heimilaður. Stjórnvöld viðurkenna ósigur í málinu. Fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu að frá uppkvaðningu dóms EFTA-dóm- stólsins hafi það verið forgangsmál stjórnvalda að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Við þá vinnu hafi jafnframt verið lögð áhersla á að tryggja öryggi matvæla og vernd búfjárstofna. Í júlí sl. hafi stjórnvöld sent umsókn til Eftirlits- stofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartrygging- ar, eins og önnur Norðurlönd hafi fengið. Þær muni gera stjórnvöldum kleift að krefjast vottorða um að til- teknar afurðir séu lausar við salmon- ellu. Boðað er að frumvarp um breytingar á lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum verði lagt fram í vetur. Skora á stjórnvöld að aflétta banni  Hæstiréttur stað- festir dóm um ólög- mæti frystiskyldu Steik Innflutningur á nautakjöti mun aukast verulega. Annar starfsmaður sagði að þau Sólveig Anna og Viðar hefðu fengið harða gagnrýni á fundinum, fyrir það að hafa í engu svarað gífur- yrðum og hörðum árásum Gunnars Smára Egilssonar, á starfsmann fé- lagsins til áratuga, fjármálastjórann. „Hver á fætur öðrum lýsti óánægju sinni með þegjandahátt tvímenning- anna og frómt frá sagt var fátt um svör hjá Sólveigu Önnu og Viðari.“ Jafnframt var því haldið fram í gær, að í kjölfar gagnrýninnar á for- manninn og framkvæmdastjórann gæti farið að hitna undir fleiri starfs- mönnum og lýsingin í yfirlýsingunni á góðum og hreinskiptnum sam- tölum væri einfaldlega fjarri því að fá staðist. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: „ Við, formaður og framkvæmdastjóri fé- lagsins, höfum átt góð og hrein- skiptin samtöl um þetta á trúnaðar- ráðsfundi og félagsfundi á þriðjudagskvöld og síðast á starfs- mannafundi í morgun, fimmtudag ... Okkur þykir mjög miður að heiður og æra starfsmannahóps Eflingar í heild hafi verið dregin í efa á opin- berum vettvangi. Slíkt er að ósekju. Við berum traust til starfsfólks Efl- ingar, sem vinnur mjög gott og vandað starf við að vernda hagsmuni verkafólks.“ Morgunblaðið/Hari Fagnað Sólveig Anna Jónsdóttir fagnaði sigri í stjórnarkjöri Eflingar stétt- arfélags í vor, og varð formaður félagsins. Innan við 10% félagsmanna kusu. Gjörólíkar lýsingar á sama fundinum  Forystan var harðlega gagnrýnd BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Viðar Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Efl- ingar, héldu fund með starfs- mönnum skrifstofu Eflingar í gærmorgun. Tilefnið var fjölmiðla- umfjöllun undanfarna daga um starfsandann á skrifstofunni, og væntanlega er þar vísað til umfjöll- unar Morgunblaðsins um að fjár- málastjóri Eflingar hafi verið send í veikindafrí, vegna þess að hún neit- aði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egils- sonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning nema greiðslan hefði verið samþykkt af stjórn Eflingar. Í kjölfar fundarins var birt yfir- lýsing á heimasíðu Eflingar, sem efnislega er þvert á þær lýsingar sem blaðamaður Morgunblaðsins fékk af fundinum í gær frá starfs- mönnum Eflingar. „Þetta var ótrúleg framkoma for- manns og framkvæmdastjóra fé- lagsins. Margir steinþögðu við reiði- lestur þeirra, sem beindist aðallega að Morgunblaðinu, en aðrir tóku til máls,“ sagði starfsmaður Eflingar. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.