Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það er í raun eitt ár sem sker sig
úr, en þá var meðal annars lögð mik-
il áhersla á að stytta afgreiðslutíma
og hreinsa upp eldri mál,“ segir Sig-
ríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri
Tryggingastofnunar, í samtali við
Morgunblaðið og vísar í máli sínu til
nýgengis öryrkja á Íslandi árið
2016.
Fram hefur komið hér í Morgun-
blaðinu að það ár hafi nýgengi ör-
orku í fyrsta skipti verið meira en
náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði.
Var það Páll Magnússon, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sem fyrst vakti
athygli á þessu í ræðu sinni á Al-
þingi. Frá 2006 hefur fjöldi nýrra ör-
yrkja verið á bilinu um 1.140 til um
1.550. Árið 2016 náði fjöldinn aftur á
móti nýjum hæðum, eða 1.757. Sig-
ríður Lillý segir fjöldann hafa fallið
mjög síðan þá og ekki sé um nýtt
norm að ræða.
„Það var lögð áhersla á að stytta
afgreiðslutímann þetta ár. Það hafði
verið mikið í umræðunni að af-
greiðslutími væri langur hjá okkur
og þetta virðist meðal annars vera
afleiðing þess. Ég er þeirrar skoð-
unar að það sé mikilvægt að skoða
mál gaumgæfilega þegar tekin er
ákvörðun um örorku. Ekki síst
vegna hagsmuna umsækjandans.
Við þurfum ítarleg vottorð og brýnt
er að vinna vel úr öllum umsóknum,
meðal annars að líta til möguleika á
endurhæfingu og endurhæfingarlíf-
eyri í stað örorkulífeyris. Af-
greiðslutími vegna örorku er eftir
sem áður almennt styttri hjá okkur
en hjá nágrannalöndunum,“ segir
Sigríður Lillý og heldur áfram: „Ár-
ið 2016 rísa þessar tölur hæst í
1.757, en ári síðar eru þær strax
komnar niður í 1.524. Fyrstu níu
mánuði þessa árs eru svo tölur yfir
nýgengi örorku 1.059. Það má gera
ráð fyrir því að heildartala þessa árs
verði um 1.250, líkt og undanfarin ár
nema strax í kjölfar hrunsins þegar
hún var rúmlega 1.500. Umsóknum
fjölgar árvisst þannig að álagið á
kerfið er vaxandi. Mikilvægt er að
líta til þess einnig. Þá fá fleiri sam-
þykkta umsókn um endurhæfingu
en áður.“
Hrunið ógnaði mjög
Aðspurð segir Sigríður Lillý
menn hafa óttast að missa tökin á
nýgengi örorku í kjölfar hrunsins
haustið 2008. „Menn óttuðust mjög
að við myndum missa marga inn á
örorku, en þær aðgerðir sem gripið
var til komu vafalítið í veg fyrir þá
þróun,“ segir hún og bendir á að
Finnar hafi t.a.m. á sínum tíma farið
illa út úr efnahagsþrengingum og
misst heila kynslóð fólks út af vinnu-
markaði og á örorku. „Stjórnvöldum
hér tókst aftur á móti að vinna gegn
þessari þróun, meðal annars með því
að breyta þeim reglum er giltu um
rétt fólks til atvinnuleysisbóta auk
annarra úrræða til atvinnusköpunar
og virkni í námi og starfi,“ segir hún.
Öryrkjatoppurinn 2016
vegna hraðari afgreiðslu
Nýgengi örorku þessa árs verður að líkindum um 1.250
Nýgengi örorku 2006 til 2018*
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018*
1.269 1.274
1.325
1.547
1.236
1.143
1.282 1.268 1.227
1.439
1.757
1.524
1.059
*Fyrstu 9 mán. 2018. Heimild: Tryggingastofnun ríkisins
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
15% 10áraábyrgðá kolalausummótor
3 ára ábyrgð
Íslenskt stjórnborð
10 ára ábyrgð á mótor
Þvottavél
L7FBM826E
Tekur 8 kg af þvotti. 1600 snúningar.
Öll hugsanleg þvottakerfi.
Kolalaus mótor.
Verð áður: 139.900,- Verð nú: 118.915,-
914550046
Þvottavél
L7FBE840E
Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar.
Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.
Íslensk notendahandbók.
Verð áður: 119.900,- Verð nú: 101.915,-
914550043
Þvottadagar
ÖLL ÞVOTTATÆKI Í
ÖLLUMMERKJUM
MEÐ 15% AFSLÆTTI Í
NOKKRA DAGA
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
Tilkynnt var í gær hverjir yrðu höf-
undar Áramótaskaupsins 2018. Það
eru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Jón
Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Katrín Halldóra Sigurðardóttir,
Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem
einnig leikstýrir, annað árið í röð.
Í fréttatilkynningu er haft eftir
Arnóri Pálma að handritsvinnan
gangi vel, hann sé hæstánægður með
hópinn sem annars vegar saman-
standi af reyndum máttarstólpum í
gríni og svo sé nýliðinn í hópnum,
Katrín Halldóra, að stíga sín fyrstu
skref á þessu sviði. „Það er svo sem af
nógu að taka í ár en allt tal um að
Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt,“
segir hann.
Þá er í tilkynningunni haft eftir
Skarphéðni Guðmundssyni, dag-
skrárstjóra sjónvarps, að Skaup Arn-
órs Pálma í fyrra hafi verið eitt best
heppnaða Skaup frá upphafi.
Tökur hefjast um miðjan nóv-
ember og framleiðendur Skaupsins
eru þau Andri Ómarsson og Arnbjörg
Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnars-
syni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni.
Skrifar sig ekki sjálft
Höfundar Áramótaskaupsins 2018
eru byrjaðir að skrifa handritið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kaupendum stendur nú til boða að fá
95% lán fyrir nýjum íbúðum á
Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Hlutur
seljanda af láninu er um 10%.
Böðvar Reynisson, löggiltur fast-
eignasali hjá Eignamarkaðnum, seg-
ir þennan lánamöguleika hafa verið í
boði frá mánaðamótum. Viðbrögðin
hafi verið mikil. Þrjár íbúðir séu í
fjármögnunarferli með 95% láni. Þá
séu þrjár íbúðir seldar með fyrirvara
um fjármögnun með hefðbundnum
kjörum. Þ.e. ekki með 95% láni.
Að sögn Böðvars býður seljandi
sömu lánakjör á viðbótarlánið og
bankar. Dæmi um fjármögnun sé að
3,65% vextir séu á 40 ára verð-
tryggðu grunnláni fyrir 70% kaup-
verðsins. Við það bætist óverðtryggt
15% viðbótarlán til að hámarki 15
ára og svo 10% seljandalán.
Alls 38 íbúðir eru á Tryggvagötu
13. Íbúðirnar komu í sölu í lok nóv-
ember í fyrra. Þær eru 55 til 166 fer-
metrar, þær minnstu stúdíóíbúðir en
þær stærstu stórar þakíbúðir.
Fjórar voru fráteknar og fimm
seldust strax. Salan hefur síðan verið
hægari en vonir stóðu til og voru
íbúðirnar tímabundið teknar úr sölu.
Þær eru nú komnar aftur í sölu
með nýjum lánamöguleikum.
Nú 5 milljónum króna ódýrari
Þegar íbúðirnar komu á markað
voru tvær 75 fermetra íbúðir aug-
lýstar á 54,5 og 59,5 milljónir.
Íbúðir í þeim stærðarflokki eru nú
til sölu á 48,9 til 54,5 milljónir. Þær
eru á 2. til 5. hæð og hækkar verðið
með hverri hæð. Bendir þetta til að
verðið hafi jafnvel lækkað um 5 millj-
ónir. Böðvar staðfestir aðspurður að
verðið hafi verið lækkað. Hann segir
95% lánin henta ungu fólki sem er
með góðar tekjur en lítið eigið fé.
Bjóða nú 95% íbúðalán
Seljendur nýrra íbúða á Tryggvagötu bjóða 10% aukalán
Bætist við 85% bankalán Hafa lækkað verð á íbúðum
Morgunblaðið/RAX
T13 Húsið er til hægri á myndinni.