Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
12. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 115.79 116.35 116.07
Sterlingspund 152.29 153.03 152.66
Kanadadalur 89.32 89.84 89.58
Dönsk króna 17.83 17.934 17.882
Norsk króna 14.089 14.171 14.13
Sænsk króna 12.717 12.791 12.754
Svissn. franki 116.63 117.29 116.96
Japanskt jen 1.0222 1.0282 1.0252
SDR 161.09 162.05 161.57
Evra 133.03 133.77 133.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 160.0505
Hrávöruverð
Gull 1186.4 ($/únsa)
Ál 2028.0 ($/tonn) LME
Hráolía 84.98 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stjórnarfundi
HB Granda sem
fram átti að fara í
gær var frestað til
mánudagsins 15.
október nk.
Til stendur að
ræða þar bréf frá
Útgerðarfélagi
Reykjavíkur til
stjórnar HB Granda
þar sem fram-
kvæmdastjóri ÚR lýsti yfir vilja til þess
að hætta við fyrirhugaða sölu á hlutafé
Ögurvíkur til HB Granda. Stjórn HB
Granda hefur nú þegar samþykkt að
kaupa alla hluti í Ögurvík og tillaga um
að staðfesta þá ákvörðun er á dagskrá
hluthafafundar HB Granda sem fer
fram þriðjudaginn 16. október.
Ástæðan fyrir sinnaskiptum ÚR í
málinu er tillaga Gildis lífeyrissjóðs um
að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka leggi
mat á viðskiptin með Ögurvík áður en
þau verða samþykkt á hluthafafundi.
HB Grandi frestaði
stjórnarfundi
Stjórnarfundi frest-
að til mánudags.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Ráðherranefnd um efnahagsmál og
endurskipulagningu fjármálakerfis-
ins hefur ákveðið að hefja endurskoð-
un lagaumgjarðar um peningastefnu,
þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneyt-
inu segir meðal annars að miða skuli
að því „að sameina Seðlabanka Ís-
lands og Fjármálaeftirlitið með þeim
hætti sem eflir traust og tryggir skil-
virkni við framkvæmd þjóðhagsvar-
úðar og fjármálaeftirlits.“ Drög að
lagafrumvörpum verða send til ráð-
herranefndar eigi síðar en 28. febrúar
2019.
Einfalda þarf umgjörð
Nokkuð hávær umræða hefur ver-
ið um sameiningu þessara tveggja
ríkisstofnana allt frá hruni og hafa
fjölmargar skýrslur á vegum inn-
lendra og erlendra sérfræðinga bent
á þá leið. „Þetta er metnaðarfullt
verkefni en það er heilmikil vinna
framundan hjá öllum þessum aðilum
sem eru kallaðir til að útfæra þetta.
Passa þarf upp á að við náum að gera
þetta á sem bestan mögulegan hátt
fyrir land og þjóð,“ segir Unnur
Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins, í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurð hvort þessar aðgerðir hafi
verið orðnar tímabærar segir Unnur
að mikil umbótavinna hafi nú þegar
átt sér stað en hún segir að gagnlegt
sé að einfalda umgjörðina í kringum
þjóðhagsvarúðarverkefnin. „Það var
búið að stofna formlegan og ansi góð-
an vettvang fyrir þjóðhagsvarúðar-
verkefnin. En það er eitt af markmið-
unum þarna að einfalda þetta
svolítið,“ segir Unnur sem bendir á
að útfærslumöguleikarnir séu ýmsir
en mikilvægt sé að vanda til verka og
hafa þurfi skilvirkni og hagræðingu
verkefna að leiðarljósi ásamt áherslu
á fagmennsku og traust.
Samþætting mikilvæg
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
segir mikilvægt að einn aðili beri al-
farið ábyrgð á fjármálastöðugleika.
„Þetta er það sem við lögðum til í
skýrslunni. Að vísu lögðum við ekki
til að FME yrði sameinað Seðlabank-
anum í heilu lagi. Við sjáum alveg
fram á það að FME gæti áfram sinnt
eftirlitshlutverki á fjármálamarkaði.
T.d. að skoða hluti eins og innherja-
viðskipti og markaðsmisnotkun,“
segir Ásgeir. Hann bendir einnig á að
þessar aðgerðir séu nauðsynlegar svo
að Seðlabankinn geti sinnt sínu hlut-
verki sem lánveitandi til þrautarvara
en grundvöllur fyrir því er að bank-
inn hafi upplýsingar um eignagæði
fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tek-
ið.
Ásgeir dregur fram að mikilvægt
sé að starfsemi þessara tveggja stofn-
ana verði samþætt. „Það er mikil-
vægt að þessar tvær stofnanir renni
raunverulega saman í eina. Að þetta
verði ekki tvær stofnanir undir sama
þaki,“ segir Ásgeir.
Sameina á Seðlabankann
og Fjármálaeftirlitið
Sameining Mikilvægt er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið renni raunverulega saman í eina stofnun.
Sameining SÍ og FME
» Bent hefur verið á mikilvægi
aukinnar samþættingar á milli
stofnananna tveggja í fjölmörg-
um skýrslum allt frá hruni.
» Skila á drögum að laga-
frumvarpi til ráðherranefnd-
arinnar eigi síðar en 28. febrúar
2019.
» Sérfræðingur segir mikil-
vægt að stofnanirnar renni
raunverulega saman í eina.
Lagaumgjörð um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit endurskoðuð
Sænski netverslunarsérfræðingur-
inn Pelle Pettersen, sem var aðal-
fyrirlesari á morgunverðarráðstefnu
Samtaka verslunar og þjónustu um
íslenska netverslun, segir að hann
hafi hvergi fengið meiri viðbrögð frá
áheyrendum en hér við erindi sínu.
„Áhuginn var meiri en ég er vanur á
öðrum stöðum þar sem ég hef verið
að halda kynningar,“ segir Pelle í
samtali við Morgunblaðið.
Pelle segir aðspurður að reynsla
hans af því að vinna með ólíkum smá-
sölum að innleiðingu netverslunar
hafi líklega verið meginástæða þess
að hann var fenginn til að tala á ráð-
stefnunni. Hann segir að í erindi sínu
hafi hann bæði rætt almennt um
hvernig hægt sé að auka netverslun
til annarra landa og einnig innan
Norðurlandanna sérstaklega. „Þró-
un í stafrænni tækni er á fleygiferð,
og netverslun eykst hröðum skrefum
á Norðurlöndum.“
Skipaflutningar áskorun
Spurður um stöðu mála hér á landi
segir Pelle að sér virðist sem helsta
áskorunin sé fólgin í grunngerðinni
(e. infrastructure). Dýrt og tíma-
frekt sé t.d. að flytja vörur með skip-
um til og frá landinu. Þá eigi Íslend-
ingar enn eitthvað í land hvað
tækniinnleiðingu varðar. „Það
standa flest lönd nokkuð að baki
löndum eins og Bandaríkjunum og
Kína í þróun í netverslun, en af nor-
rænu löndunum þá er Svíþjóð fram-
arlega. Ástæðan fyrir vextinum er
einfaldlega sú að þetta er hentugt
verslunarform.“ tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Verslun Uppselt var á fund SVÞ um
íslenska netverslun.
Hvergi meiri
áhugi en hér
Tækni og
grunngerð net-
verslunar má bæta