Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 17

Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 mánudaginn 15. október, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag kl. 10–17 TryggviÓ lafsson Listmunauppboð nr. 112 Forsýning á verkunum föstudag til mánudags ygg H el gi Þo rg ils Fr ið jó ns so n g g j Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tveir voru sagðir látnir í gær eftir að fellibylurinn Mikael skall á ströndum Flórídaríkis í fyrradag og hélt áfram í norðausturátt yfir í Georgíuríki. Mikael, sem skilgreind- ur var sem 4. stigs fellibylur þegar hann kom á land, minnkaði að afli og var í gær sagður hitabeltisstormur. Stefndi hann þá yfir Norður- og Suður-Karólínu og voru íbúar þar beðnir að vera á varðbergi gagnvart storminum. Á Mikael svo að halda út yfir Atlantshafið í dag. Embættismenn í Flórída sögðu að vindhraði Mikaels hefði verið um 250 kílómetrar á klukkustund, og er hann öflugasti stormur til þess að lenda á vesturhluta Flórída frá því mælingar hófust árið 1851. Er Mika- el jafnframt talinn einn öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna. Mikael kom á land nálægt bænum Mexico Beach, en þar búa um 1.000 manns. Skildi fellibylurinn eftir sig langa slóð eyðileggingar, þar sem tré voru rifin upp með rótum og allt lauslegt fauk. Víða flæddi yfir vegi. Einn einstaklingur lést í Flórída- ríki og virðist sem hann hafi orðið fyrir fljúgandi braki. Þá lést ellefu ára stúlka í Georgíuríki þegar bíl- skýli losnaði af festingum sínum og flaug inn í heimili hennar. Mun halda til Flórída bráðum Donald Trump Bandaríkjaforseti sinnti kosningabaráttu í Pennsylv- aníuríki fyrir þingkosningarnar í nóvember í gær. Sagði hann þar á fundi að „hugur sinn og bænir“ væru hjá þeim sem hefðu orðið fyrir Mikael og tók fram að hann myndi heimsækja hamfarasvæðin við fyrsta tækifæri. Trump var þegar búinn að skil- greina Flórída sem hamfarasvæði, sem heimilaði bandarísku almanna- varnastofnuninni FEMA að veita aðstoð og sækja í sérstakan viðlaga- sjóð alríkisins til þess að aðstoða við uppbyggingu eftir Mikael. Áætlað er að fjárhagslegt tjón gæti numið allt að 13,4 milljörðum bandaríkja- dala, um 1.500 milljörðum íslenskra króna. Olli umtalsverðu tjóni  Tveir létust af völdum fellibylsins Mikaels  Hélt áfram för sinni norður í gegnum Karólínuríkin  Öflugasti stormur í Flórída frá upphafi mælinga AFP Mikael Fellibylurinn Mikael olli umtalsverðum eignaspjöllum. Geimfararnir Nick Hague frá Bandaríkjunum og Aleksey Ovch- inin frá Rússlandi sluppu heilir á húfi þegar Soyuz-eldflaug þeirra, sem átti að bera þá að alþjóðlegu geimstöðinni, bilaði rúmlega tveim- ur mínútum eftir flugtakið frá Bai- konur-geimstöðinni í Kasakstan. Var geimfarið komið um sjö og hálfan kílómetra frá jörðu þegar bilunin kom upp í hliðareldflaug. Tókst að skilja farið frá eldflaug- inni og náðu fallhlífar að hægja á því við komuna til jarðar. „Guði sé lof að geimfararnir eru á lífi,“ sagði Dmítrí Peskov, tals- maður Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta, eftir atvikið. Júrí Borisov, aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, tilkynnti seinna um daginn að öllum mönnuðum geimferðum Rússa hefði verið frestað þar til bú- ið væri að rannsaka óhappið. Þetta er fyrsta atvikið af þessu tagi í geimferðasögu Rússlands eft- ir fall Sovétríkjanna. AFP Nauðlentu stuttu eftir flugtak Verk götulista- mannsins Banksy, „Stúlka með blöðru“, gæti jafnvel ver- ið enn meira virði nú, þegar hann hefur látið tæta það eftir uppboð Sothe- bys í síðustu viku. Verkið hafði selst á rúmlega eina milljón punda, þegar það tætti sig sjálft óvænt. Kom í ljós að Banksy hafði komið fyrir tætara í ramma myndarinnar, með það að mark- miði að eyðileggja hana ef hún yrði einhvern tímann seld á upp- boði. Sérfræðingar í verðmati á lista- verkum sögðu hins vegar við AFP-fréttastofuna í gær að þetta hrekkjabragð Banksys hefði lík- lega frekar aukið verðmæti verks- ins en hitt. Áætlaði einn þeirra að það væri nú hugsanlega virði meira en tveggja milljóna punda. Listaverkið jafnvel enn meira virði tætt BRETLAND Kírill, patríark- inn í Moskvu, gagnrýndi í gær þá ákvörðun æðstaráðs rétt- trúnaðarkirkj- unnar, sem hefur aðsetur í Istan- búl, að viður- kenna úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna sem sjálf- stæða einingu frá þeirri rússnesku. Sagði fulltrúi hans við fjölmiðla að ákvörðunin gæti ýtt undir trúar- deilur innan rétttrúnaðarkirkj- unnar. Petró Porosjenkó, forseti Úkra- ínu, fagnaði ákvörðuninni og sagði hana „sigur góðs á illu“ og að Úkra- ínumenn hefðu beðið eftir þessu í 330 ár. Grunnt hefur verið á því góða milli stjórnvalda í Úkraínu og Rúss- landi frá árinu 2014 og eru deilur rétttrúnaðarkirkjanna tveggja taldar liður í þeim átökum. Gagnrýnir stofnun rétttrúnaðarkirkju RÚSSLAND Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tyrknesk og bandarísk stjórnvöld þrýstu í gær enn frekar á yfirvöld í Sádi-Arabíu að þau gæfu útskýring- ar á því hvað hefði orðið um blaða- manninn Jamal Khashoggi, sem hvarf 2. október síðastliðinn. Hann sást síðast fara inn í ræðismannsbú- stað Sádi-Araba í Istanbúl þann dag og hafa komið upp kenningar um að Khashoggi hafi annaðhvort verið tekinn þar af lífi, eða að hann hafi verið fluttur gegn vilja sínum til Sádi-Arabíu. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sagði sömuleiðis að það myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér fyrir samskipti Breta og Sádi-Araba, ef það reyndist rétt að Khashoggi hefði verið myrtur, en ríkin tvö eiga í umtalsverðum við- skiptum. Myndu sjá flugu á mynd Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, blandaði sér í málið í gær þegar hann skoraði á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að sýna myndir úr ör- yggismyndavélum, sem rennt gætu stoðum undir þá kenningu að Khas- hoggi hefði yfirgefið sendiráðið heilu og höldnu. „Er mögulegt að engar myndavélar hafi verið í bústaðnum?“ spurði Erdogan og sagði svo að Sádi- Arabar myndu geta séð það ef minnsta moskítófluga flygi framhjá sendiráðum þeirra. Sádi-Arabar segja hins vegar að myndavélarnar í bústaðnum hafi verið bilaðar daginn sem Khashoggi hvarf. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því einnig yfir í gær að Banda- ríkjastjórn væri að vinna með bæði Tyrkjum og Sádi-Aröbum til þess að reyna að varpa ljósi á málið. Krefja Sádi- Araba um svör  Bretar vara við „alvarlegum afleiðingum“ AFP Hvarf Myndavélar við ræðis- mannsbústaðinn í Istanbúl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.