Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 ✝ Rannveig Jóns-dóttir fæddist á Brjánsstöðum í Skeiðahreppi 5. júlí 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 25. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Helga Þórðardóttir frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, fædd 12. september 1876, dáin 7. júní 1949, og Jón Sigurðsson frá Drumboddsstöðum í Bisk- upstungnahreppi, fæddur 20. apríl 1865, dáinn 20. apríl 1934. Foreldrar Rannveigar eign- uðust 18 börn og komust 14 þeirra til fullorðinsára. Rann- veig var yngst systkina sinna og lifði þau öll. Systkini Rann- veigar voru: Þórður, f. 2.8. 1896, d. 15.7. 1986 (kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur), Guð- mundur, f. 14.3. 1898, d. 23.3. 1967, Samúel, f. 3.5. 1905, d. 9. september 1924, d. 24. apríl 2007. Rannveig ólst upp á Brjáns- stöðum þar sem foreldrar henn- ar bjuggu og sinntu búskap. Rannveig var mjög greind kona. Skólaganga Rannveigar var eins og tíðkaðist á þeim tíma, nokkrar vikur á vetri. Þótt skólaganga Rannveigar hafi verið stutt var hún mjög fróðleiksfús. Las hún mikið og var fljót að tileinka sér þann fróðleik sem hún las í bókum. Rannveig hafði mikið dálæti á ljóðum og vísum. Rannveig vann einn vetur hjá Lilju Benjamínsdóttur á Karla- götu 14, Reykjavík, en hún rak matsölu og seldi námsmönnum mat. Þá gafst Rannveigu kostur á að sækja stutt námskeið í kjólasaumi og einnig námskeið við Hússtjórnarskóla Íslands. Rannveig flutti alfarin frá Brjánsstöðum til Reykjavíkur í kringum áramót 1967 og 1968. Fyrst vann hún í u.þ.b. eitt ár í verksmiðjunni Ora í Kópavogi, en síðan hjá SS í Reykjavík og starfaði þar þar til hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 12. október 2018, klukkan 13. 12.2. 1992 (kvænt- ur Stefaníu Þóru Eiríksdóttur), Guð- mundur Helgi, f. 9.5. 1906, d. 21.2. 1974, Sigurlaugur, f. 2. 5. 1907, d. 19.3. 1989 (fyrri kona Jónína Eiríks- dóttur, síðari kona Aðalheiður Hall- dórsdóttir), Kjart- an, f. 26.11. 1908, d. 4.5. 1984 (kvæntur Sesselju Gísladóttur), Anna Eyrún, f. 15.11. 1909, d. 26.4. 1970, Sigur- mundur, f. 8.12. 1910, d. 15.4. 1995 (kvæntur Eddu Kristjáns- dóttur), Guðlaug, f. 4.1. 1912, d. 10.2. 1998, Svanborg Pálfríður, f. 9.10. 1913, d. 8.1. 2014, Guðni, f. 23.10. 1915, d. 8.12. 2000, Jón, f. 22.9. 1916, d. 23.8. 2004 (sam- býliskona Sveindís Sveins- dóttir), og Jóhanna, f. 6.9. 1919, d. 24.4. 1938. Rannveig giftist Axel Guð- mundssyni þann 30. júní 1973, f. Rannveig, eða Veiga frænka, var yngst í stórum hópi syst- kina, sem gjarnan var kenndur við Brjánsstaði á Skeiðum. Brjánsstaðaheimilið var fram- sækið á sinni tíð og þar reis fyrsta steinhús í sveitinni, þar kom fyrsta útvarpið, fyrsta vindmyllan og fyrsti bíllinn. Systkinahópurinn var alla tíð mjög náinn og samheldinn. Veiga bjó lengi vel heima á Brjánsstöðum. Þar bjuggu auk þeirra Brjánsstaðasystkina aldraðir ættingjar sem höfðu kosið sér fremur að eyða ævi- kvöldinu á Brjánsstöðum en á elliheimili. Eitt af hlutverkum Veigu var að sinna gamla fólk- inu. Hún hét sjálfri sér því að þegar síðasta fólkið væri fallið frá skyldi hún flytja að heiman og um 1970 lét hún verða af því og flutti til Reykjavíkur. Forlagatrúin skipaði stóran sess í hjarta Veigu. Hún hafði gjarnan á vörum: Forlögunum fresta má en fyrirkomast aldrei. Veiga sagði mér eitt sinn að hún hefði aldrei ætlað sér að giftast; sér hefði fundist nóg að snúast í kringum bræður sína á Brjánsstöðum. Eftir að hún hleypti heimdraganum og flutti til Reykjavíkur bjó hún hjá tveimur bræðrum sínum á Vífilsgötu. Fyrir ofan íbúð hennar bjó nágranni og vinur. Vinur þess manns var duglegur að heimsækja hann og eflaust fjölgaði heimsóknunum eftir að Veiga var flutt í húsið. Örlögin voru ráðin og Veiga hafði fund- ið Axel sinn en saman áttu þau eftir að eyða drjúgum hluta æv- innar. Þau voru einstaklega sam- rýnd og náin hjón, ekki endi- lega alltaf sammála um dæg- urmálaþrasið; en sammála um þau atriði sem mestu máli skiptu. Þau bjuggu lengst af á sjöundu hæð á Kleppsveginum og bar heimilið listfengi Veigu vitni. Fagurlega málaðir fuglar á eldhúsveggnum og útsaumað- ar myndir. Það var mikið áfall þegar Axel féll frá eftir veikindi árið 2007. Eitt af því sem við Veiga ræddum reglulega síðustu árin var lífið fyrir handan. Veiga hafði mikinn áhuga á spíritisma og hafði sótt fjölda miðilsfunda í gegnum tíðina. Fyrir mér, sem þekkti lítið til, opnaðist annar heimur við samræður okkar. Fyrir vikið óttaðist Veiga frænka ekki dauðann, því fyrir handan tæki við ný tilvera. Nú hittir hún fyrir vini og ættingja sem hún hefur ekki séð í mörg ár; og óhætt er að segja að það verði fagnaðarfundir. Hún slæst í hóp þeirra sem fylgjast með okkur frændsystkinunum hér á jörðu niðri og gæta að örlögum okkar. Það var alltaf svo gott að heimsækja Veigu frænku. Alltaf var hún svo jákvæð, kærleiks- rík, hlý og skemmtileg. Við gát- um setið og spjallað um allt milli himins og jarðar. Stundum barst talið að ráðahag mínum, verandi enn ókvæntur kominn langt á fertugsaldur. Í einni heimsókn nú í sumar stakk Veiga frænka upp á því að ég skyldi raka af mér skeggið og hún kynna mig fyrir umönn- unarstúlkunum, og svo skellti hún upp úr. Það hefur verið svo lærdómsríkt að kynnast henni og systkinum hennar. Maður hefur orðið svo miklu ríkari fyr- ir vikið og þakklátur. Þau voru svo einstök á margan hátt. Minning þeirra mun lifa í hjarta okkar og við það getum við ylj- að okkur. Blessuð sé minning Veigu frænku minnar. Sigurlaugur Ingólfsson. Mig langar til að minnast afasystur minnar, Rannveigar Jónsdóttur, í nokkrum orðum. Rannveig, eða Veiga eins og hún var yfirleitt kölluð, er mér minnisstæð frá æsku. Man eftir henni úr fjölskylduboðum ásamt manninum hennar, hon- um Axel. Veiga var alltaf glöð og brosandi, gerði að gamni sínu og það var gaman að tala við hana. Allir höfðu bara gott að segja um Veigu, hún var ein af þessum góðu Brjánsstaða- systkinum eins og amma sagði einu sinni. Samt hefðu samskiptin mátt vera meiri eins og oft gerist i stórum ættum. En eftir að for- eldrar mínir voru báðir látnir fór ég smátt og smátt að hafa meira samband við Veigu. Og hún tók mér sannarlega opnum örmum. Það var alltaf gaman að heimsækja Veigu á Kleppsveg- inn, við höfðum ótrúlega margt að tala um. Hún sýndi mér ljós- myndir úr æsku sinni og lífi, sagði mér frá ýmsu sem á daga hennar hafði drifið. Eins og Grænlandsferðinni sem aldrei átti að verða og hún vildi ekki fara. Lét tilleiðast og ferðin var algerlega dásamleg. Þegar hún fór í fjallgöngu orðin töluvert fullorðin ... það væri nú eða aldrei að klífa þetta fjall. Og síðast en ekki síst þá minnt- umst við þeirra sem voru ekki lengur á meðal okkar. Hún var ein sú jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst og hafði ekkert nema gott um alla að segja. Alltaf glöð og ánægð með lífið. Maður kynnist ekki mörg- um eins og henni á lífsleiðinni. Einnig þegar alvarleg veik- indi gerðu vart við sig síðustu árin. Mig langar til að þakka Helgu Loftsdóttur og hennar fjölskyldu fyrir allt sem þau gerðu fyrir Veigu. Það var henni ómetanlegt og hún minnt- ist oft á þau. Veiga frænka trúði innilega á líf eftir þetta líf og ég vona að hún hafi haft þar rétt fyrir sér. Ég er innilega þakklát Veigu fyrir hlýju hennar og gæsku. Kæra Veiga, þökk fyrir allt. Þín frænka, Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir. Við Axel fluttumst að heiman um svipað leyti þótt heil kyn- slóð væri á milli okkar í aldri. Hann flutti á Vífilsgötuna en ég fór fyrst sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Ég komst að því skömmu eftir heimkomuna að hann hafði kynnst bræðrum tveim sem bjuggu í sama húsi. Þeir áttu síðan systur sem beð- ið hafði eftir Axel og þegar þau kynntust varð saga þeirra sam- tvinnuð og einstaklega falleg. Hún Veiga átti svo margt sam- eiginlegt með frænda mínum og gleðin og jákvæðnin sem ein- kenndi andrúmsloftið á heimili þeirra gerði heimsóknir til þeirra að hátíðarstundum. Þegar ég hafði stofnað mitt heimili þá gættum við hjónin þess á hverju gamlárskvöldi að horfa á flugeldana um miðnætti og fagna fyrstu stundum nýs árs á heimili þeirra Veigu og Axels. Það var einstaklega bragðgott súkkulaðið, bæði drykkurinn og konfektmolarnir, sem Veiga bauð upp á þegar hægja tók á sprengingunum. Með óskir um gleðilegt nýtt ár hófum við gönguna inn í nýtt tímabil. Þau voru virkir þátt- takendur í öllum stóru tímamót- unum í lífi okkar, alltaf áhuga- söm og einlæg, bæði á gleði- og sorgarstundum. Fyrir tíu árum gengum við hjónin erfið spor með Veigu þegar hún kvaddi manninn sinn hinstu kveðju eftir áratuga samferð í einstöku sambandi sem þau höfðu byggt upp af al- úð og djúpri virðingu hvort fyr- ir öðru. Núna kveðjum við einstaka konu sem var stöðugt að gefa til samferðamanna sinna af þeim gjöfum sem hún hafði fengið í vöggugjöf; jákvæðni, glaðlyndi og trú á hið góða í hverjum manni. Við Steina viljum þakka fyrir samferð sem aldrei bar skugga á og biðjum aðstandendum Veigu allrar Guðs blessunar. Hafliði Kristinsson. Vinkona okkar Rannveig Jónsdóttir er fallin frá á 96. ald- ursári. Hennar er sárt saknað. Rannveig var víðlesin og menntuð þó aðstæður í æsku hafi ekki leyft langa skóla- göngu. Henni fannst námið skemmtilegt, sérstaklega landa- fræði og greypti í minni sér allt sem kennt var. Gat hún þulið upp allar helstu ár sem runnu í Austur-Evrópu þannig að með ólíkindum var á að hlýða. Fórn- fýsi og hjálpsemi við aðra var aðalsmerki Rannveigar og ósér- hlífin var hún þegar hún ann- aðist Axel eiginmann sinn í veikindum hans þegar minnis- glöp ágerðust hjá honum. Þegar hún sagði okkur frá þessum tíma lýsti hún atvikum af hæv- ersku og lítillæti. Eins og þetta hafi ekki verið neitt mál. Tókst hún á við þetta verkefni af æðruleysi og útsjónarsemi og kvartaði aldrei við nokkurn mann. Rannveig vildi eyða ævi- kvöldinu heima, sjálfstæð og sjálfbjarga eins og hún hafði verið alla sína ævi. Svo fór að líkaminn gaf sig en andi hennar var óbugaður fram að síðustu stundu. Ónýtur mjaðmaliður olli Rannveigu miklum sársauka og hamlaði hreyfigetu hennar. Rannveig sagði okkur frá því að henni hefði á sínum tíma staðið til boða að fara í mjaðmaskipta- aðgerð. Hún fór ekki í aðgerð- ina þar sem hún var bundin yfir umönnun eiginmanns síns. Og hver átti að hugsa um Axel á meðan? svaraði hún þegar við spurðum hvers vegna hún hefði ekki farið. Eftir að Rannveig fluttist til Reykjavíkur bjó hún á Vífils- götu 14. Þar kynntist Rannveig Axel Guðmundssyni sem varð síðar eiginmaður hennar. Þau voru samrýnd, gestrisin og fjöl- skyldurækin hjón. Þau voru ætíð nefnd í sömu andrá Veiga og Axel. Axel var hagmæltur. Margar eru þær til vísurnar sem Axel orti til Rannveigar eiginkonu sinnar. Rannveig, yngst systkina sinna, aðstoðaði flest þeirra eldri þegar aldur færðist yfir þau og hjúkraði á dánarbeði. Þetta gerði hún af ástúð og væntumþykju og lagði mikið á sig í þessu skyni. Hún talaði oft um hve Axel var viljugur að keyra hana til systkina sinna þegar hún fór að heimsækja þau, hjúkra þeim og aðstoða. Þegar líkamlegri heilsu Rannveigar fór að hraka og hún flutti á Heilbrigðisstofnun Vesturlands vorið 2017 rann henni blóðið til skyldunnar og vildi aðstoða þá sem hún þar hitti fyrir. Tók langan tíma að fá hana til að viðurkenna að nú ætti hún sjálf að njóta umönn- unar. Á Akranesi naut Rann- veig sín í hvívetna. Frá Akra- nesi flutti Rannveig á Hrafnistu í Hafnarfirði og urðu fagnaðar- fundir þegar hún hitti þar fyrir sínar bestu vinkonur ofan af Skaga, þær Sigríði og Áslaugu. Það var skemmtilegt og lær- dómsríkt að spjalla við Rann- veigu um lífið og tilveruna. Rannveig ræddi oft andleg mál- efni við okkur. Rannveig var trúuð kona og átti bjargfasta trú á algóðan Guð. Rannveig hafði mikinn áhuga á spíritisma og dulrænum efnum og var hún alla tíð sannfærð um framhalds- líf. Sagði hún iðulega að öllu væri vel stjórnað. Nú er Rannveig farin til endurfunda við ástvini sem hún trúði heitt og innilega að myndu verða. Það hefur verið mikil gleðistund. Sjálfri sér sam- kvæm sagði hún okkur þegar þessi mál bar á góma að hún myndi líta til með okkur eftir því sem aðstæður leyfðu. Það var mikil gæfa að fá að kynnast þér, kæra frænka og vinkona. Góður guð geymi þig og varð- veiti að eilífu. Helga Loftsdóttir og Sigurbjörn Þorbergsson. Rannveig Jónsdóttir ✝ Alda Finn-bogadóttir fæddist á Seyðis- firði 31. desember 1939. Hún lést 29. september 2018. Alda var dóttir hjónanna Kapítólu Sveinsdóttur og Finnboga Laxdal Sigurðssonar. Alda var sjöunda í röð ellefu systkina og eru fimm þeirra á lífi. Systkini Öldu eru: Lilja, f. 1930, gift Gísla Kristjánssyni. Sveinn, f. 1931, d. 2015, kona hans var Jórunn Þórdís Ólafsdóttir (Stella). Guðlaug, f. 1933, d. 1943. Sturla, f. 1934, d. 1954. Finnbogi, f. 1936, fyrri kona Laufey Ólafsdóttir, seinni kona Guðrún Andersen, sambýlis- kona Ríkey Beck. Kolbrún, f. 1938, d. 1994, gift Gunnari Gunnarssyni. Hrefna Guðlaug, f. 1942, fyrri eiginmaður Knútur Björgvinsson, núverandi eigin- maður Óskar Frið- riksson. Sigurður, f. 1943, hans kona er Elsa Sófusdóttir Gjöveraa. Elva, f. 1946, d. 2011. Nanna, f. 1947, hennar maður er Þórir Siggeirsson. Alda giftist árið 1968 Sigurbirni Torfasyni frá Hafnarfirði, f. 21. ágúst 1931, d. 6. mars 2014. Sigurbjörn vann lengst af við ál- verið í Straumsvík. Sonur þeirra er Torfi, f. 7. ágúst 1968. Alda fór kornung að heiman og starfaði á Sólvangi í Hafn- arfirði fyrst eftir að hún fluttist suður og einnig síðar á ævinni. Hún vann um tíma við fisk- vinnslu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, en starfaði lengst af sem póstburðarkona. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. október 2018, klukkan 15. Alda var sjöunda barnið í hópi ellefu systkina. Fjölskyldan bjó í agnarlitlu húsi á árbakkanum á Seyðisfirði og oft var fjörugt í systkinahópnum. En erfitt var að framfleyta svo stórum barnahópi og því voru börnin gjarnan send í sveit á sumrin og stundum voru þau í tímabundnu fóstri hjá góðu fólki í bænum. Alda minntist t.d. með hlýju daganna hjá Þorbirni kaupmanni og Þórunni Waage, þar sem hún var um tíma í dag- fóstri. En í sveitinni hjá frænku sinni í Húsavík eystri var hún alltaf með heimþrá. Eitt sinn kom faðir hennar í heimsókn til henn- ar í Húsavíkina og fylgdist Alda vel með ferðum hans þegar hann fór gangandi til baka heimleiðis. Þegar færi gafst laumaði hún sér sömu leið, fimm ára stelpan, og ætlaði sér heim til Seyðisfjarðar. Þegar kom á bæ einn í Loð- mundarfirði var hún u.þ.b. hálfn- uð, svöng og þreytt og vonaðist eftir hressingu. En þá kom bónd- inn frá Húsavík á eftir henni og varð hún að ganga alla leið til baka í Húsavík án næringar eða hvíldar. Á efri árum var henni enn minnisstætt hve svöng og þreytt hún var á göngunni til baka í Húsavík. Alda komst oft langt á þrjóskunni þó ekki hafi hún dugað til í þetta sinn. Betur tókst til nokkrum árum síðar þegar hún var við barnapössun hjá frænku sinni á Borgarfirði eystri. Öldu leiddist sem fyrr og langaði heim til mömmu sinnar og systkina. Þegar strandferða- skipið Herðubreið kemur til Borgarfjarðar sér hún sæng sína uppreidda og laumar sér um borð í skipið. En það sigldi ekki beina leið til Seyðisfjarðar heldur norð- ur til Vopnafjarðar, snéri þar við og kom aftur til Borgarfjarðar á leið sinni suður Austfirðina. Þar mætti frænkan um borð til að sækja Öldu en hún gaf sig ekki í þetta sinn og komst þá heim til Seyðisfjarðar. Alda giftist Sigurbirni Torfa- syni frá Hafnarfirði 1968 og eign- uðust þau soninn Torfa 7. ágúst sama ár og bjuggu alltaf í Hafnarfirði. Sigurbjörn lést í mars 2014 og síðan hafa mæðg- inin Alda og Torfi staðið saman í blíðu og stríðu. Torfi hefur ávallt verið snúningalipur fyrir móður sína og henni til stuðnings í lífsins glímum, s.s. veikindum sem nokkuð hafa hrjáð Öldu síðustu árin. Þau hafa alltaf verið góðir félagar og nú síðast í sumar fóru þau mæðgin í eftirminnilega ferð til Seyðisfjarðar, en þá voru liðin 19 ár frá því Alda kom síðast á æskustöðvarnar. Sérstaklega voru þau þakklát fyrir móttök- urnar hjá Möggu Veru, systur- dóttur Öldu, og Jóni manni henn- ar. En einnig fannst þeim mikils virði að hitta aðra ættingja og gamla kunningja og vini Öldu. Alda starfaði lengi við póst- burð í Hafnarfirði en einnig vann hún á Sólvangi og hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Hún var góð frænka og umhyggjusöm, og ungviðið í fjölskyldunni var henni kært, einkum áttu þau allra yngstu hug hennar og hjarta. Hún fylgdist vel með allt fram til þess síðasta og hafði ágætt minni. Því var gott að leita til Öldu ef þurfti að grufla upp eitthvað gamalt sem aðrir höfðu gleymt, og er nú skarð fyrir skildi þegar hún er fallin frá. Við vottum Torfa og öðrum ættingjum innilega samúð okkar. Rúnar og Jóhanna. Alda Finnbogadóttir Elskulegur sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÚLFAR EYSTEINSSON, Leiðhömrum 44, Reykjavík, lést miðvikudaginn 10. október. Útför auglýst síðar. Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir Stefán Úlfarsson Bjarklind Guðlaugsdóttir Guðný Úlfarsdóttir Heimir Helgason barnabörn og systkini hins látna Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.