Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Jón Skírnir Ágústsson, doktor í eðlisfræði, á 40 ára afmæli í dag.Hann stýrir í félagi við samstarfskonu sína rannsóknahópi hjáfyrirtækinu Nox Medical. Nox Medical býr til lækningatæki til að greina svefnraskanir. Það hefur selt vörur sínar út um allan heim til heilbrigðisstofnana og er leiðandi í heiminum á sínu sviði. „Við hjá Nox Medical höfum verið rosa heppin með að hafa fengið styrki frá tækniþróunarsjóði og Evr- ópusambandinu til að stunda rannsóknir. Út úr þeim hafa orðið til tæki og aðferðir til að framkvæma miklu fleiri svefnmælingar með minni tilkostnaði og fyrirhöfn og líka til að greina orsakir kæfisvefns þannig að hægt sé að beina meðferðinni frekar að orsökinni.“ Jón er fjölhæfur með afbrigðum og státar af Íslandsmeistaratitli bæði í kajakróðri og gömlu dönsunum. Hann er þó hættur að dansa og hefur minnkað róðurinn en snúið sér meira að fjallareiðhjólum og fjallaskíðum. Hann er einnig liðtækur í eldhúsinu og ætlar í dag að baka kökur fyrir kökuboð sem hann verður með á morgun. „Ég er reyndar meira í matargerð en bakstri en ég reyni að grautast í þessu öllu. Matur, hreyfing og svefn, er það ekki það sem þetta snýst allt um?“ Sambýliskona Jóns er María Lovísa Ámundadóttir verkfræðingur en fyrir mánuði stofnaði hún fyrirtæki sem snýst um að þróa aðferð til að meta áhrif dagsljóss á heilbrigði og líðan fólks. Foreldrar Jóns eru Ágúst Jónsson og Edda Erlendsdóttir. Á göngu Jón og María stödd í Laufskörðum við Móskarðshnjúka. Stýrir rannsóknum á svefnröskunum Jón Skírnir Ágústsson er fertugur í dag S turla fæddist í Reykjavík 12.10. 1958 og ólst þar upp. Hann var í Mela- skóla, lauk landsprófi frá Hagaskóla, stúd- entsprófi frá MR 1979, BA-prófi í ensku og sagnfræði frá HÍ 1983, og cand.mag.-prófi í enskum bók- menntum frá sama skóla 1985. Sturla var í sveit nánast öll sumur frá fimm ára aldri og þar til hann varð 16 ára: „Ég var fyrst í sveit í Skagafirðinum en á ung- lingsárunum var ég hestasveinn fyrir laxveiðimenn í Kjarrá sem er efri hluti Þverár í Borgarfirði. Þá var enginn vegur þangað upp eftir og veiðihúsið ansi frumstætt. Við fórum því þangað á hestum. Þetta var skemmtilegur og eftirminni- legur tími. Í Vesturbænum man ég vel eftir braggahverfinu Kamp Knox sem var heimur út af fyrir sig, og kyn- legum kvistum eins og Þórbergi Þórðarsyni og Vilhjálmi frá Ská- holti.“ Sturla var kennari 1984-85 og blaða- og fréttamaður 1985-87. Hann hóf störf í utanríkis- ráðuneytinu 1987, var sendiráðs- ritari á varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins 1987-88, starfs- maður í stjórnmáladeild alþjóða- starfsliðs höfuðstöðva NATO, Brussel 1988-91, sendiráðsritari á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins 1991-94, ræðismaður í Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri – 60 ára Stór og myndarlegur hópur Sturla og Elín með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Vesturbæingur sem veiðir lax og fugla Virðulegur Sturla Sigurjónsson. Reykjavík Kristrún Brynja Halldórsdóttir fæddist 28. febrúar 2018 kl. 18.44. Hún vó 4.468 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólrún Bragadóttir og Halldór Atli Þorsteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.