Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! SONAX bílavörur í miklu úrvali á mjög góðu verði Háþrýstidælur 1650W Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur aðeins sjálfum þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa þér yfir höfuð. Hafðu varann á þegar kemur að samningsgerð í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Slepptu allri sýndarmennsku og haltu þig við raunveruleikann. Aðrir gætu í fram- haldinu borið meira traust til þín og leitað til þín með spennandi tilboð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hæfileikar þínir til þess að greina kjarnann frá hisminu eru upp á sitt besta í dag. Vinir og kunningjar eru til staðar og munu fylgja þér að málum við lausn deilu- máls. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver þér nákominn á bágt með að skilja framkomu þína. Frestaðu því að ræða málin við þessa aðila ef þú mögulega getur. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur því þá gæti illa farið. Einhverjar breytingar standa fyrir dyrum hjá þér og þá er fyrir bestu að anda með nefinu og fara að öllu með gát. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki eirðarleysið ná tökum á þér. Notaðu daginn til þess að setja þér langtíma- markmið og gættu þín þegar kemur að við- skiptum eða meiriháttar kaupum í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Loksins eru samstarfsmenn þínir farnir að koma fram við þig á þann hátt sem þú átt skilið. Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ekki í skapi fyrir sjálfsaga og sjálfsafneitun í dag og því langar þig meira til að skemmta þér en vinna. Flýðu frá kæfandi fólki og fyrirtækjum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er í góðu lagi að gefa öðrum ráð svo framarlega sem þú lest þeim ekki pist- ilinn því það er ekki á þínu valdi. Gleymdu því öllum skyndilausnum í bili. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er komið að þeim tímamótum í lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd þeirri áætl- un sem þú hefur svo lengi verið með í undir- búningi. Farðu þér samt hægt því sígandi lukka er best. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning til að gera endurbætur í vinnunni. Það virðist eiga vel við þig að hafa mörg járn í eldinum og þú kemur því miklu í verk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sambandi við annað fólk gang- andi. Settu þig ekki á háan hest gagnvart þeim sem hafa misstigið sig né nokkrum öðrum. Ólafur Stefánsson kallar þettaljóð „Horfur á hausti“: Er lækkar sól á himni og lægðir framhjá þjóta, lífið tekur breytingum, því nú er komið haust, þá er fyrir öllu næðisstunda að njóta, nýta þennan tíma undanbragðalaust. Sumarið er liðið, í hlöður komin heyin. Heimturnar af fjalli, svona eins og vani er. Þó séu ekki virkilega væn þar dilkagreyin, er von á heimsókn Kínverja í sláturhúsin hér. Það hægist um í túrismanum ferðamönnum fækkar, – sá flutningur til landsins kostar ófá Spor – Þeir gætu komið aftur ef gengi krónu lækkar, og græðgin verður minni í kreppu næsta vor. Menninguna, þangað til, þjóðráð væri að rækja. Þykkar lesa bækur, sem hafa gleymst um stund. Í leikhús bæði og Hörpu, sýningar að sækja, – svo má líka mæta á pólitískan fund. Já, svona mun þá veturinn líða líkt og hinir. Liðast inn í eilífðina, eins og þekkjum vér. Þannig er því útlitið, elskulegu vinir ekki nærri’ eins grábölvað, og hugsa mætti sér. Hér yrkir Pétur Stefánsson um Skagfirðing og Dalamann og má ekki á milli sjá: Léttur er minn lífsins róður. Leik ég mér á skáldaþingi. Mikið varstu guð minn góður að gera mig að Skagfirðingi. Það er á mér lítill ljóður, lífsins bók ég held það sanni. Mikið varstu guð minn góður að gera mig að Dalamanni. Sem gaf Ingólfi Ómari tilefni til að yrkja óð til Skagfirðinga: Risla þeir við glens og grín glatt er oft á hjalla. Elska hesta víf og vín og vísnagleði snjalla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Horfur á hausti og mannlíf nyrðra Í klípu AÐ VERA MEÐ ÞÖGLAN FÉLAGA VAR GOTT – SÉRSTAKLEGA ÞEGAR LÚR- TÍMINN KOM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKTU TVÆR AF ÞESSUM MEÐ MAT, EN EKKI FLEIRI EN 30 Á DAG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hin fullkomna gjöf. JÆJA, SVO ÞÚ ERT FERTUGUR JAMM ÞÚ LÍTUR VEL ÚT… AÐ ELDAST VEL ER BESTA HEFNDIN ÉG FRÉTTI AÐ NÝI KÓNGURINN HEFÐI ENGA KÍMNIGÁFU! EKKI SATT! HANN HLÓ SIG MÁTTLAUSAN ÞEGAR ÉG RANN OG DATT Á GÓLFIÐ Í HÖLLINNI! Víkverji er vel upplýstur og veit aðþað þarf að hugsa um heilsuna. Víkverji hefur reynt ýmislegt í gegn- um tíðina í þeim efnum og keypti sitt fyrsta líkamsræktartæki fyrir tæp- um 40 árum. x x x Tækið var einhvers konar ropeyoga-bönd sem binda átti við hurðarhún og voru með handföngum fyrir hendur og fætur. Víkverji pant- aði böndin úr pöntunarlista frá Freemans, ef lesendur muna eftir honum. Nú verður Víkverji sem alla jafna er mjög minnugur að viður- kenna að hann man ekki alveg hvern- ig pöntunin fór fram. En á þeim tíma voru almenn rafræn samskipti við umheiminn frá Íslandi ekki komin á. Líklegast er að pöntunin hafi verið send í umslagi til Bretlands og vænt- anlega leyst út sem póstkrafa á póst- húsinu. Víkverji man að ferlið tók langan tíma og langt að bíða. x x x Eftir 40 ára tímabil í leit að heppi-legri heilsurækt og viðeigandi tækjum á Víkverji í fórum sínum, böndin frá Freeman, jógamottu, æf- ingamottu, upphækkun til þess að stunda jóga á, handlóð, uppblásinn bolta fyrir jafnvægis- og styrktaræf- ingar og teygjur í öllum regnbogans litum og styrkleikum. Bolta til þess að nudda undir iljum eða herðum. Rúllu til að örva stoðkerfið, golfsett, blómadropa og ilmolíur og eflaust eitthvað fleira. Þar að auki átti Vík- verji á tímabili hlaupahjól sem selt var lítið notað ári síðar. x x x Víkverji hefur prófað leikfimi, lík-amsrækt í sal, hóptíma, margar tegundir af jóga og metabolic svo eitthvað sé nefnt. Að lokinni áratuga tilraunastarfsemi hefur Víkverji loksins fundið fjölina sína í líkams- ræktinni. Göngur og sundleikfimi. x x x Göngur er alls staðar og nær alltafhægt að stunda og sundleikfimi eykur styrk, þol og jafnvægi. Vík- verji slakar hvergi betur á en fljót- andi tignarlegur í öllu sínu veldi í sundlaug að loknum góðum sund- leikfimitíma. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18.20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.