Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Óvenjustór hluti slysa virðist gerast þegar börn gleyma sér í leik og það er nokkuð sem væri hægt að bregð- ast við, svo sem með aukinni fræðslu. En svo þurfa ökumenn einnig að vera betur vakandi fyrir umferð barna á gangstéttum,“ segir Katrín Hall- dórsdóttir verkfræðingur. Katrín er höfundur rannsóknar- skýrslu um alvarleg slys á börnum í umferðinni. Greint var frá skýrslunni í Morgunblaðinu í gær en hún var ný- lega birt á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni kemur fram að á tíma- bilinu 2008 til 2017 slösuðust alvar- lega í umferðinni 233 börn á aldrin- um 0 til 16 ára. Á sama tímabili létust 12 börn á þessum aldri í umferðar- slysum. Þegar slys þessi eru greind nánar kemur meðal annars í ljós að nokkuð algengt var að börn væru nokkur saman í hóp þegar umferðarslys varð. Í þónokkrum tilvikum var hluti barnanna farinn yfir umferðargötu þegar barn varð fyrir bíl. Katrín segir börn eiga það til að gleyma sér við leik og gæta þá jafn- vel ekki nægilega að sér. „Flest þess- ara slysa eiga sér stað í íbúðarhverf- um, en svo eiga auðvitað mörg sér stað í bíl og þannig urðu nokkur banaslys. Þau eiga sér helst stað úti á landi eða á vegum þar sem hraði er mikill.“ Á eftir barni kemur barn Katrín segir ökumenn þurfa að hafa í huga að sjái þeir eitt barn kunni annað að fylgja fast á eftir, en í skýrslu hennar má finna lýsingu á at- burðum þeim er leiddu til slyss á börnum. „Ökumaður […] verður var við þrjú börn sem hlaupa yfir götuna frá vinstri. Þegar ökumaðurinn nálg- aðist voru þau komin á gangstéttina hægra megin en allt í einu tók öku- maðurinn eftir fjórða barninu fram undan vinstra horni bílsins. Það barn var á hlaupum yfir götuna til hægri. Ökumanninum brá, beygði til hægri og hemlaði en náði ekki að koma í veg fyrir árekstur,“ segir í einni lýsing- unni. Flest slysanna eiga sér stað í íbúðarhverfum  Stundargáleysi er oft slysavaldur  Ökumenn hugi að sér Morgunblaðið/Ómar Vegfarandi Farið með gát yfir götu. Sala á kindakjöti dróst verulega saman í sumar. Síðustu þrjá mánuði var salan 7,3% minni en sömu mán- uði á síðasta ári. Mestur var sam- drátturinn í ágúst, 18,5%, og 3,7% í júlí. Hins vegar var salan í sept- ember 0,4% meiri en í fyrra. Þegar litið er á sölutölur bún- aðarstofu Matvælastofnunar á heilu ári sést að samdrátturinn er 3,6% eða sem nemur 256 tonnum kjöts. Sala á alifuglakjöti sem hér er framleitt minnkaði um 0,3% á þess- um ársfjórðungi en hefur aukist um 2,6% á ársgrundvelli. Sala á svína- kjöti jókst um 5,6% í júlí til sept- ember og um 7,7% á ári. Þá jókst sala á innlendu nautakjöti um 12,7% á síðasta ársfjórðungi og um 4% á árinu í heild. Þetta eru allt tölur um sölu á inn- lendri framleiðslu, án innflutnings, sem er orðinn verulegur. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Veisla Lambakjötið virðist hafa gleymst í rigningarsumrinu. Sala dróst mikið saman. 256 tonna sam- dráttur í sölu Síldveiðar djúpt austur af landinu hafa gengið þokkalega undanfarið þrátt fyrir að bræla hafi sett strik í reikninginn inn á milli. Skipin voru fyrst að veiðum í íslenskri lögsögu, síðan í Síldarsmugunni, en síðustu daga hafa þau flest verið norðar- lega í færeyskri lögsögu. Talsvert er enn eftir af kvóta Íslands í norsk- íslenskri síld, en sumar útgerðir eru þó búnar. Tilraunir með veiðar á kolmunna í íslenskri lögsögu munu litlu hafa skilað. Ekkert skip mun vera byrjað veiðar á íslenskri síld, en reiknað er með að Víkingur AK haldi til veiða á næstunni og reyni þá fyrir sér í Kolluál vestur af landinu. Alls er kvótinn í íslenskri síld rúmlega 35 þúsund tonn. Heildarafli haustver- tíðar í fyrra varð rúm 22 þúsund tonn og að auki fengust tæp 13 þús- und tonn sem meðafli í veiðum á makríl og norsk-íslenskri síld. aij@mbl.is Farnir að huga að íslensku síldinni Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meira en 4.000 Svíar eru sagðir hafa látið græða í sig örflögur á undan- förnum mánuðum. Segir í frétt bandarísku NPR-fréttastofunnar að örflögurnar séu hannaðar til þess að auðvelda daglegt líf notenda þeirra, meðal annars með því að veita þeim aðgang að heimili og vinnustað, geyma neyðarupplýsingar eða jafn- vel kaupa farmiða í sænskar lestir. Örflögurnar eru græddar í notand- ann rétt fyrir ofan þumalfingur, og kostar aðgerðin um 1.600 sænskar kr., eða um 21.000 íslenskar kr. Tæknin komin til að vera Kristinn R. Þórisson, prófessor í tölvunarfræði við HR og stofnandi Vitvélastofnunar Íslands, segir nokkuð ljóst að örflögutæknin sé komin til að vera. Hann segir að henni geti fylgt miklir kostir, sér- staklega þegar kemur að heil- brigðisþjónustu. „Það fyrsta sem fólk hugsar er: hvað ef tölvu- þrjótar komast í gögnin, sem vissu- lega þarf að huga að, en það er kannski erfiðara að sjá tækifærin, sem eru gífurleg.“ Segir Kristinn að ef vel tekst til með að þróa þessa tækni sé það þess virði. „Ég yrði mjög hissa ef enginn Ís- lendingur væri kominn með örflögu, eða Ísland væri ekki búið að taka af- stöðu til þessara mála eftir 20 ár, því að tækninni fleygir það hratt fram að þetta verður eflaust orðið jafnsjálf- sagt mál og að fara í læknisskoðun eða fá bólusetningu,“ segir Kristinn. Gæti bjargað mannslífum Hann nefnir sem dæmi að þegar hafi borist fréttir af því að snjallúr hafi bjargað mannslífum, þar sem þau hafi sinnt stöðugu eftirliti með nokkrum veigamiklum þáttum, en örflögutækni í heilbrigðisþjónustu myndi meðal annars sinna slíku eft- irliti. Kristinn segir að þegar litið sé til næsta áratugar séu atriði á borð við þau að geta opnað dyr eða borgað reikninga með ígræðslu í hendinni aukaatriði við hliðina á þeim fram- förum í heilsugæslu sem tæknin gæti haft í för með sér. „En ef við lítum til enn lengri tíma gæti vel verið að hitt tæki meira yfir, þegar heilsugæslu- hliðin hefur verið dekkuð.“ Spurður um neikvæðar hliðar tækninnar segir Kristinn að augljós- lega þurfi að taka tillit til persónu- verndarsjónarmiða, auk þess sem einhver hætta sé á því að tæknin geti opnað leið fyrir tölvuþrjóta að við- kvæmum upplýsingum. „Með öll gögn og sérstaklega stafræn gögn, þar sem mikið af þeim er komið sam- an á einn stað, er hættan á því að ein- hver misnoti þau meiri. Tölvuöryggi er auðvitað og verður áfram algjört lykilatriði í þessari þróun.“ Hann bætir við að allri framþróun fylgi kostir og gallar. „Og þegar kostirnir bera gallana ofurliði er fólk yfirleitt tilbúið að taka áhættuna sem fylgir.“ Láta græða í sig örflögur  Miklir kostir gætu fylgt tækninni  Tölvuöryggi algjört lykilatriði í þróuninni Kristinn R. Þórisson Glatt var á hjalla í afmælisfögnuði Bandalags há- skólamanna í Borgarleikhúsinu, en sextíu ár voru liðin í gær frá stofnun samtakanna. Þau Sólveig Ásgrímsdóttir, Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður samtakanna, Bryndís Hlöðvers- dóttir ríkissáttasemjari og Páll Halldórsson, for- maður samninganefndar BHM, voru á meðal gesta þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og fögnuðu stórafmælinu ásamt öðrum. Morgunblaðið/Eggert Sextíu ár liðin frá stofnun BHM „Þetta hefur verið mjög mikið síð- ustu vikur og mánuði,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður í Hólavallagarði við Suðurgötu, en hann vakti athygli á því í gærkvöldi á hverfissíðu Vesturbæjarins á Facebook að neysla maríjúana í kirkjugarðinum hefði stóraukist á þessu ári og nú væri jafnvel farið að bera á því að ungir neytendur á skólaaldri væru í garðinum fyrir há- degi að reykja gras. Hann segir að það hafi alltaf verið eitthvað um að fólk notaði garðana til þess að stunda þessa iðju að kvöldi til og ummerki um slíkt fynd- ust daginn eftir. Það væri hins vegar ný þróun að grasreykingar væru stundaðar um miðjan dag. „Þetta virðist vera orðið bara samþykkt eða normalíserað. Það er verið að reykja á miðjum degi, maður verður var við lyktina og gengur jafnvel fram á unglinga á miðjum degi.“ Í færslu sinni skoraði Heimir Björn á foreldra að setjast niður með börnum sínum og ræða við þau um þessi mál. Segir hann að slíkt samtal gæti átt sér stað í samstarfi við skólana, enda hljóti það líka að snerta þá ef ungmenni eru að reykja kannabisefni fyrir hádegi. sgs@mbl.is Reykja gras um hábjartan dag  Segir grasneyslu hafa stóraukist Morgunblaðið/Hanna Hólavallagarður Neysla kannabis- efna hefur færst í vöxt í garðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.