Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn varar í nýrri greiningu við afleiðingum þess fyrir markað með atvinnuhúsnæði og íbúðir ef bakslag verður í hagkerfinu. Fjallað er um málið í ritinu Fjár- málastöðugleiki sem kom út í gær. Segir þar að hröð hækkun raun- verðs atvinnuhúsnæðis undanfarin misseri, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, sé áhættuþáttur. Það sé orðið hátt „miðað við flestar tengdar hagstærðir og í sögulegu samhengi“. „Hátt verð eykur líkur á verð- lækkun komi bakslag í efnahagslífið en sveiflur í verði atvinnuhúsnæðis hafa leikið stórt hlutverk í fjármála- kreppum víða um heim. Útlán sem veitt hafa verið fasteigna- og bygg- ingafyrirtækjum eru nú um fimmt- ungur útlána viðskiptabankanna þannig að verðlækkun atvinnuhús- næðis gæti haft áhrif á bankana.“ Bent er á að í lok september hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækk- að um tæp 18% að raungildi á einu ári samanborið við 9,9% ári áður. Vitnar um hagsveifluna „Um síðustu áramót skulduðu fasteignafélög innlendum viðskipta- bönkum um 306 milljarða króna. Jafnframt eru lífeyrissjóðir eigend- ur stórs hluta af útgefnum markaðs- skuldabréfum og hlutafjár fasteigna- félaganna þriggja sem skráð eru á markað. Íslenskir sparifjáreigendur og heimili hafa því ótvíræðan hag af því að ekki byggist upp óhófleg áhætta tengd markaði með atvinnu- húsnæði,“ segir þar m.a. Þessi greining vekur athygli með hliðsjón af því að eftir kreppur taka markaðir með skuldabréf, hlutabréf og íbúða- og atvinnuhúsnæði jafnan við sér í þessari röð. Það er því vís- bending um hvar hagkerfið er statt í hagsveiflunni að verð á atvinnuhús- næði skuli þykja áhyggjuefni. Greinendur Seðlabankans hafa einnig áhyggjur af íbúðamarkaði. „Þegar saman fara hátt verð, mikil velta og auknar íbúðaskuldir eins og nú, aukast líkur á að kerfisáhætta tengd íbúðamarkaði byggist upp. Því er æskilegt að bæði kaupendur fast- eigna og lánveitendur hafi gætni og hófsemi að leiðarljósi við fasteigna- kaup og fjármögnun þeirra.“ Á hinn bóginn kemur fram í Fjár- málastöðugleika að heildarskuldir einstaklinga með íbúðaskuldir hafa farið lækkandi sem hlutfall af eign- um (sjá graf). Hlutfallslega mun færri skulda nú t.d. yfir 100% af eignum en gerðu árin 2009 og 2010. Þá hafa íbúðaskuldir á hvern ein- stakling í skuldsettu húsnæði hækk- að óverulega frá 2015. Greiningin nær til ársins 2018 og leiðir í ljós að íbúðaskuldirnar voru svipaðar 2015 og 2018 (sjá graf). Þær minnkuðu 2016-17 en eru að aukast á ný. Færri búa í eigin húsnæði Samtímis hefur einstaklingum sem ekki eiga íbúð fjölgað mikið. „Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands hefur skattgreiðendum sem eiga íbúð fjölgað um 7 þúsund síðast- liðin 10 ár en einstaklingum sem eiga ekki fasteign hefur fjölgað um 31 þúsund. Hlutfall skattgreiðenda í eigin húsnæði hefur því lækkað um rúmar 6 prósentur á tímabilinu og var 58% í árslok 2017. Hlutfall ein- staklinga með íbúðalán hefur lækkað svipað og var 42% árið 2017,“ segir þar m.a. Gæti þetta bent til að efna- hagshrunið hafi ýtt undir þá þróun að fólk búi ekki í eigin húsnæði. Samkvæmt greiningu í Fjármála- stöðugleika voru skuldir allra íbúða- eigenda sem hlutfall af virði fast- eigna tæp 30% í lok árs 2017. Hafði þetta hlutfall ekki verið jafn lágt á þessari öld. Það hafði hækkað lítil- lega á miðju þessari ári. „Vöxtur í skuldsetningu íbúðaeig- enda virðist því enn sem komið er hóflegur þrátt fyrir mikla aukningu í húsnæðisauði heimilanna … Síðast- liðin 3 ár hefur hrein eign heimilanna vaxið hratt og munar þar mest um hækkun fasteignaverðs, lægri skuld- setningu og aukinn sparnað. Svig- rúm heimilanna til aukinnar skuld- setningar hefur því aukist mikið.“ Líkt og með atvinnuhúsnæðið eru sett fram varnaðarorð varðandi íbúðarhúsnæðið. „Ef slaki myndast skyndilega í þjóðarbúskapnum á sama tíma og framboð nýbygginga eykst mikið geta bæði fasteignafélög og byggingafyrirtæki lent í mótbyr.“ Fasteignakaupendur sýni gætni  Seðlabankinn segir auknar líkur á að kerfisáhætta tengd íbúðamarkaði byggist upp  Kaupendur og bankar fari því varlega  Skuldastaða íbúðaeigenda batnar  Atvinnuhúsnæði hækkar mikið í verði Húsnæðisstaða og íbúðaskuldir 1997-2018 Á hvern einstakling í skuldsettu húsnæði, á verðlagi 2017 200 160 120 80 40 0 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Fjöldi (þús.) Milljónir kr. 15 12 9 6 3 0 Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands Íbúðaskuldir Fjöldi íbúðareigenda Fjöldi einstaklinga sem ekki eiga íbúð Raunverð atvinnuhúsnæðis* 1997-2018 Vísitala, 1. ársfj. 1997 = 100 Ársbreyting Heimild: Hagstofa Íslands og Þjóðskrá Íslands 350 300 250 200 150 100 50 0 60% 45% 30% 15% 0% -15% -30% -45% ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Ársbreyting Vísitala raunverðs *Verðvísitala atvinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu, raunvirt með vísitölu neysluverðs Skuldir heimila 2000-2018* Sem hlutfall af virði fasteigna og vergri landsframleiðslu (VLF) 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Veðsetningarhlutfall % af VLF 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands Veðsetningarhlutfall, allir íbúðaeigendur Skuldir heimila með veð í húsnæði Aðrar skuldir *júní 2018 Skuldsetning einstaklinga með íbúðalán 2002-2017, eftir skuldsetningarhlutfalli, milljarðar kr. á verðlagi 2017 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands Skuldsetningarhlutfall (heildarskuldir/heildareignir): <50% 50-70% 70-100% 100-125% >125% 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Ármúla 24 - s. 585 2800 LJÓS Í ÚRVALI Höfundar nýs Fjármálastöðugleika Seðlabankans telja verðþróun á at- vinnuhúsnæði áhyggjuefni. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir aðspurður ekkert benda til bólumyndunar á þeim markaði. „Það er dálítið sérstakt að ræða um að við séum að nálgast bólu- markað fyrir at- vinnuhúsnæði. Staðreyndin er sú að hvorki leigu- verð né söluverð stendur undir kostnaði við byggingu atvinnuhúsnæðis í dag, nema í undan- tekningartilfellum. Verðið enn undir kostnaði Það er fyrst hægt að tala um bólu- myndun á markaði þegar annaðhvort söluverð eða leiguverð er komið vel yfir byggingarkostnað. Verðið er enn ekki komið á þann stað. Ef menn skoða tölur úr rekstri Reita, þá eigum við tæplega 460.000 fermetra af at- vinnueignum og virði fjárfestinga- eigna er um 140 milljarðar. Þetta er rétt um 300.000 krónur á fermetra.“ Höfundar Fjármálastöðugleika skrifa að hátt verð á atvinnuhúsnæði auki líkur á verðlækkun, komi til bak- slags í hagkerfinu. Guðjón segir mögulegt að verð á atvinnuhúsnæði kunni að lækka á ein- hverjum svæðum, í ákveðnum teg- undum eigna eða á ákveðnum eigna- söfnum sem keypt voru of dýru verði á árum áður og séu nú að skipta um hendur. „Það kæmi mér hins vegar á óvart ef hægt væri að alhæfa þetta um markaðinn með atvinnuhúsnæði í heild. Ég tek ekki undir það.“ Gjöldin hafa hækkað mikið Guðjón segir aðspurður að fast- eignagjöld séu orðin þungur baggi fyrir fasteignafélögin. „Þau eru nú tæplega 20% af veltu okkar fyrirtækis en voru áður en að- ferðafræðinni var breytt 2012/2013 í kringum 11-12%, þannig að sannar- lega hefur rekstrarkostnaður fast- eignafélaga hækkað eftir því sem fasteignagjöld hafa hækkað. Menn ná ekki að setja þetta út í verðlag einn, tveir og þrír. Það mun taka einhver ár,“ segir Guðjón. Hann segir að- spurður þessi áhrif eiga eftir að koma fram að fullu. „Ég held því fram að áhrif hækkana á fasteignasköttum séu ekki komin fram í leiguverði nema að litlu leyti,“ segir Guðjón. Engin merki um bólu á markaði  Forstjóri Reita gagnrýnir greiningu Guðjón Auðunsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.