Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir eru tilsem berjasér á brjóst og segja að aðild að ESB og upptaka myntar sem tekur mið af efnahagsástandi hvers tíma í Þýskalandi feli ekki í sér neitt afsal á fullveldi. Í tilviki þeirra sem þannig tala er að- eins tvennt til. Þeir vita lítið eða næstum ekkert eða þeir tala gegn betri vitund. Ítalía er eitt af stofnríkjum ESB og Róm var bæði fæðing- ardeildin og vaggan. Þá var látið eins og samstarf um að auðvelda lipur viðskipti landa á milli gæti aldrei storkað valdi þeirra að öðru leyti. Þetta fyrirheit hefur verið svikið í vikulegum áföngum síðan. Rúmum 3.000 vikum síð- ar er tiltölulega lítið orðið eftir. Þessa sér stað í fæðingar- staðnum Róm þessa dagana. Þar situr ný ríkisstjórn í kjöl- far myndarlegs sigurs í þing- kosningunum. Stjórnin er meirihlutastjórn með 352 stuðningsmenn á þingi gegn 278. Ríkisstjórnin hefur samið fjárlagafrumvarp og lagt fram í þinginu. En ókjörnir andlits- lausir fulltrúar í Brussel fengu einnig sent eintak. Þeir hafa nú tilkynnt hreppstjórn Ítalíu að yfirvaldið hafi hafnað fjár- lagafrumvarpinu! Sjálfsagt munu þeir sem sjá slíka frétt í blaði eða heyra hana í útvarpi reka upp stór augu og sperra löng eyru. Breska Guardian segir frá atburðunum í stórri frétt: „Framkvæmdastjórn ESB upp á kant við Róm eftir að hafa tekið skref sem ekkert for- dæmi er fyrir og hafnað drög- um að fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar í aðgerð sem er hugsuð til þess að knýja lýð- skrumsstjórnina í landinu til að skera niður útgjaldaákvarð- anir sínar. Ítalíu var veittur þriggja vikna frestur til að leggja fram (í Brussel) endur- skoðaða fjárhagsáætlun og einn (af nokkrum) varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Valdis Dombrovskis, vakti at- hygli á því að Ítalía verði nú þegar hærri fjárhæðum í vaxtagjöld en landið veitir til skólamála. Varaforsetinn, fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands, hótaði að hefja þegar ferli sem leiða kynni til þess að ESB legði sektir á Ítalíu ef hin nýja ríkisstjórn félli ekki frá áform- um sínum. Dombrovskis sakaði stjórnvöld í Róm um að ganga „opinberlega og meðvitað gegn skyldum sem landið hefði und- irgengist“.“ Orð Dombrovskis sem fylgdu í framhaldinu voru einkar athyglis- verð: „Í dag, í fyrsta sinn í sög- unni, neyddist framkvæmda- stjórnin til að krefjast þess að þjóð á evru- svæðinu endurskoðaði fjár- lagafrumvarp sitt.“ Og vara- forsetinn bætti við: „En við sáum engan annan kost í stöð- unni … Við fyrstu sýn getur sýnst freistandi að brjóta regl- ur. Með því má öðlast þá til- finningu að maður hafi brotist úr ánauð. Það getur verið freistandi að leitast við að komast úr skuldaklafa með því að safna meiri skuldum. En að því kemur að skuldabyrðin verður óviðráðanleg og þú end- ar með að glata öllu þínu frelsi.“ Fyrstu viðbrögð benda ekki til að Ítalía ætli að sæta þeirri niðurlægingu að láta einn úr kippu varaforseta fram- kvæmdastjórnar ESB tukta sig til með svo niðurlægjandi hætti. Mattero Salvini, varaforsæt- isráðherra Ítalíu, sem staddur var í Búkarest, sýndi engin merki um iðrun: „Við munum ekki draga eina evru út úr fjár- lagafrumvarpinu,“ sagði hann við blaðamenn og bætti svo við: „Ég er sjálfur tilbúinn til þess að hitta forseta framkvæmda- stjórnar ESB, þess vegna á morgun, og upplýsa hann um það hvernig fjárhagur Ítalíu muni taka stakkaskiptum til hins betra með okkar aðgerð- um. En enginn mun nema svo mikið sem eina evru úr þessu fjárlagafrumvarpi.“ Það gætu því verið fjörlegir dagar fram undan á megin- landi Evrópu. Ítalíu er óskað alls góðs. En sporin hræða. Grískir leiðtogar höfðu á sín- um tíma stór orð uppi um það að þeir myndu ekki láta Berlín og Brussel stjórna sér. Þeir myndu spyrja þjóð sína álits í þjóðaratkvæði og svarið yrði bindandi. Fáeinum dögum síð- ar var ákvörðun um þjóðar- atkvæði afturkölluð, forsætis- ráðherrann í Aþenu settur af og einum af varaforsetum Seðlabanka Evrópu holað í stól forsætisráðherrans. Síðan hafa Grikkir verið barðir og lamdir. Þjóðartekjur hafa skroppið saman um 25% og Grikkir sitja uppi með skuldir sem þeir fá aldrei greitt. En Ítalía er eitt öflugasta ríki ESB og eitt af stofnríkjum þess kann þá að verða sagt. Kannski mun það vega meira en hitt sem oft var minnt á að Grikkland væri vagga lýðræð- isins. Þegar í harðbakkann sló var vaggan sú aðeins notuð til þess að svæfa lýðræðið í land- inu. Valdaafsal ESB- þjóða afhjúpað með ömurlegum hætti} Dregur til tíðinda S amkvæmt nýjustu skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar um menntatölfræði eru megin- styrkleikar íslenska mennta- kerfisins gott aðgengi að menntun og góð samskipti nemenda og kennara. Skýrsl- an „Menntun í brennidepli“ tekur nú í fyrsta sinn mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna og er því sérstaklega fjallað þar um jöfn tækifæri til náms og hvernig félagslegar að- stæður, uppruni og kyn hafa áhrif á skólasókn og menntunarstig. Fram kemur í skýrslunni að fjárfestingar okkar í menntakerfinu hafa aukist og að hér sé mjög hátt hlutfall háskólamenntaðra í alþjóð- legum samanburði sem og mikil atvinnuþátt- taka. Hlutfall háskólamenntaðra á aldrinum 25- 64 ára er einna hæst hér og í Danmörku af Norðurlöndum. Í aldurshópnum 25-64 ára hafði 21% Ís- lendinga og Dana lokið grunnnámi á háskólastigi árið 2017 en það hlutfall er 17% í Svíþjóð og Finnlandi og 19% í Nor- egi. Þegar horft er á hlutfall kynjanna og þróunina síðustu 10 ár má sjá hversu hratt menntunarstig þjóðarinnar hef- ur vaxið. Hlutfall háskólamenntaðra karla á aldrinum 25- 34 ára á Íslandi hefur aukist um 10 prósentustig á 10 árum meðan hlutfall háskólamenntaðra kvenna hefur aukist um 20 prósentustig. Þetta er umtalsverð aukning á svo skömmum tíma og ekki síst þegar tekið er tillit til þess að þrátt fyrir hana telst atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum mjög lítið hér á alþjóðlegan mælikvarða. Ein áskorun sem mörg ríki stríða við er mik- ið atvinnuleysi meðal ungs fólks sem hverfur frá námi og fær ekki vinnu. Ísland stendur áberandi vel að vígi að þessu leyti, þrátt fyrir að brotthvarf úr námi hafi verið viðvarandi á framhaldsskólastigi. Ef litið er á aldursbilið 18 til 24 ára eru aðeins 5% íslenskra ungmenna hvorki í skóla né vinnu og er það lægsta hlut- fall meðal ríkja OECD. Skólasókn dreifist líka yfir lengra tímabil hér á landi, algengt er í samanburðarlöndum okkar að skólasókn sé mikil á aldrinum 15-19 ára en minnki svo en hér er mjög hátt hlutfall ungs fólks á aldrinum 25-29 ára í skóla. Ungt fólk notfærir sér í auknum mæli tækifæri í at- vinnulífinu og frestar skólagöngu en snýr aftur eftir að hafa náð sér í starfsreynslu. Hvort þetta er jákvætt eða neikvætt er matsatriði, en sú hætta er fyrir hendi að hópar hverfi alfarið frá námi og ljúki ekki skólagöngu á framhaldsskólastigi. Menntatölfræði skiptir okkur miklu við stefnumótun og ákvarðanatöku og samfella í þeim mælingum er afar mik- ilvæg. Tekið verður mið af skýrslum og greiningarvinnu sem fyrir liggja og sjónum beint að þessum áskorunum í yfirstandandi vinnu við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Um leið og við fögnum fjölgun háskólamennt- aðra á Íslandi vil ég einnig óska Bandalagi háskólamanna til hamingju með 60 ára starfsafmæli félagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Hæst hlutfall háskólamenntaðra Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Munur á námsárangribarna, sem rekja má tilfélagslegrar og efna-hagslegrar stöðu þeirra, kemur í ljós strax á fyrstu ár- um skólagöngunnar. Sé ekkert að gert eykst bilið á milli þeirra og barna sem búa við betri aðstæður jafnt og þétt yfir skólagönguna. Það hefur neikvæð áhrif á námsárangur barna sem hafa veikan bakgrunn að sækja skóla sem koma illa út í próf- um og könnunum eins og t.d. PISA. Þó að munur á milli skóla sé minni hér á landi en víðast hvar annars staðar og stéttaskipting hér óveruleg miðað við mörg önnur lönd eru þessi áhrif engu að síður fyrir hendi hér. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á þeim niðurstöðum PISA-könnunar- innar þar sem áhrif skólaumhverfis á nemendur með veika félags- og efna- hagslega stöðu eru greind. Þorgerð- ur L. Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart. „Hugsunarhátturinn og skólamenn- ingin hafa gríðarleg áhrif á velgengni nemenda. Ef það einkennist af því að þeir sem séu í tilteknum skóla eigi sér ekki viðreisnar von, þá finnur nemandinn það að sjálfsögðu og verður fyrir áhrifum af því.“ Ísland undir meðaltalinu Í skýrslunni, sem birt var í gær, segir m.a. að afar mismunandi sé eft- ir löndum OECD hvort þeir nem- endur, sem standa höllustum fæti efnahags- og félagslega, sæki skóla sem koma illa út úr PISA-könnun- inni, en þegar þetta tvennt fer saman er talað um að nemendurnir standi illa að vígi á tvöfaldan hátt. Og það er býsna algengt, en meðaltalið í OECD-löndunum yfir nemendur með veikan bakgrunn sem sækja slíka skóla er 48%. Hér á landi er þetta hlutfall 45% og Ísland er í 6. sæti á lista yfir þau OECD-lönd þar sem þetta hlutfall er lægst. Samanborið við hinar Norður- landaþjóðirnar er Ísland í 4. sæti, Finnland er það Norðurlandanna þar sem þetta hlutfall er lægst. Síðan koma Svíþjóð og Noregur, svo Ísland og síðan Danmörk þar sem talsvert er um sérskóla fyrir börn með ýmsar sérþarfir. Fram kemur að námsárangur í skólum sé betri eftir því sem félags- legur og efnahagslegur bakgrunnur nemenda sé sterkari. Því sé afar mikilvægt að skólar séu ekki einsleit- ir í þessu tilliti, heldur komi saman í þeim nemendur með mismunandi bakgrunn. Þessu til staðfestingar segir að einkunnir nemenda með veikan bakgrunn sem sækja „sterka“ skóla séu 78% hærri en nemenda úr sama þjóðfélagshópi sem sækja lak- ari skóla. Þorgerður segir að þessar niðurstöður komi sér ekki á óvart, ein af megináherslum íslenska skóla- kerfisins sé fjölbreytni og að allir geti blómstrað. „Við eigum að halda áfram að hlúa að því, allar rann- sóknir sýna hvað þetta skiptir miklu máli.“ Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni eru mismunandi viðhorf nemenda til skóla og náms eftir bak- grunni þeirra. Þannig séu nemendur með veikan bakgrunn líklegri til að hafa lítinn áhuga á námi og sýni frek- ar truflandi hegðun. Einnig kemur fram að skólar sem komi illa út á prófum og annars konar samanburði séu ólíklegri til að laða til sín hæfustu kennarana, t.d. sýni rannsóknir að í meira en þriðj- ungi þeirra landa sem tóku þátt í PISA-könnuninni árið 2015 séu kennarar í slíkum skólum með minni menntun og reynslu en kennarar í skólunum sem koma betur út úr prófum. Vellíðan skiptir miklu Þorgerður segir að kjör kennara séu ekki í samræmi við þau ólíku úr- lausnarefni sem þeir geti staðið frammi fyrir og séu mismunandi eftir m.a. félags- og efnahagslegum bak- grunni nemenda. „Við erum með einn miðlægan kjarasamning sem tekur ekki á þessum mun og það get- ur reynt mikið á kennara í skólum þar sem félagslegur bakgrunnur nemenda er veikur.“ Í skýrslunni er ennfremur fjallað um vellíðan nemenda með veikan félagslegan og efnahagslegan bakgrunn. Að meðaltali býr einn af hverjum fjórum nemendum í þeim hópi í löndum OECD yfir „félags- legri og tilfinningalegri seiglu“, eins og það er orðað í skýrslunni. Í því felst að vera ánægður með lífið, vera félagslega viðurkenndur og kvíða lít- ið sem ekkert fyrir prófum. Þetta hlutfall er talsvert hærra hér á landi, en einn af hverjum þrem- ur íslenskum grunnskólanemendum með veikan bakgrunn segist ánægð- ur með lífið og tilveruna. „Það kemur ekki á óvart,“ segir Þorgerður. „All- flestar rannsóknir hafa sýnt ná- kvæmlega þetta; að krökkunum okk- ar líður almennt betur í skólanum en krökkum í öðrum löndum.“ Einna glöðustu nem- endurnir eru á Íslandi Morgunblaðið/Hari Í skóla Félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur grunnskólanemenda skiptir miklu máli varðandi námsárangur þeirra samkvæmt skýrslu OECD.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.