Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 ✝ Kristín Bjarna-dóttir fæddist 2. mars 1936 í Suðurgötu 16 í Reykjavík. Þar lést hún 9. október 2018. Kristín var elsta barn hjónanna Bjarna Guðmunds- sonar, blaðafull- trúa, f. 27. ágúst 1908, d. 28. janúar 1975, og Gunnlaugar Briem, forstjóra Söfnunarsjóðs Íslands, f. 13. desember 1902, d. 19. júní 1970. Systkini Kristínar eru Hildur, f. 13. september 1938, Steinunn, f. 30. janúar 1940, og Gunnlaugur Bjarni, f. 17. nóv- ember 1941, d. 12. ágúst 1954. Kristín giftist 19. apríl 1963 Hrafnkatli Thorlacius, arkitekt, f. 22. janúar 1937. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius, skólastjóri, f. 4. júlí 1900, d. 17. ágúst 1945, og Áslaug Thorla- cius, f. 22. nóvember 1911, d. 16. apríl 2014. Hrafnkell lést 17. júní 2007. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur, kennari, f. 4. janúar 1964. Börn hennar og Björns Ægis Hjörleifssonar, f. 26. ágúst desember 2007, og Steinunn Þóra, f. 10. apríl 2011. Dóttir Hrafnkels og Sigrúnar Torfa- dóttur, f. 23. október 1938, d. 21. desember 1991 er Halla, kenn- ari, f. 19. ágúst 1959, m. Svein- björn Þórkelsson kennari, f. 27. desember 1959. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. 7. desember 1982, og Anna, f. 10. apríl 1987, m. Páll Ammendrup Ólafsson, f. 9. apríl 1987. Kristín bjó alla tíð við Suður- götu í Reykjavík, fyrst í for- eldrahúsum og síðar með fjöl- skyldu sinni. Hún gekk í Mið- bæjarskólann og Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1956. Hún nam meinatækni í Kaupmannahöfn, útskrifaðist 1959 og stundaði síðan framhaldsnám í Stokk- hólmi. Hún starfaði framan af starfsævinni sem meinatæknir hjá Krabbameinsfélaginu, við Tilraunastöðina að Keldum og síðast á Rannsóknarstofu Há- skólans í veirufræði. Á miðjum aldri söðlaði Kristín um og hóf nám við HÍ. Þaðan lauk hún BA- prófi í sagnfræði og finnsku árið 1987. Samhliða háskólanámi starfaði hún á skrifstofu Nor- ræna hússins og frá 1988 til starfsloka var hún deildarstjóri við Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags Íslands. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni 24. október 2018 klukkan 15. 1963, eru Kristín Lilja, f. 12. apríl 1990, m. Gunn- laugur Bjarnason, f. 9. nóvember 1992, og Vilhjálmur Atli, f. 19. desem- ber 1994. Synir Kristínar Lilju og Gunnlaugs eru Kári Thorlacius, f. 2014, og Bjarni Thorla- cius, f. 2018. 2) Steinunn, sameindaerfðafræð- ingur, f. 3. júní 1966, m. Guðjón Ingi Eggertsson, umhverfis- fræðingur, f. 2. mars 1967. Dæt- ur þeirra eru Bergdís Inga, f. 20. júní 2009, og Eyrún Anna, f. 7. febrúar 2013. 3) Gunnlaug, fé- lagsráðgjafi, f. 15. ágúst 1968, m. Sigurjón Halldórsson, tækni- maður, f. 24. maí 1966. Börn þeirra eru Þórunn Edda, f. 2. júlí 1990, m. Hannes Þór Ara- son, f. 3. október 1990, Halldór Hrafnkell, f. 16. september 1999, og Katla, f. 19. september 2011. 4) Eggert Bjarni, tölv- unarfræðingur, f. 1. júlí 1970, k. Stefanía Guðmundsdóttir, ljós- móðir, f. 20. júlí 1973. Dætur þeirra eru Sigrún Helga, f. 23. Það hefur verið hálf tómlegt um að litast í tilverunni að undanförnu. Hvert áfallið á fætur öðru hefur dunið yfir. Fyrir fjórum mánuðum missti ég systur mína, þá einu sem ég átti, og nú er hún líka horfin inn í eilífðina, hún Kristín Bjarnadóttir, mín góða mág- kona og vinkona. Hann var sannarlega hepp- inn með kvonfang, hann Hrafn- kell bróðir minn. Hún var svo ótal mörgum kostum búin, hún Kristín, að of langt væri upp að telja. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hana er fágun. Hún var fáguð fram í fingurgóma bæði í útliti, klæðaburði og lífinu sem hún lifði. Meira að segja húsið henn- ar í Suðurgötunni – það ber vott um þessa meðfæddu innri fágun. Suðurgatan hennar Kristínar er heldur ekki neitt venjulegt hús. Þar er nefnilega endalaust pláss fyrir óteljandi gesti, vini og ættingja sem hóp- ast þar saman af minnsta til- efni. Þar er ekkert til sem nefn- ist „meðan húsrúm leyfir“. Já, það er margt sem ein- kenndi hana Kristínu umfram annað fólk. Æðruleysi, bjart- sýni, góðvild og glaðværð til dæmis. Og það sem mætti kalla praktíska umhyggju. Um- hyggju sem lýsir sér í því að gera eitthvað fyrir annað fólk. Eftir að tengdamóðir hennar, hún Áslaug móðir mín, var komin á Grund fór Kristín ævinlega í heimsókn til hennar, tók frá ákveðinn dag fyrir hana í hverri viku. Tækifærisgjafir frá henni voru heldur ekki neinn hégómi. Hún hafði það lengi fyrir sið að gefa gjafir sem bjarga manns- lífum, ávísun á næringu fyrir sveltandi barn eða ávísun á geit handa konu í Afríku. Þegar ég heimsótti hana síðast þar sem hún lá í sjúkrarúmi í miðjum sólargeisla í stofunni í Suður- götu þá var henni efst í huga hvernig færi fyrir drengnum í Kenýa sem hún hafði lofað að styrkja til náms. Henni létti þegar ég lofaði að taka hann að mér og héðan í frá munum við á vissan hátt sjá um menntun hans í sameiningu. Ég verð að játa að stundum undraðist ég hversu auðvelt og sjálfsagt það reyndist henni að eignast öll sín fjögur börn með stuttu millibili. Og ala þau upp af umhyggju og sannri virð- ingu. Með jafn sjálfsögðum hætti tók hún elstu dóttur bróð- ur míns inn í hópinn eins og hún ætti hana sjálf. Enda hefur hún orðið Kristínu alveg jafn nákomin og öll hin. Það er huggun harmi gegn að nú munu þau Halla, Ragn- hildur, Steinunn, Gunnlaug og Eggert Bjarni vísast standa vörð um Suðurgötuna og þá sérstöku menningu sem henni fylgir. Þau hafa nefnilega fengið í arf frá móður sinni þetta að- dráttarafl sem gerir það að verkum að allir henda frá sér öðrum plönum þegar boðið er til veislu í Suðurgötu 16. Við Ragnar, Guðrún og Helga sendum börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabarni og systrum innilegar samúðarkveðjur. Hallveig Thorlacius. Hvernig er hægt að vera bæði sorgmæddur og glaður í sömu andrá? Þannig líður mér nákvæmlega núna. Ég er sorg- mædd vegna þess að vinkona mín, hún Kristín Bjarnadóttir, er farin héðan úr þessu jarðlífi. Ekki lengur möguleiki að fá samtal við hana. Elsku gleði- gjafinn minn, hún Kristín, er búin að kveðja okkur. En ég minnist hennar með gleði í hjartanu og innilegu þakklæti fyrir að hafa eignast svo góða vinkonu. Hún var alltaf til í tuskið og marga fjöruna höfum við sopið saman. Það er svo margt skemmtilegt sem við tókum upp á. Riðið á Hestfjall með góðum vinum um fagra júlínótt með harðfisk og koníak í nesti og Hrafnkell þurfti að sundríða yf- ir Hvítá. Gengið á Skjaldbreið og gist í fjallakofa. Ferðir á Snæfells- nes og um Suðurland. Og aldrei gleymist þegar við fórum ríð- andi frá Skógum upp að Hrafn- tinnuskeri og gengum þaðan niður í Þórsmörk. Eftir það vorum við vinkonurnar með harðsperrur í heila viku og samstarfsfólkið stríddi okkur þegar við æjuðum og óuðum við óundirbúnar hreyfingar. Sam- vinnan og samveran á skrifstof- unni í Norræna húsinu varð grunnurinn að einstakri vin- áttu, sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Já, það er margs að sakna en við eigum þó alltaf allar góðu minningarnar um heilsteypta og frábæra konu til að ylja okk- ur við. Við Gústi sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar sem á virkilega um sárt að binda núna. Guð blessi minn- ingu Kristínar Bjarnadóttur. Margrét Guðmundsdóttir. Hve miklu fátæklegri verður nú heimurinn! Þessi hugsun varð öðrum yfirsterkari er ég horfðist í augu við það fyrir að- eins fáeinum vikum, að nú væri komið að banalegunni hjá Kristínu Bjarnadóttur, minni góðu vinkonu og samstarfskonu til áratuga. Mín fyrstu kynni af Kristínu voru fyrir 30 árum er hún kom til starfa hjá Krabba- meinsskránni og um leið varð mér ljóst að við höfðum dottið í lukkupottinn. Þarna var heimsborgari á ferð, gáfuð og glæsileg kona með hlýtt hjarta. Hún hóf störf 7. nóvember 1988 og sagnfræð- ingurinn Kristín grínaðist með að hún hefði byrjað á afmælis- degi rússnesku byltingarinnar. Einnig fannst okkur sniðug sú staðreynd að hún deildi af- mælisdegi með sovéska leiðtog- anum Gorbachev. Þótt ég yrði aldrei vör við sérstakar pólit- ískar línur hjá Kristínu fylgdist hún mjög vel með fréttum, tók skýra afstöðu í öllum mikil- vægum málum og lét í sér heyra ef eitthvað gekk fram af henni. En sterkasta einkenni henn- ar var lífsgleðin. Enn í dag hlæjum við fyrrum samstarfs- konur í skránni að tilvitnunum í sögurnar hennar og öðru gríni sem hún deildi með okkur. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Kristínu. Hún setti mikinn svip á starfið í skránni, breytti verkferlum og forritum eftir þörfum og kom með nýjungar sem hún kynnti fyrir norrænum félögum okkar á ráðstefnum. Það voru forrétt- indi að vera henni samferða til útlanda því hún var einstaklega góður ferðafélagi og þægileg í öllum samskiptum, auk þess hve glatt var á hjalla í návist hennar. Lífskúnstnerinn Kristín elsk- aði góðar bækur, leikhús og klassíska tónlist og naut þess að fara á tónleika. Svo voru það veislurnar! Það var mikið lán að fá heimboð í Suðurgötuna því skemmtilegri partí voru vand- fundin. Þá var margt um mann- inn á hinu einstaklega fallega heimili Kristínar og Hrafnkels og mikið sungið og leikið á píanó. Ekki skemmdi fyrir þegar með í sönginn slæddust vísur sem Hrafnkell hafði þýtt úr norrænum tungumálum með glæsibrag því hann hafði sér- lega gott lag á að ná alveg stemningunni í ljóðinu. Kristín kunni talsvert fyrir sér í bæði finnsku og latínu og gat það stundum nýst okkur til skemmtunar. Danskan lá henni létt á tungu og þar með ýmsir góðir danskir frasar. Hún hafði gaman af að segja frá því að er hún dvaldist í Danmörku á vor- dögum kvennabaráttunnar sást eftirfarandi gjarnan í dönsku kvennablöðunum: „Man skal væri god mod sin mand mens man har ham.“ En er nýir vind- ar tóku að blása fór að kveða við annan tón: „Man skal være god mod sig selv mens man har sig.“ Starfsfólk Krabbameinsskrár og annað starfsfólk Krabba- meinsfélagsins sem þekkti Kristínu minnist hennar með gleði og þakklæti. Síðustu árin höfum við skemmt okkur saman í litlum vinkvennahópi úr röð- um fyrrverandi og núverandi starfsmanna. Þrátt fyrir að hafa langflest árin að baki var Kristín allra mesti stuðboltinn í hópnum. Við söknum hennar sárt en höfum okkur til huggunar ríkidæmi góðra minninga um frábæra konu. Hugur okkar dvelur hjá nánustu ættingjum og vinum og sendum við kærar kveðjur og innilegar samúðaróskir til þeirra. Laufey Tryggvadóttir. Það voru okkar forréttindi að eiga samleið með Kristínu Bjarnadóttur í rúm sjötíu ár. Hún var einfaldlega frábær manneskja. Kristín var glæsileg kona og stutt var í brosið og glettnina. Einstaklega hlýleg og örvandi framkoma hennar opnaði gjarnan skemmtilegar samræður og samveru þar sem allir nutu sín. Leiftrandi gáfur hennar, gleði og glettni veittu ljósi og lífi inn í hversdaginn. Hún var fljót að sjá það skondna í lífinu, það spaugilega í atburðum og tilsvörum. Það var ómetanlegt að fá sendingar hennar í tölvupósti, hnyttnar skopmyndir og skemmtilegar gamansögur. Kristín var mikill tónlistar- unnandi og fagurkeri. Hún hafði breitt áhugasvið og var hafsjór af allskonar fróðleik. Hún var tæknimenntuð en vatt sér síðar í sagnfræðina og enn hélt hún áfram námi og lærði finnsku. Á samverustundum skólasystkinanna (MR 5́6) var hún hrókur alls fagnaðar, leiddi sönginn og kunni öll lög og texta. Það var gaman að virða hana fyrir sér á ferðalögum, hún, fræðikonan, varðveitti undrun og forvitni barnsins. Hún sýndi lifandi áhuga, vildi skoða og fræðast ofan í kjölinn, tók myndir m.a. til að geta fræðst betur og athugað nánar síðar. Hún var hlý og góð heim að sækja og gestrisin með afbrigð- um og gjöful í samræðum. Kristín átti náið og gott sam- band við börnin sín. Það var fal- legt að fylgjast með samheldni barna hennar og umhyggju á erfiðum tímum. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Við söknum hennar. Guð blessi minningu Kristínar. Bernharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörns- dóttir. Kristín var í hópi 96 stúdenta sem brautskráðir voru frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1956. Margir þeirra höfðu setið saman á skólabekk allt frá 7 ára aldri, einkum í Miðbæjarskóla eða Austurbæjarskóla en eftir landspróf bættust félagar utan af landi í hópinn. Þótt hópurinn tvístraðist eftir stúdentspróf, stofnaði fjölskyldur, færi víða til náms og gegndi annasömum störfum, trosnaði þráðurinn milli manna ekki en varð gildari með árunum eftir því sem um hægðist. Kristín var þar í innsta kjarna, full hugmynda um hvernig gera mætti þessar samverustundir ánægjulegri með ferðalögum og sókn í menningarviðburði. Hún hafði næma tilfinningu fyrir ýmsu gamanefni og sendi okkur iðu- lega syrpur af gamanmálum sem lífguðu tilveruna. Það urðu átta hjónabönd innan stúdenta- hópsins og meðal þeirra voru Kristín og Hrafnkell Thorla- cius, arkitekt. Kristín lærði meinatækni í Danmörku og lauk síðar BA prófi í sögu við Háskóla Íslands. Hún starfaði fyrst hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands, síðan við bókasafn Nor- ræna hússins, m.a. á þeim dög- um sem Knut Ödegård var þar forstjóri, og svo aftur hjá Krabbameinsfélaginu þar sem báðar námsgreinarnar nýttust vel. Þau Hrafnkell bjuggu lengst af í Suðurgötu 16, þar sem Kristín hafði fæðst og alist upp hjá foreldrum og móðurfor- eldrum. Þar hafa sum börn þeirra einnig búið og móður- bróðir Kristínar, Eggert V. Briem, fékk þar skjól þegar hann kaus að lokinni starfsævi í Bandaríkjunum að gerast pró- ventukarl á Melunum. Líkt og mörg hús við Suðurgötu og Tjarnargötu á þetta hús sér merka sögu sem þau hjónin lögðu rækt við að varðveita. Bjarni, faðir Kristínar, hafði einnig safnað mörgum merkum gripum við störf sín erlendis, sem gestir hrifust af. Við stúd- entarnir eigum margar minn- ingar um ágætar veislur þeirra hjóna í Suðurgötu 16. Mér er sérstaklega minnisstætt atvik úr fimmtugsafmæli Kristínar þar sem mágur Hrafnkels, séra Rögnvaldur Finnbogason, hældi þeim hjónum fyrir alúð við sögu hússins. Kristín þyrfti þó að sýna garðinum meiri áhuga því hann stefndi í að verða einn „Ödegård“. Hann nefndi einnig að Hrafnkel hefði lengi dreymt um að teikna kirkjur en úr því hefði ekki orð- ið sem skyldi. Hann hefði þó gripið tæki- færið þegar hann teiknaði Kringluna og í þeirri kirkju Mammons væri að finna alla kirkjuturnana sem hann hafði dreymt um að reisa. Við félagarnir úr stúdenta- hópnum söknum þeirra hjóna og vottum börnum þeirra og systrum Kristínar innilega samúð við fráfall hennar. Sveinbjörn Björnsson. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð mína elstu og bestu vinkonu en jafnframt þakklæti í huga fyrir að hafa notið hennar traustu og fallegu vináttu frá barnsaldri. Leiðir okkar lágu saman í Miðbæjarskóla. Dag einn rétti Kristín upp hönd og sagði: „Má hún Kristín sitja hjá mér.“ Frá þessum degi þróaðist einlæg vinátta sem hefur hald- ist ævilangt. Við vorum báðar sáttar og sælar með að vera sessunautar og ekkert annað kom til greina alla okkar skóla- tíð. Við bjuggum nálægt hvor annarri í Vesturbænum og urð- um því samferða í skólann og oft heim til hvor annarrar á eft- ir. Kristín ólst upp á miklu menningarheimili í fallega hús- inu í Suðurgötu þar sem margir ættliðir hafa búið saman og gera enn í dag. Foreldrar henn- ar, Gunnlaug og Bjarni, voru einstaklega glæsileg hjón og það var heimsborgarabragur á heimilislífi. Leikarar og lista- menn komu oft í kaffi eftir há- degismat og þá sat Gulla uppá- búin inni í stofu og tók þátt í umræðum, eina konan í hópnum, þegar flestar mömmur voru með svuntu í eldhúsinu. Hún varð sterk fyrirmynd. Við vinkonurnar fórum í fyrstu utanlandsferðina með Gullfossi til Danmerkur á sumarháskóla í Askov. Heim komum við reynslunni ríkari með góða dönskukunnáttu. Okkur fannst við hafa for- framast. Á menntaskólaárum tengd- umst við öðrum vinkonum og stofnuðum saumaklúbb. Við hittumst reglulega og eftir- minnilegar eru heimsóknir þeirra til Gautaborgar, þá var hátíð í bæ. Þetta var fjörugur og skemmtilegur hópur. Á seinni árum urðum við eins og ein fjölskylda, tókum þátt í lífi hver annarrar í gleði og sorg og okkur til mikillar ánægju tengdust börnin okkar vináttu- böndum. Kristín átti auðvelt með að læra og var hvött til að velja stærðfræðideild en valdi að vera með okkur vinkonunum í máladeild. Hún valdi oftast það sem hana langaði til að gera frekar en það sem veitti henni frama eða fjöður í hattinn. Báðar fórum við í nám til Norðurlanda og eitt ár leigðum við íbúð saman sem var vel til þess fallin að vera samkomu- staður fyrir íslenska vini. Þar var oft glatt á hjalla. Kristín var hláturmild, fyndin og fjörug. Hafði unun af músík og öðrum listum. Áhugasvið henn- ar var breitt, hún hafði mikinn áhuga á sagnfræði, bókmennt- um og ekki síst vísindum. Kristín giftist yndislegum skólabróður okkar, Hrafnkatli Thorlacius arkitekt, sem var margt til lista lagt og þau kunnu að meta kímnigáfu hvort annars og höfðu það svo skemmtilegt saman, sagði hún oft. Líf þeirra var fallegt og farsælt með fjórum yndislegum börnum. Hún var ekkja í ellefu ár og syrgði Pura sinn en skapaði sér samt gott líf. Sagði oft á seinni árum: „Mér líður svo vel í eigin skinni.“ En hún var líka mjög fé- lagslynd og hafði gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi. Var hrókur alls fagnaðar í þeim hópum sem hún tilheyrði, ung í anda og gat skemmt sér með barnabörnum jafnt og jafn- öldrum. Kristín var stórglæsileg með sérstaklega aðlaðandi og heillandi framkomu, brosinu hennar gleymir enginn. Þrátt fyrir að hafa búið hvor í sínu landi í áratugi hélst okk- ar góða vinátta og þegar við hjónin fluttum til Íslands tók hún okkur opnum örmum. And- rúmsloftið í Suðurgötu var sér- stakt og andi Kristínar mun lifa í húsinu meðal afkomenda hennar. Að leiðarlokum þökkum við Karl Gustav, Sigrún og Björn dýrmæta vináttu og sendum fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Gústavsdóttir. Kristín Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Kristín Bjarna er farin. Hún er mín fyrsta minn- ing, ásamt þeim hinum, vin- konum Ellu. Ég á enga minningu úr barnæsku, sem ekki er tengd henni og þeim. Ég er harmi sleginn, það er vegið að bernsku minni og minningum. Ég votta hennar nánustu mína einlægu samúð. Til þín, Kristín. Þinn Rútur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.