Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
skrifa um þau heila bók. Húm-
orinn okkar lá vel saman en ekki
væri við hæfi að prenta hann hér
en sannarlega var oft glatt á
hjalla hjá okkur.
Að öllum öðrum ólöstuðum er
Úlfar langbesti maður sem ég hef
kynnst um ævina og algjör for-
réttindi að fá að vera samferða-
maður hans.
Hans er sárt saknað en það
kæmi mér þó ekki á óvart að
hann væri byrjaður að skipu-
leggja sjóstangveiðimót og vænt-
anlega byrjaður að skrá inn
keppendur, ég ætla mér hins veg-
ar að mæta eins seint og ég
mögulega get.
Ingu Ló, börnum og aðstand-
endum vottum við Sigga okkar
dýpstu samúð.
Þorsteinn Már
Aðalsteinsson.
Ég kynntist Úlfari Eysteins-
syni sumarið 2001 þegar sam-
vinna okkar vegna Fiskidagsins
mikla hófst, ég sem fram-
kvæmdastjóri og Úlfar sem yfir-
kokkur dagsins. Hann sinnti því
starfi af alúð og samviskusemi í
15 ár, frá 2001 til 2015. Það var
Þorsteinn Már Aðalsteinsson
sem hafði samband við Úlfar í
upphafi og lýsti fyrir honum hug-
myndinni að hátíðinni og Úlfari
varð að orði: „Nú, þetta er bara
Fiskidagurinn mikli,“ og þar með
var heitið komið á hátíðina.
Elsku vinur. Það er best að ég
skrifi þér nokkrar línur þar sem
erfitt er að ná á þér í símann þinn
núna. Þú sendir kannski nýtt
númer þegar þú ert kominn í
samband hinum megin.
Ég var staddur á Spáni með
ískaldan bjór á kantinum þegar
ég fékk þau tíðindi að þú hefðir
kvatt okkur, tíminn stoppaði um
stund og minningarnar runnu í
gegnum hugann en svo skálaði ég
við þig í huganum og fékk mér
bjórsopa í þínum anda og gladd-
ist yfir því að hafa fengið að
kynnast þér.
Það var einstakt að vinna með
þér og þínu fólki að uppbyggingu
Fiskidagsins mikla, sem er ein
stærsta og sérstakasta hátíð
landsins. Þú sagðir að það væri
gott að vera brautryðjandi og það
vorum við sannarlega því margar
af hugmyndum fiskidagshópsins
eru notaðar með einum eða öðr-
um hætti víðs vegar um landið.
Það var alltaf mikið líf og mikið
fjör í undirbúningi hátíðarinnar
og sérstaklega á lokasprettinum.
Það var ekki sofið mikið og ef það
var sofið þá var hraðsofið að
hætti formannsins og frum-
kvöðulsins Steina minks.
Það var alltaf gott að koma á
Þrjá frakka, móttökurnar ein-
stakar svo ekki sé nú minnst á
matinn. Einn besta mat sem ég
hef fengið um ævina fékk ég hjá
þér.
Þú hringdir í mig norður á
Dalvík og sagðir mér að nú væri
ástæða til að stökkva upp í flug-
vél og koma til að smakka túnfisk
sem þú hefðir náð í. Ég var á
ferðinni tveimur dögum síðar og
fékk frábæra túnfisksteik hjá
þér.
Það var alltaf gleðiríkt og gef-
andi að vera í kringum þig, Úlfar,
aldrei leiðindi, margir brandarar
voru sagðir og sumir oft. Ég ætla
ekki að láta þá fylgja hér með í
þessum skrifum og veit að það
skilur þú vel.
Á öllum þessum árum man ég
aðeins einu sinni eftir að þú hafir
sett upp smásvip og ekki verið
sáttur, en það var þegar þið vor-
uð á kafi í ævintýrinu um saltfisk-
svöffludeigið mikla, en mikið var
það fljótt að gleymast eða ca eftir
eina „samloku“ í baukaformi.
Og eitt að lokum: „Þakka þér
aftur fyrir!“ Það var brandarinn
sem við notuðum alltaf þegar við
hittumst; skelltum hendinni aftur
fyrir bak og komum með þessa
setningu: „Þakka þér aftur fyrir“
og hlógum alltaf báðir jafnmikið
að þessu.
Kæri mannvinur, meistara-
kokkur og yfirkokkur stærstu
matarhátíðar í Evrópu, takk fyr-
ir allt.
Fyrir hönd stjórnar Fiski-
dagsins mikla, styrktaraðila,
sjálfboðaliða og samfélagsins í
Dalvíkurbyggð þakka ég þér fyr-
ir allt sem þú og þitt fólk lagði af
mörkum til samfélagsins og
Fiskidagsins mikla, megi allar
góðar vættir heiðra minningu
þína.
Ég votta eiginkonu, fjölskyldu
og vinum mína dýpstu samúð.
Júlíus Júlíusson.
Úlfari vini mínum kynntist ég
þegar við vorum báðir á besta
aldri á síðustu öld. Skemmst er
frá því að segja að með okkur
myndaðist góður vinskapur sem
hélst alla tíð.
Eitt sinn nokkru eftir að Úlfar
opnaði sinn rómaða veitingastað,
Þrjá frakka, hringdi hann í mig
eldsnemma að morgni Þorláks-
messu vegna þess að hann vant-
aði uppvaskara á vaktina eftir að
einhverjir höfðu helst úr lestinni
á versta tíma.
Ég vann sem bílamálari og
hafði nokkru áður sagt Úlfari að
ég ætlaði að haga málum mínum
þannig að ég yrði í fríi á Þorláks-
messu. Þegar neyðarkallið kom
frá vini mínum var mér ekki til
setunnar boðið. Konan mín
skutlaði mér á Þrjá frakka þar
sem ég vann við uppvaskið frá
því snemma dags og fram undir
miðnætti. Hafði ég ánægju af at-
inu sem þessum stóra degi fylgdi
á veitingahúsinu. Aldrei var dauð
stund, hvorki í eldhúsinu né
frammi í sal. Toppurinn hjá mér
var þó að borða þrjár tegundir af
skötu hjá meistaranum, hverja
annarri betri, eins og hans var
von og vísa. Leigubílstjóri nokk-
ur hafði ekki húmor fyrir mér á
heimferðinni upp í Mosfellsbæ
eftir eftir vaktina. Allar rúður
bílsins voru opnar með von um að
bjarga bílnum frá skötulyktinni,
sem ég angaði af, en ekki síður
viðskiptum sínum sem eftir var
nætur. Sá var þurr á manninn.
Þegar heim kom henti konan mín
fötunum sem ég var í. Svo megn
var lyktin að ekki þótti ástæða til
að reyna að bjarga þeim með
þvotti. Reyndar fékk ég að halda
skónum.
Eftirminnilegri Þorláksmessu
hef ég vart lifað. Oft var dagur-
inn rifjaður upp þegar leiðir okk-
ar Úlfars lágu saman. Og alltaf
hlógum við jafn dátt að.
Um aldarmótin var komið á
laggirnar gönguhópi hjá MS-
setrinu. Fljótlega vaknaði áhugi
hjá mér og Brynjari Erni Braga-
syni, vini mínum úr hópnum, að
taka þátt í Reykjavíkurmaraþon-
inu. Úlfar var fljótur að grípa um
stýrið og styðja við bakið á okkur
og þeim hópi félagsmanna MS-
setursins sem tóku þátt hverju
sinni. Gamli rallkappinn vildi
glaður aðstoða okkur í hjóla-
stólaralli eins og uppátækið var
kallað. Rausnarskapur Úlfars
var einstakur. Öll þau ár sem ég
var með, í um hálfan annan ára-
tug, bauð Úlfar öllum MS-hópn-
um í mat endurgjaldslaust og
mátti hver og einn velja það af
matseðlinum sem hugur stóð til.
Alltaf fékk ég mér plokkfisk.
Enginn var jafnoki Úlfars við
matreiðslu á plokkfiski frekar en
öðru.
Að leiðarlokum þakka ég vini
mínum margfaldlega fyrir mig
með von um að hann taki vel á
móti mér þegar ég kem til móts
við hann einn góðan veðurdag.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fjölskyldu Úlfars votta ég
innilega samúð.
Lárus Haukur Jónsson.
Njörður Lionsklúbbur, kveður
góðan félaga.
Sláttumaðurinn slyngi boðar
ekki alltaf komu sína. Þannig
heimsóknir koma öllum í opna
skjöldu. Þó vissum við vinir Úlf-
ars að hann átti ekki auðvelt að
komast á fundi nú síðustu árin
sökum veikinda. Samt var okkur
brugðið við andlátsfregn hans
þann 10. október sl. Úlfar hafði
þá verið Lionsfélagi í 37 ár eða
frá október árið 1981.
Úlfar var einstaklega
skemmtilegur félagi, léttur í
lund, jákvæður, hnyttinn í til-
svörum og viðræðugóður. Hann
var ávallt reiðubúinn að taka að
sér hin ýmsu verkefni Njarðar,
mörg krefjandi. Hann virkjaði
ekki bara okkur Lionsfélaga sína
þegar atburðir voru framundan
hjá Nirði, heldur mætti hann með
alla fjölskylduna, börn, barna- og
tengdabörn, hvort heldur var á
sjóstöng, í keilu eða á jólaböllin.
Þá mætti hann með góðan vina-
hóp á fjáraflanir Njarðar, bæði í
árlegu Sviðaveisluna og Herra-
kvöldin sem er aðal-fjáröflunar-
leið Njarðar til velferðarmála.
Tvö þau síðastnefndu voru vart
haldin nema hann með sínum fag-
félögum sæi um að útbúa síldina
og sviðin og setja saman matseðil
fyrir Herrakvöldin. Þá bætti Úlf-
ar heldur betur í Lionshópinn
með því að mæla með vinum sín-
um til inngöngu í Njörð, auk þess
að bæta þar við Stefáni syni sín-
um og meðeiganda að Þrem
frökkum sem hefur verið ötull fé-
lagi okkar frá árinu 2008.
Úlfar var formaður Njarðar
1995-1996 auk þess að gegna
störfum í hinum fjölmörgu nefnd-
um Njarðar. Fyrir þessi störf sín
var hann heiðraður og gerður að
Melvin Jones-félaga árið 2000,
sem er æðsta viðurkenning
Lionshreyfingarinnar á heims-
vísu.
Úlfar var vinmargur, hjálp-
samur, ætíð jákvæður og úrræða-
góður með mörg áhugamál og
stórt tengslanet. Aðrir vinir hans
munu eflaust minnast veitinga-
mannsins og meistarakokksins,
veiði- og einkum sjóstanga-
veiðimannsins, bílaáhugamanns-
ins sem keppti í akstursíþróttum
á þriðja áratug, bridsspilarans
sem er ættarsjúkdómur í hans
ætt, frímúrarans úr Hamri svo
eitthvað sé nefnt. Því læt ég þeim
það eftir sem betur þekkja til.
Við Njarðarfélagar minnumst
hans sem einstaklega góðs vinar
og félaga sem alltaf lagði gott til í
öllum málum jafnt í meðbyr sem
mótbyr. Njörður hefur misst einn
af sínum öflugu félögum. Með
þessari kveðju viljum við þakka
Úlfari fyrir gengin spor og biðj-
um hinn Hæsta höfuðsmið að
halda verndarhendi sinni yfir eft-
irlifandi sambýliskonu, Ingi-
björgu Ólöfu, börnum hennar
sem og börnum Úlfars, þeim
Stefáni og Guðnýju, barnabörn-
um, barnabörnum og systkinum
Úlfars, meðan við Njarðarfélagar
hans höldum ótrauðir áfram því
góða starfi sem Lionshreyfingin
stundar. Guð blessi minningu
Úlfars.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Njarðar,
Arnar Hauksson, dr. med.
Úlfar Eysteinsson, félagi í
EFSA Íslandi (European Feder-
ation of Sea Anglers – Section
Iceland), lést miðvikudaginn 10.
október 2018 í Reykjavík eftir
erfið veikindi.
Úlli eins og hann var að jafnaði
kallaður af sjóstangaveiðifélög-
um sínum var einn af tíu félögum
EFSA Íslands sem endurreistu
félagið í janúar 1998. Hann var
fyrsti gjaldkeri félagsins og voru
stjórnarfundir fyrstu árin jafnan
haldnir á heimili hans við Bakka-
braut í Kópavogi. Seinni árin, allt
fram á þennan dag, lánaði Úlfar
undir starfsemi félagsins hús-
næði sitt á 2. hæð við Baldurs-
götu 14 Reykjavík þar sem á
fyrstu hæð er veitingastaðurinn
Þrír frakkar.
Úlfar tók þátt í fjölmörgum
sjóstangaveiðikeppnum á vegum
félagins þar sem hann var hrókur
alls fagnaðar og var unun að vera
með honum um borð. Kímnin,
glaðværðin og vinahót voru ætíð í
fyrirrúmi hjá honum og var hann
ekki tapsár þótt næsti veiðimað-
ur fengi stærri eða fleiri fiska en
hann í það skiptið, mestu máli
skipti að hafa gaman af veiði-
skapnum og una sér í hópi góðra
félaga.
Minnisstætt er Íslandsmeist-
aramótið í sjóstangaveiði í byrjun
apríl árið 2005. Siglt var frá
Kópavogshöfn á bátnum Jóni for-
seta ásamt öðrum báti þar sem
höfuðáherslan var lögð á að veiða
steinbít enda bann við þorskveiði
vegna hrygningar í byrjun apríl.
Báturinn Jón forseti var gamall
trébátur í eigu Úlfars og gekk
einungis sjö sjómílur að hámarki.
Úlfar var skipstjórinn á bátnum
og píndi hann vél bátsins sem
frekast hann gat enda ætlaði
hann ekki að verða langt á eftir
hinum bátunum á steinbítsmiðin
á miðjum Faxaflóa. Mikill og
svartur reykur steig upp frá
strompi bátsins og svo mikill var
reykurinn að veiðimönnum stóð
ekki á sama enda kom hinn bát-
urinn upp að Jóni forseta til að
aðgæta hvort kviknað væri í bát-
unum. Svo reyndist ekki vera en
Úlfar sló af ferðinni og kom öllum
um borð heilum í höfn á ný eftir
ánægjulegan veiðidag.
Úlfar og fyrrverandi sambýlis-
kona hans skipulögðu fyrstu
meiriháttar ferð félaga í EFSA
Íslandi á mjög fjölmennt Evrópu-
mót í sjóstangaveiði sem haldið
var á Írlandi í september árið
2001. Margur félaginn fór þar í
sína fyrstu Evrópukeppni sem
við minnumst enn með hlýhug.
Úlfars verður sárt saknað af
veiðifélögum hans.
EFSA Ísland vottar börnum
og fjölskyldu Úlfars Eysteins-
sonar dýpstu samúð og þakkar
honum nú að leiðarlokum ára-
langt samstarf og þátttöku í fjöl-
mörgum mótum félagsins.
Helgi Bergsson,
formaður EFSA Íslands.
Þórir Sveinsson,
ritari EFSA Íslands.
Skarphéðinn Ásbjörnsson,
stjórnarmaður í EFSA.
Kæri vinur, mikið á ég eftir að
sakna þín. Við höfum verið vinir í
rúmlega 40 ár og saman átt
skemmtilegar stundir tengdar
áhuga okkar á góðum mat og bíl-
um. Við kynntumst þegar við
unnum báðir hjá Loftleiðum á
Keflavíkurflugvelli fyrir rúmlega
40 árum.
Ég var að vinna í hlaðdeildinni
og á næturvaktinni gafst oft tími
til að dunda við bílinn sinn í friði
og ró. Úlfar kíkti oft yfir til mín
og við spjölluðum saman um
heima og geima meðan ég bónaði
bílinn. Úlfar var tíu árum eldri en
ég en alla tíð kom hann fram við
mig eins og jafningja.
Á tímabili vann ég við að keyra
ferðamenn um landið og ætíð í
lok ferðar fór ég með hópinn til
hans í mat á veitingastaðinn
hans, Þrjá frakka. Alltaf var mat-
urinn jafn góður. Oft benti ég er-
lendum ferðamönnum á að besti
fiskurinn á Íslandi væri hjá Úlf-
ari vini mínum.
Eitt sinn hitti ég aftur ferða-
mann sem ég hafði bent á að fara
til Úlfars, nú rauk hann á mig og
skammaði mig. Ég spurði: Hvað,
ertu ósáttur? Já, þú laugst að
mér. Nú? sagði ég. Ferðamaður-
inn hélt ákafur áfram: Þú sagðir
að þetta væri besti fiskistaðurinn
á Íslandi.
Já, hann er það. Nei. Þetta er
besti fiskiveitingastaðurinn í
heiminum! Ég fór mikið til
Bandaríkjanna á tímabili og
keypti bíla. Í þeim ferðum var
iðulega hringt í Úlfar þegar ég sá
fallegan bíl. Yfirleitt sagði hann:
Já, kauptu hann fyrir mig. Úlfar
vildi helst ameríska eðalbíla.
Helst vildi hann Cadillac eða Lin-
coln. Fyrir rúmu ári fórum við
Úlfar saman til Blönduóss og
heimsóttum góðan vin okkar sem
yfirleitt er kallaður Kiddi Cadil-
lac (Kristján Pálsson). Við áttum
góðar stundir, heimsóttum bíla-
safnið hans Kidda, sem er sneisa-
fullt af eðalbílum sem Úlfar naut
að skoða. Þetta var síðasta ferðin
hjá okkur félögunum og hún lifir í
minningunni.
Plokkfiskurinn hjá Úlfari er
besti maturinn sem hægt er að fá.
Ég fór til Úlfars í hverri viku og
borðaði plokkfisk. Síðan þegar ég
fór heim fékk ég oft stórt box
með sem ég geymdi í frystinum
til seinni tíma.
Þegar Úlfar hafði tíma til að
borða með mér fékk ég yfirleitt
aldrei að borga, sama hvað ég
reyndi. Sannur höfðingi.
Ég votta fjölskyldu Úlfars
innilega samúð. Minningin um
góðan dreng lifir.
Þinn vinur,
Eyjólfur Sverrisson
(Eyfi bón).
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HILMAR RÓSMUNDSSON
frá Siglufirði,
fyrrverandi skipstjóri og
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum 10. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 27. október
klukkan 13.
Hafdís B. Hilmarsdóttir Gottskálk Á. Guðjónsson
Sædís M. Hilmarsdóttir Guðlaugur Sigurgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HREFNA BJÖRNSDÓTTIR
Skagaströnd,
lést á Héraðshælinu á Blönduósi
mánudaginn 8. október.
Jarðsungið verður frá Hólaneskirkju Skagaströnd laugardaginn
27. október klukkan 14.
Þökkum auðsýnda samúð.
Gunnar Albertsson
Björn Bragi Sigmundsson Ingibjörg Magnúsdóttir
Egill Bjarki Gunnarsson Hrönn Bergþórsdóttir
Bessi Gunnarsson Jóhanna G. Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
JÓN HAFSTEINN JÓNSSON
stærðfræðingur,
lést á Droplaugarstöðum 17. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 29. október klukkan 13.
Guðmundur Karl Jónsson Olga Björg Jónsdóttir
Nanna Ingibjörg Jónsdóttir Jón Ingvar Jónsson
Brigitte M. Jónsson
Ingvar Gýgjar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Suðurlandsbraut 62, Mörkinni,
lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn
18. október. Útförin verður gerð
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. október klukkan 15.
Hjördís Jóna Sigvaldadóttir Hjalti Már Hjaltason
Grétar Jóhannes Sigvaldas. Róslinda Jenný Sancir
Hjörtur Sigvaldason Sigrún Stefánsdóttir