Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 24

Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 ✝ Ásgeir EinarSteinarsson var fæddur í Reykjavík 18. apríl 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. október 2018. Foreldrar hans eru Steinar Freys- son, f. í Reykjavík 8. maí 1938, og Sól- veig Ása Júlíus- dóttir, f. 6. desember 1938 í Vífilsnesi í Hróarstungu, d. 26. desember 1990. Bróðir Ásgeirs er Jón Freyr Stein- arsson, f. 7. maí 1967. Ásgeir gekk í Laugarnesskóla og síðan Laugalækjar- skóla. Hann stund- aði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík. Ásgeir starfaði sem verk- taki frá árinu 1978 til dauðadags. Ásgeir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 24. október 2018, klukkan 13. Elsku Geiri frændi. Buguð af sorg og söknuði með tómarúm í hjartanu en ég lofaði þér að skæla ekki. Ef þú bara vissir hvað það er erfitt. Takk fyrir að lofa mér að vera samferða þér í lífinu. Takk fyrir allar góðu minningarnar með þér í útilegunum. Takk fyrir trausta vináttu og alla góðvildina. Takk fyrir gleðina og stríðnina. Takk fyrir allar notalegu stundirnar með fjalla- kakó og allt spjallið. Takk fyrir allar dýrmætu stundirnar með þér. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er eftir sitja margar minningar þakklæti og trú Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Minningin þín lifir í hjörtum okkar Þín frænka, Svava. Allir gerðu sér vonir um að Ásgeir Einar frændi væri búinn að ná sér af erfiðum veikindum en 6. október fengum við fregn- ir af andláti hans. Geiri frændi, eins og hann var kallaður, reyndist okkur systkinunum alltaf vel. Hann var glettinn, rólegur og alltaf þægilegur að vera með. Geiri frændi vann alltaf mikið, var hörkuduglegur en hann naut þess að eiga góða stund uppá hálendi með sínu fólki. Það var sérstaklega gaman að hitta á hann í svoleiðis ferð- um því svo sannarlega naut hann sín þar. Minnisstæð er ferð í Þórs- mörk þar sem Geiri frændi var í góðra vina hópi með derhúfu, sem stóð á Geiri frændi, það var sungið og haft gaman og ekki skemmdi fyrir að fá sér smá kakó og stroh. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og eitt skipti í Þórsmörk var veðrið frekar leiðinlegt og Geira frænda leist ekkert á út- búnaðinn á frænku sinni. Hann hljóp til, sótti dýnur og teppi svo frænku og vinkonu hennar yrði ekki kalt. Það er með söknuði sem við kveðjum Geira frænda. Innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar, kæri Steinar og Nonni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt . Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Júlíus Björn, Jónína Helga og Aðalheiður Dóra Þórólfsbörn. Þegar Jón Freyr, bróðir Geira frænda, hringdi í mig á laugardagsmorguninn 6. októ- ber og tilkynnti mér andlát bróður síns kom það mér og okkur öllum mjög á óvart og var sárt. Þó Geiri hafi glímt við erfið veikindi undanfarið ár voru allir vongóðir um að hann væri hólpinn. Systursonur minn, Ásgeir Einar, þessi ynd- islegi drengur, fæddist 19. apríl á fermingardaginn minn og dvaldi stundum á sumrin hjá móðurömmu sinni og afa sínum á Héraði og naut sín þar. Hann vann alltaf mikið, alveg frá því að hann var unglingur, var úrræðagóður, eftirsóttur starfsmaður og traustur, verk- laginn og ósérhlífinn. Mér fannst Geiri frændi yndislegur drengur í alla staði, mjög geð- góður, sérlega greiðvikinn, afar þægilegur í umgengni, farsæll bifreiðastjóri og vélamaður. Allar vélar léku í höndunum á honum og svo var hann líka ráðagóður. Það var gaman að kíkja í spjall og kaffisopa í véla- húsið uppi á Höfða til þeirra feðga en þar höfðu þeir allir þrír bækistöð. Samband þeirra feðga var alla tíð mjög náið og fallegt en móðir drengjanna og eiginkona Steinars féll frá á besta aldri. Geiri frændi var alltaf á traustum og góðum bílum og komst leiðar sinnar enda þótt aðstæður væru erfiðar og fáir treystu sér í þær. Einnig var hann skemmtilegur og kunni að gleðjast og gleðja aðra á góðri stund. Ég man sérstaklega eftir ættarmóti á Héraði þegar Geiri frændi mætti með græjurnar í jeppanum sínum, setti diska í tækið og stjórnaði tónlistinni svo við gætum öll dansað úti undir berum himni eftir grillið. Alltaf var gott að leita til Geira frænda því hann bjargaði málunum ef eitthvað kom upp á, hvar sem hann var staddur þá stundina. Hann ólst upp á Bugðulæknum í stóru fjöl- skylduhúsi. Geiri var alveg sér- stakur Þórsmerkurmaður, hann fór þangað oft og hafði mjög gaman af og naut útivistar á hálendinu. Ég kveð kæran frænda með djúpum söknuði og votta föður og bróður og aðstandendum samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þorbjörg Júlíusdóttir og Þórólfur Magnússon. Leiðir okkar Ásgeirs Steina- sonar lágu saman í aldarfjórð- ung. Við kynntumst á vettvangi Félags vinnuvélaeigenda en þar var hann félagi með sinn rekst- ur og mitt hlutverk var að ann- ast daglega starfsemi félagsins. En eins og stundum gerist vatt kunningsskapurinn upp á sig og við bundumst vináttuböndum sem aldrei féll skuggi á. Seinna meir dró ég hann með mér í Útivist og þar blómstraði at- hafnamaðurinn Ásgeir Stein- arsson. Féll þar saman áhugi hans á ferðalögum og kunnátta hans á vélar og tæki. Hann naut þess að taka til hendinni og skreppa inn á hálendið með gröfu eða vörubíl eða jafnvel hvort tveggja. Hann var einkar lipur og fær vélamaður og hugsaði alltaf verkið til enda áður en hann hófst handa. Sjálfum fannst mér aðdáunarvert hvað hann var fús að leggja land undir fót um helgar og vinna eins og sleggja í sjálfboðavinnu samskonar störf og hann vann alla vinnuvikuna í bænum. Ég bjó hinsvegar að því að vinna skrifstofustörf á virkum dögum og naut svo tilbreyting- arinnar í verklegum fram- kvæmdum um helgar. En hann fann sig í þessu og naut þess að vera til og láta gott af sér leiða fyrir Útivist. Á þessum tíma voru all- nokkrir Geirar virkir í fé- lagsstarfinu og gat það valdið ruglingi. Því var gripið til þess að aðgreina þá með viðurnefni. Í tilfelli Ágeirs Steinasonar var það auðvelt og kom í raun alveg af sjálfu sér og var hann aldrei nefndur annað meðal útivistar- fólks en Geiri góði. Ekki hef ég tölu á þeim fjallaferðum sem við fórum saman, stundum með öðru fólki en líka oft einir. Áfangastað- irnir voru gjarnan skálar Úti- vistar við Strút eða í Básum á Goðalandi. Á slíkum ferðum treysta menn vináttuböndin og kynnast enn betur. Hef ég vart kynnst jafn gegnheilum og góð- um einstaklingi. Hann lagði öll- um gott til, enda veit ég fyrir víst að hann uppskar sama við- mót frá öðrum. Án þess að hafa planað eitt eða neitt, hefur hist þannig á síðustu sumur að við höfum far- ið eina helgi saman í fjölskyldu- ferð í Bása. Þá var ekkert framkvæmt og ekkert unnið, bara þess notið sem náttúran og staðurinn býð- ur upp á. Ferðabíllinn hans Geira var jafnan sligaður af góðum veigum og góðum mat og hann naut þess í botn að vera bæði vel útbúinn og vel nestaður og ekki síst að láta aðra njóta þess. Geiri fór ungur að árum að vinna og vann alla tíð mjög mikið. Vinnuvélar og vörubílar voru hans viðfangsefni. Fyrir mig skrifstofumanninn var hrein op- inberun að sjá og fylgjast með hversu vel og auðveldlega hann leysti verkefnin. Ásgeir Einar Steinarsson Tveir mánuðir frá andláti Áslaug- ar Ragnars. Ég get ekki sagt að við Áslaug systir höfum þekkst sérstaklega vel. Sem börn vorum við óaðskiljanlegar. Hún alltaf höfðinu hærri en ég, opinská og fyndin. Ég, frekar fámælt og feimin. Við vorum ekki gamlar þegar við vorum sendar til sumardval- ar í Bárðardalinn. Þessi stutti pistill fjallar ekki um þá dvöl en einna minnis- stæðust eru mér fyrstu kvöldin þegar við systurnar, sex og sjö ára, áttum að fara með Faðir- vorið sem var það síðasta sem mamma sagði okkur að gera áð- Áslaug Ragnars ✝ Áslaug Ragn-ars fæddist í Reykjavík 23. apríl 1943. Hún lést 18. júlí 2018. Útför Áslaugar fór fram 27. júlí 2018. ur en haldið var með kassarútunni norður í land með stóra brjóstsykur- pokann rauða, í far- arnesti og máttum borða eins og við vildum. Það er skrýtið að ég finn þessa þörf til að tjá mig um hana systur mína, Áslaugu. Það var þetta með Faðirvorið og að fara alltaf með bænirnar á kvöldin þegar við værum komnar í hátt- inn. Í dag segir þetta mér tölu- vert um hversu ólíkir hugar- heimar okkar voru svo snemma á ævinni. Ég fann einfaldlega fljótt leið til þess að sleppa – sagðist bara heldur vilja fara með bænina ein – og sneri þar með bakinu við henni systur minni í sveitatrér- úminu norðlenska og þar við sat. Áslaug var mér náttúrlega mikilvæg eins og hver önnur systir. Maður átti á þeim árum, held ég, fyrst og fremst systkini sín og kannski eina vinkonu... max! Börn ekki ofhlaðin tækjum né tólum eða upplifunum... Á sama tíma var og er Áslaug mér töluverð ráðgáta... Foreldr- ar okkar og við systkinin fórum af landi þegar ég, nr. tvö í röð- inni, er fimmtán ára. Áslaug sextán ára. Yngri systkinin höfðu á þessum tíma (um 1959) ekki náð táningsárunum. Við vorum að sjálfsögðu sett í skóla í nýja landinu, allur hóp- urinn, og held ég að það hafi haft varanlega djúpstæð áhrif á mig að setjast á skólabekk á þeim tíma í þessu framandi landi án tungumáls. Ég hef því innbyggða og ómælda samúð, sérstaklega með börnum innflytjenda, og finnst í raun ekki hugað rétt að þeim þjóðfélagshópi sem eru börn þeirra sem sækja landið okkar til búsetu. Áslaug hafði kjark og vit til þess að snara sér sem fyrst á brott og fór til London. Kom samt aftur í faðm fjöl- skyldunnar að ári liðnu. Leiðin lá síðan árinu seinna aftur heim til Íslands þar sem Áslaug, nítján ára gömul, hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Eiginlega frá þeim tíma rofnuðu samskipti okkar systra. Og hér sit ég meira en hálfri öld eftir á og reyni að fá ein- hvers konar skýrari mynd af því sem ég finn og sem er þessi djúpi systurmissir. Því á sinn máta var hún Áslaug nokkuð einstök peróna. Ég held að hennar sterkasti karaktereigin- leiki hafi verið nærveran. Þetta var áberandi, og þrátt fyrir að hún væri ekki allra, þá hafði hún þetta aðdráttarafl að laða fólk og ólík samksipti að sér. Hennar verður saknað og ráðgátan varðandi hvernig hún var sam- ansett – svo ótrúlega marg- slungnir konstrastar í einni og sömu persónunni, sú ráðgáta verður áfram alls ekki fullleyst. Okkur Áslaugu tókst að ná saman meira á einu ári en á hálfri öld – held ég. Í sjálfu sér einhverskonar kraftaverk. Ég sendi öllum systkinum mínum, börnum þeirra og barnabörnum samúð- arkveðjur og hvet alla til þess að hugsa vel til Áslaugar. Bergljót Kjartansdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra, Hólabergi 84. Auður Sveinsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGMARS KARLS ÓSKARSSONAR Grænumörk 2, Selfossi. Ingimunda G. Þorvaldsdóttir Katrín Sigmarsdóttir Örn Tryggvi Gíslason Sólveig Sigmarsdóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir Snorri Þórisson Þorvaldur Nóason Anne Strøm Jón Sólberg Nóason Steinunn Geirmundsdóttir Hulda B. Nóadóttir Eiríkur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KRISTJÁN GUÐBJÖRN JÓNSSON frá Ísafirði, sem lést á heimili sínu laugardaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 26. október klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Rannveig Guðmundsdóttir Elsku hjartans mamma mín, tengdamamma, amma og systir, HERMÍNA BENJAMÍNSDÓTTIR Sílakvísl 19, Reykjavík, lést 17. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sérstakar þakkir eru færðar líknardeild Landspítalans. Sara Jónsdóttir Hálfdan Lárus Pedersen Jón Eldar Brynjólfsson Benjamín Nói Pedersen Ari Emil Petersen Inda Dan Benjamínsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu, hlýju og samúð við veikindi og andlát JÓNÍNU MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR leikkonu og Alexandertæknikennara. Sonja Margrét Scott Axel Einar Guðnason Felix Guðni Axelsson Lára Axelsdóttir Scott Alexía Margrét Axelsdóttir Svanhvít Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.