Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 1
Raunir ofurkonu 4. NÓVEMBER 2018SUNNUDAGUR Barnið semenginn vildi Málþing umleikritið Rejúníoní Tjarnarbíói enþað fjallar umofurkonu semlendir í erfið-leikum þegarhún verðurmóðir 2 Skammdegiðendurspeglastí fatatískunnien heimafyrireru hlý ljósallsráðandi 20-22 Hasim Ægir Khan var hafnað í barnæsku, bæði á Indlandi og Íslandi og lenti á götunni 16 Svartog hvítt L A U G A R D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  259. tölublað  106. árgangur  SNÚIÐ UPP Á SANNLEIKANN Í DÓMSMÁLI DRULLU- MALL LIST- BANDALAGS POST-DREIFING 44SAMÞYKKI Í LEIKHÚSI 47 AFP Kosningar Trump með Josh Hawley, þing- frambjóðanda repúblikana í Missouri.  Á þriðjudaginn verður kosið um rúman þriðjung þingmanna í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. Demókratar eiga undir högg að sækja í ár þar sem sitjandi þing- menn flokksins eru í 26 af þeim 35 þingsætum sem kosið er um. Sam- kvæmt fjölmiðlum og skoðanakönn- unum vestanhafs þykir líklegt að Repúblikanaflokkurinn muni bæta við meirihluta sinn í þingdeildinni. Metfjöldi kvenna er í framboði í þingkosningunum í ár; 200 konur bjóða sig fram fyrir demókrata og 60 fyrir repúblikana. Samkvæmt könnunum eru hvítar háskóla- menntaðar konur miklu líklegri til að styðja demókrata og karlmenn með enga háskólamenntun líklegri til að styðja repúblikana. „Þetta er kynjamunur á sterum,“ segir Cel- inda Lake, sem vinnur úr niður- stöðum skoðanakannana fyrir demókrata. »22 og 24 Repúblikanar halda líklegast meirihluta í öldungadeildinni Landsnet » Landsnet miðar við að tryggja 99,99% afhendingar- öryggi raforku. » Leysi Suðurnesjalína 1 út detta 180 MW út, sem getur valdið straumleysi víðar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2 er á lokametrunum, að sögn Írisar Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets. „Við vonumst til að geta skilað frum- matsskýrslu til Skipulagsstofnunar í þessum mánuði og að geta hafið framkvæmdir síðla næsta árs,“ sagði Íris. Í umhverfismatinu eru m.a. skoðaðar blandaðar leiðir þar sem horft er bæði til loftlína og jarð- strengja. Viðbúnaðaræfing vegna mögulegs rafmagnsleysis á Suðurnesjum var haldin í stjórnstöð Landsnets í gær. Þar voru æfð viðbrögð við atburðum sem hafa veruleg áhrif á afhend- ingaröryggi raforku til Suðurnesja. „Það að missa tenginguna við Suður- nesin er einn af þeim atburðum í raf- orkukerfinu sem hafa hvað mest áhrif í dag,“ sagði Íris. Ástæða þess er að aðeins ein háspennulína tengir Reykjanesið við raforkudreifikerfið. Íris sagði að ekki væri hægt að tryggja viðunandi afhendingaröryggi til jafn stórs samfélags og er á Suður- nesjum með aðeins einni raflínu. Loftlínur og jarðstrengir  Blandaðar leiðir eru skoðaðar í umhverfismati Suðurnesjalínu 2 sem er á loka- metrunum  Landsnet vonast til þess að framkvæmdir geti hafist síðla árs 2019 MSuðurnesjalína 2 … »6 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að reglum frá júní 2016 um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis er- lends gjaldeyris hefði verið breytt á þá vegu að bindingarhlutfall regln- anna færi úr 40% niður í 20%. Sagt er í tilkynningu bankans að markmið bindingarskyldunnar hafi verið að tempra og hafa áhrif á samsetningu innstreymis erlends fjármagns á innlendan skuldabréfamarkað og há- vaxtainnistæður, auk þess sem hún átti að styrkja miðlunarferli pen- ingastefnunnar. Minni vaxtamunur gagnvart útlöndum og lægra gengi krónunnar hafi hins vegar skapað aðstæður til þess að lækka hlutfallið. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir að lækkun bindi- skyldunnar sé mjög jákvætt og tímabært skref. „Að okkar mati hafa rökin fyrir beitingu innflæðishaft- anna verið fremur veik við þær að- stæður sem við höfum búið við undanfarið, enda má líta á beitingu slíkra hafta sem neyðarúrræði og slíka neyð hefur ekki verið að sjá í ís- lensku efnahagsumhverfi.“ Ásdís bætir við að ef aðgerðin opni ekki á verulegt innflæði fjármagns og ógni ekki fjármálalegum stöðug- leika í landinu búist hún fastlega við því að Seðlabankinn stígi frekari skref og lækki bindiskylduna í 0% eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur m.a. ítrekað mælt með. »6 Lækka bindingarhlutfallið í 20%  Seðlabankinn breytir reglum vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris Annir eru nú á dekkjaverkstæðum enda mikil- vægt að bílar séu komnir á góð dekk þegar fer að snjóa og götur verða hálar. Þessi mynd var tekin hjá Barðanum í Skútuvogi í Reykjavík þar sem vanir menn voru snöggir að afgreiða bílana. Spáð er snjókomu á Norður- og Austurlandi um helgina og gæti færð þar spillst. Sunnanlands og vestan verður staðan betri þótt allra veðra sé von þegar komið er fram í nóvember. Hamagangur á hjólbarðaverkstæðunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Setja bílana á vetrardekk þegar allra veðra er von  Svandís Svav- arsdóttir heil- brigðisráðherra segist vongóð um að það takist að gera nýjan samn- ing við sér- greinalækna, en rammasamn- ingur þeirra við Sjúkratrygg- ingar Íslands rennur út um áramótin. Segir hún í samtali við Morgunblaðið í dag að ómögulegt sé að segja til um hversu lengi sérgreinalæknar verði án samnings en hún hefur áður lýst yf- ir vilja sínum til þess að framlengja gildandi samning um eitt ár meðan unnið sé að breyttu fyrirkomulagi. »10 Svandís vongóð um að samningar takist Svandís Svavarsdóttir  Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðs- firði verður lokað næstu þrjá mán- uði eða fram til 1. febrúar næst- komandi vegna lítillar aðsóknar. Segir Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, að ekki sé grundvöllur fyrir að hafa hótelið opið á þessum tíma og reksturinn sé strembnari yfir vetr- armánuðina á landsbyggðinni. Þá segir Kristofer Oliversson, eigandi CenterHotels, að mörg hótel muni ekki bera stóraukinn launakostnað, sérstaklega á landsbyggðinni. »4 Loka hótelinu í vet- ur vegna aðsóknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.