Morgunblaðið - 03.11.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.11.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2 er á lokametrunum, að sögn Írisar Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets. „Við vonumst til að geta skilað frummatsskýrslu til Skipulags- stofnunar í þess- um mánuði og að geta hafið fram- kvæmdir síðla næsta árs,“ sagði Íris. Í umhverfis- matinu eru nokkr- ir valkostir skoð- aðir ítarlega, þar á meðal blandaðar leiðir þar sem horft er bæði til loftlína og jarð- strengja. Gerðar voru athuganir á vettvangi fyrirhugaðrar línulagningar í sumar og eru sérfræðiskýrslur frá ýmsum rannsóknastofnunum að koma í hús. Íris sagði að verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2 hefði starfað í hart- nær tvö ár og samráð við sveitarfélög, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila verið aukið í þessari lotu. Viðbúnaðaræfing vegna mögulegs rafmagnsleysis á Suðurnesjum var haldin í stjórnstöð Landsnets í gær. Íris sagði að þar hefðu verið æfð við- brögð við atburðum sem hafa veruleg áhrif á afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja. „Okkur er sérstaklega umhugað um atburði sem hafa mikil áhrif á samfélagið og valda víðtæku straum- leysi. Hlutverk okkar er að tryggja afhendingaröryggi raforku. Viðmið okkar eru 99,99% afhendingaröryggi, sem eru lágmarkskröfur fyrir sam- félag eins og okkar. Við vitum að línur bila og líka endabúnaður. Það að missa tenginguna við Suðurnesin er einn af þeim atburðum í raforkukerf- inu sem hafa hvað mest áhrif í dag.“ Ástæðan er sú að aðeins ein há- spennulína, Suðurnesjalína 1, tengir Reykjanesið við raforkudreifikerfið. Detti hún út verða Suðurnesin straumlaus. Íris segir að ekki sé hægt að tryggja viðunandi afhendingar- öryggi til jafn stórs samfélags og er á Suðurnesjum með aðeins einni raf- línu. „Í neyðaræfingu Landsnets með Almannavörnum, Isavia ásamt HS Veitum og HS Orku æfðum við ein- mitt viðbrögð við straumleysi í kjölfar bilunar á Suðurnesjalínu. Svona æf- ing er mjög mikilvæg fyrir okkur og lærdómur notaður til að tryggja gott viðbragð og umbætur ásamt því að slípa til samskipti milli aðila. Það er mun betra að draga þann lærdóm af æfingu en raunatburði. Að koma straumi á aftur er afar flókið ferli, með mikilli óvissu og tímafrekt,“ sagði Íris. Rafmagnsleysi hefur áhrif á mikil- væga starfsemi á Suðurnesjum. Fyrst er að nefna Keflavíkurflugvöll en einnig ýmsan orkufrekan iðnað og hátækniiðnað, Orkugarðinn, gagna- verin, Bláa lónið og aðra ferðaþjón- ustu, fiskeldi og fiskvinnslu auk heim- ila, stofnana og annarra fyrirtækja. „Suðurnesin, með stórum fram- leiðslueiningum eins og Reykjanes- virkjun og Svartsengi, eru líka mikil- væg lífæð fyrir aðra hluta landsins. Það hefur komið fyrir þegar Suður- nesjalína leysir út að raforkunotend- ur annars staðar á landinu verði líka straumlausir vegna þess að við miss- um 180 megavött út af netinu. Suður- nesin eru það mikilvægur hluti af raf- orkukerfinu að það þarf öruggari tengingu þangað,“ sagði Íris. Suðurnesjalína 2 er í undirbúningi  Í umhverfismati fyrir Suðurnesjalínu 2 er m.a. skoðað að leggja línuna að hluta í jörð og að hluta í loftlínum  Landsnet vonast til þess að geta hafið framkvæmdir við línuna síðla næsta árs Morgunblaðið/Eggert Æfing Ýmsar stofnanir tóku þátt í æfingunni í stjórnstöð Landsnets í gær. Íris Baldursdóttir KÚBA 10.–17. NÓVEMBER VERÐ FRÁ 239.900 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna NÁNAR Á URVALUTSYN.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 FJÖLBREYTT EYJA, FJÖLBREYTTAR FERÐIR SPENNANDI SÉRFERÐ HAVANA BORGARFERÐ ÖÐRUVÍSI GOLFFERÐ STRANDPARADÍSIN VARADERO ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS okkar. Svo má líka hafa í huga að sjálfboðaliðar stóðu í því á sínum tíma að pota trjánum niður og svona skemmdarverk eru því sár fyrir það góða fólk,“ segir Guðmundur Árni. Hann segir að í vikunni hafi 50 metra drenbarka verið hent ofan í skurð á Leirdalssvæðinu og torfi of- an á. Þá hafi léttar girðingar sem settar eru upp á haustin til að vernda flatirnar einnig verið skemmdar. Guðmundur Árni segir líklegt að þar hafi börn eða ungling- ar átt hlut að máli. aij@mbl.is Starfsmönnum Golfklúbbs Kópa- vogs og Garðabæjar brá í brún er þeir komu til vinnu á mánudags- morgun. Þá var búið að saga niður átta 1-2 metra há grenitré meðfram 13. braut vallarins og lágu þau á hliðinni, en stubbarnir stóðu upp úr moldinni. Síðasta vor voru fimm tré á sömu slóðum söguð niður. Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri segir að þarna hafi trú- lega einhver eða einhverjir mætt um helgina með handsög að vopni. Hann segir að málið hafi ekki verið kært til lögreglu, hvað sem síðar verði. „Okkur finnst líklegast að ein- hverjir sem tengjast fjölbýlishús- unum í Þorrasölum eigi hér hlut að máli,“ segir Guðmundur Árni. „Hugsanlega vill fólk tryggja sér óheft útsýni til framtíðar og því sag- að trén niður. Okkur finnst innrætið að baki þessu sérkennilegt og auð- vitað hefðu viðkomandi átt að koma og ræða við okkur um trén því við höfum ekki nokkurn áhuga á að standa í illdeilum við nágranna Átta grenitré söguð niður  Hugsanlega til að tryggja óheft útsýni til framtíðar Skógarhögg á golfvelli Vallarstjóra GKG finnst innrætið að baki verknaðinum sérkennilegt. „Lækkun bindiskyldunnar er klár- lega mjög jákvætt og tímabært skref. Það er vonandi að frekari skref verði stigin á komandi mánuðum og bindi- skyldan lækkuð í 0%,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um þá ákvörðun Seðlabankans að lækka bindiskyldu vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris úr 40% í 20%. Ásdís segir að vel sé hægt að færa rök fyrir því að fjárstreymistækið eigi að vera hluti af stjórntækjum Seðla- bankans. „Hins vegar, í ljósi að- stæðna, nú þegar viðskiptaafgangur- inn hefur verið að dragast saman á sama tíma og talsvert útflæði hefur verið frá lífeyrissjóðunum til fjárfest- inga erlendis og öðrum innlendum fjárfestum, þá má spyrja sig af hverju loka eigi fyrir erlent fjármagn, sem eru fjárfestar eins og aðrir og hafa áhuga á að fjárfesta í íslensku hag- kerfi, hvort sem slík fjárfesting er í ríkisskuldabréfum eða skuldabréfum íslenskra fyrirtækja,“ segir Ásdís. Spurð hvort aðgerðin sé hugsuð til þess að styrkja íslensku krónuna seg- ir Ásdís að það sé líklega ekki tilgang- urinn og ætti ekki að vera það hjá Seðlabankanum. Þá sé erfitt að segja til um hvaða áhrif aðgerðin muni hafa á gengi krónunnar. „Ég efast þó um að það muni hafa veruleg áhrif en það veltur á áhuga erlendra fjárfesta.“ Hún bætir við að áhugi erlendra fjár- festa sé jákvæður, sem endurspegli sterka stöðu þjóðarbúsins. Seðla- bankastjóri gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Mjög jákvætt skref  SA hafa talað fyrir lækkun bindiskyldu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.