Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Vörn gegn sýklum Linar særindi í háls
Flýtir bata á kvefi og endurnýjun slímhimnu í
Við kvefi og særindum í hálsi
i
hálsi
Coldfri munnúði
Bændablaðið fjallar ýtarlega umþriðja orkupakka ESB í nýj-
asta tölublaði sínu og ræðir þar
meðal annars við formann Sam-
bands garðyrkjubænda, Gunnar
Þorgeirsson.
Gunnar segirmálið graf-
alvarlegt: „Ef Ís-
lendingar ætla ekki
að standa vörð um
eigið sjálfstæði þá
veit ég ekki á
hvaða vegferð
menn eru í þessum
málum. Þetta er skelfileg staða og
verst að hugsa til þess að íslenskir
stjórnmálamenn virðast ekki skilja
um hvað málið snýst og ég efast
um að þeir hafi lesið sér til um
það.“
Vonandi er það rétt hjá Gunnariað stjórnmálamenn hafi ekki
lesið sér til um málið því að úr
slíku má bæta.
En stöðu garðyrkjubænda eröllu erfiðara að bæta ef þriðji
orkupakkinn verður tekinn upp
því að Gunnar segir „borðleggj-
andi að íslensk garðyrkja mun
leggjast af í þeirri mynd sem hún
er nú“ verði af innleiðingu.
Hann bætir við: „Ef það gerister ólíklegt að það borgi sig
yfirhöfuð að framleiða grænmeti
yfir vetrartímann á Íslandi. Eins
og staðan er í dag þá eru menn að
berjast í bökkum svo ekki lagast
það ef kostnaður hækkar vegna
aðgerða stjórnmálamanna.“
Hvaða hagsmunum væri veriðað þjóna með því að taka upp
þriðja orkupakkann og hækka þar
með raforkuverð hér á landi? Það
hefur ekki verið upplýst.
Gunnar
Þorgeirsson
Orkupakki gegn
íslensku grænmeti
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er ljóst að framkvæmdir við ný
söluhús og umhverfi við Ægisgarð
við Gömlu höfnina munu frestast um
eitt ár. Til stóð að hefja fram-
kvæmdir í desember næstkomandi
og þeim átti að ljúka í maí 2019.
Í septembermánuði voru fram-
kvæmdirnar boðnar út. Alls bárust
fjögur tilboð í verkefnið. Verktíminn
var ákveðinn frá 1. desember til 1.
maí á næsta ári. Eftir yfirferð til-
boða hefur verið ákveðið að hafna
öllum tilboðum. Kostnaðaráætlun
var 323,3 milljónir króna. Lægsta
boð var undir kostnaðaráætlun
(82,2%) en hin yfir (111-145%).
Í úboðsgögnunum var áskilin
reynsla af sambærilegum verkum.
Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnar-
stjóra Faxaflóahafna, var það metið
svo að lægstbjóðanda skorti reynslu
enda ekki langt síðan það fyrirtæki
var stofnað.
„Og þar sem rekstraraðilar í
hvalaskoðuninni eru viðkvæmir fyrir
því ef verkefnið færi að teygjast
fram yfir 1. maí var talið tryggara að
hafna öllum tilboðum og undirbúa
verkefnið miðað við framkvæmdir
næsta haust,“ segir Gísli.
Í millitíðinni verður rætt frekar
við þá aðila sem eru með hafsækna
ferðaþjónustu um hvernig best verð-
ur staðið að framkvæmdum.
Verkefnið felst í jarðvinnu, lagna-
vinnu, gerð sökkla og húsa ásamt
frágangi umhverfis í samræmi við
tillögur Yrkis arkitekta, en auk
þeirra hafa Hnit og Verkís komið að
hönnun verkefnisins. sisi@mbl.is
Tölvumynd/Yrki arkitektar
Nýju húsin Þetta verða söluhús fyrir hvalaskoðun og svipaða starfsemi.
Ný söluhús frestast
Öllum tilboðum í verkið var hafnað
Smíði á nýju skipi Olíudreifingar er á lokastigi í
Tyrklandi. Ef áætlanir standast mun skipið koma
til landsins fljótlega á nýju ári. Þetta er fyrsta ný-
smíði á olíuskipi fyrir Íslendinga um áratuga
skeið. Hið nýja skip mun dreifa olíu á hafnir lands-
ins eins og Laugarnesið hefur gert um árabil.
Laugarnesið er orðið 40 ára gamalt og kominn var
tími á endurnýjun flotans.
Samið var um smíði á nýju olíuskipi við
Akdeniz-skipasmíðastöðina í Tyrklandi í byrjun
þessa árs. Smíðatími var áætlaður 10 mánuðir og
hefur sú áætlun að mestu staðist, að sögn Harðar
Gunnarssonar, forstjóra Olíudreifingar.
Í áhöfn verða fjórir menn, eins og á Laugarnes-
inu, og skipstjóri verður sá sami, Ómar Nordahl.
Áhöfnin fer til Tyrklands í lok nóvember og þá
hefjast prufusiglingar. Stefnt er að því að Olíu-
dreifing fái skipið afhent 17. desember. Heimsigl-
ingin tekur væntanlega 15-16 daga.
Nýja skipið verður búið átta farmgeymum og
mun geta flutt allar tegundir eldsneytis sem eru í
boði hérlendis. Burðargeta skipsins verður um 230
rúmmetrum meiri en Laugarness. Það mælist 499
brúttótonn en Laugarnesið er 378 brúttótonn.
Dæluafköst aukast verulega og ganghraði verður
umtalsvert meiri en á Laugarnesinu en aðalvél
þess er 500 hestöfl. Nýja skipið verður búið tveim-
ur 750 kW Yanmar-aðalvélum. sisi@mbl.is
Smíði á nýju olíuskipi á lokastigi
Nýja skipið Tilbúið til sjósetningar í Tyrklandi.