Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 24

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 20% afsláttur af hreinsun/ þvotti á gluggatjöldum út nóvember Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • www.bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að mikill munur sé á fylgi repúblikana og demókrata meðal hvítra kjósenda eftir kyni og menntun. Hvítar, háskólamenntaðar konur eru miklu líklegri til að styðja demókrata en repú- blikana. Hvítir karlmenn án háskólamenntunar eru á hinn bóginn enn líklegri til að kjósa repú- blikana en demókrata. Þessi mikli fylgismunur endurspeglar gagngerar breytingar sem hafa orðið á baklandi flokkanna tveggja. Repúblik- anar eru orðnir flokkur iðnverkamanna í verk- smiðjubæjum en demókratar njóta nú meiri stuðnings meðal menntafólks og íbúa borganna. Alls eru hvítir kjósendur um 70% þeirra sem eru á kjörskrá í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með háskólagráðu eru nú líklegri en áður til að styðja demókrata en repúblikanar hafa aukið mjög fylgi sitt meðal þeirra sem hafa ekki lokið háskólanámi. Hvítar, háskólamenntaðar konur og hvítir karlmenn án háskólamenntunar eru um 40% kjósendanna og munurinn á fylgi flokkanna í hópunum tveimur er mjög mikill, skv. nýlegri könnun The Wall Street Journal og NBC-sjón- varpsins. Hún bendir til þess að stuðningurinn við demókrata meðal háskólamenntuðu kvennanna sé 33 prósentustigum meiri en við repúblikana. Munurinn er enn meiri þegar litið er til hvítra karlmanna án háskólamenntunar því að fylgi repúblikana meðal þeirra er 42 pró- sentustigum meira en demókrata. The Wall Street Journal segir að munurinn á fylgi flokk- anna eftir kyni og menntun hafi aldrei verið jafnmikill frá 1994 þegar blaðið byrjaði að birta slíkar kannanir. „Þetta er kynjamunur á sterum,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Celindu Lake, sem vinnur úr niðurstöðum skoðanakannana fyrir demókrata. Munurinn á fylgi flokkanna eftir kyni hefur verið mestur í forsetakosningum. Stuðningur- inn við forsetaefni demókrata hefur alltaf verið meiri meðal kvenna en karlmanna frá árinu 1980 þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti. Fylgi repúblikana hefur hins vegar alltaf verið meira en demókrata meðal karlmanna á síðustu 38 árum. Hefur breytt kosningabaráttunni Munurinn á fylgi flokkanna eftir menntun er minni á meðal kjósenda sem eru ekki hvítir. Stuðningurinn við demókrata hefur verið mjög mikill á meðal þeirra. Hvítir, háskólamenntaðir karlmenn voru eitt sinn dyggasti kjósendahópur repúblikana en hneigjast núna til að sveiflast milli flokkanna og meirihluti þeirra hefur verið á bandi demókrata í könnunum sem gerðar hafa verið síðasta árið. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal segja að sá mikli munur sem mælst hefur á fylgi flokkanna meðal hvítra, háskólamenntaðra kvenna og hvítra karlmanna án háskólamennt- unar sé nýmæli í bandarískum stjórnmálum og hafi gerbreytt því hvernig demókratar og repú- blikanar hagi baráttu sinni fyrir kosningar. Báð- ir flokkarnir hafi átt raunhæfa möguleika á að fá þessa kjósendahópa á sitt band síðustu áratugi en svo sé ekki lengur. Þingmannsefni demó- krata leggi því meiri áherslu en áður á stefnu- mál sem njóti mikils stuðnings meðal kvennanna, svo sem umbætur í menntamálum, sjúkratryggingar og herta byssulöggjöf. Fram- bjóðendur repúblikana leggi hins vegar meiri áherslu á efnahagsmál og aðgerðir til að binda enda á ólöglegan innflutning fólks til Bandaríkj- anna. Þessi áhersla endurspeglar sjónarmið margra hvítu karlmannanna sem eru líklegri en konur til að styðja stefnu Donalds Trumps for- seta. Mikið fylgi hans meðal þeirra skýrist með- al annars af því að efnahagslægðin eftir fjár- málakreppuna 2008 kom hart niður á þeim sem eru án háskólamenntunar og þeir hafa ekki enn notið góðs af efnahagsbatanum sem hófst í for- setatíð Baracks Obama. Rauntekjur karlmanna án háskólamenntunar voru lægri á síðasta ári en 2008. Iðnverkamenn á bandi repúblikana Stuðningurinn við repúblikana meðal iðn- verkamanna hefur stóraukist á kostnað demó- krata frá árinu 1992 þegar Bill Clinton var kjör- inn forseti Bandaríkjanna. Árið 1992 voru iðnverkamenn að minnsta kosti 25% af vinnuaflinu í alls 860 sýslum og Clinton fékk meirihluta atkvæða í 49% þeirra. Í kosningunum fyrir tveimur árum voru aðeins 320 sýslur með svo hátt hlutfall iðnverkamanna og Donald Trump fékk meirihluta atkvæða í 95% þeirra. Svipuð þróun hefur orðið í kosningum til full- trúadeildar Bandaríkjaþings í tuttugu kjör- dæmum þar sem iðnframleiðslan er mest. Eftir kosningarnar árið 1992 voru demókratar með þingsæti 15 þessara kjördæma en repúblikanar eru nú með öll sætin tuttugu. Á sama tíma hefur hlutfall iðnverkamanna af vinnuaflinu í Bandaríkjunum minnkað úr 15,4% í 8,5%. Iðnframleiðslan hefur að miklu leyti færst frá stóru borgunum yfir í útborgir eða bæi við helstu þjóðvegina frá Michigan, Minnesota og Wisconsin um Ohio og til Karólínuríkjanna tveggja í suðri. Iðnframleiðslan snarminnkaði í norðausturríkjum Bandaríkjanna þar sem demókratar hafa verið öflugir, meðal annars Massachusetts og Connecticut, samkvæmt rannsókn hugveitunnar The Brookings Insti- tute í Washington. Margir iðnverkamannanna í nýju verksmiðjunum í útborgunum hafa hneigst til að styðja stefnu íhaldssamra repúblikana, m.a. andstöðu þeirra við fóstureyðingar. Frjálshyggja á undanhaldi Þessar breytingar virðast skýra mikinn stuðning við verndartolla Trumps meðal kjós- enda repúblikana og vaxandi andstöðu þeirra við fríverslunarsamninga. Í könnun sem gerð var í desember 1999 sögðust 37% repúblikana telja að Bandaríkin hefðu hag af frjálsum við- skiptum en 31% var á öndverðum meiði. Í sams konar könnun í febrúar 2017 sögðust 53% telja að frjáls viðskipti sköðuðu Bandaríkin en 27% töldu þau vera Bandaríkjunum í hag. Repúblik- anaflokkurinn hefur aðhyllst frjálshyggju í efnagsmálum síðustu áratugi og mikill stuðn- ingur meðal repúblikana við verndartolla Trumps hefur því komið mörgum stjórnmála- skýrendum á óvart. Að sögn The Wall Street Journal er mikill meirihluti þingmanna demókrata andvígur frí- verslunarsamningum en þorri kjósenda flokks- ins er hlynntur þeim. 57% demókrata sögðust telja að Bandaríkin hefðu hag af frjálsum við- skiptum en aðeins 16% töldu þau skaða landið í könnuninni í febrúar 2017, þeirri síðustu sem mælir stuðninginn við fríverslunarsamninga Bandaríkjanna. Kjósendurnir skiptast í tvö horn  Demókratar með 33 prósentustigum meira fylgi en repúblikanar meðal hvítra, háskólamenntaðra kvenna  Stuðningurinn við repúblikana 42 stigum meiri meðal hvítra karla án háskólamenntunar Öldungadeildin Fulltrúadeildin Metfjöldi kvenna í framboði til þings í Bandaríkjunum Öldungadeildin 20 40 60 80 100 Fulltrúadeildin Hlutfall kvenna á Fjöldi kvenna sem eru í framboði fyrir flokkana til þingdeildanna tveggja á þriðjudaginn kemur Demókratar Repúblikanar 2017- 2019 1957- 1959 1947- 1949 1967- 1969 1977- 1979 1987- 1989 1997- 1999 2007- 2009 84 23 72 16 54 9 23 2 18 2 11 1 15 1 7 1 23% af alls 100 þingmönnum 19,3% af alls 435 þingmönnum Demókratar Repúblikanar Demókratar Repúblikanar 17 6 61 23 þingi Bandaríkjanna Heimildir: Center for AmericanWomen and Politics /Eagleton Institute of Politics/ Rutgers/Ljósmynd: AFP/Saul Loeb Þinghúsið í Washington 0 50 100 150 200 201820162014201220102008200620042002 87 48 54 46 40 52 53 55 51 60 97 102 99 100 128 119 132 200 Konum í framboði stórfjölgaði » Metfjöldi kvenna er í framboði í þing- kosningunum í Bandaríkjunum á þriðju- daginn kemur. 200 þeirra eru í framboði fyrir demókrata og 60 fyrir repúblikana. » Kosningunum hefur verið líkt við þing- kosningarnar árið 1992 sem hefur verið kallað „ár konunnar“ í bandarískum stjórnmálum. Metfjöldi kvenna var þá kjörinn á þing. Hlutfall kvenna á þinginu var þó enn lágt, aðeins 10%. » Konur eru líklegri en karlmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn í forsetakosn- ingum og í þingkosningum á miðju kjör- tímabili forsetans. Kannanir benda til þess að þær séu einnig líklegri til að kjósa demókrata en repúblikana, einkum háskólamenntaðar konur. Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristi- lega þjóðarflokksins í Noregi, beið ósigur á landsfundi flokksins í gær þegar tillaga hans um að hætta stuðningi við minnihlutastjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Frjálslynda flokksins var felld. Tillaga um að Kristilegi þjóðar- flokkurinn hæfi viðræður um að hann gengi í stjórnina var samþykkt með 98 atkvæðum á landsfundinum. 90 þingmenn studdu tillögu Har- eides um að flokkurinn hætti að styðja hægristjórnina og myndaði nýja stjórn með Verkamannaflokkn- um og Miðflokknum. Tveir lands- fundarmenn skiluðu auðu, að sögn fréttavefjar norska ríkisútvarpsins. Knut Arild Hareide sagði í ræðu á landsfundinum fyrir atkvæða- greiðsluna að hann hygðist segja af sér sem leiðtogi flokksins ef tillaga hans yrði felld. Hann hyggst víkja fyrir nýjum leiðtoga þegar viðræð- unum við stjórnarflokkana þrjá lýkur. Olaug Vervik Bollestad, fyrsti varaformaður flokksins, og Kjell Ingolf Ropstadt, annar varafor- maður hans, höfðu lagst gegn tillögu leiðtogans. Hareide fór þó lofsam- legum orðum um framgöngu þeirra í deilunni í tilfinningaþrunginni ræðu sem hann flutti þegar niðurstaðan lá fyrir. Stjórn flokkanna þriggja er undir forystu Ernu Solberg forsætisráð- herra og var mynduð eftir þingkosn- ingar í fyrra. Kristilegi þjóðar- flokkurinn fékk þá 4,2% atkvæða og átta þingsæti af 169. Kristilegi þjóðarflokkur- inn vill ganga í stjórnina  Tillaga leiðtoga flokksins var felld á landsfundi Hættir Knut Arild Hareide hyggst láta af störfum sem flokksformaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.