Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Loftárásumvar haldiðáfram í
Jemen í gær af
hálfu Sádi-Araba
og bandamanna þeirra þvert
á áköll bæði Bandaríkja-
manna og Sameinuðu þjóð-
anna. Hafa bæði Jim Mattis,
varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, og Mike Pompeo
utanríkisráðherra hvatt til
þess að endi yrði bundinn á
stríðið í Jemen og skorað á
Sádi-Araba að hætta loftárás-
unum.
Ástandið í Jemen eftir rúm-
lega þriggja ára styrjöld er
skelfilegt. Í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu í gær er rakið
að fjórtán milljónir manna
þurfi á aðstoð að halda og
rúmlega helmingur þeirra sé
á barnsaldri. Óttast er að
hungursneyð muni bresta á í
Jemen á næstu mánuðum.
Heilbrigðiskerfið er í lama-
sessi og smitsjúkdómar á
borð við kóleru breiðast út.
Ekki er vitað hvað margir
hafa fallið í stríðinu eða látist
vegna átakanna. Talan tíu
þúsund er iðulega nefnd, en
margir telja að mannfallið sé
mun ef ekki margfalt meira.
Átökin hófust með uppreisn
Húta í mars 2015. Þeir eru
sítar og njóta stuðnings Ír-
ana.
Sádar eru svarnir fjendur
Írana og vilja síst að þeim
vaxi ásmegin. Þeir hafa því
lagst á sveif með súnníum í
landinu og látið sprengjum
rigna yfir Jemen. Af og til
hafa átökin ratað inn í borð
alþjóðlegra fjölmiðla, en það
er vegna morðsins á Jamal
Khashoggi í ræðismanns-
skrifstofu Sáda í Istanbúl og
fallandi gengis Mohammeds
bin Salmans, arftaka krún-
unnar í Sádi-Arabíu, að at-
hyglin beinist nú að Jemen.
Mið-Austurlönd hafa verið
vettvangur spennu og átaka
um langt skeið og undanfarin
sjö ár hafa verið tími sér-
staklega skæðra blóðsúhell-
inga, sem hafa leikið samfélög
grátt. Fyrir þann tíma voru
við völd einræðisherrar, sem
ekkert virtist geta haggað.
Nú hefur þeim verið sópað
burt með hrikalegum afleið-
ingum, nema í Sýrlandi þar
sem harðstjórinn Bashar al-
Assad setur sjálfan sig ofar
öllu öðru, staðráðinn í að
halda völdum sama hvað það
kostar mikla eyðileggingu og
mörg mannslíf.
Hræringarnar í Sádi-
Arabíu um þessar mundir
helgast meðal annars af því
að ráðandi öfl í landinu óttast
að þar gæti almenningur
ruðst upp á dekk.
Þau boða því
breytingar, en
reyna að skammta
þær og stýra
harðri hendi. Hvort það mun
takast er annað mál.
Tölur frá Sameinuðu þjóð-
unum bera ástandinu vitni
eins og þýski blaðamaðurinn
Rainer Hermann rekur í bók
sinni Arabisches Beben
(Arabískur landskjálfti). Í
arabaheiminum búa 5%
jarðarbúa. Þar eru 45% allra
hryðjuverka framin. Þar er að
finna 47% þeirra sem hafa
flosnað upp frá heimilum sín-
um og eru á vergangi heima
fyrir. Þaðan koma 57,5%
flóttamanna sem hafa yfirgef-
ið heimaland sitt. Að auki eru
tveir af hverjum þremur
mönnum, sem hafa fallið eða
særst í átökum, arabar.
Ekki er búist við því að
ástandið muni batna á næst-
unni. Sameinuðu þjóðirnar
telja að 2050 muni þrír af
hverjum fjórum aröbum búa í
löndum þar sem mikil hætta
sé á átökum. Sú ályktun er
meðal annars dregin af út-
gjöldum til vopnakaupa og
hernaðarmála. Í arabaheim-
inum voru þau á tímabilinu
1988 til 2014 að jafnaði 75%
hærri á hvern íbúa en að
meðaltali í heiminum. Eins og
Hermann bendir á eru menn
hvergi í heiminum jafn gráir
fyrir járnum og í Austur-
löndum nær.
Þá eru innviðir þessara
landa komnir að þolmörkum
og jafnvel yfir þau. Hvergi er
fólksfjölgun jafn mikil nema í
Afríku sunnan Sahara. Eins
og efnahagsástandinu er hátt-
að í þessum löndum verður
enga vinnu að fá fyrir allt
þetta unga fólk.
Ferskt vatn er af mjög
skornum skammti í þessum
heimshluta. Reiknað hefur
verið út að í arabaheiminum
er notkun vatns 16% umfram
það sem verður til í endur-
nýjanlegum vatnsbólum.
Ástandið er sennilega verst í
Jemen. Talað er um að hver
maður þurfi að lágmarki 500
rúmmetra af vatni á ári til
daglegra nota. Meðalnotkun-
in í Jemen er 88 rúmmetrar
og í höfuðborginni þarf að
bora niður á þúsund metra
dýpi til að ná niður á vatn.
Ekki er nokkur leið að sjá
hvað muni koma út úr þessum
umbrotum í arabaheiminum.
Átakalínan liggur milli greina
íslams, súnnía og síta, en bar-
áttan snýst um völd og ítök og
eins hægt að búast við því að
ástandið muni versna áður en
um hægist.
Hvergi ófriðlegra en
í Mið-Austurlöndum}Upplausn í arabaheimi
Í
tillögu til samgönguáætlunar fyrir
næstu 15 ár er að finna mörg góð verk-
efni og þau eiga það öll sameiginlegt að
falla vel undir lýsinguna „því fyrr því
betra“. Augljóslega er ekki hægt að
klára öll verkefnin strax en það verður að segj-
ast eins og er, það er undarlegt hvað sumar
framkvæmdirnar raðast seint í þessa sam-
gönguáætlun. Ef maður setur á sig hlutleysis-
gleraugun þá er til dæmis mjög erfitt að rök-
styðja af hverju Reykjanesbrautin er ekki
kláruð. Það var meira að segja gert ráð fyrir því
í gildandi samgönguáætlun að tvöföldunin
sunnan Hafnarfjarðar yrði kláruð árið 2018. Nú
á að seinka þeirri framkvæmd um allt að 10 ár.
Það er sama hvað gleraugu maður setur upp;
öryggi, byggð, ábati, álag, að klára Reykjanes-
brautina er alltaf ofarlega. Það ofarlega að það
hlýtur að teljast skrítið að framkvæmdinni sé frestað yfir
á annað tímabil samgönguáætlunar.
Við þurfum nefnilega að skoða tvo lista hlið við hlið.
Lista yfir framkvæmdir sem er raðað samkvæmt öryggi
og hagkvæmni annars vegar og sanngirni hins vegar.
Sanngirnissjónarmiðin geta verið fjölbreytt en þegar allt
kemur til alls þá myndi það teljast óvenjuleg forgangs-
röðun að setja slík verkefni fram fyrir verkefni sem byggj-
ast á öryggissjónarmiðum. Á sama tíma myndu slík verk-
efni líklega aldrei komast til framkvæmda ef það væri
aldrei tekið tillit til slíkra sjónarmiða. Það sem er undar-
legt er að verkefnið að klára Reykjanesbrautina flokkast
auðveldlega ofarlega á báðum þessum listum.
Hvers konar rök er hægt að finna til þess að
réttlæta slíka breytingu á forgangsröðun? Ég
finn enga réttlætingu nema pólitíska. Í núver-
andi aðstæðum þar sem samgöngukerfið hef-
ur verið vanfjármagnað síðan 2011, þar sem
vantar gríðarlegt fjármagn til þess að vinna
upp þann halla sem hrunárin hafa skilið eftir
handa okkur, þá eru einu lausnirnar sem ríkis-
stjórnin leggur til einkaframkvæmdir og veg-
gjöld. Það má beinlínis túlka orð samgöngu-
ráðherra um veggjöld til þess að flýta fyrir
jafn mikilvægum vegaframkvæmdum og
Reykjanesbrautinni sem hótun. Ef þið eruð
ekki tilbúin til þess að borga, þá verðið þið að
bíða. Á meðan lætur ráðherra búa til vegi sem
eru miklu neðar á lista um t.d. öryggissjónar-
mið. Þessi hótun á ekki bara við um Reykja-
nesbrautina heldur um allar framkvæmdir í kringum
höfuðborgarsvæðið. Þessi hótun er hins vegar innantóm
þegar kemur að Reykjanesbrautinni. Þar er ekki nein
stytting á vegi eins og Hvalfjarðargöngin. Þar er engin
önnur rökrétt leið í boði. Nei, að klára Reykjanesbrautina
er öryggismál á bestu mögulegu leið sem er í boði.
Ég hef svo sem ýmislegt annað að segja um forgangs-
röðun samgönguáætlunar, en hvernig þessari framkvæmd
er ýtt niður stingur svo sannarlega í augun.
bjornlevi@althingi.com
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Hvað er að í samgöngumálum?
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Áhugi á eyðibýlum á Íslandihefur stóraukist á undan-förnum árum. Yfirgefinhús fjarri alfaraleið hafa
eitthvert óútskýrt aðdráttarafl sem
heillar marga og vekur forvitni um
sögu og örlög óþekkts fólks. Húsin
eru af ýmsu tagi, svo sem íbúðarhús,
fjárhús, kofar alls konar eða verk-
smiðju- og vinnsluhús. Öll eiga þau
það sameiginlegt að vera ákaflega illa
farin og sum að hruni komin. Sum
hafa verið auð og yfirgefin áratugum
saman, önnur skemur.
Þessi áhugi hefur birst í mörgum
myndum. Einstaklingar og hópar
fara í gönguferðir til að leita þessi hús
uppi og skoða þau. Þau verða kvik-
myndagerðarmönnum, ljósmynd-
urum, málurum og skáldum að yrk-
isefni. Á árunum 2011 til 2014 skráði
hópur áhugamanna skipulega nær
átta hundruð yfirgefin íbúðarhús í öll-
um sveitum landsins. Var afrakstur-
inn gefinn út í 7 binda ritröð, Eyðibýli
á Íslandi, með texta um húsin og ljós-
myndum af þeim öllum. Markmið
verkefnisins var að rannsaka og skrá
umfang og menningarlegt vægi eyði-
býla og annarra yfirgefinna íbúðar-
húsa á landsbyggðinni. Jafnframt að
stuðla að björgun áhugaverðra og
byggingarsögulega mikilvægra húsa,
m.a. með endurgerð og nýtingu í
ferðaþjónustu.
Þá muna eflaust margir eftir því að
fyrir tveimur árum sýndi RÚV sex
þætti í röð um eyðibýli þar sem saga
mannlífsins að baki hinum yfirgefnu
húsum var rakin.
Eignarhald eyðibýla er með ýms-
um hætti og ekkert yfirlit til um það
þar sem flest eru þau utan við allar
opinberar skrár. Þó eru nokkur á
ríkisjörðum, þar sem hefðbundinn
búskapur er yfirleitt ekki lengur
stundaður, og því á forræði ríkisins.
Óljóst er um eignarhald mjög margra
og upplýsingar um þá sem síðast
bjuggu í húsunum eða voru ábúendur
jarðanna ekki alltaf fyrirliggjandi.
Ekkert eftirlit
Nú hafa vaknað spurningar um
hvort hafa þurfi meira eftirlit með
þessum eyðibýlum og tryggja með
einhverjum hætti að fólk sem áhuga
hefur á að skoða þau fari sér ekki
voða í slíkum heimsóknum. Sannleik-
urinn er sá að allmörg þessara húsa
eru svo ótraust að gólf geta brostið og
útveggir og innréttingar hrunið. Fólk
getur stórslasast fari það ekki var-
lega. Og ekki bara fólk því eins og
frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni
sýnir, getur t.d. sauðfé stafað hættu
af því að fara inn í sum yfirgefin hús.
13 kindur leituðu inn í hrörlegt fjár-
hús á eyðibýlinu Eyri í Mjóafirði í
Súðavíkurheppi einhvern tíma í sum-
ar og áttu þaðan ekki afturkvæmt.
Inngangurinn virðist hafa hrunið og
varnað þeim útgöngu. Þær dóu úr
þorsta. Aðkoman var ömurleg þegar
kindurnar fundust í byrjun október.
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
segir Snævar Guðmundsson, forstjóri
Ríkiseigna, sem fara með forræði
eyðijarða í eigu ríkisins, að stofnunin
hafi fram að þessu ekki haft skipulagt
eftirlit með útleigðum bú- eða eyði-
jörðum. Atvikið á Eyri í sumar kunni
að breyta því.
En eyðibýli ríkisins eru aðeins
hluti af hinum yfirgefnu húsum um
land allt. Eftirlit með ríkiseignum
tryggir ekki að öruggt sé að skoða hin
húsin öll.
En spyrja má líka hvort hér hljóti
ekki að gilda sem aðalregla að hver
og einn sem er að sniglast í kringum
eyðibýli eða lítur þar inn geri það á
eigin ábyrgð. Hinn stóraukni áhugi
skapar þó líklega þörf á því að athygli
sé með einhverjum hætti vakin á
þeim hættum sem slíkum heimsókn-
um geta fylgt.
Ekkert eftirlit með
eyðibýlum landsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfirgefið Íbúðarhúsið gamla á Arnarnúpi í Dýrafirði er eitt eyðibýla lands-
ins. Brattir hamraveggir samnefnds fjalls setja sterkan svip á umhverfið.
„Þessi hús eru minnisvarðar um
löngu liðið hversdagslíf,“ sagði
listakonan Þóra Einarsdóttir í
viðtali við Morgunblaðið fyrir
þremur árum, þegar sagt var frá
sýningu á teikningum hennar af
eyðibýlum í Listasafni Reykja-
víkur. Þóra sagðist hafa fundið
fyrir sterkum tilfinningum í ná-
lægð yfirgefnu húsanna.
„Maður finnur fyrir tregatilfinn-
ingu vegna þess sem var, lífsins
sem eitt sinn var lifað í þessum
húsum. Og ótal spurningar
vakna um fólkið sem bjó þarna.
Hvernig leið því? Hvers vegna
fór það? … Stundum er eins og
fólk hafi gengið út og skilið allt
eftir, eða dáið og enginn hirt um
að fjarlægja innanstokksmuni.
Til dæmis var kjóll hangandi á
hurð í einu eyðibýlinu, rétt eins
og eigandinn hefði skroppið frá.
Og í öðru var sykurkar á eldhús-
borðinu og bollastell í skáp-
unum, og þannig hefur það ver-
ið óhreyft í fimmtíu ár frá því
býlið fór í eyði. Annars staðar
var allt tómt.“
Húsin eru
minnisvarðar
VEKJA TILFINNINGAR