Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 32

Morgunblaðið - 03.11.2018, Side 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ljós tendruð í minningu látinna ást- vina. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ár- bæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztine Kalló Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Erlu Mist- ar Magnúsdóttur. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi ann- ast samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. Miðvikudaginn 7. nóv. kl. 17-19 ganga fermingarbörn í hús í sókninni og safna fé til vatnsöflunar er nýtast munu jafn- ingjum þeirra í Afríku. Vinsamlegast tak- ið erindi þeirra vel og leggið góðum mál- stað lið. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karls- sonar. Prestar kirkjunnar, Kjartan Jóns- son og Arnór Bjarki Blomsterberg, leiða stundina og annast fræðslu ásamt Bjarka Geirdal Guðfinnssyni sunnu- dagaskólakennara. Hressing eftir guðs- þjónustu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hans Guðberg, Sigrún Ósk og Ástvaldur organisti ásamt Lærisveinum hans hafa umsjón með stundinni. BORGARNESKIRKJA | Allra heilagra messa sunnudag kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sönginn. Organisti er Hulda Bragadóttir. Guðsþjónustan er sérstaklega helguð minningu látinna. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar syngur. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Umsjón hafa Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir. Ensk bænastund kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Umsjón hafa Daníel Ágúst og Sóley Adda. Allra sálna messa og látinna minnst kl. 14, sr. Ása Laufey Sæ- mundsdóttir messar. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könn- unni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Allraheilagra messa kl. 11, látinna minnst með ljósatendrun og lesin nöfn þeirra sem jarðsungin hafa verið frá kirkjunni síð- asta árið. Þeir sem syrgja ástvini eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Sr. Bára Friðriksdóttir, organisti er Sól- veig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Veitingar í safn- aðarsal að lokinni messu. Ferming- arbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkj- unnar 4.-11. nóv. Fermingarfræðsla kl. 12.30-13.30. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. El- ínborg Sturludóttir prédikar og þjónar. Barnastarfið á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Bílastæði við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Allra heilagra messa. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Bleik messa kl. 20. Kvöldmessa tengd árvekniátaki gegn krabbameini. Kristín M. Úlfarsdóttir, 14 ára, segir frá reynslu sinni af sjúkdómnum. Sóknarprestur flytur hugvekju og látinna verður minnst. Kór Egilsstaðakirkju og Stúlknakórinn Liljurnar syngja. Torvald Gjerde og Tryggvi Hermannsson leika undir. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Í guðsþjónustunni verður látinna minnst. Prestar kirkj- unnar þjóna og kór kirkjunnar syngur. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka á allra heil- agra messu kl. 20. Minnumst látinna ástvina. Kirkjugestum gefst kostur á því að tendra kertljós í upphafi stund- arinnar. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Erna Blöndal syngur ein- söng. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Allra heil- agra messa kl. 14. Messan er helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Gunnar Gunnarsson org- anisti ásamt hljómsveitinni Möntru og Sönghópnum við Tjörnina leiða tónlist- ina. GARÐAKIRKJA | Minning látinna kl. 14. Tónlistarflutningur er í höndum kórs Vídalínskirkju og Jóhanns Baldvins- sonar organista. Einnig syngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigur- geirsson leikur undir á gítar. Hermann Georg Gunnlaugsson flytur ávarp. Prest- ar og djáknar Garðaprestakalls þjóna fyrir altari. GLERÁRKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Sunna Kristrún djákni. Allra heilagra messa kl. 20. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. GRAFARVOGSKIRKJA | Minning- arguðsþjónusta kl. 14. Prestar safn- aðarins þjóna og sr Grétar Halldór Gunnarsson prédikar. Í guðsþjónust- unni minnumst við sérstaklega þeirra sem hafa látist á árinu og verið jarð- sungin í Grafarvogskirkju eða af prest- um safnaðarins. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala þar sem framlögin renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju. Sunnudagaskólinn kl. 11. Dans, söngvar og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agn- arsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kirkjukór Grensáskirkju og messuhópur þjóna. Kaffi á undan og eftir messu, bænastund kl. 10.15. Batamessa kl. 17. Sólrún, Björn og þeirra fólk úr 12 spora starfinu þjóna. Bjarki Björnsson leikur á gítar. Léttar veitingar eftir messu. Í báðum messum leikur Ásta Haraldsdóttir undir almenn- an söng og sr. María Ágústsdóttir préd- ikar. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Allra heilagra messa sunnudag 4. nóv- ember kl. 14 í hátíðasal Grundar. Minnst verður látinna ástvina. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heim- ilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestar eru Karl V. Matthíasson og Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sönghópur Guðríðarkirkju syngur. Allra heilagra messa kl. 17. Prestur er Karl V. Matthíasson. Vorboð- inn, kór eldri borgara úr Mosfellsbæ, syngur undir stjórn Hrannar Helgadótt- ur. Kveikt verður á kertum í Liljugarð- inum eftir messuna. Kaffisopi í boði á eftir. Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ljós verða tendruð á kertum í minningu lát- inna kl. 11. Sr. Stefán Már Gunn- laugsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stýrir söng félaga úr Barbörukórnum. Sunnudagaskóli. Hressing eftir stund- ina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Allraheilagramessa. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Úrsúlu Árna- dóttur, presti fatlaðra. Messuþjónar að- stoða. Látinna minnst. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheið- ur Bjarnadóttir. Hádegisfyrirlestur miðvi- kud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Laugardagur kl. 17. Dagskrá í tali og tónum, látinna minnst. Einsöngvarar: Heiðdís Hanna Sigurð- ardóttir, Halldór Unnar Ómarsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Sara Grímsdóttir, Alda Úlfarsdóttir og Ásdís Arnalds. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Kynnir og lesari er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Sunnudag kl. 11. Messa á allra heilagra messu. Kordía, kór Háteigskirkju syng- ur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Ása Laufey Sæmundsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Minning- arguðsþjónusta á allra heilagra messu kl. 11. Í þessari messu komum við sam- an og minnumst þeirra ástvina okkar sem gengnir eru. Kórinn syngur falleg lög og sálma undir stjórn Kristínar Jó- hannesardóttur. Prestur er Sunna Dóra Möller. Búningasunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Markúsar og Heiðbjartar. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðs- þjónusta kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heim- ilisfólks velkomnir með sínu fólki. HRAFNISTA REYKJAVÍK | Guðsþjón- usta á allraheilagramessu kl. 14 í sam- komusalnum Helgafelli. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Félagar úr kirkju- kór Áskirkju syngja. Sr. Svanhildur Blön- dal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESKIRKJA | Allra heilagra messa kl. 14. Látinna minnst. Kirkjukór Hvalsness- og Útskálasóknar syngur. Organisti er Arnór Vilbergsson. Kveikt á kertum til minningar um látna. Ljós flutt frá altari yfir á útikerti sem fólk getur keypt í kirkjunni (500 kr.) eða komið með og sett á leiði ástvina ef veður leyfir. Nöfn látinna í sókninni sl. 12 mánuði lesin upp. Við inngang liggur frammi nafnalisti og hægt að bæta fleiri nöfnum á listann sem óskað er að verði sérstaklega minnst. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta, góðir gestir úr hvíta- sunnukirkjunni í Keflavík koma í heim- sókn til okkar og leiða messuna ásamt sr. Fritz Má og messuþjónum. Eftir guðs- þjónustu njótum við samfélags í Kirkju- lundi, sóknarnefnd og foreldrar ferming- arbarna bjóða upp á súpu og brauð. Miðvikudag 7. feb. kl. 12. Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Gæðakonur bera fram súpu og brauð. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta á allra heilagra messu kl. 11. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Beðið verður með nafni og kveikt á kerti til minningar um þá, sem sóknarprestur hefur jarðsungið frá 20. okt ’17 til og með 29. okt ’18. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10.30 og þá gefst kostur að tendra bænaljós við altari. Sunnudagskólinn hefst kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Graduale Nobili syng- ur við athöfnina, Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir leiða barnastarfið. Samvera kl. 20 í minningu látinna ást- vina. Sálumessa Fauré flutt af Kór Lang- holtskirkju, Sunna Karen Einarsdóttir og Þórður Sigurðarson stjórna, einsöngv- arar Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Guðbjörg Jóhann- esdóttir sóknarprestur þjónar við báðar athafnir og organisti er Magnús Ragn- arsson. Aðgangur ókeypis. LAUGARNESKIRKJA | Innsetning- armessa kl. 11.Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir prófastur setur nývígðan sr. Hjalta Jón Sverrisson inn í embætti Laugarneskirkju, sr. Eva Björk Valdi- marsdóttir aðstoðar. Konráð Óskar Kjartansson flytur lag. Kirkjukór Laug- arneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur org- anista. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffi og konfekt og kvenfélagið heldur sinn árlega kökubasar. Sunnu- dagaskólinn verður á sínum stað í um- sjón Emmu, Gísla og Garðars. LÁGAFELLSKIRKJA | Allra heilagra messa. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Rut G. Magnús- dóttir, djákni, aðstoðar. Organisti er Hrönn Helgadóttir. Kór eldri borgara í Mosfellsbæ, Vorboðarnir, syngja og leiða söng. Sunnudagaskóli kl. 13. Um- sjón: Pétur Ragnhildarson og Þórður Sigurðarson. www.lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Minningarstund þar sem fólk getur minnst ástvina sem fallnir eru frá kl. 20. Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórn- um syngja. Boðið verður upp á að kveikja á kertum til minningar um ást- vini. Sr. Guðni Már Harðarson flytur hug- leiðingu. NESKIRKJA | Messa og sunnudags- kóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudaga- skóli. Umsjón hafa sr. Skúli S. Ólafs- son, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agn- arsson annast undirleik. Létt hressing að loknu helgihaldi. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Samvera aldraðra sunnudag kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari. Sigmundur Ernir Rúnarson, fjölmiðlamaður og rit- höfundur, flytur hugvekju og nemendur úr Listaháskóla Íslands syngja fyrir við- stadda. Viðamikill viðurgerningur í safn- aðarheimili í boði stjórnar eftir sam- veruna. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háa- leitisbraut 58-60. 3. h. Ræðumaður er Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Allra heilagra messa, ljós tendruð í minningu látinna. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Ester Ólafsdóttir, prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Sunnudaga- skóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýr- ar og leiðtoganna. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og barnakórinn syngur. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Halli Reynis leiðir tónlistina og flytur hugvekju. Engin guðsþjónusta verður kl. 14. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu- morgunn kl. 10. Íslenskar bænir fram um 1620. Svavar Sigmundsson, rann- sóknaprófessor, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju syngja. Út- varpsstöðin Lindin verður kynnt. Kaffi- veitingar eftir athöfn. Leshópur um Frelsi kristins manns undir stjórn dr. Gunnars Kristjánssonar mánudag kl. 20. ÚTSKÁLAKIRKJA | Allraheilagra- messa kl. 16. Látinna minnst. Kirkjukór Hvalsnes- og Útskálasóknar syngur. Organisti er Arnór Vilbergsson. Kveikt á kertum til minningar um látna. Ljós flutt frá altari yfir á útikerti sem fólk getur keypt í kirkjunni (kr. 500) eða komið með og sett á leiði ástvina ef veður leyf- ir. Nöfn látinna í sókninni sl. 12 mánuði lesin upp. Við inngang liggur frammi nafnalisti og hægt að bæta á listann fleiri nöfnum, þeirra sem óskað er að verði sérstaklega minnst. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirs- sonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Brúðuleikrit, biblíufræðsla og tónlist. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prest- ur er Bragi J. Ingibergsson. Sunnudaga- skólinn kl. 11. María og Bryndís leiða stundina. Vöfflukaffi að guðsþjónustum loknum. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudaga- skóli kl. 10 í umsjón Péturs, Heiðars og Stefáns. Fjölskylduguðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Krist- inssonar organista. Meðhjálpari er Pét- ur Rúðrik Guðmundsson. Spilakvöld aldraða og öryrkja kl. 20. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbb- urinn. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís og Baldur. ORÐ DAGSINS: Jesús prédikar um sælu (Matt. 5) Minningar ✝ Fjóla Svein-bjarnardóttir fæddist á Seyð- isfirði 11. júní 1935. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 29. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörn Jón Hjálmarsson verkamaður, f. 28.12. 1905, d. 5.12. 1974, og Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 31.10. 1911, d. 9.6. 2002. Fjóla ólst upp á Seyðisfirði í hópi fjögurra systkina, þeirra Baldurs Guðbjarts, f. 30.1. 1929, d. 6.4. 2012, Ingu Hrefnu, f. 2.1. 1932, Jóhanns Björns, f. 18.2. 1934, Ástrúnar Lilju, f. 14.9. 1951 og fóstursystur Árdísar Bjargar Ísleifsdóttur, f. 24.8. 1951. Fjóla lauk hefðbundnu námi við Gagnfræðaskóla Seyðis- fjarðar og vann síðan ýmis störf, s.s. síldarverkun o.fl. Aðalstarf hennar til margra ára var þó við Landssíma Íslands á Seyðisfirði, þar sem hún gegndi starfi sem almennt var kallað „símadama“. Þann 28. desember 1958 gift- ist Fjóla Guðmundi Hannesi Sig- urjónssyni frá Eskifirði, sem fæddur var 24. júlí 1931. Guð- mundur lést 14. mars 2014. Börn þeirra eru: 1) Ásta Jóna, f. 4.11. 1959. Hennar maður er Þorvaldur Benediktsson Hjarð- ar, f. 28.9. 1959. Börn þeirra eru: 1. Hekla Hrönn, f. 1.8. 1991, hennar sambýlismaður er Brynjar Árnason. 2. Benedikt Burkni, f. 26.9. 1997, hans unn- usta er Snædís Birta Höskulds- dóttir. 3. Salka Sif, f. 21.6. 1999. 2) Sigurjón Andri, f. 7.9. 1963. Hans kona er Jóna Mar- grét Valgeirsdóttir, f. 16.1. 1964. Henn- ar dóttir er Ólína Halla Þrastar- dóttir, f. 10.6. 2000. Dóttir Sigurjóns Andra og Christu Hörpudóttur, f. 15.8. 1981, er Tara Lovísa, f. 12.6. 2008. 3) Ingibjörg Sóley, f. 26.6. 1966. Hennar maður er Guttormur Bergmann Krist- mannsson, f. 26.9. 1967. Þeirra börn eru: 1. Guðmundur Andri, f. 26.3. 1991. Hans sambýliskona er Anna Hjálmveig Hannes- dóttir. Dóttir Guðmundar Andra er Birgitta Brá, f. 4.5. 2011. 2. Jón Otti, f. 17.2. 1993. Hans unn- usta er Katarzyna Szulz. 3. Guðný Sól, f. 12.7. 1998. 4. Fjal- ar Tandri, f. 29.9. 2000. 5. Alex- andra Björt, f. 29.9. 2000. Henn- ar unnusti er Reynir Birgisson. 4) Hildur Björk, f. 19.2. 1970. Hennar maður er Brynjar Guð- mundsson, f. 10.8. 1967. Þeirra börn eru: 1. Tanya Brá, f. 19.8. 1989. Hennar sambýlismaður er Vignir Karl Gylfason. Sonur þeirra er Brynjar Hrafn, f. 19.11. 2017. 2. Katla Mist, f. 25.8. 1991. Hennar sambýlis- maður er Elmar Bragi Ein- arsson. 3. Fjóla Rún, f. 25.5. 1996. 4. Brynja Björk, f. 9.7. 2000. 5. Brimar Breki, f. 21.12. 2003. Útför Fjólu verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju, í dag, 3. nóvember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. Kæra systir. Nú er langur tími liðinn frá því við systkinin ólumst upp úti á Hæð. Þar ríkti meira frelsi en inni í bæ til ýmissa athafna vegna hæfilegrar fjarlægðar frá miðbænum. Á stríðsárunum gátum við staðið úti á hlaði og horft til himins þegar þýskir flugu yfir og loftið logaði þegar loftvarnabyssurnar tóku á móti þeim. Þá ríkti stemning gaml- árskvölda. En stríð er hættulegt og því vorum við send í skjól frá því að Nesi í Loðmundarfirði. Þar var gott að vera hjá góðu fólki og dýr- unum. En frá Nesi gátum við líka fylgst dálítið með djöflagangi stríðsins þegar skip komu út úr fjarðarmynni Seyðisfjarðar og lentu stundum í skotbardaga við kafbáta. Einn fagran dag flaug svo þýsk orrustuflugvél lágt yfir okkur þar sem við vorum að þurrka hey úti á bæjartúninu. Flugmennirnir veifuðu okkur og við á móti. Síðan flugu þeir í austur og sáust ekki meir. Ekki fyrir löngu síðan minntir þú mig á það þegar við fórum eitt kvöld að sækja kýrnar úti við Neshjáleigu, í um tveggja kíló- metra fjarlægð frá Nesi. Á milli bæjanna lentum við í kolniða- myrkri, fundum ekki kýrnar og töpuðum áttum. Kolsvarta kisan Nellí, sem ég bar í fanginu, varð óróleg og slapp frá mér. Við héld- um að hún væri okkur þá að eilífu glötuð. Skyndilega birtist fyrir framan okkur skært ljós sem var á stærð við golfkúlu. Við gengum í átt að þessu ljósi, en það hreyfðist alltaf á undan okkur. Ljós þetta eltum við í nokkra stund, þangað til hóað var utan úr myrkrinu. Þar voru komnir að leita að okkur, húsbændurnir af Nesi, Baldur og Ottó. Þeir fylgdu okkur síðan heim, þar sem kisan Nellí tók á móti okkur. Þegar farið var að skoða leiðina sem við höfðum elt ljósið, kom í ljós að hefðum við gengið örlítið aðra slóð hefðum við lent fram af klett- um, og þá ekki aftur í þessu lífi hitt kisuna Nellí. Þetta var þó ekki í eina skiptið sem þú slappst naumlega frá voð- anum. Rigningarsumarið 1951, 19. ágúst, féllu skriður úr Strandar- tindi. Inga systir okkar sá að ein skriðan stefndi á Hæðarhúsið sem þið voruð einar í. Hún dreif þig með sér niður Hæðarbrekkuna, á undan skriðunni. Á leiðinni hélst þú að skriðan næði ykkur og vildir því snúa til baka inn í húsið, sem þú hefðir ekki náð. Inga reif þig með sér og þið björguðust. Brandur kisinn okkar hljóp mjálmandi með ykkur og bjargaði sér sjálfur. Fjóla mín, ég á svo ótalmargar minningar um þig sem ég hefði viljað minnast á, en ásláttarbilin takmarka það, líkt og dagarnir sem okkur eru skammtaðir. Að lokum þakka ég þér allt og allt, og ekki síst alla þína snilldar- handavinnu. Á því sviði varst þú sannur snillingur. Við Svava og fjölskyldur okkar sendum öllu þínu fólki samúðar- kveðjur. Megir þú svífa á vængjum morgunroðans til betri heima, þar sem vinir bíða í varpa. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Þú elskaða systir ert sofnuð rótt söknuður hjartað sker þín umhyggja gaf mér þor og þrótt til þín var gleðin og traustið sótt þinn vorhugur vakti yfir mér. Hjartans þökk fyrir ástríkið allt almættið fylgi þér. Við sjáum löngum hvað lífið er valt á leiðinni skiptist á heitt og kalt uns ævinni lokið er. Við sjáumst aftur systir mín í sælu á himneskri strönd. Morgunninn kemur myrkrið dvín meira ljós yfir veginn skín þar tengjumst við hönd í hönd. Í sælum guðsfriði sofðu rótt sorgin að lokum dvín. Dreymi þig bæði blítt og rótt svo býð ég úr fjarlægð góða nótt sofnaðu systir mín. (Sveinn Ingimundarson) Fjóla Sveinbjarnardóttir Hver vill skipta á góðu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 550m2 glæsihúsi (villu) á einni hæð með sundlaug og öllu tilheyrandi á besta stað í Tailandi? Áhugasamir vinsamlega sendið helstu upplýsingar á netfangið: josakco@gmail.com VANTAR ATVINNUHÚSNÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.