Morgunblaðið - 03.11.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
✝ Sigurjón Krist-insson fæddist í
Reykjavík 20. júní
1944. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 26.
október 2018.
Hann var sonur
hjónanna Eyjólfs
Kristins Eyjólfsson-
ar, f. 28.7. 1883, d.
27.7. 1970, og Þóru
Lilju Jónsdóttur, f. 8.4. 1905, d.
26.12. 1970.
Þau fluttust í Garðinn árið
1946 og bjuggu í Lónshúsum.
Systur Sigurjóns eru 1) Guð-
rún Kristinsdóttir, f. 17.5. 1932,
gift Hilmari Péturssyni, f. 12.9.
1931, þau eiga þrjá syni. 2) Sól-
veig Kristinsdóttir, f. 21.11. 1945,
gift Steinari Bjarnasyni, f. 12.10.
1945, þau eiga tvö börn.
3) Valdís Petrína
Halldórsdóttir (sammæðra), f.
tvö barnabörn. 2) Jónína, f. 12.12.
1965, d. 6.12. 2011, hún eignaðist
eina dóttur. 3) Bára Inga, f. 1971,
gift Jóni Björgvinssyni, f. 1973,
og eiga þau tvær dætur.
Sigurjón stundaði ýmis störf
um ævina, fiskvinnslustörf hjá
Voninni, Gerðabátum, Ísstöðinni,
Ásgeiri hf. og Nesfisk. Starfaði
við grafartöku og leysti af
hringjara við Útskálakirkju.
Hann vann við eldhússtörf hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli og síðustu árin á vinnu-
markaðinum voru hjá Axel í
Skólamat. Og ekki fór fram hjá
neinum harðfiskurinn. Sigurjón
vann mikið í félagsstörfum í
Garðinum. Byrjaði í barnastúk-
unni Siðsemd no. 14, hann var
virkur í Björgunarsveitinni Ægi
frá 1973, var virkur félagi Knatt-
spyrnufélags Víðis og var mörg
ár í Unglingaráði Víðis. Hann
gekk í Kiwanisklúbbinn Hof árið
1980 og var virkur í um 30 ár.
Sigurjón og Kristín bjuggu á
Garðbraut 60 í allmörg ár en
seinustu æviár Sigurjóns bjuggu
þau í Kríulandi 27.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 3. nóvember
2018, klukkan 13.
25.1. 1922, d. 26.8.
1935.
Þann 1.12. 1984
kvæntist Sigurjón
Kristínu Ögmunds-
dóttur, f. 6.3. 1945,
dóttir hjónana Ög-
mundar Jóhannes-
sonar, f. 21.8. 1915,
d. 21.11. 2007, og
Ingigerðar Helga-
dóttur, f. 2.11. 1920,
d. 27.11. 1998, þau
voru kennd við Heiðartún í
Garði.
Kristín á fjögur systkini, Öldu,
f. 1950, Sigurð, f. 1952, Jón, f.
1956, og Maríu, f. 1948, d. 2010.
Sigurjón og Kristín eignuðust
einn son, Kristinn Þór Sigurjóns-
son, f. 1.9. 1985 í sambúð með Að-
albjörgu K Jensdóttur, f. 24.4.
1993. Kristín átti þrjár dætur frá
fyrra hjónabandi. 1) Pálína, f.
1964, gift Jóni Á. Pálmasyni, f.
1963, og eiga þau fjóra syni og
Elsku pabbi.
Ég er varla að trúa því að ég sé
að skrifa minningarorð til þín. Því í
dag er ég ekki einungis að kveðja
yndislega föður minn heldur líka
besta vin minn.
Við feðgarnir höfum brallað
mikið saman í gegnum ævina og
hefur þú ávallt verið mér til halds
og trausts.
Betri föður og vin er ekki hægt
að hugsa sér, þú vildir allt fyrir mig
gera og varst alltaf tilbúinn að rétta
fram hjálparhönd, þegar ég ákvað
að byrja að æfa fótbolta þá bauðst
þú þig fram í unglingaráð Víðis bara
til að geta eytt meiri tíma með mér,
öll þau skipti sem þú keyrðir okkur
strákana á fótboltaleiki/mót, fullur
bíll af strákum og græjurnar í botni.
Ég er ákaflega stoltur af því að
vera sonur þinn og hefur þú kennt
mér margt í lífinu, það er virkilega
erfitt að hugsa til þess að þú munir
ekki lengur vera með okkur og
verður tómlegt að koma heim í
Kríulandið og ekki fíflast með þér,
eiga ekki eftir að borða vöfflurnar
þínar eða fá heimsins besta kart-
öflusalat aftur.
Ég myndi gefa allt fyrir að hafa
smá brot af þínum eiginleikum, því
þú gast alltaf komið manni í gott
skap með þínum einstaka húmor
og jákvæðni, þú vildir aldrei leið-
indi og gerðir öllum til geðs.
Baráttan sem þú háðir í byrjun
þessa mánaðar var afar stutt en
aldrei varstu tilbúinn að gefast upp
fyrr en líkami þinn gat ekki meir,
þó svo að þú værir orðinn mikið
veikur þá varstu alltaf jákvæður og
var húmorinn alltaf til taks, það að
geta tekið þátt í baráttunni með
þér og verið með þér þar til þú
dróst þinn seinasta andardrátt er
mér dýrmæt lífsreynsla, að hafa
fengið tækifæri og segja þér
hversu mikið ég elska þig og
hversu stoltur ég var af þér. Elsku
besti pabbi, þú hefur alltaf verið
mín helsta fyrirmynd og lofa ég að
ég mun reyna að hugsa jafn vel um
hana móður mína og þú gerðir.
Í fríið ertu farinn faðir minn
og í hjarta mínu ég þig geymi.
Að þú ei hringir meir
skrítin er sú hugsun.
Í heim þeirra bestu ertu kominn
þar munt þú ei kveljast meir,
og harðfiskinn munt selja.
Til systu ertu kominn
og hjá henni vera.
Að kveðjustund nú komið er
og öllum ég bið að heilsa.
Í minningumni þú lifir enn
og ávallt munt gera.
(Kristinn Þór)
Elsku pabbi, kveðjustundin er
erfið og sorgin er ólýsanleg.
Þinn sonur,
Kristinn Þór.
Elsku Nonni minn, nú er víst
komið að okkar síðustu kveðju-
stund. Sárt er að sjá á eftir þér fara
svona fljótt eftir að þú varst kom-
inn á eftirlaun og ætlaðir þér að
fara að njóta ellinnar með mömmu.
Þið náðuð nú samt að njóta þess að-
eins og ferðirnar til mín og minna
urðu lengri, svo við gætum nú notið
þess að vera saman.
Þú valdir mömmu sem þína
prinsessu og gekkst eftir henni þar
til hún gaf sig, einstæð móðir með
þrjár dætur og eitt barnabarn, þú
varst aldrei í vafa, Stínu vildirðu fá.
Ég var pínu í vafa í byrjun en svo
varstu bara ekkert svo slæmur,
gafst mér pening fyrir buxum ann-
að slagið í byrjun svo ég mildaðist,
og svo varð ég bara nokkuð sátt.
Þið giftuð ykkur 1. desember 1984
og níu mánuðum síðar varð ég
stóra syss, fékk lítinn sætan bróður
sem var þér allt, og þú varðst loks
pabbi eftir að hafa verið afi og
fóstri í tvö ár.
Og afi var ekki minna hlutverk í
þínum augum, að vera góður pabbi
og afi var mikilvægt hjá þér, enda
hændust nú flest börn að þér, en
mínar dætur hafa notið þess að
hafa afa eins og þig, þú reyndist
þeim vel. Karina vinkona mín sagði
strax eftir að hún hitti þig í fyrsta
skipti að stelpurnar mínar væru
heppnar, þú værir svona ekta afi
sem öll börn óskuðu sér, og það er
rétt.
Þegar mamma veiktist varstu
við hennar hlið skilyrðislaust, og
ekkert gat fengið þig til að sleppa
hendinni af henni, þú tókst þetta
verkefni að þér og þrautseigjan
kom ykkur í gegnum þetta, og það
þrisvar sinnum.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar, Nonni minn, með okkur
tveim í aðalhlutverki, og flestar
þeirra veita mér bros á vör og hlýju
í hjarta því við vorum góð saman,
ég átti það nú til að skammast í þér,
en það var aldrei svo að við yrðum
óvinir, kunnum það ekki, eða þú
kunnir það ekki, varst aldrei reiður
lengi út í nokkurn mann.
Ég veit ekki hvernig það verður
að koma heim í Garðinn næst þeg-
ar ég kem, sjálfsagt tómlegt og
frekar hljótt, engin harðfisklykt,
engir seðlar hingað og þangað um
húsið, enginn til að espa mömmu
upp með mér, já frekar tómlegt.
Ég lofaði þér að ég skyldi passa
mömmu og Kidda fyrir þig, og ég
veit að þú munt láta vita af þér ef
ég sinni því ekki vel, svo ég mun
gera allt til að standa við það. Þú
getur kvatt okkur stoltur og með
reisn því þú stóðst þig vel sem
eiginmaður, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi. Pála og Jóna
nutu þess líka hversu vel þú stóðst
við hlið móður þeirra, varst góður
pabbi fyrir litla bróður þeirra og
afi fyrir börnin þeirra, meira að
segja langafi líka.
Þú barðist af hetjudáð undir
það síðasta en ákvaðst sjálfur að
nú væri nóg komið þegar ekkert
gekk þér í vil, þreytan var sterkari
og þú kvaddir okkur á höfðingja-
legan hátt með reisn og enn fullur
af húmor, svo ég veit þú heldur
bara áfram að vera þú í Sumar-
landinu góða með öllum þeim sem
bíða þín.
Takk fyrir allt, kroppur, við
sjáumst síðar.
Þín fósturdóttir,
Bára Inga.
Elsku besti tengdapabbi minn,
mikið á ég eftir að sakna þín. Ég
trúi því ekki að þú sért farinn í
draumalandið. Tíminn fór frá okk-
ur í þetta sinn, en það skiptir engu
máli. Við eigum svo fallegar minn-
ingar saman og mun ég ávallt
varðveita þær. Ég varð þess heið-
urs aðnjótandi að þekkja þig, þó að
vinskapur okkar hafi ekki varað
lengi.
Elsku Nonni, allt frá því ég hitti
þig fyrst vissi ég að við yrðum góð-
ir vinir. Ég gleymi því seint þegar
ég kom í fyrsta skiptið til ykkar
Stínu í Kríulandið í dýrindisveislu.
Öllu var tjaldað til fyrir komu til-
vonandi tengdadóttur. Ég man
hvað við hlógum mikið þetta kvöld,
þar sem þú reyttir af þér brand-
arana í sífellu. Þetta markaði upp-
haf að yndislegum vinaböndum
sem við munum eiga um eilífð.
Þegar ég kom í heimsókn var
alltaf heitt á könnunni og við tvö
gátum heldur betur spjallað. Þú
sagðir okkur sögur frá fyrri tím-
um. Frá foreldrum þínum og
systrum og hvernig það hefði verið
að alast upp í Lónshúsum í Garð-
inum. Einnig hversu ötull þú varst
í skemmtanalífinu í Garðinum á
bannárunum og skrautlegar sögur
frá herstöðinni.
Þú mundir alltaf eftir litlu hlut-
unum sem allir virtust gleyma.
Hvort sem það var að kaupa
jarðarberjasvala handa Sigur-
björgu, þegar hún kom frá Dan-
mörku, eða kartöflusalat handa
Kidda, sem borðar ekki soðnar
kartöflur.
Einn daginn, þegar ég kom í
Kríulandið var ég alveg forviða,
þar beið mín fallegur rósavöndur
sem þið gáfuð mér eftir að hafa
klárað einhverja ómerkilega dip-
loma-gráðu í háskólanum. Ég man
hvað mér þótti vænt um það hvað
þið Stína tókuð svona einstaklega
vel á móti mér, með útbreiddan
faðminn að rifna úr stolti líkt og
mínir eigin foreldrar.
Nonni minn, þú varst góð-
mennskan uppmáluð. Hamingja
annarra var þér hugleikin, það
léstu í ljós með náungakærleik þín-
um og þeirri skilyrðislausu ást sem
þú sýndir fólkinu þínu. Þú tjáðir
væntumþykju í garð annarra á svo
fallegan og innilegan hátt. Þú varst
með svo góða nærveru og það var
alltaf gott að tala við þig. Þú hlóst,
brostir og gerðir grín, það voru þín-
ar ær og kýr. Kímnigáfan þín lifir
áfram í sálum okkar allra og mun
vara um ókomna tíð.
Kveðja
„Aðalheiður þín“
Aðalheiður.
Okkur langar að minnast Sigur-
jóns okkar sem fallinn er nú frá eft-
ir stutt og erfið veikindi. Frá því þú
komst inn í fjölskyldu okkar hefur
alltaf verið gleði og kátína í kring-
um þig og alltaf gaman að koma í
Kríulandið og fá vöfflurnar þínar
og alvörurjóma. Alltaf varst þú
boðinn og búinn að hjálpa öðrum
og þótti okkur öllum vænt um þig,
hreinskilni þína og húmorinn.
Okkur þótti líka vænt um þegar
þú hringdir í okkur og lést okkur
vita að það væri svolítið langt síðan
við komum síðast í heimsókn, þú
spurðir jafnvel hvort við værum
enn á lífi. Það var gaman að fara
með ykkur í okkar árlegu sum-
arbústaðaferðir í Ölfusborgir og þá
var nú kátt á hjalla og þú í essinu
þínu og þú fékkst þingmanninn í
heimsókn og lést hann heyra það
einu sinni sem oftar. Krökkunum
okkar varstu góður og alltaf tilbú-
inn að styrkja þau í fótboltafjáröfl-
unum og fylgdist vel með þeim og
hvattir þau til dáða.
Skötuveislurnar í Kríulandinu
voru einstakar þar sem ungir og
gamlir komu saman og skemmtu
sér konunglega, enda varst þú bú-
inn að vera að undirbúa í margar
vikur og sást til þess að ekkert
skorti. Það verður erfitt að halda
skötuveisluna án þín en við munum
reyna okkar besta, en mikið mun-
um við nú sakna þín elsku Sigur-
jón.
Við munum að sjálfsögðu halda
áfram að koma í Kríulandið og
styðja við Stínu okkar sem nú hef-
ur misst svo mikið eins og við öll.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Sigurjón
Kristinsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA EMILÍA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dalsgerði 7h,
Akureyri,
sem andaðist á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
28. október, verður jarðsungin föstudaginn 9. nóvember frá
Akureyrarkirkju klukkan 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar
er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðríður Þórhallsdóttir Hallgrímur Jónsson
Stefán Arngrímsson Guðbjörg Theresísa Einarsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS KRISTJÁNSSONAR
frá Gásum,
Suðurbyggð 12 á Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Reynihlíðar, dvalarheimilinu Hlíð,
fyrir kærleiksríka umönnun.
Minning Þorsteins lifir í hjörtum okkar.
Þórey Ólafsdóttir
Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson
Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn Sigurharðarson
Sigrún Hrönn Þorsteinsd. Rögnvaldur Ólafsson
Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason
Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson
afa- og langafabörn
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA HANNESDÓTTIR
frá Hauganesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
föstudaginn 26. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Lögmannshlíðar fyrir góða
umönnun.
Þorsteinn Jónsson
Hafdís Helga Halldórsdóttir Eiríkur Einar Eiríksson
Elsa Jenný Halldórsdóttir Sigurður Hinriksson
Árni Eyfjörð Halldórsson Soffía Jónsdóttir
Halldór Halldórsson María H. Marinósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BERGLJÓTAR HARALDSDÓTTUR,
Álftamýri 48,
Reykjavík.
Markús Sigurðsson Erna Brynjólfsdóttir
Jón Friðrik Sigurðsson Kolbrún Kristjánsdóttir
Jóhanna M. Sigurðardóttir
Kristbjörg Sigurðard. French
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR HAFLIÐADÓTTIR
frá Ögri
og húsfreyja á Hörðubóli
í Dalabyggð,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5. nóvember klukkan 13.
Ragnhildur B. Erlingsdóttir Sigurjón Hannesson
Kristrún Erna Erlingsdóttir Baldur Kjartansson
Guðríður Erlingsdóttir
Lineik Dóra Erlingsdóttir Guðmundur Erlingsson
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu
við fráfall
ÞORLEIFS HJALTASONAR,
fyrrverandi hreppstjóra og bónda,
Hólum, Hornafirði.
Aðstandendur