Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 43
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hún er stór, og hún er smá.
Hún er skeifu framan á.
Stafar henni fnykur frá.
Fram sig teygir út í sjá.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Ég hef stóra og stutta tá.
Stendur heststá skeifu á.
Stundum tánum fýla er frá.
Fjarða milli skagar tá.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Á litlutá stend og stórutá,
og Stjarna með skeifu á tá rétt hjá,
en táfýlan skekkir skyn mitt smá
á Skagatá við úfinn sjá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Tá er stór, og tá er smá.
Tá er skeifu framan á.
Tánni stafar fýla frá.
Fram í sjóinn gengur tá.
Þá er limra:
Hárprúð var Gerða á Grjótá,
glaðsinna, lipur og fótfrá,
uns brjáluð og galin
og bandvitlaus talin
Bergþóra af henni hjó tá.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Létt nú bæri ljóðastrenginn
laugardagsins morgni á,
vetur þó í garð sé genginn,
í gátuna er vert að spá:
Mikið bannsett bull er þetta.
Birtist þegar rakt er á.
Klessu sá frá kúnni detta.
Klæðnaður er blautur sá.
Sigmar Ingason rataði ekki á
rétta lausn en svar hans er
skemmtilegt og hefur víða skír-
skotun í borgarpólitíkinni eins og
menn þekkja:
Útrásirnar oft við illa pössum
afrennslið skal síst af öllu tafið,
afurðir úr óteljandi rössum
um þær flæða út í bláa hafið.
Á fimmtudag fyrir rúmri viku
sagði Ingólfur Ómar að senn liði að
vetri og því gott að ylja sér við
kveðskap:
Þó að hret og húmið svart
herji á um vetur.
Láttu ætíð ljósið bjart
lýsa sálartetur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dugir meðan á tánum tollir
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áætlanir þínar er tengjast ferðalög-
um gætu farið í vaskinn sökum fjárskorts.
Teldu upp að tíu og dragðu andann djúpt áð-
ur en þú svarar ásökunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu
hljóta viðurkenningu sem þú hefur alltaf
þráð. Trúðu á þig og ekki hika við að koma
með uppástungur og hvetja aðra til dáða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að gera upp við þig hvort
þú sért til í að gefa núverandi lífsmáta upp á
bátinn til þess að öðlast það sem þú heldur
að þú þráir. Notaðu skynsemina og haltu þig
við staðreyndir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf
þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um
sinn. Einhver dregur gamalt leyndarmál úr
skúmaskotinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Atburðir í einkalífinu gera daginn ein-
staklega líflegan. Einhverra hluta vegna
nennir þú ekki að taka þátt í darraðardans-
inum vegna komandi jólahátíðar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er alveg kominn tími til þess að
þú breytir einhverju í kringum þig heima fyrir.
Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu ekki
því heilladísirnar vaka yfir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er ekki rétti tíminn til að byrja á nýju
verkefni því þú ert of annars hugar til þess.
Það skiptast á skin og skúrir í lífinu næstu
daga.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert til í að eyða meiri pen-
ingum í skemmtanir á næstunni. Líttu á nám-
skeið sem þú ferð á sem spennandi tækifæri
til að auka þroska þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leyfðu öðrum að njóta dagsins
með þér og hóaðu í unga sem aldna í kaffi
eða mat. Vinur reisir sér skýjaborgir, reyndu
að draga hann niður á jörðina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hvers konar ný og framandi
reynsla gleður þig í dag. Ræddu það sem þig
langar til að gera í framtíðinni. Fólk er skiln-
ingsríkara en þú heldur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eigur þínar eru í brennidepli um
þessar mundir og þú verður að gera upp við
þig hvað þú vilt eiga og hverju þú þarft að
henda. Þú færð fullt af snjöllum hugmyndum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekkert getur verið svo slæmt að
ástæða sé til að reyta hár sitt. Prakkarastrik
gera engum slæmt, leiktu þér smá.
Tæknin er ólíkindatól. Á sumumsviðum fleygir henni fram, en á
öðrum virðist hún standa í stað.
Flugsamgöngur hafa til dæmis
breyst mikið, en tæknin sjálf er sú
sama og það tekur jafn langan tíma
að komast milli staða nú og fyrir
hálfri öld. Með því að flug með Con-
corde-þotum lagðist af hefur jafnvel
orðið afturför.
x x x
Tölvutæknin breytist hins vegarnánast dag frá degi. Víkverji
minnist þess að fyrir um aldarfjórð-
ungi var hann með tölvu sem aðeins
hafði diskadrif. Það hafði ákveðna
annmarka í för með sér, sem hann
ákvað að bæta úr með því að kaupa
sér harðan disk. Fjárráðin voru tak-
mörkuð og endaði hann eftir mikla
umhugsun á því að kaupa sér 20 kíló-
bæta disk. Hann var hæstánægður
með þessa viðbót, en nú hljómar
þetta frekar hlægilega. Um þessar
mundir er sjálfsagt að harður diskur
sé eitt terabæt eða meira. Eitt tera-
bæt er einn milljarður kílóbæta.
Ekki nokkrum manni dytti í hug að
kaupa sér harðan disk með tíu kíló-
bætum, hvað þá að það hvarfli að
einhverjum að framleiða eða selja
slíka vöru.
x x x
Á einu sviði stendur gagnageta þónokkurn veginn í stað. Það er í
þjóðskrá. Þar er enn takmarkað
hvað nöfn mega vera margir stafir
eða stafbil. Lengi vel mátti nafn ekki
vera meira en 31 stafbil, en er nú
komið í 44 stafbil. Því er borið við að
tölvukerfi sem vinni með nöfn fólks
geti ekki borið óendanlegan fjölda
stafbila. Víkverji hefur reyndar enga
skoðun á því hvort nöfn eigi að vera
stutt eða löng en hann hefur enn
enga haldbæra skýringu séð á
hvernig á því standi á tímum nánast
ótakmarkaðs vinnsluminnis og
geymsluminnis og gervigreindar og
algríms, hugbúnaðar sem getur
geymt, farið yfir og greint allar
skákir sem tefldar hafa verið eða
stundað viðskipti á öllum helstu
hlutabréfamörkuðum heims sam-
tímis að tölvukerfi sem halda utan
um jafn einfaldan hlut og manna-
nöfn skuli enn slíkum takmörkum
háð. vikverji@mbl.is
Víkverji
Þú, Drottinn, ert góður og fús til að
fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem
ákalla þig.
(Sálm: 86.5)
Matur
Í klípu
„ÉG VIL AÐ ÞÚ SJÁIR UM
KYNJAJAFNRÉTTISSTEFNUNA . ÞAÐ ÞARF
AÐ SLÉTTA NOKKRAR MISFELLUR.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LAGAÐIR ÞÚ SAUMAVÉLINA MÍNA?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hinn helmingur
hamingjunnar.
GRETTIR, BORÐAÐIR
ÞÚ HNETURNAR?
KANNSKI ÞÚ HEFÐIR AÐ MINNSTA
KOSTI ÁTT AÐ
FJARLÆGJA SKURNINA
HVER HEFUR TÍMA
FYRIR SMÁATRIÐI?
VÁ! HVAÐ GERÐI ÉG TIL AÐ
VERÐSKULDA ÞETTA?!
GÓÐ SPURNING!