Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 13.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 léttskýjað
Akureyri 4 rigning
Nuuk -3 heiðskírt
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 10 þoka
Stokkhólmur 7 þoka
Helsinki 6 skýjað
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 12 heiðskírt
París 13 skýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 9 léttskýjað
Berlín 11 þrumuveður
Vín 9 skýjað
Moskva -3 heiðskírt
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -13 skýjað
Montreal 0 þoka
New York 8 rigning
Chicago -5 alskýjað
14. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:54 16:32
ÍSAFJÖRÐUR 10:18 16:18
SIGLUFJÖRÐUR 10:01 15:59
DJÚPIVOGUR 9:28 15:56
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Austan og norðaustan 8-13 m/s og
slydda eða rigning með köflum sunnanlands, en dá-
lítil snjókoma austantil á landinu. Hiti um og undir
frostmarki, en 0 til 4 stiga hiti sunnan heiða.
Austan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning sunnanlands, en slydda eða snjómugga á Norðaustur- og
Austurlandi. Hiti víða í kringum frostmark.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur heimilað umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavíkur að
halda áfram undirbúningi og fram-
kvæmdum við uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja ÍR í Suður-Mjódd.
Ljóst er að framkvæmdin muni
fara fram úr kostnaðaráætlunum og
því undirstrikar borgarráð mikil-
vægi þess að áform byggingarnefnd-
ar um sparnað í öðrum áfanga verk-
efnisins nái fram að ganga, án þess
að ganga á gæði þess. Þá áréttar
borgarráð að síðari áfangi komi til
kasta borgarráðs eftir að hönnun
liggur fyrir, en áður en útboð kemur,
með nýju og endurskoðuðu kostnað-
armati.
Fram kemur í minnisblaði
Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofu-
stjóra framkvæmda og viðhalds, að
fyrirhugaðar framkvæmdir í Suður-
Mjódd séu í samræmi við samning
Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags
Reykjavíkur (ÍR), sem samþykktur
var í borgarráði 26. janúar 2017. Í
framhaldinu var skipuð byggingar-
nefnd, sem unnið hefur að verkefn-
inu.
Heildarkostnaður við uppbygg-
ingu á svæðinu er nú að óbreyttu
áætlaður um 2.333 milljónir króna á
verðlagi í október 2018, sem er 14%
hærra en upphaflegur samningur við
ÍR gerir ráð fyrir. Hækkun kostn-
aðaráætlunar er 314 milljónir króna.
„Byggingarnefnd mun nú skoða
hvort ná megi fram raunhæfum
sparnaði við verkefnið, s.s. með því
að draga úr umfangi án þess að
framtíðarafnot íþróttafélagins af
byggingunum rýrist,“ segir í minn-
isblaðinu.
Tilboð voru opnuð 4. október sl. í
alútboði vegna fjölnota íþróttahúss
ÍR, sem er ein fyrirhugaðra bygg-
inga á svæðinu. Útboðið fór fram að
undangengnu forvali þar sem þrír
bjóðendur tóku þátt en þeir stóðust
allir uppsettar kröfur. Lægsta aðal-
tilboð reyndist vera frá Munck Ís-
landi ehf., krónur 1.010.530.758. Var
tilboðið 13% yfir birtri kostnaðar-
áætlun í útboðsgögnum, sem var
krónur 892.000.000. Tilboðs Ístaks
hf. og Spennt ehf. voru litlu hærri.
Framkvæmdir við fjölnota
íþróttahús voru boðnar út í alverk-
töku. Með því er megnið af áhættu
við framkvæmdina flutt yfir á verk-
taka, segir í minnisblaðinu. Deili-
hönnun verksins verður einnig á
könnu verktaka.
Húsið samanstendur af fjölnota
íþróttasal, þ.e. hálfum knattspyrnu-
velli auk æfingasvæðis fyrir frjálsar
íþróttir í vesturenda hússins.
Tveggja hæða hliðarbygging verður
meðfram eystri langhlið salar. Í hlið-
arbyggingu er meðal annars gert ráð
fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal,
geymslurýmum, tæknirými, salern-
isaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur
og lyftu. Fyrri áætlanir gerðu ráð
fyrir að rými, sem nú er gert ráð fyr-
ir í hliðarbyggingu, yrðu staðsett í
tengibyggingu við væntanlegt
íþróttahús. Með þessari ráðstöfun á
að ná fram sparnaði.
Stefnir í framúrkeyrslu í Mjóddinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Uppbygging í Mjódd Dagur B. Eggertsson og Ingigerður Guðmundsdóttir
skrifuðu undir samninginn 2017 fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ÍR.
Uppbygging íþróttamannvirkja ÍR heldur áfram Leitað verður allra leiða til að ná fram sparnaði
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hef-
ur lagt til breytingu á aðalskipulagi
sveitarfélagsins til að hægt sé að
koma upp flugbraut á bænum
Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga
þessi er í umsagnarferli fram að jól-
um.
Í tillögunni kemur fram að um er
að ræða eina flugbraut, 80 x 1.100
metra á túni í landi Skækils/
Guðnastaða við Bakkaveg í Land-
eyjum.
„Á Guðnastöðum eru hús sem
nýst geta sem flugskýli og því er
staðsetning flugbrautar í landi
Skækils talin hagkvæm og heppileg.
Skortur er á flugskýlum á svæðinu,
þ.á m. við Bakkaflugvöll. Þar sem
ábúandinn á Guðnastöðum er aðili
að flugfélaginu Arctic Wings og
áform eru um að nota flugbrautina
til að geta flogið milli lands og Eyja
en Bakkaflugvöllur er í útleigu til
annars flugfélags,“ segir í tillögunni.
Þar segir jafnframt að fram-
kvæmd þessi sé afturkræf að öllu
leyti og svæðið geti því nýst sem
landbúnaðarsvæði þegar fram líða
stundir. Eins segir að í tengslum við
flugstarfsemina verði til ný störf í
sveitarfélaginu. Sveitarfélagið njóti
góðs af þjónustu og tekjum af starf-
seminni. Undir þetta tekur Anton
Kári Halldórsson sveitarstjóri í sam-
tali við Morgunblaðið. „Þetta styrkir
stoðirnar í sveitarfélaginu,“ segir
hann.
Landeigandinn, Guðni Ragn-
arsson, var staddur í Kína þegar
Morgunblaðið náði tali af honum og
baðst undan viðtali. Sveitarstjórinn
segir að mál þetta hafi verið lengi í
ferli en sjái loks fyrir endann á því.
„Hann hefur verið að nota þetta tún
til að lenda en fær ekki völlinn
tryggðan nema með þessari breyt-
ingu á aðalskipulagi. Ef allt gengur
eftir gæti þetta verið klárt í vor,“
segir hann.
Sami aðili hefur líka viðrað hug-
myndir um að reisa vindorkuver á
landi sínu. Anton Kári segir að
áform um nýtingu vindorku í sveit-
arfélaginu verði tekin inn í endur-
skoðun aðalskipulags. „Við erum
ekki búin að ákveða hvort við tökum
kafla og kafla í þessari endurskoðun
eða hvort við förum í heildarend-
urskoðun. Það er að mörgu að huga;
kaflanum um orkumál og þá einna
helst vindorkunni, ferðaþjónustu og
svo nýtingu landbúnaðarlands. Það
er mikil gróska í ferðaþjónustu hér
og mörg bú eru bæði með búskap og
ferðaþjónustu.“
Guðni stefnir
á flug milli
lands og Eyja
Guðnastaðir
Bakkaflugvöllur
L A N D E Y J A R
Landeyjahöfn
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Fyrirhuguð flugbraut
1
Fyrirhuguð flugbraut á Guðnastöðum
Flugbraut í landi Skækils við Bakka-
veg Styrkir stoðir sveitarfélagsins
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur
ákveðið að birta í heild sinni á vef
sjóðsins samning við Arion banka
um rekstur og eignastýringu.
Kemur þessi ákvörðun í kjölfar
gagnrýni Hróbjarts Jónatanssonar,
hæstaréttarlögmanns og sjóðfélaga í
Frjálsa, á stjórn sjóðsins fyrir að
neita að birta samninginn við Arion
banka, sem hefur séð um rekstur
sjóðsins. Frá þessari gagnrýni Hró-
bjarts var greint í Morgunblaðinu 6.
september sl. en hann lagði fram
beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur
um að gera lífeyrissjóðnum skylt að
afhenda samninginn.
Gagnrýndi Hróbjartur að það að
neita að afhenda samninginn leiddi
til þess að efni hans væri aðeins
kunnugt stjórnarmönnum sjóðsins,
sem flestir sætu „fyrir tilskipan og
með velþóknun Arion banka hf. en
almennir sjóðfélagar hafa enga vitn-
eskju um efni hans“.
„Umræða um samstarfið“
„Stjórn Frjálsa hefur haft til skoð-
unar með hvaða hætti megi auka enn
frekar upplýsingagjöf til sjóðfélaga
og ákvað nýverið að birta í heild
sinni samning Frjálsa við Arion
banka um rekstur og eignastýringu.
Er þetta gert í ljósi þess að nokkur
umræða hefur skapast um samstarf-
ið við Arion banka. Reyndar er það
svo að nokkuð veigamiklar upplýs-
ingar hafa legið fyrir um samstarfið,
til að mynda í ársreikningi og á vef
sjóðsins, þar á meðal upplýsingar um
rekstrarkostnað og umsýsluþóknun
sjóðsins til bankans. En það er okkur
bæði ljúft og skylt að auka enn frek-
ar gagnsæi gagnvart sjóðfélögum
með því að birta rekstrarsamninginn
í heild sinni á vef sjóðsins,“ segir Ás-
dís Eva Hannesdóttir, stjórnarfor-
maður Frjálsa lífeyrissjóðins, um þá
ákvörðun að birta rekstrarsamning-
inn við Arion banka. Er hægt að
kynna sér hann á frjalsi.is.
Í frétt á vef sjóðsins segir að
ákvörðunin bætist við aðra upplýs-
ingagjöf vegna rekstrarfyrirkomu-
lagsins og sé hluti af þeirri „vegferð
að auka enn frekar gagnsæi gagn-
vart sjóðfélögum“.
Birta samninginn
við Arion banka
Stjórn Frjálsa bregst við gagnrýni
Morgunblaðið/Eggert
Arion Bankinn hefur séð um rekst-
ur Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Tunna af hráolíu á heimsmarkaði,
eða Brent Norðursjávarolíu, lækk-
aði um 6% í gær. Hefur verðið ekki
verið lægra í átta mánuði, sam-
kvæmt frétt Financial Times, og
dagslækkunin í gær er sú mesta síð-
an í júlí í sumar. Var tunnan komin
niður í tæpa 66 dollara í gær en var
komin í 86 dollara í síðasta mánuði.
Lækkunin í gær er rakin til ótta
framleiðenda og kaupenda við að
framboð á markaði verði umfram
eftirspurn, auk þess sem þeir hafa
áhyggjur af minni hagvexti í heim-
inum. Þá reikna sérfræðingar
OPEC með að hægist á eftirspurn
eftir olíu á næsta ári.
Fram kom í umfjöllun Morgun-
blaðsins sl. laugardag um olíu-
markaðinn að svigrúm væri til
lækkunar á eldsneyti hér heima. Í
kjölfarið lækkuðu olíufélögin lítra-
verð að jafnaði um þrjár krónur.
Nú er spurning hvernig þau bregð-
ast við frekari lækkunum, en geng-
isþróun hefur einnig sitt að segja.
AFP
Borpallur Olíuverð á heimsmarkaði
heldur áfram að lækka.
Enn lækkar
olíuverðið