Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Hreinar hendur
með nýjum Voltaren Gel
nuddhaus
3. BERA Á1. RJÚFA 2. TOGA
NÝTT
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og
fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grafarvogskirkja Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur til vinstri og
Kristín Gunnlaugsdóttir listakona með verkið Móðurina á baksýn.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þ
etta er óvenjulegt verk í
helgirými. Ég tel þá
kvenlegu orku sem það
ber með sér mikilvæga
fyrir kirkjuna og
kirkjulistina. Við sjáum ekki öll
það sama í þessu verki. Sum sjá
kvensköp á meðan önnur sjá Maríu
guðsmóður, rós eða engil,“ segir
séra Guðrún Karls Helgudóttir,
sóknarprestur í Grafarvogskirkju í
Reykjavík. Þar var fyrr í vikunni
kynning á listaverkinu Móðirin eft-
ir Kristínu Gunnlaugsdóttur mynd-
listakonu sem sett hefur verið upp
á hliðarvegg í kapellu kirkjunnar
Kvenlægt sé sýnilegt
„Móðirin er í mínum huga
dæmi um hugrakka list. Kvenork-
an teygir sig í alla áttir, en það er
mikilvægt að hið kvenlega ekki síð-
ur en hið karllæga sé vel sýnilegt í
kirkjum landsins,“ segir sr. Guð-
rún ennfremur.
Listaverk Kristínar er saumað
veggteppi og með því er vísað til
margra alda hefða kvenna og
hannyrða. Alsiða var fyrr á tíð að
konur saumuðu og sýndu stétt sína
og stöðu með handíðum hvort sem
var, eins og listakonan segir sjálf,
að vefa veggteppi fyrir hallarveggi,
taka gullsaum fyrir kirkjuna, staga
í sokka og sauma allt sem þurfti
fyrir heimilið.
„Við þekkjum flest klukku-
strenginn, útsaumaða mynd sem
gjarnan er sett í þröngt bil milli
dyra. Móðirin fjallar um þann jarð-
neska veruleika sem við þekkjum
og æðri veruleika sem við leitumst
við að finna. Jarðbrúni liturinn vís-
ar til ilmandi moldarinnar, það er
jörðin sem við komum frá og
hverfum til. Gullsaumurinn og
upphafin blómsköpin eru eins og
línur milli stjarna á himinfesting-
unni um hánótt og breiða úr sér.
Þannig sameinar verkið himin og
jörð, hið andlega og hið verald-
lega,“ segir listakonan í kynningu
á verkinu.
Umræðan mikilvæg
í nútímasamfélagi
Aðalatriðið í þessu verki
Kristínar, Móðirin, eru kvensköp.
Kristín segir fátt hafa valdið jafn
mikill hneykslun eða verið jafn
misnotað gegnum tíðina, bjagað og
bælt og þetta mikilvæga líffæri
kvenna. Fyrir sér sé verkið hins
vegar tilraun til afbælingar sem
um leið vísi til andlegs og verald-
legs veruleika. Myndmál verksins
krefst allrar þeirrar stærðar sem
möguleg er, en það er að ummáli
3,03 m x 3,53 og var hluti af sýn-
ingu Kristínar í Listasafni Íslands
árið 2013 sem bar yfirskriftina
Sköpunarverkið.
„Verkið tekur sér stórt pláss
því umræðan sem það skapar er
mikilvæg í nútímasamfélagi. En
það býr einnig yfir mýkt andlegra
sanninda, jafnvægi, sátt og kær-
leika. Mér finnst líka mikilsvert og
er þakklát fyrir það þor sem séra
Guðrún og hennar fólk í Grafar-
vogskirkju sýnir með því að taka
þetta verk til sýninga, að minnsta
kosti í nokkra mánuði hvað sem
síðar verður,“ sagði Kristín í sam-
tali við Morgunblaðið.
Kvensköp. María guðs-
móðir, rós eða engill.
Listaverkið Móðirin í
Grafarvogskirkju eftir
Kristínu Gunnlaugs-
dóttur var kynnt í vik-
unni. Það hefur margar
víddir og vekur eftirtekt.
Kvenorka í kirkjunni
og listin er hugrökk
Systkinin Sigrún Eldjárn og Þórarinn
Eldjárn lesa fyrir börn á öllum aldri í
stofunni á Gljúfrasteini – Húsi
skáldsins í Mosfellsdal næstkomandi
laugardag, 17. nóvember, kl. 15. Til-
efnið er Dagur íslenskrar tungu sem
haldinn er hátíðlegur 16. nóvember ár
hvert á fæðingardegi Jónasar Hall-
grímssonar.
Af þessu tilefni les Sigrún úr bók
sinni Silfurlykillinn sem fjallar um
Sumarliða og Sóldísi sem eru nýflutt
með pabba sínum í skrítið og
skemmtilegt hús sem heitir Strætó
númer 7. Þórarinn ætlar að flytja ljóð
úr bók sinni Ljóðpundari en í henni
búa ýmsar verur sem skáldið hefur
skapað af skemmtilegheitum sínum.
Til dæmis vinirnir Urgur og Surgur,
klár klár, fíll í postulínsbúð og beinn
banani. Þar eru líka nöfn sem má lesa
aftur á bak og áfram, en fáir hafa jafn
sterk tök á íslensku máli eða geta
leikið á hin ýmsu blæbrigði þess eins
og Þórarinn Eldjárn gerir. Ókeypis er
á þennan viðburð á Gljúfrasteini og
allir eru velkomnir.
Upplestur á Gljúfrasteini á laugardag
Sigrún
Eldjárn
Þórarinn
Eldjárn
Silfurlykillinn og Ljóðpundari
Í dag, 14. nóvember, er dagur al-
þjóðlegra samtaka gegn sykur-
sýki. Lions á Íslandi sinnir mál-
inu með
forvörnum
gegn áunninni
sykursýki.
Lionshreyfingin
vill með átaki
sínu vekja at-
hygli á þessum
vágesti og
bjóða, í sam-
vinnu við heil-
brigðisstarfs-
fólk, upp á
blóðsykursmælingu á ýmsum fjöl-
förnum stöðum, svo sem í versl-
unum, þjóðnustumiðstöðvum ým-
iskonar og víðar þar sem fólk á
leið um.
Á síðasta ári þáðu á bilinu
5.000-6.000 manns slíka mælingu
og var tugum fólks úr þeim hópi
ráðlagt að leita til læknis án tafar,
vegna of hárra gilda.
„Þetta segir að starf okkar er
mikilvægt, enda vita um 50% þess
fólks sem gengur með sykursýki 2
ekki af sjúkdómnum sem oftast er
afleiðing af röngum lífsstíl og
óhollu mataræði. Með því að borða
skynsamlega og hreyfa sig reglu-
lega má halda sjúkdómnum í skefj-
um,“ segir Björn Guðmundsson,
kynningarstjóri Lions á Íslandi.
Nýlega var hleypt af stokkunum
söfnun á vegum alþjóðlegu Lions-
hreyfingarinnar vegna baráttu við
sykursýki sem er ein mesta heil-
brigðisógn í heiminum núna. Söfn-
unin tekur til þriggja ára. Á
þinginu var kynnt að nú þegar
hafa safnast rúmlega 50 milljónir
bandaríkjadala vegna söfnunar-
innar en stefnt er að því að safna
300 milljónum dala á næstu þrem-
ur árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlaup Með reglubundinni hreyfingu og skynsamlegu mataræði er hægt að
halda áunninni sykursýki sem margir þurfa að glíma við í skefjum.
Lions leggur baráttu
gegn sykursýki lið
Björn
Guðmundsson
Blóðsykursmælingar víða í boði þessa dagana