Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 14. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.72 123.3 123.01 Sterlingspund 157.57 158.33 157.95 Kanadadalur 92.89 93.43 93.16 Dönsk króna 18.514 18.622 18.568 Norsk króna 14.484 14.57 14.527 Sænsk króna 13.442 13.52 13.481 Svissn. franki 121.43 122.11 121.77 Japanskt jen 1.0764 1.0826 1.0795 SDR 169.11 170.11 169.61 Evra 138.11 138.89 138.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3404 Hrávöruverð Gull 1207.05 ($/únsa) Ál 1963.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.69 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eftir 0,8% hækkun í Kauphöll- inni í fyrradag héldu bréf Ice- landair Group áfram að hækka í gær. Hækkun á verði á bréfum fé- lagsins nam 4,35% í 400 milljóna króna viðskiptum og stendur gengi félagsins í 12. Gengið á bréfum félags- ins hefur ekki verið jafn hátt síðan í júlí síðastliðnum og hefur tæplega tvöfald- ast frá því að tilkynnt var um kaup Ice- landair Group á WOW air í byrjun síð- ustu viku. Velta viðskipta í Kauphöllinni í gær nam 2 milljörðum króna. Mesta lækkunin var á bréfum fasteignafélagsins Reita sem lækkaði um 2,33% í 124 milljóna króna við- skiptum. Verð á bréfum HB Granda lækkaði um 2% í 95 milljóna króna við- skiptum. peturhreins@mbl.is Gengi Icelandair Group hækkaði um 4,35% Gengi Icelandair hækkaði um 4,35%. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Franski ferðarisinn Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður lands- ins á lista Creditinfo yfir framúr- skarandi fyrirtæki í ár en velta fyr- irtækisins fyrir rekstrarárið 2017 nam 3,8 milljörðum króna. Hagnaður Lag- ardère nam 248 milljónum króna árið 2017 og er 80% hærri en hjá KFC sem skilaði næstmestum hagnaði þessara veitingastaða, eða upp á 138 milljónir króna. Úttektin á þessum stærstu veitingastöðum landsins er hluti af umfjöllun Morgunblaðsins sem í sam- starfi við Creditinfo gefur út 96 síðna sérblað um framúrskarandi fyrirtæki á morgun. Lagardère rekur sex veitingastaði á Keflavíkurflugvelli en um er að ræða Kvikk Café, Loksins bar, Mathús, Nord, Pure Food Hall og Segafredo. Fyrirtækið rekur verslanir og þjón- ustu í 240 flugstöðvum víða um heim. 280 milljónum meira en næsti Velta Lagardère var tæpum 280 milljónum hærri en hjá Foodco sem var með veltu upp á rúma 3,5 milljarða króna árið 2017 en Foodco rekur veit- ingastaðina Roadhouse, American Style, Saffran, Aktu taktu, Eldsmiðj- una og Pítuna. Velta KFC nam rúm- um 3 milljörðum króna, velta Múla- kaffis nam 2,4 millljörðum og velta Stjörnunnar ehf., sem rekur Subway- staðina, nam 2,2 milljörðum. Velta veitingastaðar IKEA nam 1,6 millj- örðum króna samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins sem Morgunblaðið afl- aði. Sé litið til hagnaðar nokkurra af stærstu veitingastöðum landsins, sem Creditinfo tók saman, kemur í ljós að hagnaðurinn hjá Lagardère var sá eini sem jókst frá fyrra ári ef frá er talinn hagnaður Kaffibaunarinnar sem jókst um 66%. Eins og fyrr segir nam hagnaður Lagardère 248 millj- ónum árið 2017, en hann var 182 millj- ónir árið 2016 og jókst því um 37%. Hjá 15 öðrum stöðum minnkaði hagn- aðurinn minnst um 10%, hjá Tokyo veitingum, en mest um tæp 90%, hjá Stjörnunni ehf. sem rekur Subway. Þann mun má að mestu rekja til af- komu dótturfélaga Stjörnunnar ehf. sem var neikvæð um 66 milljónir. 1.000 manns á klukkustund Ljóst er að Lagardère hefur notið góðs af fjölgun ferðamanna hér á landi en um Flugstöð Leifs Eiríksson- ar árið 2017 streymdu tæplega 8,8 milljónir flugfarþega. Það samsvarar tæplega 24 þúsund farþegum á dag eða 1.000 manns á klukkustund. Lag- ardère tók þátt í forvali ásamt fleiri innlendum og erlendum fyrirtækjum um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2014. Franska fyrirtækið varð að lokum fyrir valinu ásamt Joe Ísland, sem rekur Joe & Juice. Fyrirtækið Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem ekki urðu fyrir valinu í forvalinu en fyrirtækið hefur átt í harðvítugum deilum við Isavia um hvernig staðið var að gerð samn- inga um veitingaþjónustuna árið 2014. Franskur ferðarisi stærsti veitingastaður landsins Morgunblaðið/Ómar Velta Það virðist alltaf vera nóg að gera hjá Lagardère og röðin á þessari mynd er ágætur vitnisburður um það. Lagardère Travel Retail » Varð hlutskarpast í útboði vegna veitingasölu í Leifsstöð árið 2014. » Velta fyrirtækisins nam 3,8 milljörðum króna árið 2017. » Hagnaður fyrirtækisins jókst um 37% á milli ára og nam 248 milljónum króna. » Hagnaður fyrirtækisins var 80% meiri en hjá KFC sem skilaði næstmestum hagnaði framúrskarandi fyrirtækja.  Velta Lagardère Travel Retail nam tæpum 4 milljörðum króna árið 2017 Yfirstandandi ár, 2018, er nú þegar orðið besta rekstrarár í sögu Skelj- ungs, að því er fram kemur í máli Hendrik Egholm, forstjóra félagsins í afkomutilkynningu til Kauphallar, en félagið birti afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun mark- aða í gær. Egholm segir að ársfjórðungurinn hafi komið mjög vel út, líkt og fyrri fjórðungar ársins, en fyrstu níu mán- uði ársins nam hagnaður félagsins tæplega 1,6 milljörðum króna, og jókst um 34,4% milli ára. Hagnaður félagsins á þriðja árs- fjórðungi nam 724 milljónum króna, en á sama tíma á síðasta ári nam hagnaður tímabilsins 444 milljónum. Eigið fé félagsins 30. september sl. nam tæpum níu milljörðum króna, og var eiginfjárhlutfallið 35,3% í lok tímabilsins. Í tilkynningu félagsins kemur fram að EBITDA-spá verði óbreytt frá tilkynningu 21. ágúst og áætlar nú að EBITDA ársins verði á bilinu 3.100-3.300 milljónir króna. Selja áfram til Costco Egholm segir í tilkynningunni að selt magn haldi áfram að aukast í öll- um tegundum utan flugvélaeldsneyt- is. „Einnig höldum við áfram tiltekt- inni í rekstrinum, til þess að geta mætt kostnaðarþrýstingi bæði í Færeyjum og á Íslandi […].“ Þá segir Egholm að sölu- og þjón- ustusamningur við Costco hafi verið endurnýjaður á dögunum. „Mun Skeljungur því þjónusta Costco áfram á næsta ári.“ tobj@mbl.is Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Olía Selt magn eykst í öllum teg- undum nema flugvélaeldsneyti. Besta rekstrarár í sögu Skeljungs  EBITDA-spá ársins endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.