Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Í dag kveð ég hana Önnu í sveit- inni og eftir situr þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari stórkostlegu konu en nú eru þau heiðurshjón Anna og Steini bæði farin. Eftir sitja fallegar minningar um Anna Hildur Árnadóttir ✝ Anna HildurÁrnadóttir fæddist 27. maí 1938. Hún lést 15. október 2018. Útför Önnu Hild- ar fór fram 2. nóvember 2018. sumur á Kirkju- bæjarklaustri og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hjón- um og vera lítil vinnukona í sveit- inni þeirra fallegu, Hörglandskoti á Síðu. Fyrstu minning- ar mínar um Önnu eru þegar ég er sex ára og fékk að vera með Ásu ömmu og Jóni afa í viku í sveit- inni. Næsta sumar var ég mætt sem lítil vinnukona og passaði ömmu og afagullið, Höllu Hrund frænku, rak beljur og hjálpaði til. Öll sumur eftir það og fram til unglingsára var ég vinnukona í sveit og náði í skottið á gamla skólanum; beljur í haga, mjólka, tína egg, smala og rýja kindur, alvöru heyhirðing og baggar á gamla mátann. Ófáar ferðir voru farnar í fossinn og ána þar sem við Sigvaldi syntum og busluðum á heitum dögum eftir sveitaverk- in og á milli baggatínslu. Það var svo margt sem ég lærði af Önnu en hún var ein duglegasta og röggsamasta manneskja sem ég hef kynnst. Vinnusemi var dyggð og man ég aldrei eftir stund sem ekki var verið að gera eitthvað en Önnu féll aldrei verk úr hendi. Stöð- ugur gestagangur ættingja og vina var í sveitinni og hún kippti sér lítið upp við að bæta fjöldan- um öllum af fólki í mat og margt var oft um að vera á bænum. Hún bakaði kleinur í tonnavís, lummur og hjónabandssælur sem runnu ofan í heilan her manna á bænum þegar best lét. Man svo vel eftir litlu viðurkenn- ingabrúsunum frá Mjólkursam- sölunni í eldhúsinu en stolt þeirra hjóna var mjólkin en þau fengu árlega viðurkenningar fyr- ir gæði. Anna var ekki bara dugleg á heimilinu heldur tóku allir til hendinni á bænum í útiverkum og þegar það var þurrkur – þá var sko heyjað. Anna var gríðar- lega sterk og gat lyft þungum böggum eins og ekkert væri en mikið var lagt upp úr því að vera hraustur og sterkur og var eng- inn greinarmunur gerður á strákum og stelpum í þeim efn- um. Hún hvatti mig áfram til að vera sterk stelpa, skoraði á mig í sjómann en vann hana þó aldrei, þótt ég gæfi strákunum á bæn- um ekkert eftir. Anna kom til dyranna eins og hún var klædd og stóð ekki á skoðunum sínum. Þú vissir að þú komst ekki upp með neitt múður við hana. Man vel eftir einu skipti þegar allir á bænum voru að fara í útreiðartúr og ég komst ekki með því það var ekki laus hestur fyrir mig. Ég fór í fýlu, stökk upp í fjall upp að steini og sat þar þangað til allir komu heim. Þá mætti ég Önnu á hlaðinu sem horfði á mig og sagði: „Hér er ekki pláss fyrir neina Steinabæjarfýlu.“ Ef eitthvað væri að, þá þyrfti ég að segja hvað það væri og þá væri hægt að ræða það – en enga fýlu takk. Þetta var dýr- mæt lexía fyrir litla stelpu. Skemmst er frá því að segja að næsta dag planaði hún útreiðar- túr fyrir mig. Anna var einstök kona á svo margan hátt. Með henni og Steina hverfur kafli í lífi mínu sem í raun mark- aði mig á svo margan hátt því þau kenndu mér bæði svo ótal margt í æsku sem ég hef geymt með mér alla tíð. Vera sterk, vera sjálfstæð og treysta á sjálfa mig. Í dag bý ég í sveit en þó ekki sveitabæ. Þegar sólin skín þá hoppa ég með stelpunum mínum þremur í Meðalfellsvatnið, ána og hylinn og á þeim stundum hugsa ég oft til þeirra Önnu og Steina í sveitinni. Veit að margt sem ég lærði í sveitinni sem stelpa gerir mig að þeirri konu sem ég er í dag. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. ✝ AðalbjörnHeiðar Þorsteinsson, alltaf kallaður Heiðar, fæddist á Siglufirði 15. apríl 1935. Hann lést á heilsu- gæslu Suðurnesja 24. október 2018. Foreldrar hans voru Guðbjörg Valdadóttir, f. 1914, d. 2007, og Þorsteinn Z. Aðalbjörnsson, f. 1912, d. 1981. Systkini hans eru: 1) Kristinn Erlendur, f. 1938, d. 2002. Kona hans var Ásta Tryggvadóttir, d. 1982. 2) Guðrún, f. 1939. Maki hennar er Jónas Jóhannsson, bú- sett á Akureyri. 3) Jóhann, f. 1942, d. 2010. Kona hans var Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir, búsett í Garði. 4) Leó, f. 1948. Kona hans er Guðrún Alfreðs- dóttir, búsett á Flúðum. 5) Val- björn, f. 1953. Kona hans er Sig- rún H. Sigfúsdóttir, búsett á Akureyri. Eftirlifandi eiginkona Heiðars eru: a) Aðalbjörn Heiðar, f. 1980. Kona hans er Hildur Margrét Ríkarðsdóttir Owen, búsett í Reykjanesbæ. Þeirra börn eru: Alda Kristín og Aþena Mist. b) Daníel, f. 1983, búsettur í Garði. Hann á dótturina Agnesi Von með Helenu Sirrý Pétursdóttur. c) Guðný, f. 1989. Maki hennar er Hannes Guðmundsson, búsett í Garði. Þeirra börn eru Guð- mundur Stein og Smári Berg. 3) Gísli Rúnar, f. 1965. Kona hans er Sigrún Ragnarsdóttir, f. 1964. Börn þeirra eru: a) Viktor, f. 1991. Sambýliskona hans er Jenný María Unnarsdóttir, f. 1994. b) Ingibjörg Anna, f. 1994, búsett í Garði. Heiðar ólst upp á Siglufirði, gekk þar í skóla og stundaði íþróttir. Í ársbyrjun 1954 fór hann á vertíð suður í Garði. Þar lágu leiðir þeirra Ingibjargar Önnu og hans saman. Aðal- áhugamálið hans Heiðars var knattspyrnufélagið Víðir, hann fór fljótt í stjórn og var gjaldkeri fyrir félagið í 17 ár. Hann var mikill safnari og safnaði meðal annars frímerkjum, umslögum og myndum. En hann hafði mik- inn áhuga á fuglum frá barns- aldri. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Útskálakirkju 2. nóvember 2018. er Ingibjörg Anna Gísladóttir, f. 15. júní 1935, frá Mið- húsum í Garði. For- eldrar Ingibjargar voru Ingibjörg Þor- gerður Guðmunds- dóttir, f. 1898, d. 1936, og Gísli Matt- hías Sigurðsson, f. 1895, d. 1982. Ingibjörg Anna fór ung í fóstur í Nýjabæ í Garði. Fósturforeldrar hennar voru Dagbjört Jóns- dóttir, f. 1894, d. 1964, og Einar Helgason, f. 1894, d. 1982. Fósturbróðir hennar var Þor- steinn Ingi, f. 1926, d. 1992. Synir Heiðars og Ingibjargar eru: 1) Einar, f. 1955. Kona hans er Guðrún Georgsdóttir, f. 1959. Einar á Dagbjörtu Önnu, búsett í Bandaríkjunum. Einar og Guð- rún eiga tvö börn saman: a) Þor- steinn Ingi, f. 1993, b) Kristín Salbjörg, f. 1998, búsett í Garði. 2) Þorsteinn, f. 1957. Kona hans er Ásta Kristín Kristinsdóttir, f. 1959, búsett í Garði. Börn þeirra Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víði Heiðar Þorsteinsson heiðurs- félagi Víðis er látinn og stórt skarð er höggvið í hóp fé- lagsmanna. Heiðar var gjaldkeri Víðis hátt í tvo áratugi, nánar tiltekið 16 ár, eða frá 1978-1994 og hefur verið stór partur af félaginu alla tíð síðan. Þau ár sem Heiðar var gjaldkeri félagsins var ekki skortur á að reikningar væru greiddir, þrátt fyrir að oft væri hart í ári. Var það þekkt meðal þjálfara að það væri hægt að treysta því ef samið væri við Víði, allt væri greitt á réttum tíma og jafnvel greitt fyrir fram. Margir hafa nú sagt að eflaust hafi einhverjir reikningar bara verið greiddir af Heiðari sjálfum án þess að hann hafi nokkurn tímann óskað eftir því að fá endurgreitt! Það kæmi ekki á óvart að satt væri, Heiðar hugs- aði um félagið eins og sinn eigin rekstur þar sem allt stóðst eins og stafur á bók. Ófáar stundirn- ar hefur hann lagt félaginu lið á margvíslegan hátt sem aldrei verður fullþakkað. Heiðar kom í Víðishúsið allt árið þar sem hann og nokkrir félagar spiluðu á spil og ræddu fótboltann. Hann var fastur gestur á leikj- um félagsins alla tíð og þau 16 ár sem hann var gjaldkeri félagsins missti hann ekki úr heimaleik, tók aldrei sumarfrí þessi ár. Heiðar var sæmdur gullmerki Víðis á 60 ára afmæli félagsins 1996 og gullmerki KSÍ á 70 ára afmæli Víðis 2006. Heiðar var gerður að heiðursfélaga Víðis 2012. Nú er komið að kveðjustund og þökkum við Víðisfélagar allt hið mikla og óeigingjarna starf sem Heiðar vann fyrir félagið. Ljúfar minningar um góðan og traustan félaga munu verða okk- ur að leiðarljósi til öflugra starfs og betra félags. Víðisfélagar votta eiginkonu og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu Heiðars Þorsteinssonar. Fyrir hönd Víðis, Einar Jón Pálsson, Guðlaug Sigurðardóttir. Það síðasta sem ég sagði við Heiðar á sjúkrahúsinu í Keflavík var að vinátta hans væri mér mikið verðmæti. Af hverju segi ég þessi orð við mann sem ég kynntist fyrir níu árum? Jú, vegna þess að sumir menn, sumt fólk, er þannig gert að það er eins og maður hafi þekkt það alla ævi þegar þú tekur í hönd þess í fyrsta skipti. Þannig mað- ur var Heiðar Þorsteinsson og reyndar fjölskyldan öll, Ingi- björg og synirnir. Þegar ég lít til baka og hugsa um samskipti okkar og stundirnar sem við átt- um saman á lokasprettinum á efri hæðinni í Varmahlíð rifjast margt upp. Það var gott að sitja með honum og ræða þjóðmálin um leið og ég gat gleymt mér að horfa út um gluggana yfir Út- Garðinn, varirnar og strand- lengjuna þar sem fræknir sjó- menn höfðu oft við erfiðar að- stæður sótt sjóinn. Það hafði Heiðar gert og þeir Þorsteinn í Nýjabæ, uppeldisbróðir Ingi- bjargar, gerðu út Vonina GK-113. Það var góð útgerð og farsæl, þeir gengu í takt í sinni útgerð og vinnslu sem Heiðar stjórnaði að mestu. Fjölskyldan öll, Inga og strákarnir tóku þátt útgerð- inni, skáru af netum og gerðu að í landi. Það var sama hvað Þorsteinn kom með mikinn afla að landi alltaf var búið að gera að afla gærdagsins þegar nýr fiskur lá inni á gólfi og beið þess að verða flattur og saltaður. Út um suður gluggann blöstu Útskálar við, prestsetrið og kirkjan, höfuðból Suðurnesja tengist fjölskyld- unni eilífðarböndum trúar og kærleika. Heiðar hvorki flíkaði trú sinni né öðrum persónuleg- um málum. Hann var maður orða sinna og verka og frekar gefin fyrir að láta verkin tala. Hann gekk til verka sinna af virðingu við verkefnið, sam- starfsfólkið og samfélagið. Það var enginn svikinn af samstarf- inu við hann. Það er stundum sagt í gamni að vitinn á Garðskaga sé byggð- inni í Garðinum skjól í kaldri norðanáttinni sem tekur land á Garðskaga oft í mikilli sveiflu og kulda. Heiðar var eins og Garð- skagavitinn, traustur og gegn- heill sjálfstæðismaður, skjól fjölskyldunnar og þeirra mörgu sem nutu góðverka hans en fóru ekki hátt. Hann var Víðismaður fram í fingurgóma og mætti á alla leiki og fylgdi sínu liði af ástríðu. Það var ekki aðalmálið í hvaða deild liðið hans var, það var bara eitt lið, Víðir í Garði. Þannig eru alvöru Víðismenn og þeir gömlu spiluðu brids í Víðis- húsinu á föstudagskvöldum, héldu þannig líflínu milli sín og félagsins meðan stætt var. Þeim var ekið á leiki og fengu að sitja í bílum sínum á hliðarlínunni til að fylgjast með, upplifa kraftinn í boltanum, fagna mörkum og dýrmætum sigrum. Þeir þeyttu bílflauturnar af gleði, voru reyndar sigurvegarar allra tíma. Gáfu allt sem þeir áttu af styrk til félagsins og skilja eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. Ég er þakklátur fyrir dýr- mæta vináttu okkar Heiðars sem var reist af trausti, trúnaði og umhyggju fyrir velferð hvor annars. Leikvöllur lífsins verður áfram við gluggana í Varmahlíð og öryggið sem hann skapaði sér og fjölskyldunni verður skjól þeirra meðan minning Heiðars lifir. Á kveðjustundu vottum við Sigga, Ingibjörgu og fjölskyld- unni samúð. Sigríður og Ásmundur Friðriksson. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson Minn kæri tengdafaðir, Aðal- geir Aðdal, lést 1. nóvember síðastlið- inn. Ég kynntist Agga þegar ég var barn í Norðurþingi þar sem hann var bóndi á Vestara-Landi í Öx- arfirði. Hann og Sigrún áttu tvo strákpjakka á aldur við mig og kunningsskapur var þónokkur á milli bæjanna, þó að Jökla sjálf skildi okkur að. Aggi vann ötult starf fyrir ungmennasambandið á svæðinu og þaðan eru mínar fyrstu minningar um hann. Ég var átta ára þegar undir- búningur þjóðhátíðar hófst, sem haldin var í Ásbyrgi sumarið 1974. Farið var með okkur börn og unglinga úr allri sýslunni aust- ur í Þistilfjörð til að æfa saman skrúðgöngu fyrir hátíðarhöldin um sumarið. Það var kalsa- rigning og rok og erfiðar aðstæð- ur fyrir átta ára stelpustrá. Þarna kom Aggi mér til bjargar en hann hafði farið með hópnum til aðstoðar. Hann hjálpaði mér að velja á mig skínandi fallegan íþróttagalla fyrir hátíðina, sem upp frá því varð mikil uppáhalds- flík, og ég lagði allt mitt traust á þennan góða mann það sem eftir var ferðar. Næstu árin æfði ég og keppti í frjálsum íþróttum og allt- af var Aggi til staðar á héraðs- mótunum í Ásbyrgi. Annaðhvort að vinna, hvetja okkur hin til dáða og ekki síður að keppa sjálf- ur því hann var mikill og góður íþróttamaður og átti meðal ann- ars héraðsmet í spjótkasti. Aðalgeir Aðdal Jónsson ✝ Aðalgeir AðdalJónsson fædd- ist 18. mars 1935. Hann lést 1. nóv- ember 2018. Útför hans fór fram 12. nóvember 2018. Þegar ég var svo tekin saman við strákpjakkinn hans á fullorðinsárum var notalegt að koma á fallegt heimili þeirra Bryndísar við Ægisgrund í Garða- bæ. Þar kynnti hann mig fyrir fjölskyld- unni sem „frænku Örlygs á horninu“ og var hann þá bú- inn að rekja ættir mínar saman við mann og annan í götunni eins og honum var lagið. Aggi var hafsjór af fróðleik sem hann deildi gjarnan í góðu spjalli, ættfræðikunnátta hans var einstök og minni hans á vís- um og ljóðum með ólíkindum. Að hlusta á hann segja sögur eða flytja heilu ljóðabálkana af því- líkri innlifun, með sinni hljóm- sterku rödd og tilburðum, lét engan ósnortinn. Hann átti það líka til að herma eftir samferða- mönnum og -konum í góðlátlegu gríni. Sameiginlegt áhugamál okkar var þó alltaf á íþróttasviðinu því Aggi hafði alla tíð haft gríðarleg- an áhuga á íþróttum og hvatti okkur og barnabörnin til dáða í þeim efnum og fylgdist vel með íþróttaafrekum fram á efri ár. Barnabörnin nutu þess þegar hann reyndi þau í hinum og þess- um aflraunum, upphífingum og þrautum eða skipulagði golf- keppni með þeim á vel hirtri lóð- inni. Ég hitti Agga síðast fyrir tæp- um þremur vikum á Sólvangi í Hafnarfirði þar sem hann eyddi síðustu árum ævinnar. Hann átti þá erfitt með mál en gat þó beðið mig fyrir kveðjur norður yfir heiðar. Hafðu þökk fyrir samfylgdina elsku Aggi, hvíldu í friði. Kristjana Sigurgeirsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURPÁLL ÁRNASON, kaupmaður og bóndi frá Lundi í Varmahlíð, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 12. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Kristján Páll Sigurpálsson Sigríður Halldórsdóttir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Sigvaldi Þorgilsson Kolbrún Sigurpálsdóttir Freysteinn Sigurðsson Sigurlaug Sigurpálsdóttir Sigurjón G. Stefánsson Árni Baldvin Sigurpálsson Harpa Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.