Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 23

Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 ✝ Ólafur Finn-bogason fædd- ist 14. október 1937 í Neðsta-Hvammi í Dýrafirði. Hann lést á LSH Fossvogi 8. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Finnbogi Júl- íus Lárusson, f. 14. febrúar 1902, d. 25. desember 1974, og Ágústa Þorbjörg Guðjónsdóttir, f. 12. ágúst 1897, d. 22. september 1972. Hann átti fimm bræður, Kristján, Svan- berg, Kristmund og Lárus sem voru albræður hans og svo Jón sem var hálfbróðir hans, eins átti eitt barnabarn. Ólafur eignaðist svo fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Róshildi Öglu Georgsdóttur, en elst þar er Gerður, fædd 18. nóvember 1967, og er maki hennar Jörgen Þor- móðsson og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Næst kom Finn- bogi Ingi, fæddur 16. desember 1968, og er hann giftur Hörpu Karlsdóttur og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn, þriðja í röðinni var svo Ágústa Þorbjörg, fædd 1. apríl 1973, og er eigin- maður hennar Guðmundur Jón- asson og eiga þau þrjú börn. Yngsta barnið er Georg Sigur- björn, fæddur 30. ágúst 1984, og er hann giftur Unni Tómasdóttur og eiga þau tvö börn. Samtals á hann því sex börn, 15 barnabörn og sex barna- barnabörn. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í dag, 14. nóvember 2018, klukkan 13. hann hálfsystur sem hét Aðalheiður en hún lést barn að aldri áður en Ólafur fæddist. Kristján er sá eini þeirra sem enn er á lífi. Ólafur eignaðist sex börn. Elst er Aðalheiður Berg- foss, fædd 25. febr- úar 1966, sem hann átti með Ragnheiði Ragnarsdóttur. Aðalheiður er gift Jóni Óla Benediktssyni og eiga þau þrjá syni. Næst er Þórdís Haf- rún, fædd 5. janúar 1967, sem hann átti með Ingibjörgu Þorláks- dóttur. Þórdís á eina dóttur og Afi á skipinu er dáinn. Þegar synir okkar töluðu um Óla þá var það yfirleitt afi á skipinu. Ég hitti Óla fyrst sumarið 1988 og síðan kynntist ég honum enn betur þeg- ar ég fór á sjó með honum á Sand- afellið veturna 1991 og 1992. Þetta voru skemmtilegir tímar og mikil lífsreynsla. Óli var mikill náttúru- og íþróttaunnandi og þótti efni- legur íþróttamaður þegar hann var yngri. Sagði mér meðal ann- ars af því að hann hefði verið að æfa með sveitunga mínum, silfur- manninum Vilhjálmi Einarssyni, áður en hann fór á Ólympíuleik- ana í Melbourne 1956. Hann tók hins vegar sjómennskuna fram yfir íþróttaferilinn og stundaði sjómennsku allt sitt líf. Það eru margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hug- ann þegar þessi góði drengur er fallinn frá, heimsóknirnar til hans í Hafnarfjörðinn, ferðirnar vestur í Hvamminn þar sem hann naut sín í náttúrunni. Hann kom líka og heimsótti okkur austur og þá var farið víða að skoða og hann naut þess að keyra hér um firðina og sveitirnar enda var bóndi í honum inn við beinið. Við vorum svo lánsöm að eyða með honum síðustu helginni sem hann lifði. Þá sagði hann mér meðal annars frá því að hann væri með verkefni handa okkur Jörgen næsta sumar í Hvamminum. Hann ætlaði að fá okkur til að gróðursetja nokkur tré inni í dal og við fengjum einn fleyg með okkur fyrir verkið. Við kvöddum hann svo að morgni síðasta mánudags og keyrðum austur í Egilsstaði, ég talaði svo við hann um kvöldið þegar við vorum komin austur, til að láta vita af okkur en morgun- inn eftir fengum við þær sorglegu fréttir að hann hefði fengið áfall um nóttina og það liti ekki vel út með framhaldið. Hann lést síðan aðfaranótt fimmtudags. Það síð- asta sem hann sagði við okkur þegar við vorum að kveðja hann var hvort við kæmum ekki örugg- lega aftur suður fyrir jól. Hann spurði okkur oft að því, þegar við vorum hjá honum, hvort okkur lægi nokkuð á austur og hvenær við kæmum aftur. Það var frábært að fá að vera með honum í Erluásnum. Stór- kostlegt útsýni yfir Hafnarfjörð- inn, höfnina og Faxaflóann. Hann var búinn að taka ófáar myndirn- ar af kvöldsólinni í gegnum árin. Var síðast um helgina að benda okkur á hversu stórkostlegt þetta væri, væri eins og að vera með stórt listaverk í stofunni. Við fjölskyldan að austan vilj- um þakka þér Óli fyrir allar góðu stundirnar með þér og þínum. Þín verður sárt saknað. Jón Óli Benediktsson. Með sorg í hjarta kveð ég vin minn og tengdaföður Óla Finn- boga. Ég var ótrúlega heppinn að þegar ég og Ágústa konan mín felldum hugi saman má segja að ég hafi fengið tvo fiska í einu kasti. Inn í líf mitt kom Óli tengdapabbi og við smullum sam- an eins og malt og appelsín frá fyrsta degi. Óli var frábær einstaklingur, rólegur, yfirvegaður, skemmtileg- ur, traustur, hvers manns hug- ljúfi, fróður og umfram allt frá- bær vinur. Við Óli brölluðum margt skemmtilegt saman. Við fórum tvær ferðir saman á Anfield Road og sáum Liverpool spila. Á búll- unni Park fyrir utan Anfield blómstraði Óli og höfðu Tjallarnir ekki roð við íslenska skipstjóran- um þegar hann sporðrenndi köld- um bjór eins og enginn væri morgundagurinn. Ég á margar góðar minningar úr Hvammi í Dýrafirði þar sem Óli ólst upp. Hann elskaði Hvamminn þar sem hann þekkti hvern krók og kima. Sem ungur drengur fór Óli á hverjum degi í Hvammsána og veiddi silung með hrífuskafti og bjó hann til öngul úr sikkeris- nælu. Þegar Óli kom inn í líf mitt var hann hættur á sjónum. Fiskveiðar á sjó höfðu átt hug hans allan en ég var og er með mikla stangveiði- dellu og strax fór Óli að koma með mér í veiðiferðir. Óli átti „hesta- búgarð“ í Landsveit, Holtsmúla II, og fylgdi honum netaveiðirétt- ur í Veiðivötnum og í vötnum sunnan Tungnaár. Við fórum margar ógleymanlegar ferðir upp á hálendi Íslands. Áður en lagt var af stað varð maður að ganga úr skugga um að „nýtt amerískt kaffi“ væri á brúsanum og kíkir væri við hönd. Skipstjórinn vildi geta fylgst með umhverfinu, fugl- unum, veðri og hvort aðrir væru að fá hann. Nánast undantekn- ingalaust þegar við komum niður Kambana litum við hvor á annan og fórum að velta fyrir okkur hvort við værum örugglega með nóg af drykkjarföngum með okk- ur. Alltaf var niðurstaðan að við ættum að koma við í mjólkurbúð- inni á Selfossi og bæta smá á lag- erinn. Óli vissi sem gamall skip- stjóri að bensínlausir menn eru ekki til mikilla afreka á fjöllum. Í veiðiferðunum sagði Óli mér sög- ur frá lúðuveiðum við Grænland, þegar hann var á síld í Norðursjó, netaveiðum á Selvogsbakka, snurvoðinni og þegar hann veiddi með Nonna Rebba á sínum æsku- slóðum. Hann kunni endalaust af sögum og mér fannst alltaf jafn gaman að heyra þær, þvílíkur fróðleiksbrunnur, og ég hlustaði dolfallinn á sögur skipstjórans sem hafði siglt um höfin blá og prufað allt sem viðkom veiðum. Óli elskaði að vera úti í nátt- úrunni og vaka fram á nótt og horfa á þegar sólin var að setjast. Ég lærði mikið af því að vera með Óla Finnboga, hann var hok- inn af reynslu, góð fyrirmynd og hann hafði einstaka nærveru. Ég er ólýsanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst honum og átt hann fyrir vin. Núna hefur skipstjórinn haldið af stað í sína hinstu för en ég veit að leiðir okkar munu liggja saman á nýjan leik og þá verður hann klár með veiðistöngina og búinn að finna bestu hylina. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Guðmundur (Gummi). Minnist löngu liðinna daga, ára við seiðandi nið tímans: Já hann Ólafur er farinn í haustlaufaregni á friðarströndina hinum megin. Ha, er það svo, fór Ólafur svo langt? Húmar að hinsta kveldi. Ekki hvarflaði að mér eftir síðasta kveldspjall okkar að að morgni yrði Ólafur nánast allur, svo hljótt fer dauðinn um. Gat mig vart hrært. Svo kemur gjöf sorgarinn- ar hin djúpa þögnin sem „dauð- anum“ fylgir. „Mennirnir ráðgera en Guð ræður.“ Ólafur var af grónum vestfirsk- um ættum. Fór frá Hvammi eins og aðrir frómir Þorvaldsniðjar, en fóru samt aldrei neitt, frekar en aðrir frændur hans. Þegar þeir fluttu þá þrengdi sér löngum hug- urinn í Hvamm þar sem fegurðin á lögheimili og sólin skín á alla jafnt, þar var hugurinn bundin, taugin sem rekka dregur, í vöku og draumi. Þegar tal okkar í oft löngu spjalli um liðna daga barst að þeim úr hópnum sem höfðu kvatt þetta líf sagði Ólafur: „Nú eru þeir í Hvammi að hugsa um sauð- ina, búsmalann, þangað förum við í hópinn.“ Sá sem leitar svara kemst fljótt að því hvað það er lít- ið sem hann veit. Fyrsta bátinn áttum við saman, þá ungir að árum í Hvammi, hefði getað orðið vísir að meiru, en leið- ir skildi. Farið var um sundin með króka og rörið hans afa, færðum björg í bú, fisk, fugl og sel. Lengi býr að fyrstu gerð en við Hvammssjó hófst sjóvolk Ólafs sem fylgdi honum æ síðan. Við Hvammssjó braut á honum kögur fyrstu bárunnar. En þær urðu fleiri bárurnar sem á skipi Ólafs braut áður en lauk. Ólafur varð vinsæll, farsæll, aflasæll og heppinn skipstjóri um langt árabil, sem reyndi á þrek og vit sem hann hlaut í vöggugjöf. Þrautseigla var Ólafi í blóð borin, hann var umburðarlyndur og hjálpfús, vinátta hans var traust við þá sem hann tók tryggð við. Gamansamur jafningi á sínum skipum, þó með undirtón af al- vöru. Skjólveggur þeirra sem minna máttu sín. Ég minnist ferðar í boði Ólafs í águst sl. í Veiðivötn til netaveiða á slóðir hins sögufræga Amba, sú ferð verður mér ógleymanleg og móttökurnar hjá bræðrunum, þar voru samankomnir menn sem sannarlega kunnu til verka. Oft barst tal Ólafs að skógrækt á dalnum og ráðagerðir fyrri ára í þá veru. „Á sagði hann orð“ kom frá ein- um sönnum Hvammara við flatn- ingsborðið í Hvammsfelli í Hafn- arfirði á sínum tíma þegar Ólafur leiddi í tal skógrækt á dalnum. Enn í vor var áformað með enn meiri þunga að planta trjám á dalnum með aðstoð ættingja. Við sólarupprás vorsólar finnum við Ólaf, sem aldrei fór neitt, í skóg- arlundinum á dalnum, þar sem ilmurinn fær lit, dögg í grasi, lífið sjálft, kvak fugla. Nú er tíminn aukaatriði. Hann segir okkur frá fjölmörgum örnefnum á dalnum og bendir stoltur: sjáið sauða- hjörðina í efstu gjörðum. Sólstafir glitra um sumardag. Sælt er á grund og tindi. Algróið tún og unnið flag ilmar í sunnanvindi. Kveður sig sjálft í ljóð og lag landsins og starfans yndi. (Guðmundur Ingi) Við leiðaskil þakka ég sam- fylgdina og sendi börnum, barna- börnum, bróður svo og öðrum ást- vinum hans innilega samúðarkveðju. Blessuð sé minn- ing Ólafs Finnbogasonar frá Efsta-Hvammi. Lárus Helgi Hagalínsson. Ólafur Finnbogason Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Þökkum af alúð öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts sonar okkar, barnabarns, bróður, mágs og frænda, GUÐMUNDAR BÁRÐARSONAR, sem lést 31. október. Sérstakar þakkir fyrir frábær störf og fagmennsku fá séra Ninna Sif Svavarsdóttir, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og starfs- menn Brunavarna Árnessýslu. Ykkur verður seint fullþakkað. Sigríður Ingibjörg Jensdóttir Bárður Guðmundsson Jens Guðm. Hjörleifsson Kristjana Hrund Bárðardóttir Guðjón Öfjörð Einarsson Jens Hjörleifur Bárðarson Maresa Rieder Helgi Bárðarson Anní Gerða Jónsdóttir Hlynur Bárðarson Helga Ýr Erlingsdóttir og systkinabörn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, RÚNAR ÞÓR FRIÐBJÖRNSSON, Rofabæ 31, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 7. nóvember. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 16. nóvember klukkan 13. Sigrún Ámundadóttir Friðbjörn Þ. Jónsson Ámundi Halldórsson Margrét Traustadóttir Jóhann Friðbjörnsson Regína Sveinsdóttir Kristín Friðbjörnsdóttir og frændsystkini Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR frá Hraunholtum, Hnappadal, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu föstudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram í Guðríðarkirkju föstudaginn 16. nóvember klukkan 11. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki á Mánateig, Hrafnistu, fyrir alúðlega umönnun og hlýju. Þorsteinn Guðmundsson Þórunn Ósk Jónsdóttir Halldór Bjarni Pálmason Sveinn Grétar Pálmason Kristín Anna Alfreðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg föðursystir og vinkona okkar, ANNA BORG, Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi, andaðist sunnudaginn 11. nóvember á heimili sínu. Útförin verður auglýst síðar. Anna Elísabet Borg Rein Norberg Elín Borg Benedikt Hjartarson Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri föstudagskvöldið 9. nóvember. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Einar Baldursson Þórhallur Baldursson Hulda Jónsdóttir Sigurjón Baldursson Jóhanna G. Birnudóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, AÐALSTEINN HALLSSON, Þrastanesi 7, Garðabæ, lést laugardaginn 10. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ebba Stefánsdóttir Atli Stefán Aðalsteinsson Bergljót Aðalsteinsdóttir Brynja Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN RAFNAR HJÁLMARSSON, fv. fræðslustjóri, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Guðrún Ó. Hjörleifsdóttir Halldóra, Hjálmar Andrés, Hjörleifur Rafn Oddný Sigurrós, Guðrún Helga tengdasynir, barnabörn og langafabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.