Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, sem fagnar 40 ára afmælisínu í dag, hefur lengi verið viðloðandi tölvuleikjabransann oger í fremstu röð í heiminum í því fagi. Hún er iðnaðarverkfræð- ingur frá Háskóla Íslands en hafði ekki dottið í hug að vinna við tölvu- leiki í framtíðinni. „Ég spilaði tölvuleiki sem krakki en ég hafði ekki hugmynd um að það væri eitthvað sem ég gæti unnið við og það gerðist alveg óvart eftir að ég fór á fyrirlestur hjá Hilmari í CCP eftir að ég var búin að vera að vinna sem verk- efnastjóri í nokkur ár eftir útskrift. EVE Online og CCP heillaði mig alveg og 6 vikum síðar fór ég að vinna þar.“ Sigurlína flutti til Sví- þjóðar 2011 og var í ár hjá Ubisoft Massive í Malmö og fór svo til Stokkhólms 2012 þar sem hún var í fjögur ár hjá DICE sem yf- irframleiðandi á leiknum Star Wars Battlefront þar til í nóvember 2016. „Þá flutti ég til Vancou- ver í Kanada í ársbyrjun 2017 þar sem ég vann sem yfirframleiðandi á FIFA við að leiða fram- tíðarstrategíu og svo þróun á FIFA ’19 sem er nýkominn út. Í þessum nýjasta FIFA var til dæmis í fyrsta skipti hægt að spila allan söguhlut- ann sem stelpa, Kim Hunter.“ Einnig bættist Meistaradeildin við leik- inn að þessu sinni. „Svo í þessari viku brugðum við fjölskyldan undir okkur betri fæt- inum og ég hætti hjá EA sem á DICE og líka stúdíóið í Vancouver sem býr til FIFA og vorum að flytja til Irvine rétt fyrir sunnan Los Angel- es þar sem ég byrjaði í fyrradag að vinna hjá sprotafyrirtæki í leikja- bransanum sem heitir Bonfire Studios. Mér finnst gaman að breyta til, lífið er stutt, ég hef verið mjög heppin og fengið mörg tækifæri og þegar þau hafa boðist hef ég verið dugleg að taka þau.“ Sigurlína er gift Marteini Friðrikssyni og börn þeirra eru Emma 10 ára og Matthildur 6 ára. „Ég ætla að halda upp á fertugsafmælið um næstu helgi í Las Vegas með eiginmanni og fríðu föruneyti fjölskyldumeðlima sem koma hingað til að fagna með mér.“ Tölvuleikjaframleiðandinn Sigurlína. Í fremstu röð í tölvuleikjaheiminum Sigurlína Ingvarsdóttir er fertug í dag A uður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 14.11. 1958 og ólst upp í Vesturbænum: „En líklega mætti segja að Þjóðleikhúsið hafi verið annað heimili mitt. Þar æfði ég ballett frá unga aldri, dansaði á hverju ári í barna- og leiksýningum og var einn af stofnendum Íslenska dansflokksins 1973. Ég dansaði einnig í München, Basel og í Stokkhólmi.“ Auður vann fyrstu verðlaun í Norrænni danskeppni ungra dans- ara í Finnlandi 1977: „Ég dansaði auk þess í danskeppni í Bolshoi í Moskvu og smyglaði þá í leiðinni nokkrum Biblíum til Sovétríkj- anna. Nokkrar fóru líka til Ung- verjalands þegar ég bjó í München.“ Eftir að Auður hætti að dansa sjálf opinberlega starfaði hún um árabil sem danshöfundur og leik- stjóri. Úr ballett í jóga Auður hefur kennt jóga frá árinu 2000. Hún rekur Jógasetrið í Skipholti en þar býður hún upp á Auður Bjarnadóttir framkvæmdastjóri – 60 ára Afmælisbarnið Hvað er betra en að stunda jógaæfingar og hugleiðslu, umvafin íslenskri víðáttu og náttúrufegurð? Ballett í Bolshoi og Biblíusmygl til Sovét Fjölskyldan Inga Huld, Hákon með Ólaf Bjarna, Auður og Hlynur Helgi. Þær Anna Björg Steinþórsdóttir, Ásta Ninna Reynisdóttir, Inga Karen Björg- vinsdóttir, Karlotta Klara Helgadóttir, Sól Björnsdóttir og Þórhildur Eva Helga- dóttir héldu tombólu fyrir utan Krambúðina á Byggðavegi á Akureyri og söfnuðu 8.487 kr. Þær gáfu Eyjafjarðardeild Rauða krossins söfnunarféð. Við þökkum stelpunum kærlega fyrir framlagið. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Allt fyrir eldhúsið 30% afslátturaf öllum Spiegelauglösum þessa vikuna afsláttarvika Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.