Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Ljósmynd/Thies Rätzke
Áskorun Sviðslistahópurinn Marmarabörn setur sig í stellingar til að takast á við hið ómögulega á Stóra sviðinu.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Íslenski sviðslistahópurinn Marm-
arabörn sýnir Moving Mountains in
Three Essays eða Að flytja fjöll í
þremur atrennum á Stóra sviði
Þjóðleikhússins í kvöld kl. 19.30.
Sýningin er hluti af alþjóðlegu
sviðslistahátíðinni í Reykjavík,
Everybody’s Spectacular. Marm-
arabörn skipa Katrín Gunn-
arsdóttir, Kristinn Guðmundsson,
Sigurður Arent Jónsson, Saga Sig-
urðardóttir og Védís Kjartansdóttir.
„Við frumsýndum verkið á aðal-
sviði Kampnagel-leikhússins í Ham-
borg í mars 2017 í samstarfi við K3-
Zentrum für Choreografie – Tanz-
plan Hamburg og höfum síðan sýnt
það í Norðurlandahúsinu í Fær-
eyjum. Stefna okkar var samt alltaf
að sýna sýninguna hér heima. Við
þurftum hins vegar að finna nógu
stórt svið og tíma sem hentaði öllum
hópnum, enda búa Kristinn og Sig-
urður erlendis,“ segir Védís Kjart-
ansdóttir og tekur fram að aðeins
verði þessi eina sýning.
Fyrir rúmu ári fjallaði Morgun-
blaðið um það þegar Irmela Kästn-
er, gagnrýnandi tímaritsins Tanz,
útnefndi uppfærslu Marmarabarna í
Hamborg sem sýningu ársins auk
þess sem hópurinn var valinn ein af
rísandi stjörnum sviðslista í Þýska-
landi. „Tanz er mjög virt tímarit og
því mikill heiður að fá þessa við-
urkenningu, en við vorum líka til-
nefnd til gagnrýnendaverðlauna
Tanz.“
Að sögn Védísar hefur hópurinn
starfað saman undir merkjum
Marmarabarna eða Marble Crowd
síðan 2013 og sett upp sýningar eft-
ir Sögu. „Moving Mountains in
Three Essays er hins vegar fyrsta
sýningin sem við sköpum saman
sem hópur.“
Líkt og nafnið gefur til kynna
fjallar sýningin, að sögn Védísar,
um það að flytja fjall. „Okkur lang-
aði til að tækla hið ómögulega og
tókum þetta konsept sem snýr að
því hvernig flytja má fjall á sviði.
Við erum aðeins fimm á sviðinu og
öll sviðsmyndin er í pökkum sem við
getum haldið á,“ segir Védís, en
sviðsmynd og búninga uppfærsl-
unnar hannaði Tinna Ottesen, lýs-
ingu hannaði Lars Rubarth og tón-
list og hljóðmyndina samdi Gunnar
Karel Másson.
„Í raun snýst þessi sýning um það
hvernig við getum sigrað þetta
stóra svið með leikgleði að leið-
arljósi,“ segir Védís, en sýningin er
um 90 mínútur í flutningi og leikin
án hlés.
Spurð hvort sýningin sé krefjandi
í flutningi í ljósi umfjöllunarefnisins
svarar Védís: „Já og nei. Við erum
auðvitað að reyna að ná markmiði
sem er ómögulegt, en á sama tíma
er það mögulegt þar sem við trúum
því og gerum það saman. Sam-
staðan í ferlinu er mjög falleg og
skín í gegn á sviðinu. Meðal þess
sem við skoðum er hvað er fjall,
hvort það sé til dæmis heilagur
staður eða bara stórt steinasafn.“
Innt eftir því hvort hópurinn sé
þegar farinn að leggja drög að
næstu uppfærslu svarar Védís því
játandi. „Við erum öll í hópnum
mjög upptekin og því getur reynst
erfitt að koma hópnum saman. Sem
dæmi búa Kristinn og Sigurður er-
lendis og við Katrín eignuðumst
báðar börn fyrir þremur mánuðum.
En við erum að byrja á nýju verki
sem verður frumsýnt á næsta ári.
Þar ætlum við að halda áfram með
þá vinnuaðferð sem við erum búin
að þróa í samstarfi og skoða út-
ópíur, eyjur og eyjaklasa. Ætlunin
er því aftur að skoða stórt hugtak,
sambærilegt við það að flytja fjöll,“
segir Védís og bendir á að það sé
mjög gjöfult að vinna með stór hug-
tök. „Það er svo skemmtileg áskor-
un að takast á við hið ómögulega.
Það krefst opins hugar og skapandi
nálgunar sem leiðir okkur inn á nýj-
ar slóðir, sem er spennandi.“
Fjall flutt á sviði
Marmarabörn sýna Moving Mountains in Three Essays í
Þjóðleikhúsinu í kvöld Hluti af Everybody’s Spectacular
Hin nýja hljómplata Víkings Heiðars
Ólafssonar með píanóverkum eftir
Johann Sebastian Bach, sem
Deutsche Grammophon gefur út, er
ein af klassískum plötum mánaðar-
ins hjá hinu virta tímariti Gramo-
phone. Rýnir Gramophone, Harriet
Smith, fer í löngu máli afar lofsam-
legum orðum um plötuna og túlkun
Víkings Heiðars. Segist hún fyrst
hafa heyrt til hans er hann lék Bach-
efnisskrá á tónleikum og hrifist af,
sú tilfinning hafi aðeins styrkst við
að hlýða á þessar hrífandi upptökur.
Rýnir byrjar að staðsetja Víking í
hópi píanóleikara og segir að í leik
hans blandist fantasía Mariu João
Pires og Mörthu Argerich við
„kontrapunktískan ákafa Piotrs
Anderszewskis. En hann er engu að
síður mjög mikið hann sjálfur“, seg-
ir hún og skýrir hvernig Víkingur
blandar upprunalegum verkum
Bachs við endurritanir eftir ólík tón-
skáld og hljóðfæraleikara, meðal
annars Víking sjálfan – og er henni
hrósað.
Vitnað er til skrifa Víkings um
það hvernig hann hafi fundið sína
leið að Bach með því að hlýða á ólík-
ar túlkanir en rýnir segir nálgun
hans afar persónulega og aldrei til-
gerðarlega. Þá tekur rýnirinn ýmis
dæmi um það hvernig Víkingur
nálgast ýmis verk og notar iðulega
afar lofsamleg lýsingarorð um leik-
inn og túlkunina, þar sem fegurð
verkanna nái að skína í gegn. Hún
notar til dæmis orðið „fullkomnun“ í
umfjöllun um Prelúdíu og fúgu í c-
moll úr Velstillta píanóinu; að í pre-
lúdíunni mætist kraftur og snilld og
fúgan sé „fyrirmynd hvað tær smá-
atriði varðar“.
Sagt er að það sé sem Víkingur
bjóði með túlkun sinni upp á ólík
sjónarhorn á brjóstmyndina af Bach
sem hann hafi við hljóðfærið.
Að lokum er tæknimönnum
Deutsche Grammophon hrósað og
sagt að hinn „einstaki“ Víkingur
geti verið stoltur af verki þeirra –
hún geti ekki beðið eftir að heyra
hvað hann sendi næst frá sér.
Bach-túlkun Víkings Heiðars lofuð
Morgunblaðið/Einar Falur
Píanóleikarinn Rýnir Gramophone
getur ekki beðið eftir að heyra hvað
Víkingur sendir næst frá sér.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30
Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 2/12 kl. 19:30
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/12 kl. 19:30 7.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Moving Mountains (Stóra Sviðið)
Mið 14/11 kl. 19:30
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s
Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is