Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íslensk hjón í Danmörku misstu all- ar eigur sínar í eldsvoða á sunnudag- inn var. Að sögn ættingja voru hjón- in að heiman þegar eldurinn kom upp og eiga þau nú bara fötin sem þau voru í þegar eldurinn kviknaði. Eiginkonan sér einna mest eftir ís- lensku vetrarfötunum sem munu ekki halda á henni hita í vetur. Hjónin bjuggu í einbýlishúsi í Je- bjerg norðan við Skive á Jótlandi, að því er fram kom í frétt TV Midtvest um eldsvoðann. Þjóðerni íbúa húss- ins var ekki tilgreint í fréttinni en fregnir af brunanum hafa m.a. verið sagðar á Facebook og þar komið fram að um Íslendinga sé að ræða. Jan Nygaard Christensen í slökkviliði Norðvestur-Jótlands í Skive sagði að eldurinn hefði verið mjög mikill. „Þegar ég kom var eldur í öllu húsinu og innbúið og allar eigur þeirra brunnar.“ Húsið gjöreyði- lagðist í eldinum, að því er fram kom í Skive Folkeblad. Tilkynnt var um eldsvoðann um hádegi á sunnudag og þar eð ekki var vitað hvort húsið var mannlaust kom sjúkrabíll á staðinn ásamt slökkvibílum. Í ljós kom að enginn var heima svo ekki var þörf á sjúkra- bílnum. Slökkvistarfið stóð fram eft- ir sunnudeginum. Laust fyrir miðnætti að kvöldi sunnudags var slökkviliðið aftur kallað út. Þá hafði leynst glóð í rúst- um þaksins, sem var hrunið, og í einu herbergi og fuðraði eldurinn upp aft- ur. Ekki var vitað um eldsupptök og átti að rannsaka þau í þessari viku. gudni@mbl.is Íslensk hjón í Danmörku misstu aleiguna í eldsvoða  Íbúðarhúsið brann til kaldra kola og allt innbúið með því Skjáskot/TVMidtvest Eldsvoðinn Húsið var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Erla María Markúsdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson „Ég hef ekki séð neitt annað en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar rétt- mætar í þessari faglegu úttekt. Þann- ig að ég sé ekkert annað en að það sé bara mál sem er búið að ganga frá,“ sagði Helga Jónsdóttir, starfandi for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), spurð hvort málum vegna uppsagna Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for- stöðumanns hjá Orku náttúrunnar (ON), og Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, væri nú lok- ið. Uppsögn Áslaugar Thelmu í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más, samkvæmt nið- urstöðu úttektar Innri endurskoðun- ar Reykjavíkurborgar á starfs- mannamálum OR sem kynnt var í gær. Þar er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu OR (or.is). Áslaug Thelma fékk skýringar á uppsögn sinni en í niðurstöðum út- tektarinnar segir að frekari skýring- um sem boðnar voru fram á fundi með henni hafi verið hafnað. Í skýrsl- unni segir jafnframt að Áslaug Thelma hefði átt að fá skriflegar skýringar þegar við uppsögn. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu, en fram kom á RÚV í gærkvöldi að hún vildi ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefði farið yfir efni hennar með lögmanni sínum. Bjarni tekur aftur við Á fundinum var tilkynnt að Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mundi snúa aftur til starfa 28. nóvember, en hann steig til hliðar á meðan málið var til skoðunar og hefur Helga sinnt starf- inu í hans fjarveru. Þá mun Þórður Ásmundsson, sem átti að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá ON, einnig snúa aftur. Í niðurstöðu úttektarinnar segir að vinnustaðamenning hjá OR og dótt- urfyrirtækjum sé betri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Brynhildur Davíðsdóttir, formað- ur stjórnar OR, var í heildina ánægð með niðurstöðu könnun- arinnar á vinnustaðamenningu hjá OR og dótturfyrirtækjun- um. „Við tökum ábendingarnar í skýrslunni alvarlega og mun- um vinna skipulega úr þeim. Áreitni og einelti eiga ekki að líðast.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Úttekt F.v.: Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Helga Jónsdóttir, forstjóri OR, og Brynhildur Davíðs- dóttir, stjórnarformaður OR, kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Uppsagnirnar hjá ON taldar réttmætar  Úttekt Innri endurskoðunar á starfsmannamálum OR „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavík- urborgar liggur nú fyrir og stað- festir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styr hefur stað- ið um var réttmæt og byggðist á faglegu mati,“ sagði í yfirlýs- ingu Bjarna Más Júlíussonar, fv. framkvæmdastjóra ON. „Þá er það ein af niðurstöðum skýrsl- unnar að ásakanir um mis- munun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við sam- starfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyr- irvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmda- stjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meið- andi.“ Óverðskuld- uð uppsögn YFIRLÝSING BJARNA MÁS Bjarni Már Júlíusson Stjórnir Origo og Diversis Capital undirrituðu í gær skuldbindandi kaupsamning um sölu á 55% hlut í Tempo til Diversis. Heildarvirði Tempo ehf. í samningum er fimm milljónir Bandaríkjadala og mun Di- versis eignast 55% í Tempo eftir kaupin. Diversis greiðir Origo 34,5 milljónir Bandaríkjadala en félögin munu sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, tvær milljónir Banda- ríkjadala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna er um þrír milljarðar króna. Auk þess er áætlað að um tveir milljarðar króna færist til tekna sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo. Gengið frá sölu á 55% hlut Origo í Tempo Auka á vægi náttúruvísinda, stærð- fræði og útináms; efla list- og verk- nám; einfalda stoðþjónustu við börn með sérstakar þarfir, bæta aðstöðu, innleiða heildstætt staf- ræna tækni í skóla- og frístunda- starfi og stofna þróunarsjóð til að fylgja eftir innleiðingu nýrrar menntastefnu sem borgaryfirvöld í Reykjavík kynntu í gær. 200 millj- ónir króna verða settar í sjóðinn til að hefja innleiðingu stefnunnar strax á næsta ári. Menntastefnan verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag til formlegrar afgreiðslu. Tilgangurinn er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Reykja- vík og skerpa forgangsröðun mik- ilvægustu umbótaverkefna. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að stefnan sé afrakstur samstarfs þúsunda borgarbúa með aðkomu barna í leikskólum, grunn- skólum og frístundastarfi, kennara, stjórnenda, foreldra og kjörinna fulltrúa ásamt innlendum og er- lendum ráðgjöfum. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu skóla- og frístundastarfi sem bygg- ist á styrkleikum samfélagsins. Stefnunni er skipt upp í fimm grundvallarþætti; félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heil- brigði. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið stefnunnar sé að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í samfélagi sem einkennist af mann- réttindum og virðingu fyrir fjöl- breytileika mannlífs. Unnið verður að því að öll börn öðlist sterka sjálfsmynd, trúi á eigin getu og nái árangri. Þá er áhersla á að börn lesi sér til gagns og gamans, afli sér þekkingar og öðlist skilning á samfélagi og náttúru. Lagt er upp úr því að börn sýni frumkvæði og tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun og heilbrigðan lífsstíl. Þróunarsjóður fyrir nýja menntastefnu  200 milljónir í sjóðinn  Aukið vægi náttúruvísinda og stærðfræði í kennslu Morgunblaðið/Hari Skólar Skúli Helgason og Líf Magneudóttir kynna nýju menntastefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.