Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Veður víða um heim 19.11., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Hólar í Dýrafirði 8 skýjað Akureyri 5 heiðskírt Egilsstaðir -1 heiðskírt Vatnsskarðshólar 8 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 7 heiðskírt Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Stokkhólmur 0 léttskýjað Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 4 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 8 alskýjað London 6 skúrir París 5 alskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 5 léttskýjað Berlín 4 léttskýjað Vín 0 alskýjað Moskva 0 skýjað Algarve 15 rigning Madríd 12 súld Barcelona 13 skýjað Mallorca 15 skýjað Róm 8 rigning Aþena 18 heiðskírt Winnipeg -15 snjókoma Montreal -2 snjókoma New York 7 þoka Chicago -1 þoka  20. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:13 16:15 ÍSAFJÖRÐUR 10:40 15:57 SIGLUFJÖRÐUR 10:24 15:39 DJÚPIVOGUR 9:48 15:39 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Norðvestan 5-10 m/s við vestur- ströndina og dálitlir skúrir eða slydduél. Hægari vindur í öðrum landshlutum og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost norðaustantil á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 með suður- og vesturströndinni til síðdegis. Léttskýjað nyrðra og eystra, en skýjað að mestu syðra og vestra og sums staðar dálítil væta.  Mennta- og menningarmálaráðherra mætti á fjölsóttan fund kennara í gær Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það var húsfyllir og mjög góður fundur, málefnalegur og greinandi á stöðunni. Mennta- og menningar- málaráðherra mætti og ég kann henni bestu þakkir fyrir það,“ sagði Guðríður Arnardóttir, formaður Fé- lags framhaldsskólakennara (FF). Stjórn FF boðaði til almenns fé- lagsfundar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla síðdegis í gær. Fundarefnið var hugmynd mennta- og menning- armálaráðherra um sameinað leyfis- bréf fyrir kennara á öllum skólastig- um. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn, Guðríður var með framsögu ásamt Ægi Karli Ægis- syni, formanni Félags stjórn- enda í framhalds- skólum. Guðríður sagði að ráðherrann hefði sagt að sam- ráðsferli væri að hefjast og bauð framhaldsskóla- kennurum sæti við borðið. „Við höfum þá tækifæri til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og ég er þakklát fyrir það. Við munum nýta það tækifæri,“ sagði Guðríður. Hún sagði að framhaldsskólakennurum litist ekki á hugmyndir um eitt leyf- isbréf fyrir kennara á öllum skóla- stigum. Um það hefði verið algjör samstaða á fundinum. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem lögð er áhersla á að núgildandi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla (87/ 2008) verði virt við útgáfu leyfisbréfa til kennslu. Lögin gerðu skýrar menntunarkröfur til þeirra sem fengju leyfi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskóla, en jafnframt væri gert ráð fyrir sveigjanleika á milli skólastiga að uppfylltum lág- marksmenntunarskilyrðum og sér- hæfingu á hverju skólastigi. „Sjónarmið kennara eru mögulega mismunandi eftir skólastigum og tryggja verður að þau komi örugg- lega sem skýrast fram þegar grund- vallarákvarðanir eru teknar. Fund- urinn skorar því á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn- og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennara- menntunar,“ segir í ályktuninni. Þar segir og að reglugerð um inn- tak kennaramenntunar hafi verið mótuð í kjölfar samráðs við kennara- félögin. Hún endurspegli þann mun sem er á starfi og ábyrgð kennara á mismunandi skólastigum þar sem vægi kennslufræði og fagþekkingar sé mismunandi á hverju skólastigi. Að setja kennslu á öllum skólastig- um undir sama hatt með einu leyfis- bréfi rýri gildi kennaramenntunar á öllum skólastigum og geri lítið úr þeirri sérþekkingu sem felst í starfi kennara. Guðríður Arnardóttir Morgunblaðið/Eggert Framhaldsskólakennarar Húsfyllir var á fundinum, mikill hugur í fólki og eining gegn hugmynd um sameinað leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Framhaldsskólakennarar á móti sameinuðu leyfisbréfi Áttundu skák þeirra Magnúsar Carlsen og Fabianos Caruana í heimsmeistaraeinvíginu í London lauk með jafntefli í gær. Þeir eru hvor um sig með fjóra vinninga. Caruana byrjaði með hvítt í gær. Helgi Ólafsson stórmeistari sagði að Caruana hefði átt góða möguleika um tíma en verið full- varkár. Hann fengi ekki betri möguleika en hann fékk í byrj- uninni í gær. Carlsen byrjaði með hvítt á föstudag og sunnudag en komst ekkert áfram í hvorugri skákinni og var heppinn að sleppa með jafntefli á föstudag, að mati Helga. Staða hans hefði verið mjög erfið. Verði staðan 6:6 verð- ur farið í bráðabana og tefldar fjórar atskákir eins og gert var í einvígi þeirra í New York 2016. Enn og aftur jafntefli Rannsókn lög- reglu á neðri hæð hússins á Hval- eyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns- son, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á höfuðborgar- svæðinu. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði og tæknideild lögreglu voru að störfum á brunastaðnum frá því fyrir hádegi í gær og mun vinna lögreglu á efri hæðinni halda áfram í dag. Lögregluvakt var í alla fyrri- nótt á Hvaleyrarbrautinni, en lög- regla fékk brunavettvanginn afhent- an um kvöldmatarleytið í fyrradag eftir að slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins tæpum tveimur sólar- hringum eftir að tilkynning um hann barst. Eldurinn kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld á efri hæð Hvaleyrarbrautar 39 þar sem harðviðarverkstæði var til húsa. Lögregla biðlar nú til þeirra sem kunna að hafa undir höndum mynd- efni af fyrstu stigum brunans að hafa samband, en myndir sem sýna hvar eldurinn kom fyrst upp geta að- stoðað við rannsókn á upptökum brunans. Bruninn áfram í rannsókn Bruni Lögregla vaktar staðinn.  Leitað að mynd- efni af eldsupptökum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.