Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 6

Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Aðeins 100 stk1 stk á mann! 50%Afsláttur Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 27” IPS SKJÁ R Lúxus 27 ” IPS skj ár með örþu nnan skjáramm a! TILBOÐ DAGSINS Gildir aðeins þriðjudag 19.995 VERÐ ÁÐUR 39.990 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum ekki séð neinar tölur ennþá en miðað við þá umræðu sem verið hefur þá verðum við að lýsa yfir ákveðnum von- brigðum með nið- urstöðuna,“ segir Pétur Magnús- son, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu. Pétur vísar í máli sínu til fjár- lagafrumvarps næsta árs og framlaga til reksturs hjúkrunarheim- ila. Rekstraraðilar hafa ítrekað farið fram á hærra framlag frá ríkinu til rekstursins en telja að ekki sé á þá hlustað. Vonast eftir leiðréttingu „Í stjórnarsáttmálanum er talað um að bæta rekstrargrunn hjúkrun- arheimila en þetta eru önnur fjárlögin sem núverandi ríkisstjórn leggur fram og það lítur út fyrir skert fram- lög í þeim báðum. Þetta veldur okkur ákveðnum vonbrigðum,“ segir Pétur. Hann tekur fram að fullur skilningur hafi verið á því að hagræða hafi þurft á árunum eftir hrun. „Nú teljum við að það tímabil sé búið. Hjúkrunar- heimili eiga skilið að reka sig á eðli- legum forsendum eins og samið var um árið 2016. Niðurskurður árið 2018 og 2019 og reyndar á næstu árum miðað við fjár- málaáætlun veldur okkur sár- um vonbrigðum og vekur töluverða undrun. Við erum að vísu bjartsýn að eðlisfari og trúum því að þingmenn sjái sóma sinn í því að leiðrétta þetta í þriðju umræðu fjárlaganna.“ Auknar kröfur, sömu framlög Um áramótin rennur rammasamn- ingur Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila út. Segir Pétur að rekstraraðilum hafi verið boðið að endurnýja núverandi samn- ing. „Semsagt á lakari kjörum því kröfurnar frá ríkinu hafa aukist, til að mynda kröfur vegna persónuverndar. Það er ekkert komið til móts við þann kostnað. Við eigum auðvitað eftir að sjá hvernig þessi fjárlög líta út en að óbreyttu sjáum við ekki fram á annað en að setjast niður með Sjúkratrygg- ingum og ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða. Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verð- ur virkilega niðurstaðan.“ Stefnir í að skerða þurfi þjónustuna  Rekstraraðilar óánægðir með fram- lög ríkisins til hjúkrunarheimilanna Bygging nýs hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi er nú á lokametr- unum og verður það tilbúið um áramót. Þar verða 40 íbúðir. Ekki liggur fyrir samningur um rekstr- arfyrirkomulag heimilisins og vel- ferðarráðuneytið og bæjarfélagið vísa hvort á annað um það hvar ábyrgðin liggur. „Samkvæmt samn- ingi ráðuneytisins og Seltjarnarnesbæjar um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í sveitarfélaginu frá 18. júní 2014 verður ábyrgð á rekstri heimilisins á hendi sveitar- félagsins. Sveitarfélaginu er aftur á móti heimilt að fela þriðja aðila að annast reksturinn í umboði sveitarfélagsins,“ segir í svari vel- ferðarráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir að unnið sé að lausn með ráðuneytinu en reksturinn sé á ábyrgð ríkisins. „Ríkið sér um að útvega rekstr- araðila. Ég veit ekki hvað ríkið þarf langan tíma en þetta ferli hlýtur að fara af stað á næstunni. Ég veit til þess að nokkrir aðilar hafa lýst áhuga á rekstrinum, til að mynda Sóltún, Hrafnista og Grund.“ Deila um fyrirkomulag rekstrar NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI NÆR TILBÚIÐ Á SELTJARNARNESI Ásgerður Halldórsdóttir „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt full- trúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skatt- kerfinu og fleiri slíkar áherslur,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnar- son, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um stöðu viðræðna vegna endurnýjunar kjarasamninga á al- menna vinnumarkaðinum. Nú eru aðeins sex vikur til stefnu þar til allir gildandi kjarasamningar á almenna markaðinum renna út í lok árs. ,,Það er farið að styttast verulega. Við stefnum að því að [semja fyrir áramót] en það veltur líka á viðsemjendum okkar,“ segir Kristján. Spurður segir Kristján að skatta- málin gætu haft jákvæð áhrif á nið- urstöður kjaraviðræðnanna og ekki síður stytting vinnutímans ef við- semjendur ná lendingu í því máli. ,,Við höfum tekið þátt í um- ræðunni hjá ASÍ um hvernig við náum að auka jöfnuð í samfélaginu og við sjáum skýr sóknarfæri í ýms- um skattamálum og skattaívilnunum en við erum ekkert komin lengra með það.“ Iðnaðarmenn ganga sameinaðir til samninga. Kristján segir að kröfu- gerðir iðnaðarmanna séu tilbúnar í megindráttum. ,,Iðnaðarmannahóp- urinn er að samstilla sig í heild sinni og við munum fara samstiga í þetta verkefni.“ Fram hefur komið að iðn- aðarmenn muni ekki setja fram tölur heldur m.a. leggja áherslu á kaup- máttaraukningu og að menntun verði metin til launa. Kristján tekur undir það og segir að menn muni ekki flýta sér við að fara í launalið væntanlegra samninga. ,,Það eru mörg önnur mál sem þarf að vinna úr en síðan helst þetta allt í hendur.“ omfr@mbl.is „Sjáum skýr sóknarfæri“  Iðnaðarmenn og SA hafa ekki fundað  6 vikur til stefnu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við störf Samningar ASÍ-félaga eru að renna sitt skeið á enda í árslok. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Í tillögunni segir Egill Þór vanta búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma. Einnig vanti stuðning og sálfræði- þjónustu við börn á aldrinum 8-18 ára, aðstandendur fólks með fíkni- sjúkdóm auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata. Þá telur Egill Þór vanta þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga við áfengis- og fíknivanda að stríða. Loks telur hann sérhæfða eftirfylgni og stuðningsþjónustu vanta við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíkni- vanda. Með tillögunni er lögð fram kostn- aðaráætlun, með heildarkostnaði uppá 140 milljónir króna fyrsta árið en síðan um 130 milljónir á öðru starfsári. Þjónustusamningur yrði endur- skoðaður árlega frá gildistöku, og fjármagnaður með niðurskurði í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar um 2,4%. »20 Framlög til SÁÁ verði stóraukin  Tillaga lögð fram í borgarstjórn í dag Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri efndi um helgina til árlegs jólaballs þar sem rauð- klæddir sveinkar mættu, tendruðu ljós á jólatré og dönsuðu síðan kringum það með börnum og fullorðnum. Einnig gáfu þeir krökkunum ýmis- legt góðgæti, m.a. mandarínur. Þegar mest lét er talið að um 3.000 manns hafi verið í húsinu. Hægt var að taka af sér mynd með jólasvein- unum og kirkjukór Glerárkirkju tók lagið. Jólasveinar gáfu börnunum góðgæti Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Fjölsótt jólaball í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.