Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Styrmir Gunnarsson fjallar ípistli um ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins um helgina vegna þriðja orku- pakkans: „Sam- hljóða höfnun mið- stjórnarfundar Framsóknarflokks- ins um helgina á innleiðingu orku- pakka 3 frá ESB felur í sér pólitísk stórtíðindi. Hún þýðir að það er kominn upp alvar- legur ágreiningur innan stjórn- arflokkanna um málið, sem hefur verið að þróast undanfarnar vik- ur.    Innan þingflokks Sjálfstæðis-flokksins er hörð andstaða við málið en þar er líka að finna ákafa talsmenn þess að sam- þykkja. Staðan innan VG er óljós- ari og misvísandi fréttir, sem það- an berast.“    Þá segir Styrmir að uppreisnvegna orkupakkans sé að breiðast út innan Sjálfstæðis- flokksins og lýkur pistlinum á þessum orðum: „Reyni forystusveit ríkisstjórnarinnar að knýja sam- þykkt málsins fram á Alþingi með stuðningi Samfylkingar og Við- reisnar er ljóst að samstarfi stjórnarflokkanna í ríkisstjórn væri lokið.    Með samþykkt miðstjórnar-fundarins hefur Framsókn- arflokkurinn náð frumkvæði í and- stöðunni við orkupakkann í sínar hendur og þar með ýtt Mið- flokknum til hliðar sem var á góðri leið með að ná pólitískri for- ystu í málinu til sín.    Nú hefur Framsókn gert hreintfyrir sínum dyrum. Sjálf- stæðisflokkur og VG verða að gera það sama.“ Styrmir Gunnarsson Pólitísk stórtíðindi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verð- ur fyrir umsóknir í byrjun desem- ber og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnar- dóttir, félagsráðgjafi í innanlands- starfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sæ- dís segist hafa tilfinningu fyrir því að færri muni þurfa aðstoð en í fyrra en þá fengu 1.304 aðstoð. Hún segir jólaaðstoðina felast í inneignarkortum í matvöruversl- unum, jólafatnaði og jólagjöfum. Allir velkomnir í jólamat Sædís segir jólaaðstoðina fjár- magnaða með styrkjum fyrirtækja og sjóðum héðan og þaðan auk þess sem almenningur sé hliðhollur hjálparstarfinu og gefi í jólaaðstoð- ina. „Kaffistofa Samhjálpar er opin 365 daga á ári og öll jólin er boðið upp á hátíðarmat á Kaffistofunni,“ segir Rósa Gunnlaugsdóttir hjá Samhjálp. Hún segir að jólahaldið sé fjár- magnað með styrktarlínum og aug- lýsingum í jólablaði Samhjálpar og öðrum styrkjum frá fyrirtækjum. Rósa segir alla velkomna í Kaffi- stofu Samhjálpar. Eigi það jafnt við um einstaklinga sem þurfi á matar- gjöf að halda, þá sem rjúfa þurfi fé- lagslega einangrun eða af öðrum or- sökum. ge@mbl.is Almenningur hliðhollur hjálparstarfi  Allir velkomnir í jólamat á Kaffi- stofu Samhjálpar  1.304 fengu aðstoð Morgunblaðið/Hari Jólapakkar Allir ættu að fá jólagjöf. Ef ætlunin er að fjölga í landsels- stofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunet- um og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Í fréttinni segir að bændur eigi lítinn sem engan þátt í þeirri fækkun sela við landið, sem hafi orðið til þess að Náttúrufræði- stofnun hafi lagt til að landselur verði settur á válista. Fækkunin eigi sér þær ástæður að 16. ágúst 1979 setti sjávarútvegsráð- herra, að frumkvæði fisksölufyrir- tækja á fót svokallaða hringorma- nefnd. „Þessari nefnd var sett það hlutverk að útrýma sel vegna þess að hann er millihýsill á hringormi. Var í þessu skyni greitt fyrir hvern drep- inn sel og það mönnum þó þeir ættu hvergi rétt til veiða né hefðu leyfi til slíks. Fóru þá til veiða allmargir veiðiþjófar, óspart hvattir til óhæf- unnar. Enda greiddi hringorma- nefnd fyrir og skeytti hvorki um skömm né heiður og lítt um hvar veitt var. Að lokum tókst að mestu að stöðva óhæfuna en þá var stærri bát- um veitt leyfi til grásleppuveiða. Við þá breytingu fóru þessir stærri bátar að sækja lengra og nær selalátrunum. Það hafði í för með sér að fullorðinn selur fórst í grásleppu- netum unnvörpum og selastofninn hrundi nær alveg á stórum svæðum við Húnaflóa, á Breiðafirði og fyrir Mýrum. Bændur eru fyrir allmörg- um árum hættir að veiða sel, nema örfáir fá sér kóp til að sæta sér í munni,“ segir í frétt af fundi sela- bænda. aij@mbl.is Friða þyrfti stór svæði fyrir netum  Bændur eiga lítinn þátt í fækkun sela Hlunnindi bænda » Fundur selabænda ályktar einnig um „ótrúlegan yfirgang Fiskistofu, að ætla að taka yfir hlunnindi bænda, sem eru kló- þangsöflun sem er á þurrlendi sjávarjarða“. Mótmælt er álagningu auðlindagjalds og þeirri aðför að hlunnindum. » Einnig er því mótmælt að Hafrannsókn gefi leyfi til öfl- unar þörunga á grunnsævi án þess að landeigendur fái þar nokkru um ráðið. » „Slíkt er yfirgangur sem á skylt við aðfarir hringorma- nefndar á sínum tíma,“ segir í ályktun selabænda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.