Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 14

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á að- alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Við afgreiðsluna bókuðu borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi: Hugmynd um yl- strönd lítur vel út en gæti lyktað illa ef ekki er gætt að nálægð við fráveitu eins og bent er á í um- sögn Veitna og Heilbrigðiseftirlits- ins. Faxaflóahafnir áforma að stækka hafnarsvæðið í Sundahöfn með tveimur landfyllingum. Önnur landfyllingin verður við Kletta- garða, vestan við vitann á Skarfa- bakka. Hún verður 2,5-3 hektarar og þar er ætlunin að starfsstöðvar Faxaflóahafna verði í framtíðinni, m.a. skrifstofur, skipaþjónusta og möguleg viðlega dráttarbáta. Hug- myndin er að nota jarðefni sem til falla á lóð Landspítalans vegna Nýs Landspítala í landfyllinguna. Einnig eru hugmyndir uppi um gerð ylstrandar á svæðinu, í ná- grenni við útivistarsvæðið í Laug- arnesi. Áhyggjur sjálfstæðismanna lúta- að því að á lóð, sem liggur að svæðinu, er skólphreinistöð Veitna. Þetta er stærsta skólp- hreinsistöð landsins og tekur við skólpi frá nær helmingi höfuð- borgarsvæðisins. Þrjár lagnir eru frá stöðinni, tvær yfirfallslagnir og ein meginútrás, sem liggur í sjó fram, fimm kílómetra frá landi. Faxaflóahafnir hafa bent á að staðsetning ylstrandar í nálægð við skólphreinistöðina þarfnist sér- stakrar skoðunar. Þá þurfi til framtíðar litið að skoða mögulega stækkun lóðar hreinsistöðv- arinnar. sisi@mbl.is Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa  Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa nýtt aðalskipulag fyrir Sundahöfn Morgunblaðið/RAX Skarfaklettur Landfyllingin er áformuð vestan við klettinn. Ylströndin verður þar vestan við, nær Laugarnesinu. Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmda- sýslu ríkisins. Verkið fól í sér að setja upp stoð- virki úr stáli til snjóflóðavarna á upp- takasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. Öll hús í hverfinu eiga nú að vera komin í öruggt skjól. Unnið hefur verið að uppsetningu um 1.900 metrum af stoðvirkjum síð- ustu tvö sumur. ÍAV – Íslenskir aðal- verktakar hf. sáu um uppsetninguna. Hæð stálgrindanna mælt þvert á halla fjallshlíðar er 3,0, 3,5 og 4,0 metrar. Lokaúttekt með fulltrúum upp- setningarverktaka, ÍAV, og verk- efnastjóra Framkvæmdasýslunnar fór fram 8. nóvember síðastliðinn með minni háttar athugasemdum. Unnið var út þeim, lokafrágangi og brottflutningi á tækjum og búnaði. Síðasti vinnudagur verktaka var 14. nóvember. Framkvæmdasýslan hefur haft umsjón og eftirlit með verkinu fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Tækniþjón- usta Vestfjarða aðstoðaði við eftirlit. „Framkvæmdir gengu vel og tókst að ljúka þeim fyrir lok umsamins framkvæmdatíma. Verktaki hefur staðið að fullu við skuldbindingar sínar samkvæmt útboðsgögnum. Að- staða verktaka hefur verið fjarlægð og vinnusvæðið hreinsað að fullu,“ segir í fréttinni. Kostnaður við verkið var um 800 milljónir króna. Þar af greiðir Ofan- flóðasjóður 90% en Ísafjarðarbær greiðir 10%. sisi@mbl.is Framkvæmdum er lokið í Kubba  Húsin í Holtahverfi komin í skjól Ljósmynd/Ágúst J. Ólafsson Framkvæmdir Þyrla flytur stál- grindurnar upp í hlíðar Kubba. Tvílit slá Verð 9.880 kr. Misty Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus 3. BERA Á1. RJÚFA 2. TOGA NÝTT Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.