Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara
að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Starfsmenn skíðasvæðisins í Blá-
fjöllum hafa haft nóg að gera í haust
þó svo að enginn snjór sé á svæðinu.
Þar á bæ eru menn ýmsu vanir og
segja að engir tveir vetur séu eins. Á
þessum tíma í fyrra var búið að opna
fyrir æfingar í brekkunum og
gönguskíðabraut var í notkun.
Ekki er lengra síðan en haustið
2016 að ástandið var svipað og núna,
en þá var sól og sumar út desember,
að sögn Magnúsar Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra skíðasvæðisins í Blá-
fjöllum. Þá fór að snjóa og úr varð
hinn ágætasti vetur fyrir skíða- og
brettafólk. Magnús segir að stund-
um hafi tekist að opna í nóvember þó
svo að það sé ekki oft. Yfirleitt hafi
eitthvað verið opnað í desember og
alls ekki sé útilokað að svo verði í ár.
Eftir að reisa möstur
Að sögn Magnúsar hefur verið
unnið við það síðustu vikur að setja
upp nýja diskalyftu sem er einkum
hugsuð til að þjónusta brettafólk og
sömuleiðis að minnka álagið á Kóng-
inn, stóru lyftuna í Kóngsgili.
„Okkur brá aðeins þegar snjórinn
kom í september-október, því þá
vorum við í jarðvegsframkvæmdum.
Hann stóð þó stutt við og núna er
þeim framkvæmdum lokið og aðeins
eftir að reisa möstrin,“ segir Magn-
ús.
Þrátt fyrir snjóleysið hafa árskort
á skíðasvæðin verið auglýst að und-
anförnu eins og venja er í nóvember.
Magnús segir söluna ganga ágæt-
lega og fjölskyldutilboðin séu sér-
staklega hagstæð í ár. Venjan sé sú
að salan taki kipp síðustu daga mán-
aðarins.
Útboðsgögn tilbúin
Spurður um snjóframleiðslu á
Bláfjallasvæðinu segir Magnús að
hún verði vonandi að veruleika á
næsta ári. Í febrúar á þessu ári hafi
vinnuhópur sem m.a. mat hættu
gagnvart vatnsvernd komist að
þeirri niðurstöðu að snjóframleiðsla
ógnaði henni ekki ef samhliða yrði
farið í ákveðnar mótvægisaðgerðir.
Búið væri að vinna breytingar á
deiliskipulagi, en unnið væri að því
að svara athugsasemdum sem hefðu
borist.
„Ef uppbyggingin þarf að fara í
umhverfismat tefjast framkvæmdir.
Komi ekki til þess þá erum við tilbú-
in með útboðsgögn fyrir fyrsta
áfanga snjóframleiðslu og undir-
stöður fyrir fyrstu lyftuna. Þær
framkvæmdir byggjast á tímamóta-
samkomulagi borgarstjóra og bæj-
arstjóra á höfuðborgarsvæðinu um
3,6 milljarða uppbyggingu á Blá-
fjallasvæðinu á næstu sex árum,“
segir Magnús.
Framkvæmdir í snjóleysinu
Yfirleitt hefur eitthvað verið opið í Bláfjöllum í desember Vona að snjófram-
leiðsla geti hafist í Bláfjöllum á næsta ári Góð sala í árskortum á tilboðsverði
Ljósmynd/Magnús Árnason
Lélegt skíðafæri Þannig var umhorfs í Bláfjöllum um hádegi í gær, enginn snjór í brekkum og þoka efst í hlíðum.
Félagið Lindarvatn ehf., sem er
eigandi fasteigna á reitnum þar
sem nýtt gistihús Icelandair hotels
er að rísa á svonefndum
Landssímareit, ítrekar í tilkynn-
ingu, að engin byggingaráform séu
fyrirhuguð í Víkurgarði, engar
grafir verði lagðar undir hótel og
engin bygging reist í Víkurgarði.
Þetta geti hver sem er staðreynt
með því að skoða deiliskipulags-
uppdrætti, sem eru aðgengilegir á
www.skipulag.is, sem og sam-
þykkta aðaluppdrætti, sem eru að-
gengilegir hjá þjónustuveri Reykja-
víkurborgar.
Tilkynningin er send vegna fund-
ar, sem var haldinn í Víkurgarði á
sunnudag þar sem því var mótmælt,
að grafir 600 Reykvíkinga yrðu
lagðar undir hótel á Landssíma-
reitnum.
Segja engin
áform um
byggingar í
Víkurgarði
Morgunblaðið/Hari
Mótmælt Hópur fólks tók þátt í mót-
mælum í Víkurgarði á sunnudag.