Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ár er liðiðsíðanEFTA-
dómstóllinn
komst að þeirri
niðurstöðu að
innflutnings-
takmarkanir á
ferskum matvælum til Ís-
lands væru ólöglegar. Nið-
urstaða þessi er með miklum
ólíkindum og gætu afleiðing-
arnar af því að fylgja þessum
dómi verið grafalvarlegar,
ekki aðeins fyrir sérhags-
munahópa, heldur allan al-
menning.
Karl G. Kristinsson, pró-
fessor í sýklafræði, dregur
fram afgerandi mynd af því
hvað er í húfi í þessu máli í
grein, sem birtist í Morgun-
blaðinu á mánudag undir fyr-
irsögninni „Að fórna meiri
hagsmunum fyrir minni“.
Karl hefur um langt árabil
barist fyrir því að sýklalyf
séu ekki notuð meira en
nauðsyn krefji til þess að
draga úr hættunni á ónæmi
baktería. Tilefni skrifa hans í
í Morgunblaðið er grein, sem
birtist í tímaritinu Lancet
Infectious Diseases um skað-
semi helstu sýklalyfjaónæmu
bakteríanna í Evrópu. Eins
og Karl rekur í grein sinni
kemur þar fram að árið 2015
mátti kenna sýklalyfjaónæmi
um 33.110 dauðsföll og
874.541 glötuð góð æviár í
Evrópu. Á átta árum hefur
fjöldinn rúmlega tvöfaldast.
Eins og fram kemur á mynd
sem fylgir greininni er
ástandið verst á Ítalíu þar
sem hátt í 11 þúsund manns
létu lífið af völdum baktería,
sem eru ónæmar fyrir sýkla-
lyfjum, árið 2015. Ísland
stendur best að vígi í þessum
efnum. Sama ár lést einn hér
á landi af þessum völdum.
Karl vitnar í þekkta
skýrslu, sem gerð var fyrir
bresk stjórnvöld fyrir tveim-
ur árum, þar sem fram kem-
ur að verði ekkert aðhafst til
að stöðva útbreiðslu sýkla-
lyfjafjölónæmra bakterá
myndu tíu milljónir manna
deyja árlega í heiminum af
völdum þeirra. Það eru fleiri
en deyja nú af völdum
krabbameins.
Mikill viðbúnaður er í
þessum efnum í íslensku
heilbrigðiskerfi. Sjúklingar
sem verið hafa erlendis eru
skoðaðir sérstaklega og
sama á við um heilbrigð-
isstarfsfólk, sem unnið hefur
á sjúkrastofnunum erlendis.
Ein af ástæðunum fyrir
fjölgun sýklalyfjaónæmra
baktería er gríð-
arleg notkun
sýklalyfja í land-
búnaði. Í Evrópu
er langminnst
notað af sýkla-
lyfjum á Íslandi
og í Noregi-
.Ástandið hér gæti hins veg-
ar breyst hratt ef allar gáttir
verða opnaðar fyrir innflutn-
ingi.
Karl segir í greininni að
breyti Alþingi íslenskri
reglugerð til samræmis við
dóm EFTA-dómstólsins og
staðfestingu Hæstaréttar án
frekari takmarkana muni
það leiða til hraðari út-
breiðslu fjölónæmra bakt-
ería á Íslandi. Við það myndi
dauðsföllum fjölga og fleiri
góð æviár glatast vegna sýk-
inga af völdum sýkla-
lyfjaónæmra baktería. Við
það myndi bætast aukinn
kostnaður við heilbrigðis- og
velferðarmál.
„Ákveðnir aðilar berjast
fyrir því að fá reglunum
breytt sem fyrst, væntanlega
vegna viðskiptahagsmuna,“
skrifar hann og bætir við:
„Því miður hefur lýðheilsa og
dýraheilsa iðulega vikið fyrir
viðskiptahagsmunum. Vilj-
um við að það verði í þessu
máli?“
Karl vill ekki leggja árar í
bát og leggur til að stjórn-
völd sendi sendinefnd til
Brussel til að fá frest á
breytingunum í ljósi þess að
fram séu komin gögn, sem
ekki hafi verið til staðar þeg-
ar dómurinn féll. Fullnægj-
andi forsendur séu fyrir því
að málið verði tekið upp að
nýju. Ljóst sé að forsendur
til að hnekkja þessu séu fyrir
hendi því að í 13. grein laga
um evrópska efnahags-
svæðið segi að ákvæði 11. og
12. greinar um bann við
magntakmörkunum á inn-
flutningi komi „ekki í veg
fyrir að leggja megi á inn-
flutning, útflutning eða um-
flutning vara bönn eða höft
sem réttlætast af almennu
siðferði, allsherjarreglu, al-
mannaöryggi, vernd lífs og
heilsu manna eða dýra“ með-
al annarra þátta.
Ekki verður betur séð en
að þessi grein eigi einmitt
við í þessu tilfelli og erfitt að
sjá hvernig færa megi rök
fyrir því að mannslíf séu létt-
vægari en viðskiptahags-
munir. Það er því vert að
taka mark á þessum varn-
aðarorðum og koma í veg
fyrir að hinni öfundsverðu
stöðu á Íslandi verði fórnað.
Skipta líf og heilsa
minna máli en
óheftur innflutn-
ingur ferskra kjöt-
vara? }
Sýklalyfjaónæmi
L
ýðskrum hefur verið hluti af pólitík
frá upphafi. Það kemur frá hægri,
vinstri eða miðju, en hefur sömu
einkenni hvaðan sem það kemur.
Aðferðirnar eru alltaf af sama
meiði. Rennum yfir nokkrar þeirra til upprifj-
unar:
· Lýðskrumarinn finnur sér óvin
· Lýðskrumarinn vekur ótta
· Lýðskrumarinn skeytir ekki um sannleikann
· Lýðskrumarinn sakar andstæðinginn um
drottinsvik
· Lýðskrumarinn kann ekki að skammast sín,
hann biðst aldrei afsökunar, en ræðst á þá sem
eru honum ósammála
Sennilega hefur hættan af lýðskrumurum
ekki verið meiri en núna allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Víða um lönd stinga þeir
upp kollinum og vara við ímynduðum óvini. Oftast er hann
útlendur, en minnihlutahópar innan landamæranna geta
nýst í baráttunni. Óvinurinn getur líka verið stofnun eða
samningur, helst eitthvað flókið sem almenningur þekkir
ekki vel. Eða auðkýfingurinn George Soros sem samkvæmt
samsæriskenningum hefur margt á samviskunni.
Sannleikurinn er óvinur lýðskrumarans, en hann nýtir
sér samt staðreyndir. Ekki þessar venjulegu staðreyndir
sem byggjast á óyggjandi sönnunum, myndum, upptökum,
prentuðum heimildum eða vísindalegum niðurstöðum
fræðimanna. Þvert á móti býr hann sér til nýjar „stað-
reyndir“, hliðstæðan sannleika, gervivísindi. Margir vilja
trúa því að veröldin hljóti að vera öðruvísi en hún er, sér-
staklega ef hliðstæði veruleikinn hentar betur.
Lýðskrumarinn segist vera hugsjónamaður
og fulltrúi æðri gilda. Hann kemur fram eins og
hvítþeginn engill, en skeytir engu um reglurnar
sem hann segist berjast fyrir. Hann fordæmir
þá sem brjóta lög, þó að hann hiki ekki við að
sveigja framhjá þeim sjálfur. Þegar hann er
gripinn segir hann að sitt mál sé svo tæknilegt
að heimskur fjölmiðlamaður geti alls ekki skilið
það, hvað þá sauðsvartur almúginn.
Fyrir lýðskrumarann skiptir miklu að hæðast
að þeim sem eru ósammála honum. Hann
kemst á flug þegar hann ber sér á brjóst fyrir
sín einstæðu afrek, þó að þau séu hvergi til
nema í hans eigin hugskoti. Blaðamenn eru
óvinir sem ber að gera lítið úr, en mikilvægt að
geta vísað í sinn miðil, oft heimasvæði sem hald-
ið er úti af almannatengli.
Skrumarinn sjálfur er aðalatriðið, hann safnar um sig
jámönnum, málstaðurinn er sá sem best hentar hverju
sinni. Þegar hann verður undir hefur augljóslega verið
haft rangt við, en ef betur gengur er sigurinn sá glæsileg-
asti í sögunni.
Lýðskrumarinn telur engin gögn afsanna sína kenn-
ingu og segir óhikað: „Þetta hef ég aldrei sagt“, jafnvel
þó að til sé myndskeið og upptaka þar sem sést nákvæm-
lega hvað hann sagði. Til þrautavara kveður hann um-
mæli sín slitin úr samhengi og segir keikur: „Ég mótmæli
öllu sem ég hef áður sagt og held hinu gagnstæða fram.“
Benedikt Jó-
hannesson
Pistill
Ég hef aldrei verið sammála sjálfum mér
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vísindastarf í heilbrigðisvís-indum á bersýnilega mjögundir högg að sækja hér álandi og er sú þróun mest
áberandi á Landspítala, háskóla-
sjúkrahúsi. Engilbert Sigurðsson,
prófessor og forseti læknadeildar
Háskóla Íslands, vekur athygli á
þessari alvarlegu stöðu í umsögn til
velferðarnefndar við frumvarp heil-
brigðisráðherra sem heimilar vís-
indasiðanefnd gjaldtöku vegna um-
sókna um vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði. Magnús Gott-
freðsson, læknir við Landspítalann
og prófessor við læknadeild HÍ, tek-
ur í sama streng og Engilbert í ann-
arri umsögn til þingsins vegna frum-
varpsins. Vísar hann m.a. í
samanburð NordForsk stofnunar-
innar sem ber saman stöðu vísinda-
starfs í heilbrigðismálum á Norð-
urlöndunum. Úttektir NordForsk
sýna að vísindastarf á Landspítala
hefur dregist stöðugt saman und-
anfarin 12-15 ár, að sögn Magnúsar,
og „skv þeim mælikvörðum sem þar
eru lagðir á gæði vísindalegra birt-
inga, hefur spítalinn fallið úr for-
ystusæti á Norðurlöndum (um alda-
mótin 2000) og niður í neðsta sæti
norrænna háskólasjúkrahúsa 2014.
Til að bæta gráu ofan á svart er spít-
alinn kominn talsvert undir heims-
meðaltal í þessu efni [...],“ segir í um-
sögn hans.
Báðir telja þeir misráðið að
hefja innheimtu gjalds af umsóknum
um leyfi til vísindarannsókna á heil-
brigðissviði við þessar aðstæður. Var
þetta mál rætt á deildarráðsfundi í
Læknadeild hinn 14. nóvember sl.
Fram kemur í fyrrnefndri út-
tekt NordForsk að Landspítalinn er
með lægsta tilvitnanastuðul allra há-
skólasjúkrahúsa á Norðurlöndum og
bendir Engilbert á að hann hefur
verið fallandi frá 2004 og er núna
kominn undir heimsmeðaltal.
Færri umsóknir til Rannís
„Einnig hefur umsóknum um
styrki til klínískra rannsóknarverk-
efna til Rannís fækkað verulega á
síðustu 5 árum enda hlutfall þeirra
sem hljóta styrki afar lágt eða 14-
18% sem er of lágt hlutfall og letur
fólk, jafnvel reynda rannsakendur,
til að sækja um,“ segir í umsögn
hans.
Landspítalinn hefur aðeins haft
tök á að nýta 0,7-0,8% af veltu til vís-
inda en sambærileg tala á norrænum
háskólasjúkrahúsum hefur verið
5-6%. ,,Fyrir vikið hefur mikill meiri-
hluti styrkja Vísindasjóðs Landspít-
ala verið lágir styrkir, 400-700 þús-
und,“ segir í umsögn Engilberts.
Í greinargerð með frumvarpi
heilbrigðisráðherra kemur fram að
fjárhagssstaða vísindasiðanefndar
hefur verið erfið og bregðast verði
við til að tryggja að hún geti uppfyllt
skyldur sínar. Ekki er nefnt hversu
hátt þjónustugjaldið yrði sem lagt er
til að verði tekið upp en bent er á að
ef horft er til fjölda umsókna til vís-
indasiðanefndar á seinasta ári megi
gera ráð fyrir að á fyrsta ári gjald-
töku verði tekjur nefndarinnar á
bilinu 9–11 millj. kr.
Reiknað er með að tekjur verði
hærri í upphafi en lækki þegar frá
líður þegar gjaldtakan hefur fest sig í
sessi og verði á bilinu 3–6 milljónir
kr. Þetta gæti þýtt að mati læknanna
að fjárhæðin gæti orðið um 50 þús-
und kr. á hverja umsókn miðað við
200 umsóknir, sem greiða þyrfti fyrir
á ári. Engilbert bendir á að mikill
meirihluti styrkja vísindasjóðs Land-
spítala hafi verið lágur, eða 400-700
þúsund og þar myndi muna talsvert
um að þurfa að greiða 50 þúsund kr.
af slíkri upphæð til Vísindasiða-
nefndar.
Vísindastarfið á mjög
undir högg að sækja
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Lágum upphæðum er varið til að styðja við vísinda-
hlutverk spítalans eða sem nemur innan við 1% af veltu að sögn lækna.
Staða Landspítalans sem vís-
indastofnun virðist hafa veikst í
alþjóðlegum samanburði á und-
anförnum árum. Í inngangi að
síðustu ársskýrslu vísindastarfs
á Landspítalanum dregur Magn-
ús Gottfreðsson yfirlæknir sam-
an stöðuna og bendir m.a. á að
undanfarin fimm ár hafa erlend-
ir styrkir sem starfsmenn afla
dregist saman jafnt og þétt.
Nokkur aukning varð á íslensk-
um styrkjum 2016 en á síðasta
ári dróst upphæðin saman að
nýju. Magnús segir hins vegar
ánægjulegt að í ár hafi framlög
vísindasjóðs spítalans hækkað
frá fyrra ári og við bæst mynd-
arlegt framlag frá Minning-
argjafasjóði Landspítala Ís-
lands. Fjöldi birtra greina í
ritrýndum tímaritum er oft
mælikvarði á rannsóknavirkni.
Fram kemur að fjöldi birtra
greina frá starfsmönnum Land-
spítalans stóð í stað í fyrra frá
árinu á undan. Greinum sem
birtust í erlendum tímaritum
fjölgaði örlítið en samsvarandi
fækkun varð á birtingum innan-
lands.
Veikari staða
LANDSPÍTALINN