Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
✝ Vigdís Krist-jánsdóttir
fæddist í Einiholti í
Biskupstungum 18.
nóvember 1932.
Hún lést á heimili
sínu í Ásakoti 28.
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Þorsteinsson, f. 24.
júlí 1891, d. 20.
október 1951, og
Arnbjörg Jónsdóttir, f. 16. mars
1900, d. 20. ágúst 1978. Vigdís
var fjórða í röð níu systkina. Þau
eru: 1) Þóra, f. 1923, d. 2015. 2)
Jón, f. 1924, d. 1935. 3) Ingi-
björg, f. 1928, d. 2012. 4) Jón
Eggert, f. 1935, d. 1935. 5)
veig, f. 1959, maki hennar er
Magnús Halldórsson og eiga þau
þrjú börn og sjö barnabörn. 2)
Kristján, f. 1960, maki hans er
Jenný Lúðvíksdóttir. Börn
þeirra eru fjögur og eitt barna-
barn. 3) Hjalti, f. 1966, maki
hans er Camilla Guðmunda
Ólafsdóttir. Börn þeirra eru tvö.
4) Margrét, f. 1968, maki hennar
er Arnar Sigurðarson. Börn
hennar eru þrjú. 5) Jóhannes
Arnar, f. 1975, maki hans er
Helga Sigurðardóttir og eiga
þau þrjú börn.
Vigdís bjó allan sinn búskap í
Ásakoti í Biskupstungum. Hún
hafði yndi af garðrækt og hann-
yrðum og voru þau hjón heiðruð
af Búnaðarfélagi Biskupstungna
fyrir handverk árið 2010. Vigdís
var afar virk í starfi Kvenfélags
Biskupstungna og var heiðruð
fyrir störf sín þar.
Útför Vigdísar fór fram 3.
nóvember 2018 í kyrrþey að
hennar ósk.
Trausti, f. 1936, d.
2012. 6) Gunnar
Héðinn, f. 1938. 7)
Haraldur, f. 1939.
8) Kristín, f. 1942.
Vigdís vann í fiski
suður með sjó á
ungdómsárum sín-
um. Hún gekk í
Húsmæðraskólann
á Löngumýri og bjó
um hríð í Reykja-
vík, þar sem hún
starfaði á prjónastofu og sem
húshjálp.
Þann 16. desember 1958 gift-
ist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Ragnari Braga Jóhann-
essyni, f. 30. september 1926.
Börn þeirra urðu fimm: 1) Hall-
Hvernig skilgreinir maður
stórmenni? Mannkynssagan til-
tekur mörg stórmennin sem telj-
ast svo vegna sigra í stríðum, upp-
götvana á vísindasviði,
íþróttaafreka, einhverra gjörða
sem engum öðrum hafði áður tek-
ist, eða í það minnsta ekki eins vel.
Þetta eru jafnan vörpulegir
menn, eða konur – hnarreist á
flestum myndum og skrifaðar
hafa verið lærðar greinar og lof-
ræður um afrek þeirra svo telur
ófáa hillumetrana. Það sem
mannkynssagan veit ekki, er að í
Eystri-Tungu Biskupstungna
hefur búið lágvaxin glaðlynd kona
sem uppfyllir flestum betur skil-
yrði fyrir nafnbótinni stórmenni.
Mamma upplifði sinn skammt
af erfiðleikum og raunum en tókst
á við allar sínar hindranir af fá-
dæma yfirvegun, jafnlyndi og
auðmýkt. Alla sína tíð mettaði
hún munna okkar fjölskyldunnar
ásamt fjölmörgu kaupaliði og
skyldfólki sem jafnan dvaldi
heima á sumrum og stundum
vetrum, eins og algengt var í
sveitum áður fyrr. Oft man ég eft-
ir henni í heyskapartíð, þegar
mikið lá við og unnið var myrkr-
anna á milli, þegar komið var inn í
stutta kaffipásu. Þá var maður
jafnan óþolinmóður að bíða eftir
næstu pönnuköku af heitri pönn-
unni. En mamma var kannski
samhliða að baka 500 kleinur fyrir
kvenfélagið og kom svo með okk-
ur aftur út og jafnaði til í hlöð-
unni. Aldrei settist hún niður.
Alltaf var hún þó glöð og gat alltaf
gefið sér tíma fyrir alla aðra.
Mamma var mikill húmoristi og
hló aldrei eins dátt og að eigin
„flumbrugangi“, eins og hún sjálf
hefði orðað það. Margar slíkar
sögur eru okkur fjölskyldunni
kunnar og aldrei hló neinn eins
dátt að þeim og mamma sjálf.
Það má með sanni segja að
mamma hafi ræktaði garðinn sinn
í tvennum skilningi. Hún hafði
yndi af garðrækt og garðurinn
heima í Ásakoti bar þess alltaf
glöggt vitni að hún hafði lagt alúð
og natni í hvert handtak, eins og
hún gerði í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. Það sama átti við
um fólkið hennar allt sem var
hennar smávinir fagrir, foldar-
skart. Ekkert gladdi hana meira
en samvistir við sína nánustu og
þó að störfin væru oftast ærin gaf
hún sér alltaf tíma til að ræða
málin, grípa í spil eða baka með
yngstu fjölskyldumeðlimunum.
Hún talaði alltaf við alla af virð-
ingu og var óspör á hrós, hall-
mælti aldrei neinum.
Hinn 16. desember næstkom-
andi hefðu mamma og pabbi átt
60 ára brúðkaupsafmæli. Sam-
band þeirra var varðað einstakri
vináttu og kærleika. Fram á síð-
asta dag færði pabbi henni kaffi
eða te og kökusneið í rúmið. Í ríf-
lega 20.000 skipti settist pabbi á
rúmstokkinn hjá mömmu og
færði henni morgunhressingu. Sú
staðreynd lýsir best þeim blóm-
skrýdda vegi sem þau þrömmuðu
saman í 60 ár.
Þessi lágvaxna og lítilláta kona
skilur eftir sig undravert stórt
skarð í tilveru okkar, fólksins
hennar. Skarð sem ekki verður á
nokkurn hátt fyllt upp í, nema þó
helst með góðum minningum,
samstöðu okkar, glaðværð og
notalegum samvistum. Það
kenndi hún okkur og var hennar
einasta ósk.
Mörg stórmennin hafa velt fyr-
ir sér tilgangi lífsins. Þeir hefðu
betur spurt mömmu.
Takk fyrir þig, mamma mín.
Jóhannes Arnar.
Laugardaginn 3. nóvember ný-
liðinn var til moldar borin tengda-
móðir mín Dísa í Ásakoti, sá bær
er einn af nokkrum bæjum í svo-
nefndu Tunguhverfi. En það er
þétt bæjarhverfi í þeim hluta
Biskupstungna, sem kallast
Eystri-Tunga.
Næsta vor verður liðin hálf öld
síðan ég kom vinnumaður að Ása-
koti og kynntist Dísu. Þar bjuggu
félagsbúi á þeim tíma húsbóndi
minn Jóhannes Jónsson og dóttir
hans Eygló, á móti þeim ágætu
hjónum og raunar seinna tengda-
foreldrum mínum, Ragnari Braga
Jóhannessyni og konu hans Vig-
dísi Ásu Kristjánsdóttur frá Eini-
holti í sömu sveit.
Það væri örugglega ekki
tengdamóður minni til þægðar að
ausa því lofi á hana sem hún þó
ætti skilið. Ég mun samt reyna í
fáum orðum að minnast hennar á
þann hátt sem hún kom mér fyrir
sjónir, enda varð mér fljótt ljóst
hvílík gæðakona Dísa var. Hún
var, án þess að á aðra sé hallað, að
mörgu leyti það lím sem hélt öll-
um daglegum samskiptum í
skorðum á bænum. Ætíð gerði
hún gott úr öllu, lagði aldrei illt til
nokkurs manns, hvað þá heldur
nokkurrar skepnu.
Dísa kom úr stórum systkina-
hóp frá Einiholti og þurfti ung að
árum, við fráfall föður síns að axla
nokkra ábyrgð við bústörf og
gæslu yngri systkina. Hún hafði
fengið í arf svo einstaka geðprýði
að leitun var að öðru betra, hún
var að jafnaði glöð og hláturmild,
gerði aldrei grín að öðru en sjálfri
sér.
Það var í rauninni alveg sama
hvað bjátaði á, en eins og gengur
við búskap þarf að taka áföllum,
stórum eða smáum, aldrei man ég
eftir því að Dísa haggaðist að ráði.
Hún var stoðin á heimilinu að
mörgu leyti og taldi fremur kjark
í aðra, fremur en að draga úr, al-
veg sama á hverju gekk, enda var
bjartsýni henni í blóð borin.
Dísa var virt og vinsæl af öllum
sínum grönnum og raunar sveit-
ungum öllum, hún var einstaklega
hjálpleg þegar til hennar var leit-
að sem oft var. Hún hafði lært
nokkuð á saumaskap ung að árum
og þess fengu grannkonur hennar
í Tunguhverfinu margar að njóta,
ekki var þá verið að verðleggja
vinnu eða fyrirhöfn. Dísa var
raunar einstök hannyrðakona allt
sitt líf, enda fengu bæði mín börn
sem og mörg önnur þess að njóta
alveg fram að síðustu stundu, að
auki auðvitað margir fleiri.
Að ósk hinnar látnu og í hennar
anda, fór útförin fram í kyrrþey
sem kallað er, jarðsungið var í
Bræðratungukirkju, enda rétt
spölur milli bæja. Tungukirkja er
ekki stór og færri komust að en
vildu, það er víst. Þeir nánustu
fylgdu Dísu hinsta spölinn í fal-
legri og hlýlegri athöfn. Ekki var í
kot vísað með yfirsöng, enda átti
hún vísan drengjakór, uppi í sinni
ermi, þar sem tveir synir hennar
Kristján og Jóhannes eru þátt-
takendur. Raunar er ég viss um
að sjaldan eða aldrei hefur verið
betur sungið í þeirri litlu kirkju og
sönglögin voru valin að smekk
Dísu, bæði sálmar og önnur lög.
Lengi munu barnabörn Dísu
og Bóa minnast ömmu sinnar,
hún gaf þeim ómælt af sinni
gæsku og tíma, raunar náðu
nokkur langömmubörn að kynn-
ast henni líka. Við, sem þekktum
Dísu, þökkum henni samfylgdina,
hún gaf ætíð meira en hún þáði.
Magnús Halldórsson.
Vigdís
Kristjánsdóttir
Þegar sorgar titra tárin
tregamistur birgir sýn,
Huggar, græðir hjarta-
sárin
Hlý og fögur minning þín.
(Höf. ók.)
Hermann Smári fæddist 29.
júní um Jónsmessuleytið að
sumri, sem er 24. júní, en eins og
margir vita er sólarbirtan þá
skærust, sem minnir á ljós fæð-
ingarhátíðar frelsarans að vetri
til.
Ég fékk þá gjöf að verða guð-
móðir Hermanns Smára frá föð-
ur hans og móður, en þau heita
Jónína Katrín og Jón Hermann.
Fyrir mörgum árum, þá lítill
drengur í búð á Húsavík, sá
Hemmi, eins og hann var alltaf
kallaður, skart sem honum þótti
fallegt og vildi gefa mér. Þess
vegna sagði hann við mig: „Ég
Hermann Smári
Jónsson
✝ HermannSmári Jónsson
fæddist 29. júní
2000. Hann lést 25.
október 2018.
Útför hans fór
fram 6. nóvember
2018.
ætla að gefa þér
þetta skraut en þú
verður samt að
borga það sjálf!“
Auðvitað var ekki
hægt að neita þess-
ari gjöf.
Hemmi elskaði
kettina mína þrátt
fyrir ofnæmi fyrir
þeim en þeir eltu
hann á röndum.
Hann var ákafur í
íþróttum, þar á með-
al íshokkíi, mótókrossi og bíla-
sporti.
Dauði hans var óvæntur, hann
var aðeins átján ára gamall og
skilur eftir margar spurningar
hjá okkur sem eldri erum. Ástin
er alltaf tengd sorginni því án
hennar væri engin ást til.
Við skiljum ekki hlutina og
kannski er okkur aldrei ætlað að
greina þá. Guð einn veit svarið og
við sitjum eftir með sorgina auk
þroskans sem okkur er gefinn eft-
ir allt saman.
Hví var þessi ungi, gáfaði, glaði
drengur tekinn frá allri fjölskyld-
unni? Eftir sitja minningar sem
best er að hafa í huga, þegar hann
var glaður, brosandi, keyrandi
um bæinn á sínum sportbíl, veif-
andi mér og fleirum. Atorka hans
var mikil, Hemmi lærði fljótt
hlutina og bjargaði sér. Hann var
mikið jólabarn. Sérstaklega eru
minnisstæð áramótin og allt
brasið í kringum flugeldana sem
gerðu mig dauðhrædda um bræð-
urna, þá Bjarna, Birki og hann,
þótt ég vissi að allt væri í lagi úti
við og þeirra vel gætt.
Hemmi dundaði sér mikið
ásamt föður sínum í bílskúrnum
enda góðir vinir. Þeir fóru líka oft
að veiða til sveita og áttu þar góð-
ar stundir saman. Alltaf þurfti
Hemmi að hafa eitthvað fyrir
stafni enda með mörg áhugamál í
farteskinu. Allir elskuðu hann.
Því kveðjum við góðan dreng og
vottum fjölskyldu hans, unnustu
og vinum samúð.
Ég sá þig koma svo oft.
Með föður þínum og bræðrum,
dreypa á kaffi og kökum.
Brosin léku um varir og lundina,
allir elskuðu stundina.
Þín guðmóðir,
María Hermannsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Hemmi, smitandi hlátur
þinn bergmálar enn í eyrum okk-
ar. Við kynntumst þér fyrst á
leikskólanum Iðavöllum og síðan
þá hafið þið Óli verið óaðskiljan-
legir. Það var enginn jafn bros-
mildur og hjálpsamur og þú, allt-
af til staðar og aldrei neitt mál að
redda hinu og þessu.
Eins og þegar þú varst smá-
peyi að byggja trékofa í garðin-
um okkar með Óla og þið voruð
sífellt að finna fleiri spýtur og
efnivið til að klára kofann. Þó svo
að þið þyrftuð bókstaflega að
taka þær úr pallinum okkar. Það
var ekki hægt annað en dást að
útsjónarsemi þinni. Það var svo
ótrúlega margt sem þið Óli bröll-
uðuð saman; jólabingó, sjopp-
urekstur, hljóðmenn á árshátíð-
um, tölvusmíði, kassabílasmíði,
ótal snjógöng á hagkaupshólnum
og svo rúntar um allt Norður-
landið. Daginn áður en þú kvadd-
ir okkur tókst þér að kalla fram
hlátrasköll hjá okkur öllum með
því að tengja stefnuljósið í bílnum
hans Óla við loftflautu. Við erum
svo ótrúlega þakklát fyrir hvað
þú kallaðir oft fram bros hjá okk-
ur öllum.
Þetta er ekki spurning um
hvort við lærum að lifa án þín, því
þú verður alltaf hjá okkur, í
hjörtum okkar og bænum. Við
munum gera okkar besta til að
endurspegla gleði þína og vænt-
umþykju sem þú sýndir öllum
alltaf, alveg sama hvort það var
vinur eða ókunnugur; þú tókst
öllum nákvæmlega eins og þeir
voru. Takk fyrir allar minning-
arnar og hamingjuna sem þú
gafst okkur.
Jóhanna, Jörgen, Alda
Karen, Ólafur og Fía.
Allt tekur enda og
það á við fjörutíu ára
samfylgd með
tengdaföður mínum.
Manni er efst í huga þakklæti fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þess-
um mannkostamanni. Það er
margs að minnast. Í byrjun þegar
við Erla hófum búskap á Beru-
stöðum stóð hann þétt við bakið á
okkur og var hvetjandi. Hann
sagði, þið byrjið á að byggja og
koma ykkur upp bústofni. Það
liggur ekkert á að þið kaupið jörð-
ina, þið verðið að vera komin með
rekstur til að standa undir því.
Eftir því fórum við og þá sem oft-
ar var hann ráðhollur og fram-
sýnn. Það þarf stundum lag til að
ráðleggja ungu og kappsömu
fólki, en það var Trausta í blóð
borið. Við keyptum svo jörðina
þegar við höfðum búið í níu ár.
Það ár var verið að rífa gamla bæ-
inn á Berustöðum sem var parhús
sem þjónaði báðum Berustaða-
bæjunum. Þá var ákveðið að nýj-
asti partur af vesturbænum yrði
ekki rifinn. Trausti hafði þá auga-
stað á að koma sér þar upp afdrepi
sem með tíð og tíma varð hinn
ágætasta vistarvera og oft sagði
Trausti mér að honum fyndist
ekki komið sumar fyrr en hann
færi að gista í gamla bænum, eins
og hann hefur alltaf verið kallað-
ur. Þá var hann kominn með hest-
ana sína frá Hellu og gat notið
þess að ríða út með barnabörn-
Trausti
Runólfsson
✝ Trausti Run-ólfsson fæddist
28. júní 1933. Hann
lést 31. október
2018.
Útför Trausta
fór fram 9. nóvem-
ber 2018.
unum. Þeim var sagt
til og áhuginn örvað-
ur á hestamennsk-
unni. Það kom mér á
óvart að hann vildi
ekki undanskilja
gamla bæinn er ég
keypti jörðina. Þar
kom þessi framsýni
hans í ljós. Það er
útilokað að eigandi
Berustaða ráði ekki
yfir þessum húsum
sem standa á vesturbæjarhlaðinu.
Ég nýt gamla bæjarins með ef ég
þarf og svo tekur eitthvað annað
við, þú átt eftir að sjá það að hér
ræð ég þér heilt, sagði Trausti.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að hjálpa okkur Erlu í búskapn-
um, en alveg nýr kafli hófst er
hann lét formlega af störfum. Ófá
handtökin átti hann þegar við
reistum nýtt fjós árið 2006. Síðan
sérhæfði hann sig í ákveðnum
heyskaparverkum, sem var frá-
gangur á plastendum og heima-
kstur á rúllum. Stundum fannst
mér hann sýna því lítinn skilning
ef ég var ekki tilbúinn í hirð-
inguna. Hann var alinn upp við
það að heyskap væri ekki lokið
fyrr en hirt var. Setti John Deere,
sem var hans uppáhaldsvél, í gang
og vagninn aftan í og hvað þarf ég
svo að bíða lengi, var spurt. Ég
fann það líka þegar hann gat ekki
lengur unnið þessi verk hvað mað-
ur hafði haft góða aðstoð. Það er
alltaf svo að maður veit ekki hvað
maður á, fyrr en misst hefur.
Núna síðustu ár var hugurinn
alltaf heima á Berustöðum, spurt
var um búskapinn og allt sem hon-
um tengdist.
Þakka þér fyrir allt og allt,
minn kæri vinur.
Egill Sigurðsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR LILLÝ
GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Strandvegi 2, Garðabæ,
lést á Landspítalanum 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 22. nóvember
klukkan 11.
Gunnar Þór Þórhallsson
Margrét Gunnarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Þórhallur Gunnarsson Brynja Nordquist
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDUR FRIÐJÓNSDÓTTIR,
Sóltúni,
lést 15. nóvember á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 23. nóvember klukkan 13.
Hjördís Högnadóttir Stefán Sigurbjörnsson
Hrefna Sigrún Högnadóttir Kristinn Pétursson
Högni Högnason Elsa Lúðvíksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SÓLVEIG ALDA KARLSDÓTTIR,
Kleppsvegi 130,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
9. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórður Oddsson
Inga Dís Þórðardóttir Ragnar Dagur Guðmundsson
Sindri Þór Ragnarsson Sandra Sól Ragnarsdóttir
Alda Nansý Ragnarsdóttir Kristján Smári Ragnarsson