Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Ég er fædd oguppalin íHafnarfirði
og öll mín ætt hefur
verið búsett hér,
langafi minn var Jó-
hannes Reykdal sem
var brautryðjandi
hér í Hafnarfirði svo
ég hef mikla ástríðu
fyrir Hafnarfirði,“
segir Kristín María
Thoroddsen, bæj-
arfulltrúi í Hafn-
arfirði, en hún á 50
ára afmæli í dag.
Kristín er formað-
ur fræðsluráðs og
hafnarstjórnar í
Hafnarfirði og er
einnig varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðvestur-
kjördæmi. „Það eru
mjög spennandi
tímar framundan hérna í Hafnarfirði en fyrirhuguð er uppbygging á
aðalhafnarsvæðinu þar sem fyrirhuguð er íbúðabyggð, þjónusta og
verslanir í bland við þá hafnarstarfsemi sem er fyrir í dag, en höfnin
er eitt af kennileitum bæjarins, mikilvæg sem höfn og því mikilvæg í
hugum Hafnfirðinga. Við erum að fara af stað með þessa vinnu þar
sem byrjað verður á samtali við íbúa og hagsmunaaðila.
Svo eru fræðslumálin afar spennandi og skemmtilegur málaflokkur
þar sem fjölmargt er á döfinni, og má þar til að mynda nefna endur-
skoðun á menntastefnu Hafnarfjarðar, stórt verkefni en mjög mikil-
vægt og verður gaman að vinna með þeim flotta hóp fólks sem starfar
að þessum málum í bæjarfélaginu.“
Það er því nóg að gera hjá Kristínu og sem dæmi er hún fullbókuð á
fundum í allan dag, en ætlar að njóta kvöldsins með fjölskyldunni.
Kristín er ferðamálafræðingur að mennt og hefur unnið mestanpart
sem flugfreyja en tók sér hlé frá því. „Ég ákvað að fjárfesta í sjálfri
mér og er á seinna ári í MBA-námi við Háskóla Íslands og sé ekki eftir
því. í frístundum mínum nýt ég þess að vera úti í náttúrunni með mín-
um nánustu hvort sem er hér heima eða erlendis.“
Eiginmaður Kristínar er Steinarr Bragason, flugstjóri hjá Ice-
landair, og saman eiga þau Inga Þór, f. 1992, Arngrím Braga, f. 1996,
Daníel Frey, f. 2005 og Ásgeir Stein, f. 2008. Foreldrar Kristínar eru
Þórunn Christiansen og Björn Thoroddsen.
Bæjarfulltrúinn Kristín Thoroddsen.
Hreinræktaður
Hafnfirðingur
Kristín Thoroddsen er fimmtug í dag
E
ysteinn Pétur Lárus-
son fæddist í Reykja-
vík 20.11. 1978 en ólst
upp á Blönduósi.
Hann stundaði nám í
Grunnskólanum á Blönduósi en
þaðan lá leiðin í Framhaldsskólann
á Laugum í Þingeyjarsýslu í tvö ár.
Eysteinn fór síðan í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra og lauk
þaðan stúdentsprófi 1999.
Eysteinn stundaði nám við Kenn-
araháskóla Íslands og lauk B.ED.-
gráðu árið 2003. Undanfarin tvö ár
hefur hann stundað meistaranám í
forystu og stjórnun frá Háskól-
anum á Bifröst og mun ljúka námi
sínu nú í desemberbyrjun.
„Ég hóf ungur að æfa og keppa í
knattspyrnu, fyrst með Hvöt á
Blönduósi, síðan með Tindastóli á
Sauðárkróki og síðast Þrótti í
Reykjavík. Þar lék ég yfir 200 leiki
með liðinu í efstu og næstefstu
deild og var m.a. fyrirliði um tíma.
Auk þess hóf ég ungur að þjálfa
knattspyrnu og hef komið að þjálf-
un yngri flokka þessara þriggja fé-
laga og starfaði sem þjálfari, sam-
hliða vinnu og námi, samfellt á
árunum 1992-2013. Ég lauk A-
gráðu KSÍ í þjálfun frá KSÍ árið
2011.“
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks – 40 ára
Fjölskyldan Hér eru Eysteinn Pétur og Brynhildur með sonunum þremur, Rúnari Inga, Haraldi og Lárusi Orra.
Hress íþróttafjölskylda
Hjónin Hugljúf mynd af Brynhildi grunnskólakennara og afmælisbarninu.
Grindavík Pétur Mar-
ino Magnusson fæddist
í Reykjavík 14. janúar
2018 kl. 13.40. Hann vó
3.880 g og var 51 cm að
lengd. Foreldrar hans
eru Ólöf Daðey
Pétursdóttir og Magn-
us Oppenheimer.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
R
GUNA
GÓÐAR
I
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is