Morgunblaðið - 20.11.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Viltu láta koma þér á óvart? Ef já,
hættu þá að lesa. Sumt er til fróðleiks en
margt má fara inn um annað eyrað og út um
hitt.
20. apríl - 20. maí
Naut Fjármál verða þér hugfólgin í dag og
þú liggur ekki á skoðunum þínum í þeim efn-
um. Helgin ætti því að verða góð hjá þér.
Ekki er víst að allir skilji það en það skiptir
engu máli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er engin skoðun svo skotheld
að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitn-
eskju eða einhvers annars. Ekki missa stjórn
á þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert uppfullur af hugmyndum og
fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Reyndu
að fá aðra til að sjá þína hlið á málinu. Brettu
upp ermarnar og gakktu í það sjálfur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Að vita hvenær maður hefur færst of
mikið í fang er eitt, að viðurkenna það er
annað. Farðu varlega, þú gætir þurft að leita
í þessi gömlu gildi aftur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki leyfa rökhugsuninni að afneita
fyrirbærum á borð við töfra og heppni. Ekki
taka allt svona bókstaflega.
23. sept. - 22. okt.
Vog Misnotaðu ekki traust þeirra sem leita
til þín með vandamál sín. Vinirnir hringja í
þig til þess að heyra hvatningarorð og verða
svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt hitta einhvern sem er
á sömu bylgjulengd og þú sjálfur. Allt sem
gert er hefur áhrif á heildarmyndina, alveg
eins og hið ógerða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér fallast hendur gagnvart þeim
verkefnum sem bíða þín. Næstu vikurnar er
tilvalið að sækja um lán eða styrki. Ef þú átt
enga hvetjandi vini er núna rétti tíminn til að
eignast þá.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er kominn tími til þess að þú
setjir sjálfan þig á oddinn og hættir að
hlaupa til eftir óskum annarra. Hikaðu ekki
við það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að gleyma þér ekki í
vangaveltum og dagdraumum. Ekki fá ut-
anaðkomandi hjálp, byrjaðu á að hreinsa til
innra með þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ekkert hallærislegt við tilfinn-
ingar, jafnvel þótt þér hafi verið kennt það.
En mundu að fleiri koma við sögu og leyfðu
þeim að njóta sigursins með þér.
Í starfi sínu hefur Víkverji kynnstþví að ýmsar málvenjur og frasar
frá ákveðnum starfsstéttum dúkka
upp þegar mál þeim tengd eru til
umfjöllunar. Þetta er til dæmis mjög
algengt í lögreglufréttum, einkum
og sér í lagi vegna þess að lög-
reglufréttir í dag byggjast að
stærstum hluta á tölvupóstum frá
lögreglunni. Þannig hefur sögnin að
haldleggja smám saman skotið rót-
um í íslensku. Þetta byrjaði sem hálf
hlægilegt löggutal en nú er flestum
tamt að tala um lögreglan hafi hald-
lagt ákveðið magn af fíkniefnum. Í
stað þess að tala einfaldlega um að
lagt hafi verið hald á. Sem er mun
fallegri íslenska.
x x x
Þessi frasavæðing nær ekki baratil fréttaskrifa. Hún á ekki síður
– og jafnvel enn frekar – við um aug-
lýsingar. Of langt væri seilst að fara
að þylja upp alla vitleysuna sem þar
viðgengst en eitt dæmi getur Vík-
verji ekki stillt sig um að nefna. Það
snýr að ónefndu olíufélagi sem aug-
lýsir mikið í útvarpi og örugglega
víðar. Þegar Víkverji brunar um
götur borgarinnar á sinni amerísku
sjálfrennireið, þetta er nefnt til að
augljóst sé að Víkverji er dyggur
viðskiptavinur olíufélaga, þarf hann
iðulega að sitja undir annars ómfag-
urri rödd Sólmundar Hólm sem
hvetur hann til viðskipta við hið
ónefnda félag. Hvatningin felst í því
að Hólm segir Víkverja að hann geti
haft hag af því að „tanka“ á stöðvum
félagsins. Tanka! Þvílíkt orðskrípi.
x x x
Víkverji hefur ýmsar ástæður tilað gleðjast þrátt fyrir ofan-
greind áföll. Til að mynda þær að
enn er hægt að nálgast í búðum
ómótstæðilega haustjógúrt frá
mjólkurvinnslunni Örnu í Bolung-
arvík. Vörurnar frá Örnu væru ef-
laust efni í heilan pistil, svo magn-
aðar eru margar þeirra. Og svo er
ísbúðin ekkert slor heldur. Leitun er
að öðrum eins unaði og felst í rjóma-
kenndu bláberjabragðinu sem fyrir-
finnst í glerkrukkunum. Svo mjög að
erfitt er að sjá fyrir sér lífið án
þeirra þegar birgðirnar klárast. En
þá fer reyndar að styttast til jóla.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn
leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina
(Jóh: 10.11.)
Meira til skiptanna
Þetta erindi úr kvæði séra Matt-híasar „Íslensk tunga, – ort til
Vestur-Íslendinga“ hefur mér
ávallt fundist dýrasti óðurinn sem
til tungunnar hefur verið kveðinn:
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona
dauðastunur og dýpstu raunir
darraðarljóð frá elstu þjóðum.
Heiftareim og ástarbríma
örlagahljóm og refsidóma
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum – geymir í sjóði.
Þetta rifjaðist upp nú um helgina
þegar ég las kveðskapinn, sem birt-
ist á Boðnarmiði á föstudaginn,
fæðingardegi listaskáldsins góða.
Auðvitað hafði ég gaman af kett-
inum Jósefínu Meulengracht Diet-
rich þegar hún malaði: „Í dag er
dagur íslenskrar kattartungu og ég
fer út í samfélagið framan við hús
og sleiki út um“:
Kattartungu úr hvofti mér
á kattartungudegi
úti á stétt svo alþjóð sér
upp í nefið teygi.
Sigurlín Hermannsdóttir orti
„heklaða vísu“:
Löngum saman langar mann
litlu stykki’ að hnuðla.
Finn ég þráð og flétta hann
í fastapinna og stuðla.
Og Helgi Zimsen sagði: „Ætli sé
ekki við hæfi að yrkja níðvísu um
þá er sletta saman tungum í tranti
sér – svona af því að það er dagur
íslenskrar tungu“:
Slettuþræla þekki hreim.
Þoku- ælist -bræla
er þeir mæla tungum tveim
og tal með stælum þvæla.
Og bætti við „En það er best að
freista þess að láta kveða við bjart-
sýnistón“:
Tískubrjáluð brautin hál
bólum þjálum kastar.
Íslenskt mál sem stuðlastál
stendur prjáli fastar.
Dagbjartur Dagbjartsson kvað
þetta að vísu vera gamalt góss en
ætti að vera saklaust að rifja upp í
tilefni dagsins:
Ef ég fer á annað borð
með andagift að bruðla
treð ég hugsun inn í orð
og orðunum í stuðla.
Oft mig langar ljóðin smá
að laga upp frá grunni
en stundum vill það stranda á
stuðlasetningunni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á degi íslenskrar tungu
„ÞÚ GAFST HELDUR EKKI MARGAR
ÁSTÆÐUR TIL TRYGGÐAR, VAR ÞAÐ?“ „ER KVIÐSLIT SMITANDI?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar tíminn líður
löturhægt í fjarveru
hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÆÆÆL... HVAÐ ER
MÁLIÐ?
URRRR
ÍKORNI AFVINAÐI
HANN
ÉG ÞARF SJÁLFBOÐALIÐA
SEM ER SAMA ÞÓTT HANN
BLOTNI!
EN ÞAÐ ER EKKERT
SÍKI HÉRNA!
FYRST ÆTLUM VIÐ AÐ RÆNA ÓSKABRUNN
KONUNGSINS!