Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 30

Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Nú er komið að leiðarlokum hjá þeim Stellu og Gunnari Helgasyni. Ekki náð- ist í Stellu, en rithöfundurinn var frem- ur dapur í bragði þar sem hann var ný- kominn af ráðstefnu um barnaleikhús og beið eftir flugi til Íslands á flugvell- inum í Helsinki á föstudaginn. Rétt eins og hann dauðsjái eftir að hafa fullyrt á síðu 185 í sinni nýjustu bók, Siggi sí- tróna, að hún væri sú fjórða og síðasta um Stellu og hennar skrautlegu fjöl- skyldu. „Manni er farið að þykja svo vænt um þetta fólk og einmitt núna eru að fæðast tvíburar í fjölskylduna, sem hefði verið gaman að fylgjast með. Saknaðartilfinningin hefur vissulega látið á sér kræla,“ segir Gunnar hnugg- inn. Trúlega verða fleiri en hann með trega í hjarta þegar þeir leggja frá sér Sigga sítrónu. Á baksíðunni kynnir Stella sjálfa sig til sögunnar með eft- irfarandi hætti: „… þessi sem dó næst- um úr skömm í Mömmu klikk!, bjarg- aði jólunum í Pabba prófessor og dó næstum í alvörunni í Ömmu best.“ Hún er vitaskuld að vísa í fyrirrennara þess- arar fjórðu og síðustu bókar, sem gefur hinum ekkert eftir í gríni, sprúðlandi fjöri og spennu. Gunnar, einn vinsælasti barnabóka- höfundum landsins, kom fram með sína fyrstu bók, Goggi og Grjóni, 1992 og nokkru síðar framhald á ævintýrum þeirra félaga. Alls hefur hann sent frá sér 13 barnabækur. Víti í Vest- mannaeyjum, fyrsta bókin af fjórum um fótboltastrákinn Jón Jónsson, kom út 2011. Eftir henni var gerð kvikmynd og síðan sjónvarpsþættir, sem sýndir voru á RÚV í haust. Jón var ekki fyrr afskrifaður af höfundarins hendi en Stella stökk fram á sjónarsviðið í Mömmu klikk! 2015 – ef svo má að orði komast um söguhetju í hjólastól. „Kafkatísk“ barátta við TR „Ég hef notið gífurlegrar hjálpar við að skrifa bækurnar um Stellu, talað við fjölda barna og fullorðinna sem af mis- munandi ástæðum eru í hjólastól sem og foreldra barna í hjólastól. Þetta fólk á margt sameiginlegt en annað ekki. Einnig hef ég talað við sérfræðing í því sem hrjáir hana Stellu mína og átt í samskiptum við stelpu sem fór í sams konar aðgerð og hún í þessari bók. For- eldrar í samtökunum Einstök börn hafa líka verið alveg frábærir og gefið mér innsýn í heim, sem er miklu verri en ég hefði getað ímyndað mér, einfald- lega vegna þess að baráttan við Trygg- ingastofnun ríkisins fyrir réttindum fatlaðra er kafkaísk,“ segir Gunnar og líkir samskiptum þeirra við nöturleik- ann í skáldsögum Franz Kafka, eins af höfuðskáldum 20. aldarinnar. Og hann heldur áfram: „Ruglið og mótlætið sem foreldrar og börn lenda í er með ólík- indum. Fólk sem einmitt þarf á skiln- ingi og aðstoð að halda en ekki þver- girðingshætti eins og viðmótið getur stundum einkennist af hjá þeirri stofnun.“ Augljóslega grafalvarlegur undir- tónn í bókunum um Stellu og fjöl- skyldu, þótt grínið og sprellið sé aldrei langt undan og sögupersónur hver annarri kostulegri. „Í Mamma klikk! fær Stella ekki hjólastól af því að hann þykir allt of dýr. Amman keypti stól- inn að lokum. Sagan er byggð á raun- verulegum atburðum,“ segir Gunnar. Sjálfur hefur hann brennandi áhuga á ýmsum réttlætismálum sem Stella og fjölskylda þurfa að berjast fyrir bóka- flokkinn út í gegn. Barnabókasprengja Gunnar er formaður SÍUNG, Sam- taka íslenskra barna- og unglinga- bókahöfunda, og ástríðufullur um hvers kyns barnamenningu og hlut- deild hennar í umræðunni. Honum finnst landinn ekki standa sig alveg nógu vel þrátt fyrir fagurgala um mik- ilvægi bóklesturs á tyllidögum. „Ég vil sjá meiri umfjöllun og gagnrýni um barnabækur í fjölmiðlum. Að vísu höf- um við tekið hænuskref, enda varla annað hægt þegar gróskan í útgáfu barna- og unglingabóka er viðlíka og sjá má sjá í nýútkomnum Bókatíð- indum. Sannkölluð barnabóka- sprengja með stórkostlegum bókum eftir marga nýja höfunda og frábærar að gæðum. Mér er bara óskiljanlegt hvers vegna ekki er verið að opna kampavínsflöskur úti um allan bæ til að fagna þessari þróun. Að mínu mati eru barnabækur mik- ilvægasta bókmenntagreinin. Líf barna batnar við að lesa, þau verða betri manneskjur, skilja heiminn betur og læra að þróa með sér samkennd og samlíðan. Þetta er eitt það mikilvæg- asta sem hægt er að kenna börnum auk þess sem lestur minnkar fordóma og eykur skilning. Og þá eru ótaldir kostirnir sem fylgja því að vera al- mennilega læs.“ Draumur að lifa af skrifum Flest sem Gunnar hefur fengist við frá því hann útskrifaðist frá Leiklist- arskóla Íslands 1991 tengist börnum. Hann hefur unnið sem leikari, leik- stjóri og handritshöfundur fyrir kvik- myndir, svið og sjónvarp og hafði um tveggja ára skeið ásamt Felix Bergs- syni umsjón með Stundinni okkar á RÚV. Þeir sömdu síðan saman tónlist fyrir börn og leikið barnaefni. Á ár- unum 2008-2010 hafði Gunnar umsjón með uppsetningum leikrita Latabæjar víða um heim. Hann er ennþá með mörg járn í eld- unum, alltof mörg að eigin sögn því draumurinn sé að geta lifað af skrif- unum. Þessa dagana er hann að und- irbúa jólatónleika Björgvins Halldórs- sonar í Hörpu þar sem mikið er í lagt og mörg hundruð söngvarar og sviðs- listamenn, börn og fullorðnir, koma fram. „Annars vorum við Ásmundur, tví- burabróðir minn, með þættina Veiði- kofinn á RÚV í sumar og þeir voru ekki sérstaklega fyrir börn. Eftir sýn- ingu þeirra sem og sjónvarpsþáttanna Víti í Vestmannaeyjum fer maður varla út úr húsi án þess að börn og stútungskarlar víki sér að manni,“ seg- ir Gunnar harla ánægður, enda kveðst hann hafa ákaflega gaman af að fá við- brögð frá áhorfendum á öllum aldri. „Karlarnir eru greinilega óvanari að hrósa en krakkarnir. Maður er kannski alveg grandalaus í grænmet- inu í Krónunni, þegar hnippt er í mann og sagt „helvíti flottir þættir“ og svo eru þeir bara farnir áður en maður nær einu sinni að segja „takk“. Hvað er að vera venjuleg? Framlag Gunnars til barnamenn- ingar hefur fært honum ýmis verðlaun og viðurkenningar. Árið 2015 hampaði hann Íslensku bókmenntaverðlaun- unum í flokki barna- og unglinga- bókmennta fyrir Mömmu klikk! svo fátt eitt sé talið. Hann segir að sig hafi langað til að skrifa bækur, sem hverfðust um þá stóru spurningu, hvað sé að vera venjuleg? Og fjölluðu jafnframt um baráttuna við að verða venjuleg eins og táningurinn Stella þráir heitast af öllu. „Upphaflega átti bókin að vera gamansögur af klikkuðum mömmum, sem ég hafði safnað saman héðan og þaðan. Síðan fannst mér vanta mót- vægi við allt grínið og ákvað að skapa fjölskyldu sem glímdi við viðvarandi og alvarlegt vandamál, sem í þessu til- viki var fötlun Stellu, en væri þó alls ekki aðalatriði sögunnar. Það fer óskaplega í taugarnar á mömmunni, sem er óperusöngkona, þegar henni finnst fólk stara á dóttur hennar vegna þessa, og á þá til að vera með alls konar fíflagang á almannafæri til að beina athyglinni frá dóttur sinni. Stellu vitaskuld til mikillar armæðu. Hún er bara „venjuleg“ stelpa, sem á margar vinkonur, og dreymir um að verða skotin í strák og að strákur verði skotinn í henni. Svo þegar það gerist í síðustu bókinni trúir hún ekki að einhver geti verið skotin í henni af því hún er í hjólastól og úr verður alls konar misskilningur,“ segir Gunnar og fer ekki lengra út í söguþráðinn hvað Stellu áhrærir. Vandamál upp á líf og dauða Þess má geta að hann kom les- endum algjörlega í opna skjöldu í Mamma klikk! með því að upplýsa ekki fyrr en í síðasta kaflanum að Stella væri í hjólastól. „Ég fékk mjög sterk viðbrögð, sumir lásu bókina aft- ur og skildu þá af hverju hún vildi ekki klifra upp í tré og þvíumlíkt. Ég reyni að fá lesendur til að hlæja og gráta, skapa spennu með því að láta sögu- hetjurnar glíma við ýmis vandamál sem fyrir þeim sjálfum eru nánast upp á líf og dauða. Í Mömmu klikk! veltur til dæmis mikið á að mamman hagi sér vel í afmæli Stellu, félagslíf stúlkunnar er hreinlega í húfi. Í Siggi sítróna er Siggi, litli bróðir, í alvarlegri tilvist- arkreppu. Hann stendur frammi fyrir því að verða ekki lengur yngstur held- ur miðjubarn þegar hann eignast tví- burasystkini. Til að verða ekki minna elskaður en áður reynir hann að gera öllum til geðs og það getur á stundum verið býsna erfitt.“ Gunnar kveðst helst hafa sótt inn- blástur úr eigin barnæsku í fyrstu bókina, hinar þrjár séu frekar inn- blásnar af sonum hans, þeim Ásgrími og Óla Gunnari. „Palli, stóri bróðir Stellu, er svolítið eins og Ásgrímur með þetta óbilandi sjálfsöryggi og vandamálaleysi, sem er dæmigert fyr- ir marga unglingsdrengi. Þeir ganga gjarnan um berir að ofan heima fyrir og nenna bara ekki neinum vanda- málum. Siggi greyið er orðinn sjö ára og getur ekki enn sagt s rétt eins og Óli Gunnar gat ekki á sama aldri sagt err og þurfti að lokum að fara í að- gerð. En þá tók ekki betra við því hann missti framtennurnar og gat ekki sagt ess. Eins og Siggi. Eigin- kona mín, Björk Jakobsdóttir, leik- kona og aðalsprautan í Gaflaraleik- húsinu, á svolítið í Mömmu klikk, sem og mín eigin móðir og raunar allar þær lífsglöðu og andans stóru konur sem ég þekki,“ játar hann kinn- roðalaust. Rottustelpa og -strákur fæðast Þar sem líf Stellu og fjölskyldu verður eftirleiðis ekki fyrir opnum tjöldum, er lag að spyrja skapara þeirra um næstu sköpunarverk. „Næsta bók fjallar um strák og stelpu, sem eru vinir, og baráttu þeirra við pabba stelpunnar sem er al- gjör fáviti,“ segir Gunnar og gefur ekki meira upp, enda sagan stutt á veg komin. Umfjöllunarefnið er ástandið í heimsstjórnmálunum. Söguhetjurnar eru rottur tvær. Spyrjum að sögulok- um. Betri manneskjur af bóklestri  Gunnar Helgason rithöfundur hefur sent frá sér barna- og unglingabókina Siggi sítróna  Sömu söguhetjur og í Mamma klikk!, Pabbi prófessor og Amma best  Hvað er að vera venjuleg? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundurinn Gunnar og Grímur, hundurinn hans. Sumir í fjölskyldunni hafa orðið skáldinu innblástur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.