Morgunblaðið - 20.11.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.11.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Það má fyrirgefa Guðjóni Sam-úelssyni húsameistara ým-islegt fyrir það eitt að hafaskapað þetta dulmagnaða tónleikahús á hæðinni sem piltar í Hólavallaskóla notuðu undir brennur og kölluðu Vulcan. Húsið er vissulega kirkja undir katólskan ritúal en um leið líklega best innréttaða rýmið undir innblásna a cappella kórtónlist á Ís- landi hvað viðvíkur nánd og hugg- unarríkan ómblæ. Requiem, sálumessa eftir spænska tónskáldið og prestinn Tomás Luis de Victoria, er rómað fyrir dáleiðandi feg- urð og sérlega djúpa túlkun á texta sálumessunnar líkt og stóð í verk- efnaskrá kvöldsins. Sexradda verkið (með tvöfaldan sópran og tenór) var samið fyrir útför spænsku keisaraynj- unnar Maríu við lát hennar 1603. Sálu- messan var jafnframt svanasöngur tónskáldsins og markar sem slíkt glæstan lokahnykk spænsku gullald- arinnar í fjölröddun. Í flutningi Bar- börukórsins vantaði aðeins lokakafl- ann, kyrie. Victoria birti safn verka sinna í sam- tals 11 ritum en Requiem – Officium Defunctorum var eina verkið sem birt- ist sjálfstætt. Auk hefðbundinna liða sálumessunnar (sem umbótaþingið í Trentó straumlínulagaði) bætti tón- skáldið við upphafskafla, árdegisritúal – Taedet animam meam úr Jobsbók (10:1-7); Mér býður við lífi mínu, ég ætla að gefa kveinstöfum mínum laus- an tauminn, tala af bitrum huga) sem er stundum fellt niður á tónleikum en Barbörukórinn flutti nú. Þá bætti tón- skáldið við útfararmótettu Versa est in luctum og lokakafla Libera me, Dom- ine. Það lá nokkur eftirvænting í loftinu að fá að hlýða á þungaviktar efni frá þessum mæta kammerkór frá Hafn- arfirði. Hinn geðþekki kantor Hafn- arfjarðarkirkju hefur gert virðing- arverða hluti af góðum gæðum síðustu ár í samvinnu við Smára Ólason með sjaldheyrðum lögum úr íslenska tón- listararfinum. Á tónleikunum sl. mið- vikudagskvöld bar þó fljótlega á ákveðnum veikleikum og máttleysi, jafnvel kjarkleysi og óöryggi, t.a.m. í innkomum og lengri frösum. Hljómur rýmisins var ekki nýttur til fullnustu undir þá dýnamík sem verkið býður upp á en kórinn hefði hæglega mátt ganga mun lengra. Það mátti vissulega vel greina hugsun í dýnamískum strúktúr á hátindum textans en það var oft forserað, en allra helst vantaði stærri frávik og afbrigði í neðri styrk- leikamörk, messó-píanó og neðar, en til þess verður mannskapurinn að treysta húsinu því hljóðin berast í Landakots- kirkju. Þriðji kafli Graduale var afleitur, sunginn af ákefð án yfirvegunar. Fjórði kafli Offertorium var skelfilegur áheyrnar en þar kastar kórinn sín á milli kraftmiklum og afdrifaríkum frös- um sem voru kreistir fram af þvílíkri áreynslu að mann langaði helst að halda fyrir eyrun. Best tókst kórnum upp í Communio. Flutningurinn leið í annan stað fyrir greinilegan getumun á milli söngvara; 1 sópran og 1. tenór eru greinilega yfirvegað gæðahandverks- fólk á meðan 2. sópran og 2. tenór gat hljómað klemmdur, spenntur, hávær og jafnvel rembingslegur. Þessi getu- munur kom einnig fram í ósamstilltum innkomum. Innan hópsins eru greini- lega nokkrar lítt-mótaðar raddir sem skera sig rækilega frá þeim mótuðu. Altraddir sluppu að öllu heilar frá kvöldinu. Leiðari annars sóprans syngur can- tus firmus línur gregorsöngsins í upp- hafi hvers kafla áður en fjölröddun tek- ur við. Það var langt í frá sannfærandi stíll á gregórsöng Þórunnar Völu sem var frómt sagt bæði óinnblásinn og flatur. Þá var söngkonan slegin slíkri sönggleði að rödd hennar skar sig með afgerandi hætti úr kórhljómnum tón- leikana á enda. Ábyrgðin situr á herð- um stjórnandans sem verður að gæta að jafnvægi milli radda, hvort heldur innan radda eða milli raddhópa; hann er eyrað. Þá er sjálfsagt mál að kór- stjóri eða leiðandi söngvari leiti upp- hafstóns milli kafla, en verkfærið til þess arna er tónkvísl, ekki munnharpa eða ýla. Guðmundur hefði allt eins get- að notast við Casio-skemmtara. Það var fleira sem truflaði stemninguna að ósekju; það hefði vel mátt tempra ljós- magnið undir þessari hátimbruðu tón- list. Þá vantaði nafn sjálfs kórstjórans í tónleikaskrá. Í raun vantaði ótal margt upp á alla framsetningu eða presenta- sjon á þessum tónleikum, en því miður telst vart lengur nóg að komast bara í gegnum verkin stórslysalaust. Ljósmynd/Gassi Barbörukórinn Á tónleikunum bar „fljótlega á ákveðnum veikleikum og máttleysi, jafnvel kjarkleysi og óöryggi, t.a.m. í innkomum og lengri frös- um. Hljómur rýmisins var ekki nýttur til fullnustu undir þá dýnamík sem verkið býður upp á en kórinn hefði hæglega mátt ganga mun lengra.“ Úr voðanum í skaðann Kristskirkja í Landakoti Kórtónleikarbbnnn Barbörukórinn flutti Requiem – Offici- um defunctorum eftir Tomás Luis de Victoria (1548-1611) Lectio II ad matutinum * Taedet animam meam Missa Pro Defunctis * Introitus * Kyrie * Graduale * Offertorium * Sanctus * Agnus Dei * Communio Motectum * Versa est in luctum Absolutio – Responsorium * Libera me, Domine Gregorsöngur: Þórunn Vala Valdimarsdóttir Kórstjóri: Guðmundur Sigurðsson Kristkirkja í Landakoti, 14. nóvember INGVAR BATES TÓNLIST 20 milljónum króna var úthlutað úr Hönnunarsjóði við lokaúthlutun ársins. 108 umsóknir bárust sjóðn- um um ríflega 174 milljónir. Sjóð- urinn úthlutaði alls 50 milljónum króna á árinu og nú var varið 19 milljónum til jafn margra verkefna og einni milljón kr. í ferðastyrki. Hæsta styrkinn hlaut Helga Lára Halldórsdóttir fyrir „Objec- tive“, 2,5 milljónir kr. Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir – Hafstudio hlutu tvær milljónir fyr- ir „Skólastóll – Næsta kynslóð“ og Magnea Guðmundsdóttir og Bryn- hildur Pálsdóttir eina og hálfa milljón kr. fyrir verkefnið „Inni í yfirborðinu“. Styrki á bilinu 500 þúsund til einnnar milljónar króna hlutu: Arkitektar Hjördís & Dennis ehf. fyrir „Áhrif frá Bretlandseyjum, mannvirki á Íslandi“; Kristín Sig- fríður Garðarsdóttir fyrir „Duft- ker“; Magnús Albert Jensson fyrir „Hönnun bíllauss hverfis fyrir BFS“; Signý Þórhallsdóttir fyrir „Morra Sveigur“; Ýr Jóhannsdóttir fyrir „Þættir“; Hörður Lárusson fyrir „Fáni fyrir nýja þjóð“; Þórey Björk Halldórsdóttir og Baldur Björnsson fyrir verkefnið „+Eilífð – &AM þróar upplifunar vörulínu“; Arnar Már Jónsson fyrir „Arnar Már Jónsson Fatalína“; Birna Geir- finnsdóttir og Bryndís Björgvins- dóttir fyrir „Ferill og störf Krist- ínar Þorkelsdóttur“ Elísabet V. Ingvarsdóttir og Arndís S. Árna- dóttir fyrir „Hönnun á Íslandi – Ágrip af sögu“, Erna Bergamann Björnsdóttir fyrir „Swimslow“; Harpa Einarsdóttir fyrir „Myrka & Lavastract“; Hlín Reykdal fyrir „Crown by Hlín Reykdal“; Katrín Ólína Pétursdóttir fyrir „Aska – Rannsókn“; Kolbrún Sigurð- ardóttir fyrir „Tölum um íslenskt keramik“ og Sigríður Heimisdóttir fyrir „Gler líffæri; líkaminn“. Nítján verkefni hlutu jafn margar millj- ónir króna í styrki úr Hönnunarsjóði Styrkþegarnir Hönnuðirnir sem hlutu styrki við lokaúthlutun ársins úr Hönnunarsjóði saman komnir. William Gold- man, einn kunn- asti handritshöf- undur Banda- ríkjanna, er látinn 87 ára að aldri. Hann hreppti tvenn Óskarsverðlaun, fyrir handrit kvikmyndanna Butch Cassidy and the Sundance Kid og All the President’s Men. Meðal annarra frægra handrita hans eru The Prin- cess Bride, Misery og Marathon Man. Í andlátsfregn The New York Times segir að nafn hans við hand- rit hafi nánast tryggt djúpa, vel hugsaða og góða skemmtun, þegar kvikmyndin var tilbúin. Í umfjöllun um Goldman í The Guardian fyrir nokkrum árum var han sagður „besti og frægasti kvik- myndaleikstjórinn á lífi í dag“. Goldam samdi margar skáldsög- ur og nokkur þekktustu handritin vann hann upp úr eigin sögum. Fer- ill Goldmans spannaði á sjötta ára- tug en hann sló í gegn með sínu fyrsta handriti, Butch Cassidy, sem var selt fyrir metfé á þeim tíma. Meistari hand- ritaskrifa látinn William Goldman Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Fly Me To The Moon (Kassinn) Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Insomnia (Kassinn) Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.